Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 10
Ragnar og Guölaug, börn Sigur- laugar og Guölaugs Rósinkranz, þykja hafa framúrskarandi tón- listarhæfileika. Hann leikur á fiölu, hún á píanó og þau voru meöal 5 nemenda, sem valin voru úr heilum tónlistarskóia til þess aó koma fram í sænska sjónvarp- inu. Á efri myndinni eru þau í hljómsveit skólans, Guölaug aft- ast viö píanóiö, en Ragnar meö fiöluna fremst á myndinni. Á neöri myndinni eru þau heima vió æfingar. SIpURLAUG ROSIN- KRANZ „Það var aldrei nein spurning í mínum huga, hvað ég legði fyrir mig“ Mikilvægt er aó ekkert svona lagaó raski manni í listflutningi. Listamaöur- inn þarf að vera eölileg manneskja á hverju sem gengur. Einnig á því byggist frami hans og gœfa. Aðspurð segist Sigurlaug eiga auð- velt með að laga sig eftir nýjum kringumstæðum og nýju fólki. „Bara ef landiö er fallegt, veöriö gott og pólitíska ástandið þolanlegt. Ég á heima þar sem starf mitt er, vinir mínir og fjölskylda". Og hún bætir viö. „Ég er stööugt ástfangin .. í fólki, ýmsum stööum, fögrum borgum, í dýrum, í músik, í bókum, og í lífinu sjálfu." Úti í Svíþjóö hefur Sigurlaug vanist því aö taka daginn snemma; hún er komin á fætur uppúr kl. 6 á morgnana og búin aö vera lengi á stjái, þegar meiripartur íslendinga kemst til meðvit- undar. Hún byrjar dagsverkið á því að fara yfir póstinn; það geta veriö bréf í sambandi viö sönginn og þeim verður hún að svara undir eins. Börnin fara í skólann á bilinu frá átta til tíu, og eins og öll sænsk börn, fara þau úr skólanum á einskonar leikheimili, eða þaö sem sænskir kalla „fritidshem". Þar fá þau hressingu og hafa áöur fengið hádegismat í skólanum. Eftir aö börnin eru farin í skólann, gæti til dæmis átt sér staö aö Sigurlaug færi að lesa yfir nótur með nýrri músík, ellegar kynna sér texta og læra þá utanað. Og aö sjálfsögöu verður hún eins og aörir söngvarar aö eyöa drjúg- um tíma í æfingar heima. Seinnipart dagsins fer hún kannski útaf örkinní til að verzla fyrir heimilið og sinna útrétt- ingum. En jafnframt fer hún oft á músíksafniö, leitar þar uppi sjaldgæf verk og fær kópíur af þeim. En þetta gerist allt með frávikum, því ýmsar tafir verða; stundum koma gestir frá öðrum löndum og dvelja ef til vill hjá henni í marga daga. Allt er það til aö auka á fjölbreytni lífsins. Á kvöldin er gott aö hlusta á plötur, kannski meö söng, eöa þá meö hljóö- færamúsík. Þegar maður er þreyttur, þá felst í því góö afslöppun og ánægja í senn — og Sigurlaug notar eyrnafón til þess aö trufla ekki börnin, sem ef til vill eru að læra. Vegna þeirra kveðst hún leggja áherzlu á aö vera heima á kvöldin og skemmtanalífið freistar hennar ekki, hvorki í Stokkhólmi né annarsstaöar. Ég innti Sigurlaugu eftir nýrri hljóm- plötu, sem ég vissi aö var í deiglunni; þar syngur Siguriaug m.a. Ijóð eftir föður sinn — og sjálf hefur hún snarað þeim á sænsku. Lögin eru aftur á móti eftir sænskan lagasmiö. Sigurlaug kvaö tafir hafa oröiö af tæknilegum ástæö- um, eöa öllu heldur: þær stóöu í sambandi viö breytingu á útgefanda, en vonir standa til aö brátt leysist úr því. Hróöur Sigurlaugar sem Ijóöaþýöanda virðist hafa borizt til Finnlands — nýlega óskaöi menningarblaö þar í landi, sem Horisont heitir, eftir því aö fá aö birta þýöingar hennar á Ijóöum Guömundar L. Friöfinnssonar; einnig grein um skáldiö, föður hennar, og störf hans. Og það er fleira, sem uppá síökastiö eykur á eril daganna hjá Sigurlaugu Rósinkranz. Undanfarin ár hafa verið starfandi fjögur íslendingafélög í Sví- þjóð, en í vor var stofnaö landssam- band þessara félaga. Jafnframt var óskaö eftir því, aö Sigurlaug tæki aö sér starf í menningarmálanefnd þessa sam- bands. Hún sat þessvegna haustfund landssambandsins í Jönköbing og meö- al þess, sem þar var rætt og hæst bar, voru tónlistarmál og móöurmálskennsla íslenzkra barna. Þá má geta þess aö eitt af verkefnum sambandsins er aö greiða götu þeirra listamanna íslenzkra, sem heimsækja Svíþjóö og opna þeim þá möguleika, sem unnt er. Framundan eru nokkur konsertferöa- lög hjá Sigurlaugu; þaö er eins og veriö hefur og lífiö mun aö verulegu leyti snúast um söng og músík. En því fylgir líka mikil vinna viö æfingar og undirbún- ing. Sigurlaug Rósinkranz hefur unniö þaö afrek aö ná fótfestu sem einstakl- ingur úti í hinum stóra heimi tónlistar- innar. Þaö er ekki tekiö út meö sældinni, en þó nákvæmlega það hlut- sklpti, sem hún hefði helst kosiö sér. Gísli Sigurösson. Þökk fyrir nýja bók um Strindberg Olov Lagercrantz f. 1911, er bókmenntafræöingur og skáld, doktor í sinni fræöi- grein. Hann var lengi rit- stjóri Dagens Nyhether í stokkhólmi. Hann hefur hlotiö Norrænu bókmennta- verölaunin fyrir bók um Dante. 1935 kom út fyrsta bók hans, Ijóö, síöar nokkr- ar fleiri, en margar bækur hans eru bókmenntafræöi- legs efnis. 1979 kom bókin um Strindberg. Hún þykir sérstakt meistaraverk. Kæri Olof Lagercrantz, Hjartanlega þakka ég þér fyrir Strind- bergsbókina. Þaö var mér óvæntur heiöur og ánægja aö fá hana frá þér. Þaö er án verðskuldunar af minni hálfu. Ég ætlaöi aö vera búinn aö senda þér þakkarorö fyrr, en ég var á spítala þegar ég fékk bókina, og svo hefur þaö dregist. Þetta er sannarlega mlkil og merkileg bók um stórkostlegt efni. Þó mikið hafi veriö um Strindberg skrifað má alltaf varpa nýju Ijósi yfir líf hans og verk, þessa mlklu og sérstæöu gátu, þaö hefur einu sinni enn sannast meö bók þinni. Ég vona aö útkoma hennar hafi oröiö þér til ánægju og vegsauka, elns og aörar bækur sem þú hefur ritaö. Ég veit þó aö þú hefur átt viö mótbyr og misskilning aö stríöa, eins og aörir sem færast mikiö í fang. Ég hef á undanförnum áratugum lesiö margt eftir þig í Dagens Nyheter, þó ekki aö staöaldri. Sterkir menn í norrænni menningu hafa þeir veriö: Strindberg, Ibsen, Rune- berg, Brandes, og síöar Selma Lagerlöf, Johannes V. Jensen og Hamsun. Viö íslendingar komum ekki fyrir alvöru á hiö samnorræna sviö fyrr en meö Gunnarl Gunnarssyni og Laxness. En auövitaö áttum viö samtímaskáld hinna norrænu risa, helmaskáld okkar voru höfundar eins og Matthías Jochumsson, Steingrím- ur Thorsteinsson og Einar Benediktsson. Auk þess aö frumsemja þýddu þeir merkustu og snjöllustu ritverk höfuö- skálda hinna Noröurlandaþjóöanna, höf- uöskáld Noröurlandanna á sinni tíö.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.