Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 15
„Helminginn af hverju ári bý ég á hótelum. í London bý ég alltaf hér á Claridge og yfirleitt í sömu íbúðinni á þriöju hæö. Ég þekki starfsfólkiö og þaö þekkir á mig. Ég þarf ekki aö hafa áhyggjur af því, hvort hóteliö hafi þvottaþjónustu um helgar. Fjölskylda mín er hérna líka — þaö er mér einstök ánægja. Við erum mjög samrýnd. Hvar sem ég er staddur í heiminum, tala ég viö þau sex eöa sjö sinnum í viku. Undanfarna daga höfum við veriö aö slæpast hér í London. En nú þarf að sinna mörgum málum. Eins og sjá má, er herbergið eins og skrifstofa. Bréf út um allt. Hvernig á ég aö oröa heilla- skeyti til vinar míns í Amsterdam, sem er 85 ára í dag? Afsakið augnablik, ég þarf aö hringja til New York. Síminn — alltaf síminn. baö eru ekki nema þrír símar hérna. Ég hef ellefu í íbúö minni á Manhattan. Þeir sem þekkja mig segja, aö sé ég ekki með fiðluna í hendinni, þá haldi ég á símtóli. Nú verö ég aö taka til við nokkrar æfingar á fiöluna. Þetta er falleg Guarneri dei Jesus frá árinu 1740. Eftir hálftíma þarf ég að mæta á æfingu einhvers staöar nálægt Euston. Ég þarf aö liðka fingurna. Vera konan mín, er aö heimsækja vinkonu sína á spítala. Michael eldri sonur okkar, er að skoöa sýningu. David, hann er 17 ára, ætlar aö koma meö mér. Hann er í næsta herbergi aö leita aö miðanum mínum til Tel Aviv. Ég sá hann einhvers staöar. Við förum eftir Lífið í degi luac Starn ar fnddur árið 1920 í Kriminieaz á landamœrum Rúaslands og Póllands. Hann var ekki ársgamall, þegar foreldrar hans fluttust búferjum til San Francisco í Bandarfkjunum. Átta ára gamall hóf Isaac að leika á fiðlu og aðeins 15 ára gamall kom hann fyrst fram sem atvinnumaður. Hann hefur verið um langt skeið einn frægasti fiðluleikari heimsins og einn af þeim, sam er bókaður langt fram í tímann. Árið 1975 hlaut Isaac Stern verðlaunin, sem kennd eru viö Albert Schweitzer. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir. umlukt stórum gömlum trjám. Viö höfum átt þaö síðan David var smá- krakki. Þaö er eini staöurinn, þar sem ég get virkilega notið hvíldar. Ég ek sjálfur þangað frá New York. Þaö tekur mig klukkutíma og 40 mínútur. Þegar ég nálgast hliöiö og sé steinbekkina í garöinum , slaknar á öllum taugum. Þarna erum viö frjáls — syndum og leikum tennis. Þarna er aðeins einn sími, og þaö geta liðiö dagar, án þess aö ég snerti á honum. Þegar viö erum í leyfi, fara öll skilaboð beint til skrifstofu minnar í New York. Enginn og alls enginn kemur í heimsókn þangaö án þess aö vera boðinn. Þaö er ekki staður fyrir óvænta gesti í síödegisdrykkju. Viö metum þaö mikils aö geta verið út af fyrir okkur — viö erum þaö of lítið. Börn okkar koma oft til aö dveljast hjá okkur, sérstaklega á helgidögum Gyöinga og á Þakkargjörðardegi. Þetta er hús fjölskyldunnar. Upprunalega ætl- uöum við aö breyta tveimur eða þremur herbergjum, en ég held, þegar ég hugsa út í það, aö viö séum búin aö breyta níu af hinum ellefu herbergjunum. Húsiö hefur vaxiö með okkur. Nýlega kviknaöi í eldhúsinu, svo aö í frfinu geröum viö áætlanir um endurbyggingu þess. Viö stundum ekki garöyrkju. Viö erum of mikið á feröalögum til þess. Ef maður gróöursetur eitthvaö verður maöur aö hlúa aö því og fylgjast með því vaxa. Starf mitt leyfir ekki slíkan munaö. Við lifum afar hispurslausu lífi þarna. Kannski set ég á mig hálsbindi IS AACS STERN tvo daga. Vera á möppu, sem er merkt ISRAEL. En miöinn er ekki þar. Fjöl- skylda mín trúir því ekki, hvaö allt er vel skipulagt hjá mér, þegar ég ferðast einn. Dóttir okkar, Shira, er aö læra til aö veröa rabbi. Viö hittum hana í ísrael. Eftir aö ég stofnaði tónlistarmiðstööina í Jerúsalem 1973, fer ég þangað nokkrum sinnum á ári. Viö þurfum aö hitta mann hérna niöri í anddyrinu núna — hann þarf aö ræöa viö mig um dagskrá okkar í Jerúsalem í bílnum á leiðinni. David, fannstu miðann? Sjáðu, hann er hérna í bláa jakkanum mínum. Ég fæ mér hvaö sem er í morgunmat — þaö fer eftir því, hver fylgist meö mér. Stundum fæ ég mér bara ávaxta- safa og kaffi, en það gæti alveg eins veriö egg og kalt kjöt. Skandinavískt smörgásbord er sérstaklega gott. Ég hef mikinn áhuga á mat, en læt mér hádegismat í léttu rúmi liggja. Ef ég á aö halda hljómleika, fæ ég mér stundum eitthvaö smávegis seinni hluta dags fremur en aö boröa hádegismat. Þaö er smá vandamál í dag. CBS-plötur hafa undirbúiö sérstakt boö vegna 60 ára afmælis míns. Öll fjölskyldan hittist í veitingahúsinu. Ég vona, að Michael muni eftir aö skipta um föt og fari úr strigaskónum og gallabuxunum. Ég verö aö skipta í æfingasalnum. David, blessaöur sjáöu um vindlaöskjuna mína; Mér þykja góöir Monte Christo Havana. Fjölskyldan er ekki sátt viö þaö. Viö eigum marga vini í London. Viö förum í leikhús í kvöld. Við þekkjum fólk í flestum borgum, en hittum þaö ekki oft. Ég var hérna síðast fyrir ári. Viö Vera erum næturhrafnar. Ég kann vel viö aö vinna fram til tvö eöa þrjú á 'nóttunni. Tíma mínum er ráðstafað tvö ár fram á viö. Hvort ég segi aldrei nei? Þú ættir heldur að spyrja David aö því. Auk þess aö ferðast og halda hljómleika er ég forseti Carnegie Hall. Vera starfar þar líka og ég er formaður Amerísk- ísraelsku menningarstofnunarinnar. Ég hef átt sérstaklega annríkt síöustu 16 mánuði. Þaö hafa verið mikil feröa- lög. Þegar þú baöst um þetta viðtal, var ég í Kína. Áöur en ég kom hingað til London, var ég stanslaust aö í París í tvo mánuði. Þaö er sennilega einstakt að vera svona lengi með einni hljóm- sveit, en það var þess virði. Þegar þetta viðtal birtist, veröum viö Vera í sumarhúsi okkar í Connecticut. Þaö er út af fyrir sig uppi í fjöllum tvisvar í sex vikna leyfi. Mér þykir mjög gaman aö steikja kjöt úti. Terriyaki-steik er sérgrein mín. Ég bý til ágæt salöt líka. Ef ég fer þangaö einn til aö vera þar einn eða tvo daga, tek ég aöeins meö mér nýmjólk og ávexti. Þá hef ég líka látiö útbúa vínkjallara og á þar margt góöra vína. Húsið í Connecticut er sá staður, sem okkur líkar bezt í veröldinni. Mest af fötum mínum hef ég þar og allt, sem ég þarf til aö láta mér líöa vel. Þaö er ætlun mín aö eyða allt aö helmingi ársins þar, vinna þar og hvíla mig. Þetta er dásamlegur vinnustaöur. Viö höfum þarna enga nágranna, og ég get leikið á fiðluna öllum stundum. Getur nætur- hrafn krafizt nokkurs meira af lífinu?" — Svá — Úr „Sunday Times Magazine“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.