Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 6
Hinir árvissu jólasveinar Ungur maður tók örlagaríka ákvörðun nú um hátíðarnar. Hann ákvað sér lífsstarf. Jólasveinn ætlar hann að verða með árunum. Hann getur ekki hugsað sér neitt stór- fenglegra en að príla upp eftir veggjum um nætur og gefa krökk- um gott í skó, endasendast milli jólaskemmtana og segja brandara af músum og fílum. Stráksi er sem sé ekki í nokkrum vafa um tilvist þessara furöuskepna og hefur ekk- ert ryðgað í trúnni, þótt hann hafi hitt ýmsar útgáfur af Kertasníki og Skyrgámi á hinum og þessum jólaböllum. Hann telur víst, að hann geti runnið inn í hvaöa jólasvein sem er og tileinkað sér hið ein- stæða athæfi þeirra, því að ekkert er frjóum barnshuganum ómögu- legt. Sé þetta óbifanleg ákvöröun, væri óskandi aö hann líktist jóla- sveininum, sem sendi okkur elsku- lega kveóju fyrir hátíðarnar. Það var raunar einn af beztu myndlist- armönnum þjóöarinnar, sem hafði teiknaö sjálfan sig á kort í jóla- sveinalíki, ringlaðan í stórborgar- skarkala. Ástæöan var sú, að sl. sumar höfðum við hjónin verið honum dálítiö innan handar í er- lendri stórborg, þar sem ókunnug- um er gjarnt á að tapa áttum. í þakklætisskyni dró hann upp þessa spaugilegu mynd af sér — dúöuð- um síðskegg með ráðleysi í augum innan um svimandi háa skýjakljúfa og ærandi trillitæki. Þetta var ágætistillegg ígott jólaskap. En vonandi ætlar strákurinn litli ekki að fara í föt þeirra jólasveina, sem hringsnúast um allt þjóöfélag- ið með fúla brandara — endurtaka vitleysurnar, sem þeir voru nýlega búnir að éta ofan í sig og þekkja hvorki hægri frá vinstri né austur frá vestri. Það eru ýmsir þeir, sem landinu okkar stjórna og allir eru hættir aö hlæja að nema þeir, sem þjást af gálgahúmor, en reynslan hefur raunar löngu sannað okkur íslendingum, að það er næsta hagnýtur eiginleiki. Samkvæmt jólasveinakvæði Jó- hannesar úr Kötlum höfðu gömlu íslenzku prakkararnir ákveönar leikreglur, sem þeir fylgdu út í yztu æsar. Einn tók til dæmis froðuna ofan af mjólkinni, annar saug ærnar, þriðji æddi um meö brauki og huröarskellum og þar fram eftir götunum. Þetta var löngu áöur en þeir tóku að sér hlutverk gleðigjaf- ans í skammdeginu og klæddust rauöum stökkum að erlendri fyrir- mynd. Nú hafa þeir aftur tileinkað sér hió forna þjóölega svipmót, þótt verksvið þeirra hafi riölazt eftir því sem samfélagiö er orðið flókn- ara. Þeir hanga núoröið í byggðum allan ársins hring með nefiö ofan í hvers manns koppi. Og svo ringl- aðir eru þeir, að það sem þeir töldu mestu ósvinnu í gær eru heilög boöorð dagsins í dag. Þeir standa ýmist í innbyrðis hjaðningavígum eöa bræöralagi og heyja áhlaup þaðan og þangað sem sízt skyldi. En eins og fyrr eru þaö einkum þeir sem minnst mega sín, sem veróa fyrir klækjum þeirra og prettum. Þjóöin stendur jafn ráóþrota gagn- vart þeim sem fyrr á tímum. Hún býst við hverju sem er og tekur hverju sem er meö gálgahúmor eða sinnuleysi. Hún er nánast oröin eins ringluö og áttavillt og jólasveinarnir sjálfir, enda segir hið fornkveðna að eftir höföinu dansi limirnir. Þessir karlar eiga áreiðanlega lítið skylt viö rauöklæddu síð- skeggina, sem litla strákinn langar til þess aö líkjast. En á meöan þeir vaöa uppi og kútveltast í eigin oröhengilshætti og ambögum, og beita nútíma- legum aöferðum viö aö sjúga ær og sleikja froðu, er erfitt aö segja börnum, að ekki séu til jólasveinar á íslandi. Guðrún Egilson Meðal stórkostleg- ustu minja Forn- Egypta er mynd- skreytt steinsúla, sem þekkt er undir nafninu Nál Kleó- pötru. En hvers- vegna í ósköpunum er hún í London? Vegna þess að forn- leifafræðingar og stjórnmálamenn á síðustu öld létu greipar sópa í Egyptalandi og rændu þaðan dýr- gripum í stórum stíl. Napóleon gaf fordæmið og síðan stóð ekki á hinum menningarelskandi Norðurálfuþjóðum að feta í fótspor hans. Sjálfir fengu Egyptar engu ráðið í þessu efni. Tyrki þóttist geta „gefið“ Bretum Nálina frægu, en af tækni- legum ástæðum var ekki hægt að flytja hana fyrr en 1877. Þetta var í raun fornminjarán — en þannig var ekki lit- ið á það fyrir 100 árum. Þann 12. sept. 1878 var Nál Kleópötru reist uppá endann i London og hefur staðið þar í liðlega öld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.