Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 4
Haraldur Ásgeirsson Fjölskyldumynd úr Torfahúsi tekin um 1895. F.v. Torfi Halldórsson, Ástríður, Kristján, Ólafur, Maria Össurardóttir, Sigríður, Magnús Bergur Guðmundsson (fósturbróðir) og Hvalveiðistöð Ellefsens um síðustu aldamót. Atvinnusaga þjóöar er hljóölátari en stjórnmálasagan. Forkólfar atvinnumála eru oft litlir fjölmiðlamenn og láta athafnir meiru skipta en orð. Athafnirnar veröa hinsvegar oft bitbein stjórnmála- manna, sem sumir eru gjarnari til ofanveltu en uppbyggingar. Þannig blasa staöreyndirnar viö nútímanum og sennilegt er aö svo hafi lengi veriö, þótt fjölmiölatækni hafi veriö minni. Atvinnusaga Flateyrar gæti veriö táknræn fyrir þá þróun atvinnulífs í landinu sem leiddi til sjálfstæðis og fullveldis. Vakning Fjölnismanna og bar- átta Jóns Sigurðssonar var okkur mjög mikilvæg, en minni árangur heföi náðst af þeim störfum hefði atvinnuþróunin ekki fylgt eftir. í raun vaknaöi á sama tíma meö þjóöinni sú frjálshyggja, sem nægöi til þess aö byggja upp atvinnu- vegina svo aö þeir fóru aö bera arö. Landsmenn tóku aö skipta meö sér störfum, sjálfstæöri verslun var komiö á og það dró úr hokri. Þeirri spurningu má líka velta fyrir sér hvort það hafi frekar veriö stjórnmálaskörungarnir sem skópu þróun atvinnuveganna eöa hvort þróun atvinnuveganna hafi vakiö upp nýta stjórnmálamenn. Á Vestfjörðum er ekki óalgengt aö rekja öra þróun frjáls hugarfars, aukins áræöis og hugmyndaauögi til fundahald- anna aö Kollabúöum. Ýmsir þar telja þá fundi kveikjuna aö Þjóöfundinum á Þingvöllum 1851. Vorhugur þessarra tíma hefur líka vakaö hjá Torfa Hall- dórssyni, þegar hann kaupir Flateyrar- eignirnar viö fráfall Friðriks Svendsens í febrúar 1856. 4 Friðrik Svendsen hafði stundaö nokkra verslun og útveg á Flateyri um alllangt skeið, en síöustu æviár hans voru honum erfiö, og starfsemin þá lítil. Torfi Halldórsson haföi er þetta geröist veriö skipstjóri um nokkurt skeiö í félagsút- gerö viö Ásgeirsverslun á ísafiröi. Hann haföi líka aö áeggjan Ásgeirs Ásgeirs- sonar fariö í stýrimannaskóla í Dan- mörku og haföi skipulega sjómanna- fræöslu fyrstur manna hér á landi. Hann flyst nú til Flateyrar þar sem hann setur á stofn verslun í samvinnu viö Hjálmar Jónsson og hefur þilskipaút- gerö. Hann mun einnig hafa kennt þar sjómannafræöi fyrstu árin. í raun fylgdi Torfi Halldórsson for- dæmi Ásgeirs Ásgeirssonar sem nokkru á undan honum tók stýrimannspróf í Kaupmannahöfn eða 1847, og setti síöan á laggirnar hina merku verélun sína og þilskipaútgerö sem landsrómuö varö. Mikiö vinfengi var jafnan meö þeim Torfa og Ásgeiri, sem sést m.a. á því aö Torfi skírir tvö börn sín eftir þeim hjónum Ásgeiri og Sigríöi. Á skútuöld gátu dugmiklir sjósóknar- ar og forsjálir útvegsmenn efnast af útgerö, bæöi af hákarls- og þorskveiði. Þetta geröist líka á Flateyri og Torfi Halldórsson mun hafa komist í all góöar álnir, auk þess sem hann gat kostað öll börn sín til siglinga og mennta. Flateyri var þá í beinu sambandi viö Kaup- mannahöfn og umheiminn. Geta má sér til aö þær samgöngur hafi oröiö til þess aö dönsku fiskimennirnir hófu hér skar- kolaveiðar upp úr miðjum síöari hluta nítjándu aldar. Aflinn mun aöallega hafa Frá Kollabúðum til karfmmslu Brot úr atvinnusögu Flateyrar veriö fluttir meö „Brunnskútum" lifandi til Kaupmannahafnar. Jafnframt mun þó hafa verið gerð tilraun til þess aö taka upp reglubundnar feröir milli Flateyrar og Hull meö ísaöan kola og annan fisk. Þaö var því ekkert undravert aö þeir aðilar, sem hér áttu hlut aö máli, og bjuggu viö einhver bestu hafnarskilyröi á Vestfjöröum, skyldu draga aö sér þann mann, Hans Ellefsen frá Tönsberg í Noregi, sem lang atkvæöamestur reynd- ist viö rekstur hvalveiöa hér á landi. Bygging hvalveiðistöövarinnar og rekstur hennar var vissulega stórt fram- faraspor í atvinnusögu staöarins, enda dró stööin starfsfólk víöa aö. Inn í byggðarlagið fluttust ný vinnubrögö og lífskjör bötnuðu. Til nýrra beinna sam- banda viö útlönd var stofnað, aöallega Noreg, þaöan sem hvalveiöimennirnir komu og viö England, en þaðan fengust kolin og þangaö fór mest af afuröunum. Nýir straumar mikilla viöskipta hafa því leikið um staðinn og starfsemina. Hvalveiðistööin hefir líka veriö reist og rekin af mikilli hugvitsemi og myndar- skap. Eftirminnilegir eru hinir miklu steingrunnar úr tilhöggnu basalti, og húsin voru vandviöuö. íbúöarhúsin stóöu uppi á bökkunum fyrir ofan verksmiöjuna. Þessi hús voru planka- byggð, höfðu veriö reist í Noregi og viöir sammerktir áöur en þau voru flutt í einingum til íslands. Tignarlegast var þó íbúðarhús Ellefsens, sem hefir veriö þjóðinni til vegsauka fram til þessa, og vonandi veröur enn évo um langan aldur. Þetta hús, Ráöherrabústaöurinn í Reykjavík, gista nú þjóöhöföingjar og fyrirfólk í boöi íslenska ríkisins og er þaö notað til hverskonar opinberra virö- ingarathafna. Ráöherrabústaðurinn var gjöf Hans Ellefsens til fyrsta íslenska ráöherrans Hannesar Hafstein, sem ver- iö hafði sýslumaöur ísfirðinga síöari hluta athafnatíma Ellefsens á Sólbakka. Bruni Hvalstöövarinnar í ágúst 1901 hefir veriö ógnar áfall fyrir byggöarlagiö, þar sem þessi lang stærsti atvinnurekst- ur hvarf af sjónarsviöinu fyrirvaralaust. Áhrif atvinnurekstrarins gátu þó ekki brunniö, og þau komu fram í margvís- legum framkvæmdum á staönum á næstu áratugum. í því sambandi má nefna nokkur dæmi: Skipaútgerð var veruleg frá Flateyri. Vélbátanotkun hófst mjög snemma, m.a. vegna kynna við dönsku kolaveiðimennina. Togari var geröur þaöan út 1907. Árið 1910 var keyptur svo mikill saltfiskur af erlendum togurum að sækja þurfti fólk í nærliggjandi firöi til verkunar. Áriö 1911 og 1912 voru leigöir tveir togarar af Jansen togarafélaginu þýska, og þéir geröir út á síld og þorsk með íslenskum áhöfnum. í framhaldi af því byggöu Þjóöverjar svo 1912 og 1913 fiskmjölsverksmiðju á Sólbakka, til þess aö nýta bein og fiskúrgang af Vestfjörö- um. Bygging þessarar fyrstu fiskimjöls- verksmiöju hefur vissulega veriö stór- átak. Auk þess voru bæöi hús og tæki vandaðri en gerðist í verksmiöjum sem síöar voru byggðar. Verksmiöjan var reist aö hluta á lóöum hvalveiöistöövar- innar. Hún kemst í eigu íslendinga í stríösbyrjun og var síöar breytt í síldar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.