Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1981, Blaðsíða 10
Nú eru um 75.000 Eskimóar kringum noröurpólinn. Flestir búa (Alaska, Kanada og Grœnlandi, en um 800 í Síberíu. Þeir tala allir mállýzkur sama máls. Fyrir 10.000 árum héldu forfeöur Eskimóa frá Noröaustur-Asíu yfir ísilagt Beringssund til Alaska. Meginhlutlnn hélt áfram suöur eftir álfunni, og frá þeim eru Indíánar komnir. Hinir fóru yfir Labrador til Grænlands. Cree-lndíánar, sem bjuggu í Noröur-Kanada, gáfu þelm nafniö „Eskimo“ — „Sá sem boröar hrátt kjöt“. Sjálfir kalla Eskimóar sig „Inuit" — „mennina". Þar til fyrir 30 árum liföu þeir lausir viö áhrif siöm'enningarinnar og ástunduöu sína fornu siöi: Sjúkir Eskimóar voru ofurseldir noröurheimskautskuldanum til aö flýta fyrir dauöa þeirra. Vansköpuöum börnum var drekkt. Ef of margar stúlkur voru í fjölskyldunni, var heilbrigöum meybörnum einnig drekkt. Enn á vorum dögum bjóöa margir Eskimóar vestrænum gestum konur sínar, og einnig iöka þelr stundum makaskipti. Einnig byggja þeir enn „iglu“ sín úr snjó, þar sem notalegur 10 stiga hiti er inni frá lýsislömpum og líkömum, þó aö úti sé 50 stiga frost. En innan tíu daga er þó snjóhúsiö bráönaö. Flesta Eskimóa hefur þó siömenningin sótt heim. Þeir búa nú f bárujárnshúsum í staö snjóhúsanna. Og í staö „husky“-hundanna spenna þeir nú véisleöa fyrir sleöana sína. En siömenningin færöi þeim einnig ógæfu. í Grænlandi eyddi hver karlmaöur meöal Eskimóa aö meöaltall 30% af launum sínum í áfengi fyrir tveimur árum. í ölæöi voru framin fleiri morö á stærstu eyju heimsins þar sem íbúarnir eru þó aöeins 40 þúsund en í Danmörku þar sem 5 milljónir búa. Þaö segir sína sögu um áhrif svokallaörar siömenningar á þetta náttúrufólk. Pessi Eskimóa- kona heldur selshúö fastri meö tönnunum. Hún skef- ur spikiö burt meö „ulu“, eldhúshnrf kvennanna. Úr spikinu er unniö lýsi fyrir lampana. Selskinn- iö er notaö á sleöa- sætl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.