Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 2
Hvaé gera landslagmrkiteJdar1
Viö kirkjugarðinn í Gufunesi. Myndin (t.v.) tekin í fyrrasumar um það leyti sem framkvæmdir hófust við frágang lóðarinnar viö
skrifstofur kirkjugarðanna í Gufunesi. — Mynd af sama stað rúmum mánuði síðar, þegar búið var að tyrfa, ganga frá og
gróðursetja.
Einar E. Sæmundsen
Verksviéié er tengt
métim og meéferé um
hverfhim af þekk-
ingu og skgmemi
Kringum landvarðahúsið í Vesturdal var hlaöið grjótgaröi en það verk unnu
sjálfboðaliðar frá Englandi sem komu hingað á vegum Náttúruverndarráðs
sumarið 1978.
segirEinarE. Sæmund-
sen í spjalli viö
Huldu Valtýsdóttur
Snemma í vor var haldin ráðstefna á
vegum Landverndar, Félags íslenskra
landslagsarkitekta og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um umhverfi og
útivist í þéttbýli.
Ráöstefnan var mjög vel sótt og vakti
veröskuldaöa athygli enda lætur fólk sig
æ meira varða umhverfi sitt, vernd þess
og mótun. Þau mál eru ofarlega á baugi
um víöa veröld enda svo komið að það
er á færi mannsins aö hafa afgerandi
áhrif á umhverfi sitt til hins verra eða
betra. þaö er því full þörf á að
almenningur hafi augun opin gagnvart
þessum málum og geri þær kröfur til
ráðamanna aö þessari þróun sé sinnt og
unnið sé af þekkingu og gætni svo
tryggja megi að rétt sé að öllu staðiö,
enda í sumum tilvikum of seint aö bæta
um þegar skaðinn er skeöur.
— O —
Einar E. Sæmundssen er formaöur
Félags íslenskra landslagsarkitekta og
hann var beðinn aö segja lesendum
Lesbókar ofurlítið frá félaginu, verkefn-
um landslagsarkitekta og viðhorfum
almennt til þessarar atvinnugreinar.
.„Starfsheltiö landci»g^jxekt ef tj|.
tú’iuiega nýtt af nálinni hér hjá okkur,“
sagði Einar, „og ekki víst að menn geri
sér almennt grein fyrir í hverju starf
landslagsarkitekta er fólgiö. Við erum
vön því aö tengia orðið „landslag" viö
land sem er ósnortið, eitthvaö náttúru-
legt, eitthvað sem maðurinn hefur ekki
búið til. Vmsum finnst því nafnið lands-
’.sgsarkitekt vera hálfgerð þversögn —
annars vegar stendur náttúrulegt land,
stórt og ósnortið og hinsvegar útlent orð
sem allir vita aö þýöir að m- -
u, _ — . ..wwui ii iii ör
nusameistari.
En lítum í kring um okkur á það
landslag sem næst okkur er. Þaö er
stórbrotið og samsett úr sömu þáttum
og landið okkar er byggt úr. Er þetta
landslag allt ósnortið? í viöleitni okkar til
aö búa sem best um okkur höfum við
mótað það aö þörfum okkar. Þeir sem
þar eru aö verki eru hver um sig nokkurs
konar landslagsarkitektar án þess
kannski aö hafa hlotiö til þess sérstaka
menntun. Við leggjum vegi um landið,
byggjum virkjanir oa UDnistftAuiA-
Dyggjum bæi og borgir og útbúum nýtt
landslag til að koma þeim fyrir. Bóndinn
vinnur að jarðabótum til þess að auka
ræktunarhæfni jarðar sinnar. Allt eru
þetta aðgerðir sem hafa í för með sér
breytingu á landslagi. Við breytum og
byggjum nýtt landslag. Þetta eru stóru
drættirnir í umhverfi okkar sem hér er
,-v
Hús landvarða í Vesturdal í þjóðgarðin-
um við Jökulsárgljúfur. Reynt hefur
verið að fella húsið inn í landslagið. Því
var valinn staður á lítið grónum mel
þar sem er gott útsýni yfir tjaldsvæðið
og þar sem ekki var hætt við spjöllum
af vatnsflóðum á vorin.
lýst. Fínu drættirnir í nánasta umhverfi
mannsins, hvers og eins, garðurinn viö
húsiö, útivistarsvæöin í bæjunum eru
einnig landslag út af fyrir sig.
Félag íslenskra landslagsarkitekta er
ungt aö árum hérlendis. Það var stofnaö
árið 1978 og þá um leið tekið upp þetta
starfsheiti landslagsarkitekt. Menn í
þessari starfsgrein hétu áður garö-
arkitektar og þar áður skrúðgarða-
arkitektar, en með þessu nýyröi vildum
við víkka skilgreininguna á faginu út fyrir
„garðinn" vegna þess að í námi okkar
felst skipulagning og uppbygging um-
hverfisins allt frá híbýlum mannsins út í
ósnortiö landslag.
Fyrstur íslendinga sem hlaut þessa
menntun var Jón H. Björnsson en hann
kom frá námi í Bandaríkjunum fyrir 30
árum. Hann hefur þó ekki alfarið starfað
sem slíkur síðan, en gerir það nú, auk
þess sem hann kennir við Garöyrkju-
skóla ríkisins í Hverageröi."
„Hvaða menntnn ;^ndsiagsarki-
tektar?“
„Viö teljum æskilegt að menn hafi
lokiö stúdentsprófi, síðan prófi frá garð-
yrkjuskóla og loks lokaprófi frá viöur-
kenndum landslagsarkitektaskóla er-
lendis, en algengast er að slíkir skólar
séu reknir sem sérdeildir í landbúnaðar-
háskólum eöa arkitektaskólum, en hér
er um aö ræða 4—6 ára háskólanám.
2