Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 13
sinn og væntanlegan tengdaföður um hugmyndafræðilega villu og steypir honum þannig í ógæfu til að efla sinn eiginn frama. Kvöldið, sem ég sá leikritið, virtist mér sem áhorfendur væru djúpt snortnir, sem ekki er að furða, þar sem margir þeirra gætu bæði beint og óbeint vegna eldri ættingja og venzlamanna hafa þekkt til nákvæmlega hliðstæðra tilfella. Saga fjölskyldu Trifonovs sjálfs skýrir það vel, hvers vegna honum er svo mjög í mun að líta til baka og hvers vegna honum tekst það svo vel. Faðir hans tók þátt í byltingunni 1905, þegar hann var aðeins 16 ára. Móðir hans, sem einnig var félagi í kommúnista- flokknum fyrir byltinguna, faldi Stalín einu sinni í íbúð sinni 1912. Faðir hans var einn af þeim, sem skipulögðu sveitir rauðliðanna 1917, þær sem áttu að verja byltinguna. Síðar var honum, eins oag Trifonov orðar það, „ýtt til hliöar". Og enn síðar lét Stalín skjóta hann. Þaö var bók, sem Trifonov skrifaði um fööur sinn og tíma hans um 1965, sem viröist hafa komiö honum á þá braut, sem hann er nú á sem rithöfund- ur. Fyrir fyrstu skáldsögu sína hlaut hann Stalínsverölaun. Tveimur árum eftir útkomu hennar dó Stalín. Þá tók við í landinu tímabil spurninga og óvissu. Trifonov fannst þá erfitt að skrifa. Hann hélt í burtu út í auðnina, sem í þessu tilviki var hinn sovézki hluti Mið-Asíu, og skrifaði langa skáldsögu um lagningu skurðar, sem ekki er efni, sem hægt væri aö ímýnda sér, aö hann sneri sér aö núna. „Endurskin brennunnar“, bókin um fööur hans, gaf honum tilefni til aö íhuga betur tímabil byltingarinnar, þriöja og fjórða áratuginn, og til aö rifja upp minningar um margt fólk, sem eins og faöir hans haföi veriö hreinsaö burt og síðan „ýtt til hliðar" úr gerð Stalíns á sögu Sovétríkjanna. Eitt af því, sem Trifonov viröist hafa lærzt af þessu, var aö ógerningur væri að fordæma neinn að fullu. í síöustu bók hans, „Gamli maöur- inn“, segir einhver, sem er að velta fyrir sér dómi bolsévika yfir Kósakka, sem talinn er hafa svikið þá í borgarastyrj- öldinni: „Þetta er það, sem ég ekki skil: Þeir eru svartir eða hvítir, djöflar eöa englar. Og enginn er þar á milli. Það er dálítiö af djöfli og dálítiö af engli í hverjum okkar.“ í landi, þar sem hinn opinberi áróöur snýst enn allur um hið svarta og hvíta, er ákall Trifonovs um skilning í garö allra þeirra, sem orðiö hafa illa úti í stormum hinnar sovézku sögu, mjög áberandi og, aö því er ætla mætti, hlýtur að snerta djúpt marga rússn- eska lesendur. Sennilegt er, aö næsta skáldsaga hans verði í sama anda, því að hann segir, að hún sé „saga minnar kynslóðar“. „Það sem mig langar til aö vita,“ sagði einhver við mig í Moskvu, „er hvernig Trifonov tekst að fá allt það gefið út, sem hann skrifar.“ Trifonov myndi ekki veröa undrandi yfir slíkri tortryggni. Andstæöan milli örlaga hans og ýmissa annarra rússneskra rithöfunda og nú einnig vinar hans, Aksyonovs, sem hann saknar mjög, er öllum augljós. Trifonov segir: „Rússneskur rithöf- undur verður að skrifa fyrir sína eigin þjóö — skilyröislaust — því að gróf- lega sagt er ekki mikil þörf á okkur erlendis." Eftir byltinguna ákváöu margir helztu rithöfundar Rússlands aö dvelja um kyrrt í landinu, hvað sem á dyndi, og sumir uröu aö gjalda hræöi- lega fyrir þá ákvöröun. Pasternak sárbændi Krúsjév um aö gera sig ekki útlægan, þegar mest gekk á útaf — eöa var hún bara Anna Anderson — Sem drottning vildi hún lifa. Nú deyr hún í örbirgö. Anna Anderson er komin aö áttræðu og bíður nú dauöa síns. Allt frá tvítugsaldri hefur hún haldiö því fram, aö hún væri dóttir Nikulásar II Rússakeisara. Það er ömurleg, allt að því sorgleg sjón, sem blasir við augum þeirra er koma til húss eins, sem áöur var fagurt lystihús í Charlottesville í Virginíufylki í Bandaríkjun- um. Hvar gefur þar að líta: Flökkuhunda og flökkuketti, pappahylki og tómar niður- suðudósir hvarvetna, úrgang og óþverra. Inni á milli alls þessa er legubekksræfill, sem á hvílir sárþjáö, skinhoruð kona og á skammt eftir. Einu sinni var nafn hennar á allra vörum víða um heimsbyggðina. „Hún er að berja nestið," segja læknarnir. Sjúkdómslýsing- in: beinatæring. Hennar „keisaralega tign,“ eins og maöur hennar kallar hana, getur ekki hrært hægra fót. Og vinstri handlegg- ur hennar er lamaður. Hún hefur nýlega gengið undir magauppskurð. Læknarnir eru hikandi aö vitja hennar: „Þaö er ekki hægt í þessu ólyktargreni. Það verður aö flytja hana í sjúkrahús," segja þeir. En Anastasía neitar meö öllu aö hverfa úr húsinu, þar sem hún hefur dvaliö beztu daga ævi sinnar. „Ég vil vera hjá manninum mínum og húsdýrunum mínum, þegar ég dey,“ segir hún kjökrandi. Maöur hennar er prófessor í sögu og heitir John E. Manahan og er átján árum yngri en hún. Hann segir: „Henni þykir gott að ferðast í bíl. Oft ber ég hana út í bílinn, þegar heilsan leyfir.“ Svona er þá komið lífi konunnar, sem veitti þýzkum dómstólum ærið að starfa áratugum saman. Seytjánda febrúar 1920 var ung kona dregin upp úr merkjaskuröi við Berlín. Hún ætlaöi aö svipta sig lífi. Enginn vissi, hver hún var. Á geðveikrahæl- inu, þar sem hún dvaldi fyrst um sinn, gekk hún undir nafninu „Ungfrú X“. Lengi vel fékkst hún ekki til aö segja eitt einasta orö. En loks rauf þessi skeflda mannvera þögnina: „Ég er Anastasía Nikolajewna • • Omurleg ævilok keisara- dótturinnar Anastasiu Romanowa, dóttir keisarans. Ég ein liföi af, er fjölskylda mín var myrt af bolsévíkum í Jekaterinenborg í Síberíu 16. júlí 1918.“ Margir trúöu henni, einkum þýzkir aöals- menn. En aðrir voru sannfærðir um, að þessi „Anastasía“ væri pólsk sveitastúlka, Franziska Schanzkowski að nafni, og aö hún vildi meö þessari fullyrðingu sinni veröa erfingi keisaraauðsins. Anna hafði hægt um sig allt til ársins 1938. Það sem hleypti henni af stað var útgáfa erfðaskírteinis til handa Barböru hertogaynju í Mecklenborg, sem var barnabarn Nikulásar keisara. Anna vildi ógilda það og fór í mál viö hertogaynjuna, en tapaði því. Áfram stóð hún í málaferlum en án árangurs. Þegar lengra leið snerist hugur hennar ekki um auöinn, heldur hitt að hún fengi það staðfest að hún væri keisaradóttir. Þrátt fyrir fjölda vitna vildu dómstólar ekki samþykkja það og hæsti- réttur var á sama máli. Áriö 1928 fluttist Anna til Ameríku í boöi Xeníu prinsessu, sem var í ætt við keisarann. Fjórum árum seinna sneri hún aftur til Þýzkalands. Fyrst átti hún heima í Hannover, því næst í hrörlegum bústaö í Unterleugenhardt í Svartaskógi. Hún flutti til Manahan prófessors, sem var vellríkur og dekraöi viö hana árum saman. En sú hamingja er nú á enda, og fjármunirnir á ' þrotum. Og leyndardóminn um hvort hún sé Anastasía tekur Anna með sér í gröfina. Nikulás Rússakeisari ásamt stórfurstaynjunum Olgu og Maríu, Alexei ríkiserfingja, Tatjönu stórfurstaynju og Anastasiu, sem er þriðja frá hægri. Bolsevikar myrtu fjöl- skylduna eftir byltinguna, en kona að nafni Anna Andersen heldur því fram, að hún hafi lifað af og sé Anastasia. Til hægri: Eiginmaðurinn, sem annast hefur hennar keisara- legu tign síðustu árin og húsið, sem er alveg að grotna niður. Anna Anderson — eða Anastasia — helsjúk og eiginmaðurinn reynir eftir föngum að hjúkra henni, en híbýlin eru likust ruslahaug. Leynd- armálið mikla tekur gamla konan með sér í gröfina. „Doktor Zivago". Og hver getur sagt, að Solzenitsyn, sem nú dvelur í Nýja Englandi, hafi fariö frá Rússlandi aö neinu leyti nema líkamlega? Þá bendir Trifonov einnig á, að hægt sé aö segja mikiö, ef menn halda sig við sköpun listaverks, en snúa sér ekki að „gagnáróðri". Ef til vill nýtur hann þess, aö hann er ekki gefinn fyrir háösádeilu (satíru) og því síður fyrir ritdeilur. Þegar hann skrifar um hina erfiöu, liönu tíma, er þaö, segir hann, „til aö sýna, hvernig fólk lifði og hugsaði þá, hvernig það vann, á hvern hátt þaö var ánægt, giftist og elskaðist.“ Hrifning áhorf- enda af leikgerö sögu hans, „Húsiö á stíflunni“, er sönnun þess, hve vel honum tekst að hræra rússnesk hjörtu. Að sjálfsögðu er ritskoöun alltaf til staöar, en hvenær hefur hún ekki verið viö lýöi í Rússlandi? (Og auðvitað eru lesendur hans glöggir. Það kemur til dæmis fram nánast sem aukaatriði, að annar máganna, sem deila um „Guern- ica“ í sögu hans, sé listmálari, sem hafi stundað nám í París fyrir byltinguna, en eyðilagt allar myndir sínar í örvilnun á hinum skelfilega fjórða áratug.) Hið merkilega er, að þó að fleiri rithöfundar hafi verið gerðir útlægir á valdatíma Bresnévs en nokkru sinni hjá Krúsjév, þá fá Trifonov, Rasputin og nokkrir aðrir rithöfundar gefin út verk, sem aldrei hefðu birzt á prenti á tímum Krjúsjévs. Höf.: Mark Frankland. — Svá— þýddi. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.