Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 5
Hákon Jóhannsson Stangaveiði er íþrótt Aö kasta flugum og lóðum af stöng (nákvæmnis- og lengdarköst) eru viður- kenndar íþróttagreinar af Ólympíunefnd- inni, þótt þær hafi ekki verið keppnis- greinar á Ólympíuleikunum, en svo er einnig um ýmsar aðrar íþróttagreinar. Áöur en ég ræði um gildi stangaveið- innar fyrir manninn og viðhorf mín til þessara mála, ætla ég aö kynna tilgang og störf stangaveiöifélaga og Lands- sambands stangaveiðifélaga með fáum oröum. Tilgangur Landssamb. stanga- veiðifél. er í megindráttum þessi: Aö vinna að því aö bæta aöstöðu manna til stangaveiða. Aö vinna að aukinni fiskirækt og aö reyna aö koma í veg fyrir hverskonar rányrkju og ofveiði á göngu- og vatnafiskum. Áö stuöla aö góðri samvinnu stangaveiðimanna og veiðiréttareigenda. Að vinna að náttúru- vernd og kenna mönnum að viröa lög og reglur og sýna háttvísi í veiði og við umhverfi sitt. LS og stangaveiöifélögin hafa mörgu góöu komiö til leiðar í þessum efnum. Stofnun Fiskræktarsjóös er eitt merkasta málið, LS byrjaði að vinna að þessu máli árið 1954. Reynt var að fá hann inn í lax- og silungsveiöilögin, þegar þeim var breytt áriö 1957, en tókst ekki. Þaö er fyrst áriö 1970, sem ákvæöi eru um stofnun fiskræktarsjóös, sbr. 14. kafla laga um lax- og silungs- veiöi. Laxveiði í Norður-Atlantshafi LS er aöili að Norðurlandasambandi stangaveiðimanna, skammst. NSU. Á fundi hjá þessum samtökum, sem var haldinn í Reykjavík árið 1967, voru hinar auknu laxveiöar í N-Atlantshafi á dagskrá samkv. beiðni okkar í LS. Þar var samþykkt ályktun um bann við laxveiðum á alþjóðahafsvæöum í N-Atl- antshafi. Mér vitanlega er þetta fyrsta ályktunin, sem var samþykkt um þessar veiðar. Svona til fróöleiks vil ég geta þess að þaö var fyrst þegar bandarískir stanga- veiðimenn höfðu við orð að hefja herferð gegn dönskum vörum aö Danir létu sig og féllust á friöun. Þetta er ágætt dæmi um hverju áhugamannafélög geta fengið áorkað. Nú er aö koma upp alvarlegt mál. Þaö eru auknar laxveiöar á línu norður af Færeyjum, innan 200 sjóm. fiskveiði- lögsögu. Það, sem er kannske hvað alvarlegast, er aö þarna er veitt mikið af smálaxi. Magniö er því miklu meira en tonnafjöldinn segir til um. Laxveiðar eru einnig stundaðar í allmiklum mæli vestur af Norður-Noregi á alþjóöa hafsvæðum. Einn stangaveiðimaöur sagöi viö mig fyrir skömmu: „Stangaveiðimenn eiga aö hætta að skipta sér af rányrkjulaxveið- um Dana og Færeyinga í N-Atlantshafi. Látum þá bara veiða laxinn okkar. Þá minnkar um leið áhugi útlendinga fyrir veiðum hér og viö fáum aö vera í friði fyrir þeim.“ Þetta er sjónarmiö. Veiöimálaráðstefna 1969 Landssamb. stangav.fél. efndi til ráöstefnu um vatnafiskamál í des. áriö 1969. Ráöstefna um mengun ferskvatns Árið 1976 gekkst Landssamb. stangav.fél. fyrir ráðstefnu um mengun í ám og vötnum. Ráöstefna þessi var mjög vel heppnuð, að dómi þeirra sem hana sátu. Greinarhöfundurinn, Hákon Jóhannsson. Hákon veiddi sinn fyrsta lax á fiugu eins og þá sem hér sést og heitir Black Doctor. Veiðimönnum þykír langmest spennandi að veiða á flugu. Laxinn hefur mikla möguleika á að sleppa, oftast nán- ast ósærður og þaö er því engan veginn af fordild, þegar veiöi- maðurinn veiöir á flugu. Stangaveiði og giídi hennar fyrir manninn Veiöimennskan og veiöigleöin er arf- ur, sem maöurinn hefur gengiö með, allt frá frumbernsku mannkynsins. Það er því eölilegt að maöur hafi löngun til að taka sér veiöistöng í hönd og fást við sprettharða laxa, oft og tíöum í straumþungum ám viö erfiöar kringum-; stæöur, en þá reynir einmitt á hæfni veiöimannsins. Stundum virðist það gleymast að maöurinn er útivistarvera. Með aukinni menningu, tækni og allskonar þjónustu fer þeim sífjölgandi sem stunda atvinnu sína innan dyra. Þetta fólk hefur brýna þörf á útiveru og aö stunda einhverja íþrótt meö hæfilegu álagi. Vegna legu landsins höfum viö ekki um margt að velja, að sumarlagi, eins og margar aðrar þjóðir. Hér er stangaveiðin kjörin íþrótt fyrir alla fjölskylduna enda vinsæl. Fólk á öllum aldri stundar hana, allt frá börnum og uppúr, eftir því sem líf og heilsa endist hverjum einum. Hvaö mig snertir, þá byrjaði ég sem 6—7 ára snáöi að veiða með elsta bróður mínum á færi af klöppum og bryggjum. Á unglingsárunum veiddi ég silung en á fulloröinsárunum hef ég haft mestan áhuga á laxveiöinni þótt silungsveiöi sé einnig spennandi. Þannig er mörgum öörum stangaveiðimönnum einnig fariö. Þaö er erfitt að segja hvaö margir stunda stangaveiði hér á landi. Um það eru ekki til skýrslur. Ég tel að það muni vera um eða rúmlega 25 þúsund manns. Þar af sennilega um 6 þús., sem stunda laxveiöi. Án nokkurs vafa er stangaveiöi mjög heilbrigð íþrótt. Menn eru úti allan daginn, ganga meö strönd vatnsins eða með ánni, oftast fleiri km í misjöfnu Laxi landað í Noróurá. Aö veiöum í Hvítá í landi Snæfoksstaöa í Grímsnesi. Skógræktar- félag Árnesinga á jörðina. Nú þykir viö hæfi að stunda þar netaveiöar. Fiskrækt — fiskeldi Aukin friöun, fiskrækt og fiskeldi eru þau mál, sem stangaveiöimenn hafa sýnt hvaö mestan áhuga. Stangaveiðifélögin hafa beitt sér fyrir fiskræktarframkvæmdum á vatnasvæð- um, sem áöur voru ýmist fisklítil eöa fisklaus, meö seiöasleppingu o.fl. Á þetta bæöi við um ár og stööuvötn. Þaö kom reyndar fram í mjög fróölegu erindi Teits Arnlaugssonar, á veiðimálaráð- stefnu, sem var haldin hér fyrir skömmu, aö þaö var Stangaveiöifél. Reykjavíkur sem sleppti flestum sumaröldum seiöum áriö 1979. Stangaveiðimenn eiga hluti í mörgum klak- og eldisstöðvum. Eins og fram kemur í þessu stutta yfirliti hafa stangaveiöifélögin og Lands- samband þeirra unniö aö mörgum áhugaveröum og góöum málum, ekki aðeins beinlínis hvaö viö kemur stanga- veiði, heldur miklu oftar en hitt að aukinni friðun, fiskrækt og umhverfis- vernd, sem er reyndar mjög eðlilegt, þegar betur er aö gáð. Ástæöan er augljóslega sú, aö stangaveiðimenn kynnast ám, vötnum og umhverfinu betur en flestir aðrir. Þeir iæra aö hafa augun opin og einn af eiginleikum góös veiðimanns er að skynja umhverfi sitt. veöri, eins og þaö er hjá okkur. Oftar en hitt blæs vindurinn, eöa þá aö þaö rignir, stundum reyndar hvort tveggja, enda þótt viö fáum einnig góðviðrisdaga. Þetta herðir okkur aöeins og veitir okkur líkamlegan styrk, já og einnig andlegt jafnvægi. Margir spyrja hvaö þaö sé, sem geri stangaveiðina svo heillandi og eftirsótta, sem raun ber vitni. Vafalaust eru það mörg samverkandi áhrif, eins og aö komast burt frá dagsins önn, aö dveljast viö ána eöa vatniö og njóta friösældar, ýmist einn eöa meö góöum félögum. Virða fyrir sér straumlag og geta sér til 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.