Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 6
Félagsstörf taka oft mikinn tíma. Hór er mynd frá þingi Noröurlandasambands stangaveiöimanna sl. haust í Reykjavík. Frá vinstri: Hákon Jóhannsson þáverandi formaöur sambandsins, Friörik Sifgússon þáverandi ritari, P. Söilen framkvœmdastjóri norska stangaveiðisambandsins og H. Rödland frá norska sambandinu. um hvar fiskurinn muni helst liggja, viröa fyrir sér gróöur, landslag og fuglalíf og fylgjast með þeim árangri, sem fiskrækt- in hefur borið. — Svo er þaö spennan, sem gagntekur mann, þegar laxinn grípur fluguna og bregöur sér á hams- lausan leik. Hvernig eru íslenzkir stangaveiðimenn? Oft er einnig spurt um hvernig ísl. stangaveiöimenn séu. Þau kynni, sem ég hef haft af ísl. stangaveiöimönnum, og þau eru mikil, eru yfirleitt á einn veg, þegar á heildina er litið. Þeir eru góðir stangaveiöimenh, örfáir nokkuð kappsamir, sem er jú mannlegt og þaö eru útlendingar einnig, eins og ótal dæmi eru til um. Þeir eru flestir hverjir tillitssamir og hjálpfúsir og umfram allt góöir veiðifélagar. Einn okkar kunnasti laxveiöimaöur og rithöfúndur, Björn J. Blöndal, segir í sinni ágætu bók „Vatnaniður" aö „beztu íþróttamennirnir og félagarnir hafa verjð íslendingar". Alveg eins og golfvöllurinn er leikvöll- ur golfmanna eru árnar og vötnin þaö sama fyrir stangaveiöimenn. Munurinn er aöeins sá að kylfingar hafa fullkomin umráö yfir sínum velli, en stangaveiöimenn eiga hinsvegar allt upp á náöina aö sækja til veiðiréttareigenda. Fyrir nokkrum árum birtist viötal í einu dagblaöi viö veiðiréttareiganda, sem seldi erlendum mönnum veiöileyfi og var hann mjög neikvæöur gagnvart ísl. stangaveiöimönnum. Skömmu síöar hitti ég manninn, en hann er ákafur golfiök- andi, sem viötaliö átti viö veiðiréttareig- andann og spuröi hann hvaö honum fyndist um, ef erlendir golfmenn kæmu hingað og fengju beztu golfvellina til einkaafnota yfir hásumariö. Hann svar- aöi aö bragði: „Viö myndum kasta þeim í sjóinn.“ Stangaveiðimenn hafa sýnt meiri hátt- vísi. Þeir eru ekki þrýstihópur eins og nú tíökast. Víöa út af litlu sem engu tilefni. Þeir setjast ekki að í veiðihúsum eöa trufla erlenda menn viö veiðar. Ef til vill erum viö of tillitssamir. Tveir þjóöhöföingjar viö Noröurá: Ólafur Noregskonugur og Ásgeir heitinn Ás- geirsson, forseti íslands. Ljósm: Hákon Jóhannsson. Ásókn erlendra auðmanna í ísl. laxveiðiár Eigi aö síöur veldur hin síaukna ásókn erlendra auðmanna í ísl. laxveiðiár okkur stangaveiðimönnum verulegum áhyggjum. Erlendir menn veiða nú í velflestum beztu laxveiðiánum á bezta tímanum. Því er oft haldið fram aö þetta skapi miklar gjaldeyristekjur. Ég er engan veginn þeirrar skoöunar. í athugun, sem gerö var í sambandi viö feröamál fyrir nokkrum árum, er reyndar lítiö gert úr þessum liö. Helst bent á aö silungsveiði mætti auka verulega. Henni hefur ekki verið gefinn nægur gaumur. Þar er einnig bent á aö sjóstangaveiðar gætu oröiö eftirsóttar hinum almenna ferða- manni. En hvaö um gjaldeyristekjurnar? Samkvæmt upplýsingum gjaldeyriseftir- litsins voru gjaldeyrisskil vegna stanga- veiöi, þ.e. veiöileyfa ásamt uppihaldi í veiðihúsum, um 4 milljónir nýkróna árið 1979. Þessir veiöimenn koma margir Hár bakki speglast í hylnum og felur næstum því veiöimanninn. hverjir á einkaþotum til landsins. Flestir fara svo beint í velöihúsin og dvelja hér yfirleitt ekki miklu lengur en sjálfa veiðidagana. Þeir eyöa því, velflestir, litlu, nema ef ske kynni aö þeir fái sér birgöir af áfengi sem nesti. Ef fargjöldum þeirra, sem ekki koma á einkaþotum, er svo einnig bætt við sem gjaldeyristekjum, má sennilega tvöfalda þá upphæö sem Gjaldeyriseftirlitiö gefur upp. Hvort held- ur gjaldeyristekjurnar hafi veriö 8 millj- ónir nýkr. eöa 11 milljónir eins og aörir hafa haldiö fram, þá er þaö ekkert aðalatriöi. Þær eru aðeins örlítiö brot af heildargjaldeyristekjum þjóöarinnar, sem voru 3.852 milljónir nýkróna áriö 1979, skv. upplýsingum Seölabankans. Meira aö segja eru þær lítill hluti verösins á togaranum fræga, sem Rauf- arhafnar- og Þórshafnarbúar ætluöu aö kaupa. Fiskisjúkdómar — smithætta Þessir menn koma einnig meö veiöi- tæki sín og fatnaö, sem þeir hafa vafalítið notaö víöa. Undanfarin ár hafa fiskisjúkdómar, einkum svokölluö roöa- sárveiki, UDN, ríkt í sumum laxastofnum í Evrópu. LS hefur oft bent á aö auka þyrfti eftirlit meö sótthreinsun notaöra veiðitækja, sem komiö væri meö til landsins. Mál þessi eru nú í sæmilegu lagi. Þó eru þaö ávallt einhverjir, sem reyna aö komast framhjá þessu eftirliti. Er reyndar ekki vitaö hvort eöa hve margir menn komast framhjá þessu með smærri veiöitæki eins og flugur, öngla, línur o.þ.h., sem gætu hugsanlega veriö helstu smitberarnir, vegna þess aö þau komast í nánasta snertingu viö fiskinn. Þaö eru einmitt þessir hlutir, sem mörgum er illa viö aö láta sótthreinsa meö núverandi útbúnaöi. ÉG ætla ekki aö leiða hugann aö því hve alvarlegar afleiðingar þaö gæti haft ef fiskisjúkdómar bærust í laxastofninn okkar. • Svo er að fjölmargir íslenskir stanga- veiöimenn hafa mjög dregiö úr veiðiferð- um sínum, vegna þess aö þeir komast ekki í veiðiár á eftirsóttum tíma, (þ.e. á þessum svonefnda útlendingatíma) sem þeir höföu áöur veitt á, oft árum saman. Aö sumum ám er þeim reyndar meinað- ur aögangur. Þess í staö fer fjöldi þessara manna til útlanda í fríum sínum. Hér má bæta því viö aö innlendir menn kaupa hér allan sinn veiðibúnaö, sem skapar ríkissjóði tekjur. Þegar allt kemur til alls, álít ég aö þetta vegi fyllilga upp á móti þessum sífellt umtöluöu gjaldeyristekjum af er- lendum veiðimönnum. Við, sem búum í landinu, höldum uppi menningarþjóðfélagi meö öllu, sem því tilheyrir og greiöum skatta og skyldur í þessu skyni — eigum viö þá ekki einnig rétt á aö njóta þeirra gæöa, sem landiö hefur upp á aö bjóöa — umfram útlendinga? Norðurlandasamband stangaveiöi- manna, NSU, hélt ráöstefnu um stanga- veiöi og aöra útivist á Nordkalott- svæöinu áriö 1979 í bænum Alta. Þar kom fram aö útlendingar mega nú aöeins stunda stangaveiöi á svæöum, sem eru innan 5 km fjarlægöar frá þjóðvegum í stórum hluta Finnmarkar, sem er geysistórt landsvæöi meö ótelj- andi veiðivötnum. Þaö kom í minn hlut, sem formanns Noröurlandasambands stangaveiöi- manna, aö opna ráðstefnuna og flutti ég þar frumsamið erindi um þessi mál. Hér mega útlendingar æöa um landið á sterkum fjallabílum, spilla gróöri og stórskemma landiö. Þaö kom fram í viötali við einn framámann veiöiréttareigenda, aö ef ekkert væri selt til útlendinga yröi veröiö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.