Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1981, Blaðsíða 3
Viö Rauöarárstíg er nú þessa dagana veriö aö ganga frá lóö viö hús Framkvæmdastofnunar ríkisins. Þaö vekur athygli aö frágangur lóðarinnar er nú á lokastigi enda þótt húsiö sjálft sé ekki full-frágengið. Sú hlið á húsi Framkvæmdastofnunarinnar sem snýr aö Rauöarárstíg meö aöalinngangi. Þar hefur þegar veriö plantaö í reiti. Frá bilastæöinu við Fossvogskirkjugarð. Þar hafa í vor verið gróðursett stórvaxin tré sem munu gefa þessu svæöi nýjan og hlýlegri blæ er frá líöur. Benda má á vandaðan frágang við gróöursetninguna en eins og sést eru trén bundin við myndarlega staura til stuðnings meöan þau eru að festa rætur. Núna erum viö 6 sem höfum hlotiö þessa menntun, 5 starfa hérlendis og einn erlendis, en þetta er fag sem nýtur vaxandi vinsælda og nú eru 10 manns í þessu námi mismunandi langt komnir þó. Félagsstofnunin var starfsemi okkar góö lyftistöng. Viö höfum tekiö upp meiri samvinnu, — umræöur hafa oröiö meiri um starfiö og það komst um leið í fastari skorður þótt enn vanti nokkuö á. En meö auknum umræðum um fagið bæði innan okkar félags og úti á þjóömála- vettvangi hafa oröiö breytingar til hins betra á viðhorfi til landslagsarkitekta. Menn gera sér æ betur grein fyrir um hvaö er aö ræöa enda þótt segja megi aö viö eigum víöa litlum skilningi að mæta hjá ráðamönnum. En hann kemur ef til vill á eftir almenningsálitinu." „Geturöu lýst svolítiö nánar verksviöi landslagsarkitekta?“ „Verksviöiö er fjölbreytt en þó fyrst og fremst tengt mótun og meðferð um- hverfis okkar af þekkingu og skynsemi. Þá á ég viö frágang við mannvirki, stofnanir og híbýli þannig aö tillit sé tekiö til allra aöstæöna sem áhrif geta haft á framtíöar-umhverfi. Þar kemur m.a. til veöurfar og val á efni og gróöri meö hliösjón af því. En starfið getur einnig veriö fólgiö í áætlunargerö til langs tíma um ráöstöf- un lands til margvíslegra nota, til dæmis skipulag bæja. Viö þannig vinnu er gert ráö fyrir flestum þörfum nútíma-þjóöfé- lags. Þar þarf aö velja þau svæöi sem hæfust eru til útivistar og ræktunar á aöalskipulagsstigi. Þegar aö deiliskipulagi er komiö þá er starf landslagsarkitekta fólgiö í mótun Á horni Rauðarárstígs og Stórholts hafa á síöustu árum risiö tvær stórar byggingar, hús Framkvæmdastofnunar ríkisins og Búnaðarbankinn. Trjágróöur mun setja svip sinn á götumyndina þegar tímar líöa. einstakra svæöa og tengingu þeirra viö aöliggjandi hverfi. Þeir leggja á ráöin um búnað þeirra og uppbyggingu. Mig langar einnig aö nefna eitt atriöi í viöbót sem æ oftar kemur í okkar hlut en þaö er aö staðsetja mannvirki í landslagi þannig aö vel fari. Það er vandasamt verk, sérstaklega vegna þess aö landið okkar er svo nakið og leynir því engu. Þaö er þó nokkuð sérkennilegt aö oftar er munaö eftir okkur þegar staö- setja á hús, t.d. sumarbústaöabyggð í kjarrlendi, þar sem gróðurinn er til að milda verk okkar, en þegar staðsetja á mannvirki á víðavangi. Sú skoðun viröist ríkjandi aö þaö sé miklu minni vandi. Þá er þess aö geta aö landslagsarki- tektar vinna að verkefnum sínum sjálf- stætt eöa í samvinnu viö marga starfs- hópa sem vinna aö skipulagningu, t.d. arkitekta, verkfræöinga, náttúrufræö- inga, jaröfræöinga og svo mætti lengi telja.“ „Nú hafa veriö starfandi hér lands- lagsarkitektar í 20—30 ár. Er ekki komin nokkur reynsla af starfi ykkar?“ „Jú, það er rétt — hér hafa þeir verið starfandi í 20—30 ár en við megum ekki gleyma aö þeir voru aöeins tveir lengi vel og lengst af aöeins einn. Þaö er því eölilegt aö því séu takmörk sett hvaö þeir komust yfir. Reynslan hefur líka verið sú oftast nær aö þegar aö okkar verkefni er komið, þá er byggingin risin og fjármagnið, sem venjulega er af skornum skammti, hefur gengiö til hennar aö mestu. Ráöstöfunarfé til framkvæmda utan dyra er þá lítiö ef þaö er nokkuð. Árangurinn verður sá aö mánuðum og jafnvel árum saman er stiklað inn í byggingarnar á spýtuplanka og yfir forarpolla. Slíkt umhverfi utan dyra veröur mjög á kostnaö umgengninnar innan dyra — mold og sandur berst inn, rúöur skemmast af malarfoki og þetta eykur allt kostnað viö viöhald á húsinu. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.