Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 3
Gatnamótin á Austurstræti og Aöalstræti. Einn af arkitektum okkar gerði athyglisverða tillögu um nýsköpun á þessu svæði, en maðurinn haföi ekki réttan pólitískan lit og núverandi ráðamenn munu sjá til þess, að þarna gerist ekki neitt. Spurning 7: Gestur Ólafsson Þegar við unnum að tillögugerö um miðbae Reykjavíkur á sínum tíma, áætluö- um við, að við miðbæinn þyrfti að bæta viö nokkrum hundruðum bílastæða til þess að þar gæti þrifizt lífvænleg miöbæjarstarf- semi. Við lögðum til aö þessi bílastæöi yröu í bílageymsluhúsum, bæði ofan- og neðanjarðar, og aö nauösynlegt væri að bæta við verulegum hluta þessara bíla- stæöa til þess að forsvaranlegt væri aö breyta Austurstræti í göngugötu. Þessi bif- reiöastæöi hafa enn ekki verið byggö, en þörfin er jafnmikil og hún var þá, ef ekki meiri. Á þessum áætlunum og tillögum var ekki tekið meira mark en svo, aö á einum af þeim stööum sem við lögðum til að þessum bílastæöum væri komið fyrir, var byggð bensínstöð — hinir eru enn óhreyfö- ir. Á hitt má benda, að í flestum borgum, sem hafa látið hnignun miöbæja til sín taka, hefur veriö horfiö að svipuðu ráöi. Nú nýverið var t.d. ákveðiö að byggja þannig bílageymslu fyrir 600 bíla í miðbæ Osló, og verður hún fullgerö næsta sumar. Þannig bílageymslur má fjármagna meö ýmsum hætti, en til þess að þær verði að veruleika, þurfa þar til kjörin yfirvöld fyrst og fremst aö sannfærast um að þær séu nauösynlegar. Spurning 8: Formáli: Með skipulagi síðustu áratuga og einnig því skipulagi, sem nú virðist framundan, er miðað við það að ungt fólk byggi og búi sem fjærst miðbænum, annaðhvort uppi í Breiðholti eða jafnvel á hæðunum við Rauðavatn. Ekki er von til þess að miðbær Reykjavíkur verði líflegur á meðan þessi byggingapólitík er rekin, enda „deyr“ hann uppúr kl. 6 þegar verzlanir loka. Því er spurt: Er ætlunin að bæta úr þessu með skipulagsbreyt- ingum í þá veru, að byggð verði íbúðarhús á miðbæj- arsvæðinu, bæði ffyrír ffull- orðið fólk, sem óskar eftir því að minnka við sig hús- næði og eins fyrir ungt fólk, sem er að byrja búskap? Spurnincj 8: Gestur Olafsson Á undanförnum árum hafa mörg þúsund Reykvíkingar flutzt burt úr gömlum hverf- um borgarinnar. Þegar við unnum að endurskipulagi þessara hverfa, settum við fram tillögur um að þessari þróun yrði snú- ið við að hluta. Ef byggðar yrðu litlar íbúðir á ó- og vannýttum lóðum á þessu svæði, mætti koma þarna fyrir íbúðum fyrir nokk- ur þúsund manns með góöu móti. Skipulag þessara svæða er þó töluvert flóknara, tek- ur lengri tíma og gerir oft meiri kröfur til skipuleggjenda en skipulag nýrra bygg- ingarsvæða. Aukin íbúöarbyggö á þessu svæöi þarf einnig aö haldast í hendur við markvissa uppbyggingu bifreiöastæöa. Þétting byggðar með þessum hætti gæti þá komið í veg fyrir aö ganga þurfi á útivistarsvæði borgarinnar, auk þess sem hvorki þyrfti að leggja nýjar lagnir eða vegi. Athuganir okkar bentu einnig til þess, aö fólk, sem bæði hefur efni og tíma til þess aö njóta þess sem miöbærinn hefur upp á aö bjóöa, hafi áhuga á þannig litlum íbúðum, ef þær væru fáanlegar. Margir þeirra sem ræddu viö okkur um þennan möguleika, áttu stór- ar íbúöir, raðhús eða einbýlishús, sem voru orðin þeim of stór. Spurning 8: Egill Skúli Ingibergsson Þær hugmyndir, sem fram koma í skipu- lagshugmyndum Grjótaþorps og Póst- hússtrætisreits, svara þessari spurningu aö nokkru. í Grjótaþorpsskipulaginu er gert ráö fyrir verulegri fjölgun íbúða, eöa úr 41 í 102. í Pósthússtrætisskipulaginu er gert ráð fyrir nokkrum íbúöum til viðbótar því sem er. Það, að fólk geti minnkað við sig, þegar þaö er orðiö fulloröið, er ekki tekið til greina í veitingu byggingarleyfa og lóða fyrir félagasamtök, sem hafa þetta á sinni stefnu sérstaklega, en þremur slíkum hóp- um voru veittar lóöir undir tbúöir á þessu ári, alis um 100—110 ibúðir. íbúðir, sem þetta fólk rýmir, koma þá á markaðinn, en hverjir í þær fara er auðvitað samningsat- riði viökomandi fbúðareiganda og þess, sem hann afhendir íbúöina, en borgin á þar enga aðild að. Spurning 7: Hílmar Olafsson Hér á raunverulega hið sama viö og í spurningu 2. í endurskoðun aöalskipulags- ins 1975—1995 var gert ráð fyrir bíla- geymsluhúsum í miöborginni, en hin dauöa hönd skipuleggjenda kommúnista hvílir þar á eins og öðru í skipulagi Reykjavíkurborg- ar i dag. I Spurning 7: Birgir ísl. Gunnarsson Ástæður þess, að bílageymsluhús hefur ekki verið reist til þessa, er hinn mikli kostnaður, sem því fylgir að reisa og reka slíkt hús. Á sínum tíma var komiö fyrir all- mörgum bílastæðum á þaki Tollstöövar- hússins. Fyrirhugað hefur verið að gera mikla bílageymslu í grunni Seölabankahúss viö Arnarhól. Það hefur dregizt meir en ætlaö var upphaflega, m.a. vegna ágrein- ings um þá byggingu, en nú hefur fengizt lausn á þvi. i sambandi við skipulag Grjóta- þorps, þá hafa borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins talið rétt að nýta þann mikla land- halla, sem er í horninu milli Vesturgötu og Garðastrætis og koma þar fyrir neðanjarð- arbifreiðastæðum, sem síöan mætti byggja ofan á í eðlilegri götuhæð. Sú tillaga hefur ekki fengið hljómgrunn. Það myndi styrkja mjög alla starfsemi í miöbænum, ef veru- lega yrði fjölgaö þar bifreiöastæðum. Spurning 9: Formáli: Lengi vel var Hótel Borg einskonar Grand Hótel í Reykjavík; byggt af stórhug og endurspeglaði gamalgróinn Evrópukúltúr. Ekki hef- ur tekizt að halda í upphaflegan svip að innan og glæsibragnum hefur hnignað, en Borgin heldur þó alltaf ákveönum sessi í hugum gamalgró- inna Reykvíkinga. Nú hefur þaö flog- ið fyrir, að núverandi eigendur vilji gjarnan selja húsið, og þá einnig, að hugsazt geti að Reykjavíkurborg kaupi það undir skrifstofur. Því er spurt: Hefur hótelþörfin allt í einu minnkað svo, að við getum tekið stórt hótel undir skrifstofur og lítur þú svo á, að miðbærinn í Reykjavík væri jafngóður, þótt Hótel Borg væri þar ekki lengur, heldur aðeins ein skrif- stofubygging til viðbótar? Spurning 9: Egill Skúli Ingibergsson Þar sem húsiö Hótel Borg hefur verið boöið fram, virðist rekstrargrundvöllur viö núverandi aðstæður varla vera fullnægj- andi að mati eigenda. Hvort ég vil heldur Hótel Borg eða eina skrifstofubyggingu til viöbótar í miðborg- inni, þá er mitt svar, að ég kysi hótelið fram yfir skrifstofuna. Tel þaö mikinn sjónar- svipti, hætti Hótel Borg að starfa sem slík. Réttara er, að aðrir aöilar svari fyrir- spurn um hótelþörfina. Spurning 9: Birgir ísl. Gunnarsson Ég tel, að miöbærinn myndi missa mikið, ef Hótel Borg hætti starfsemi sinni og hús- inu yrði breytt í skrifstofuhús. Núverandi eigendur vilja væntanlega selja og ég vona, að nýir aðilar sjái sér fært að kaupa og halda áfram hótel- og veitingarekstri. Spurning 9: Gestur Olafsson Ég er tvímælalaust þeirrar skoöunar, að miöbærinn missti mikils, ef hótelrekstur og skyld starfsemi legðist niður í Hótel Borg. Ef þessi rekstur ber sig ekki sem skyldi, tel ég rétt aö leita orsakanna og bæta um þar sem þess er kostur. Helzt þyrfti bæði að auka og bæta hótelaðstöðu i miöbænum og sama máli gegnir um skemmtistaði og veitingasölu. Spurning 9: Guðrún Jónsdóttir í nýstaðfestu skipulagi að Pósthússtræt- isreitnum er gengið út frá því sem sjálf- sögöum hlut, að rekstur Hótel Borgar haldi áfram svo sem verið hefur. Ég teldi þaö meiriháttar slys, ef húsnæði Hótel. Borgar yrði tekið undir skrifstofur. o Niðurlag á næstu síðu 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.