Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 12
Sr. Sigurjón Guöjónsson Viö erum stödd í Þrándheimi. Fyrir enda aöalgötunnar, Munkagötu, er liggur frá Dómkirkjunni miklu, Kristskirkju, blasir viö hólmur einn úti á firðinum, sem kallaður er Niöarhólmur eftir ánni Niö. Við könnumst við nafnið úr fornum sögum, en Norðmenn breyttu nafninu síðar og kalla hann Munk- hólm, eftir að klaustur hafði risið þar. Veður í sumar hefur verið svalt og vætu- samt í Þrændalögum sem víðar í Noregi. En í dag er hlýtt og að heita má, óslitiö sólskin. Varla er hægt að dvelja svo í Þrándheimi um tveggja vikna skeið án þess aö sigla út í Hólm, sem á mikla sögu að baki sem aftökustaður, klaustursetur, virki og fang- elsi. Þetta er fyrsta ferð mín þangaö og að líkum sú eina. Nú er um að gera aö gríþa tækifærið. Viö göngum niður að höfn og staðnæm- umst á bryggju einni þar sem okkur er sagt að hólmferjan komi á hálftíma fresti. Á bryggjunni eru nokkrir drengir sem renna færum sínum í sjóinn. En þeir eru flestir öngulsárir. Smáfiskarnir bíta ekki á. Og ég sé vonbrigöin i augun drengjanna. Kannski gengur betur á morgun. Okkur verður litið til hólmans og út á fjörðinn. Ekki ber á öðru. Þarna kemur IMÐARHOLMI Niðhólmur, eins og ferjan er kölluð, öslandi á miklum hraða og eftir fáar mínútur er hún lent. Hóþur manna gengur í land og annar stígur um borð, ferðamenn erlendir og inn- lendir auk Þrándheimsbúa, sem kjósa að fá sér sólbað úti í Hólmi undir háum virkis- veggjunum. Veðursþáin hafði loks lofað góðum degi. Þaö er mikill skriður á ferjunni. Ferðin tekur aðeins 10 mínútur. Við stígum á land í Niðarhólmi. Þaö er slæðingur af fólki í hólminum, meiri hluti börn og unglingar. Þau vaða út í sjóinn milli þess sem þau baða sig í sól- skini. En flest vaða þau ekki nema í hné eða mitt læri, hika við að kasta sér til sunds, sakir þess hve sjórinn er kaldur. Við Leiörétting Ég vil biðja Lesbók að leiðrétta villu, sem fram kom í viðtali við Þorgrím Þor- grímsson og Jóhönnu Kjartansdóttur í Lesbók 17. okt. sl. Hinn ágæti áhugamaður um andleg mál, Þorgrímur Þorgrímsson fer alls staöar meö rétt mál að ég best veit, nema í einu atriði sem mér þykir skipta mig nokkru máli. Á bls. 16 segir hann að ég hafi íslenskað enska orðið healer með orðinu græðari. Þetta er ekki rétt. Islenska orðið sem ég nota um healer er orðið græðir (beygist eins og læknir). Þetta vil ég vin- samlegast leiörétta um leiö og ég færi Þorgrími þakkir fyrir það lof sem hann ber á frammistööu mína í Englandi. Ævar R. Kvaran 12 Hólminn er aöal-baöstaöur Þránd- heimsbúa. Byggður hefur verið langur grjótgarður út úr hólminum vegna þessa, en sá hali, garöurinn, óprýðir hólmann að miklum mun, en ver baögesti fyrir ölduskvampi fjarðarins. Við reikum fram og aftur um hólminn sem er lítill að ummáli. En að skammri stund liðinni stefnir leiðsögumaöur ferða- löngum saman og segir skýrt og greinilega sögu þessa hólms. Verður stuðst við frá- sögn leiösögumanns í því sem á eftir fer. Sá fyrsti sem getur um hólminn er Snorri Sturluson. Hann segir svo í Heimskringlu: „Þá fór Ólafur konungur (þ.e. Tryggvason) og fjöldi bónda með honum út til Niðar- hólms og hafði með sér höfuð Hákonar jarls (þ.e. Hlaöajarls) og Karks. Sá hólmur var þá hafður til þess að drepa þar þjófa og illmenni, og stóö þar gálgi, og lét hann þar til bera höfuð Hákonar jarls og Karks. Gekk þá til allur herrinn og æpti upp og grýtti þat að og mæltu, að þar skyldi níö- ingur fara með öðrum níðingum." Þá getur þess næst, að Knútur mikli, konungur Dana, Engla og Norðmanna, læt- ur reisa Benediktsklaustur í hólminum 1028, eða svo herma enskar heimildir. Konungur kom aldrei til Noregs, en stóð við hlið bænda og vildi með því styrkja stöðu sína gagnvart Ólafi konungi Har- aldssyni. Með því móti tókst Knúti konungi að flæma Ólaf úr landi á þessu sama ári. Þegar svo Ólafur snýr heim og fellur á Stiklarstöðum tveim árum seinna, setur Knútur Svein son sinn sem undirkonung í Noregi. Sveinn var kallaður Alfífuson. Var kenndur við móður sína Alfífu, er var frilla Knúts konungs. Sennilega fór allvel á með Sveini og Norðmönnum til að byrja með. En þau mæðgin urðu síðar óvinsæl og neyddust til að flýja land. Við dauða Knúts konungs lagðist klaustrið niður. Ef heimild- in er sönn, þá er Hólmsklaustur elzta klaustur í Noregi. En fornminjarannsóknir hafa ekki enn sem komið er gefið óræka sönnun fyrir því að klaustur þetta hafi veriö til. í íslenskum heimildum er þess getið, að Klúníkanar hafi aftur komiö á fót klaustri í Niöarhólmi. En tilefni þess var það, aö lendur maður og höfðingi í her Magnúss konungs berfætts gaf vildargjörö til klaust- ursins. Maður þessi var Siguröur Ullstreng- ur Loðinsson á Viggju. Um hann getur Snorri í Heimskringlu. Ekki er vitað ná- kvæmlega hvenær klaustriö reis af grunni. En við fornleifagröft á árunum 1967—70 var komið niður á leifar þess. Fannst þá múr og hlið og aö auki klausturbrunnurinn. Og enn síðar var grafið upp hellugólf klaustursins, svipað því sem er í Hákonar- höll í Björgvin. Telja fornleifafræöingar gólfið hafa veriö í fundarstofu, þar sem klerkar og munkar tóku meiri háttar ákvaröanir. Fornleifarannsóknum er haldiö áfram og suma fræðimenn grunar að enn kunni aö leynast minjar um klaustur Knúts konungs. Halda því jafnvel fram aö undir- staða virkisins hvíli á rústum þess. Um nokkurn beinafund hefur verið að ræða í hólminum. Áriö 1941 fundust átta beinagrindur og síðan hefur bætzt við þær. Nú er fengin algjör vissa fyrir þvi aö þarna hefur verið klaustur á 12. öld. Um klaustriö er annars lítið vitað. En eignir átti það víöa um Þrændalög. Gamlar enskar tollskrár bera því vitni, að Niðarhólmsmunkar hafi haft veruleg viðskipti viö Englendinga á skútum sínum. Talið er víst, að klaustriö hafi átt nokkurt bókasafn og munkarnir fengist eitthvað við ritstörf. Öruggt er að þar er rituö um 1200 fyrsta saga Noregs og að sjálfsögðu á lat- ínu. Höfundurinn er Þjóðrekur, munkur í Niðarhólmi. Ritið heitir: Historia de antiqui- tate regum Norwegiensi. Snorri Sturluson segir svo frá um Magn- ús blinda konung, sem barðist um völd í Noregi við Harald konung gilla: „Magnús, er blindaður hafði veriö, fór síðan í Niðarós og gaf sig í klaustur og tók viö munkaklæðum." Árið 1135 veita þeir klausturbræöur honum viötöku og þar er hann í tvö ár. Þegar svo Sigurður Slembi- djákn berst til valda í Noregi og vill fá Magnús til fylgis við sig, eru þeir klaustur- bræður tregir tíl að sleppa af honum hend- inni, en Magnúsi halda engin bönd og hann yfirgefur klaustrið, griðastað sinn. En fellur skömmu síðar í orrustunni viö Hólminn grá, þá aðeins 25 ára gamall. Eitthvaö kemur Hólmsklaustur við sögu Sverris og Magnúsar Erlingssonar, er lengi börðust um konungsvald í Noregi. Að klaustrið naut álits og haföi ekki svo lítil völd kemur glöggt fram í því að margir ábótanna komust til æöstu metoröa og voru áberandi menn í valdataflinu mikla í Noregi. En sumir þeirra brutu þó af sér, eins og Rita-Björn sem varð aö halda til Rómar á fund páfa til að fá syndafyrirgefn- ingu. Það er hald fræðimanna aö klaustriö hafi verið fámennt, 15—20 munkar, auk þjónustu- og próventumanna. Fyrir því var ábóti, sem hafði prior sér til aðstoðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.