Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 15
„Hér lékum viö okkur sem strkar og hér drekkum viö okkur fulla sem fullorönir menn“ sagöi Skúli mannalega þegar þeir voru komnir niðrí fjöru. Hafiö var dökkt og drungaiegt í náttmyrkrinu og öldur skullu á steinum í flæöarmálinu. „Hér mun ég leika viö son minn í framtíöinni" sagi Sigfinnur hátíölega og tilhlökkunarglampi kom í augu hans. „Af hverju heldurðu aö þaö veröi strákur? Það gæti allt eins oröiö stelpa.“ „Bara. Ég veit það.“ „Ég er viss um aö þaö er drepleiðinlegt aö eiga börn. Þau pissa og skíta og öskra.“ „Ekki mitt barn" sagöi Sigfinnur þrjósku- lega. Skúli hafi mjög takmarkaða reynslu af ungbörnum svo hann gat ekki fundið þeim fleira til foráttu. Þess í staö ákvaö hann aö koma viö aöra viökvæma bletti. „Þú verður aö fá þér vinnu um leið og barniö fæöist.“ „Af hverju?“ sagði Sigfinnur og fékk sér stóran sopa af viskýinu sem velgdi honum innanbrjósts. „Þú sérð það sjálfur maöur. Kona meö ungbarn getur ekki unnið úti. Ekki getur þú brjóstfætt barniö. Nei þú veröur aö fá þér einhverja drepleiöinlega vinnu þar sem þú verður neyddur til aö gera sama hlutinn dag eftir dag.“ „Ég gæti orðið klósettvöröur" sagöi Sigfinnur vonglaöur. „Nei heimilisfeður geta ekki oröiö klós- ettverðir“ sagöi Skúli meö yfirlætissvip á feitu andlitinu. „Af hverju ekki?“ Skúli svaraöi ekki spurningunni en horföi þungbúinn á öldurnar sem skriöu upp á milli steinanna. „Ég veit ekki hvort ég gifti mig“ sagöi Sigfinnur undirfuröulega. „Auövitaö giftiröu þig og þá ekki þessu skessuskuði. Annars væri ekki lengur tilefni til þess fyllerís." Rödd Skúla var nú sigri hrósandi og hann tók fiösku númer tvö upp. „Eigum viö ekki aö labba áfram. Mér er orðið hrollkalt.1' Vinirnir voru orönir reikulir í spori og þeir studdu hvorn annan. Leiö þeirra lá meðfram sjónum svo fyllerísröfl þeirra blandaöist sjávarniðnum og fuglagarginu. Loks komu þeir aö Sundahöfn og þeir horföu bergnumdir á stór flutningaskip sem lágu þar viö bryggju. „Gaman væri aö skreppa til útlanda meö einu svona skipi" sagði Sigfinnur þvöglu- mæltur. „Já væri þaö ekki frábært. Þá þyrftir þú ekki aö gifta þig á laugardaginn." „Hvað meinaröu." „Nú ekki giftist Begga manni sem spókar sig í Kongens Kobenhavn eins og fínn maöur." „Djöfull yröi ég feginn.“ Skúli leit meö samúöarsvip á vin sinn. „Ég veit hvaö viö gerum. Viö gerumst laumufarþegar meö þessu appelsínugula skipi þarna." Stuttu síöar höföu þessir tveir drukknu pörupiltar skriöiö inn í björgunarbát og breitt segl yfir. Syfja sótti á Skúla og jafnvel þó illa færi um hann sofnaöi hann von bráöar. Sigfinni gékk ekki eins vel aö sofna. Höfuö hans vann yfirvinnu. Hvort átti hann aö láta undan ævintýraþrá sinni eöa skyldurækninni. Skömmu síöar var Sigfinnur á bak og burt en Skúli lá einn og yfirgefinn í björgunarbátnum. Jafnvel kjarnorkustyrjöld heföi ekki raskað ró hans. „Mér er alveg sama þó ég þurfi aö vinna dálítið," sagöi Sigfinnur lágt viö sjálfan sig er hann skokkaöi heim á leið. Hann haföi steingleymt vini sínum Skúla, svo hugfang- inn var hann af framtíöardraumum sínum. Millilandaskipið Ms. Hrakfari lagöi úr höfn rétt fyrir hádegi og var ferðinni heitið til Siglufjaröar. Á skipinu var sjö manna áhöfn og einn laumufarþegi sem steinsvaf í öðrum björgunarbátnum. Fyrsti vélstjóri hét Grímur. Háriö á honum var svo skærrautt að það heföi sést í myrkri. Hökustór var hann og viljasterkur. Honum lá hátt rómur enda vanur aö vinna í miklum hávaða. Matur var framreiddur af fölleita kokkn- um meö gleraugun stuttu eftir að skipiö lagöi frá bryggju. „Hvaöa mannakjöt er þetta?" gall í Grími er hann sá hádegismatinn. „Þetta er bara venjulegt kindakjöt," sagöi kokkurinn í varnarstöðu. „Djöfulsins lygi. Það er nú meira hvað hann getur logiö þessi kokkur," sagöi Grímur og gautu augunum glettnislega til hins vélstjórans á dallinum. Annar vélstjóri var mjósleginn og dökkur yfirlitum. Grímur sem var bæöi feitari og frekari, hafði venjulega oröiö í öllum þeirra samræöum og auk þes haföi hann alltaf rétt fyrir sér ef einhver ágreiningsmál komu upp. Bátsmaöurinn lagöi sjaldan orö í belg svo þaö var helst fyrsti háseti sem truflaöi orðaflaum Gríms. Hann var hálfur Færeyingur og hálfur Vestfiröingur. Hans Pétur haföi hann verið skíröur og hlaut hann gott uppeldi í anda samvinnuhreyfingarinnar á bóndabæ viö Breiðafjörð. Augu hans voru á viö undir- skálar og til aö draga athygli manna frá stærö augnanna haföi hann safnaö mynd- arlegu yfirskeggi. „A nú væri gott aö vera kominn í land og sestur inná enskan pub,“ sagöi Hans Pétur til aö rjúfa þögnina sem var aö vísu ekki mikil vegna hávaöans í vélinni. „Hvaða rugl er þetta maður. Viö erum rétt lagöir af staö og þú strax farinn aö láta þig dreyma um enskan pub. Viö erum auk þess ekkert á leiöinni til Englands," sagöi Grímur og glotti. „Jæja þá er þaö finnski vodkinn," sagöi Hans Pétur og hrukkaöi ennið vandræöa- lega. Líf og yndi Gríms var aö kveöa viðmælendur sína í kútinn. Sérstaklega Hans Pétur því hann dró alltaf athyglina frá öllum þjóöþrifamálunum sem Grímur vildi reifa. Grímur var víðförull maöur og haföi hann fastmótaðar skoöanir á flestum hlutum. Samskipti hans viö annaö fólk höföu verið viburöarrík. Lögfræöingar reyndu aö svíkja hann, bílasalar svindluðu á honum, vinnufélagar hans svikust um og þar fram eftir götunum. Siglingarnar höföu gert hann ennþá tortryggnari á eiginleika mannsskepnunnr. ítalar voru ómerkilegir, Tyrkir þjófar, Danir bjórsvelgir, Ameríkanar vitleysingar, Þjóöverjar frekjuhundar og Hollendingar nískupúkar. Mesta furöa var hversu óskaddaöur á sál og líkama, Grímur haföi komiö út úr þessum ferðalögum. Eiginkona hans var mesti kostagripur og bætti hún upp flesta lesti mannkynsins. Hún var kokkur góöur og sá til þess aö Grímur var í sæmilegum holdum. „Hvar er skipstjórinn? /Etlar hann ekkert aö boröa?" spuröi kokkurinn. „Skipstjórinn boröar yfirleitt aldrei í hádeginu," svaraöi stýrimaöurinn. „Ekki trúi ég aö hann þurfi aö megra sig.“ „Skipstjórinn boröaöi einu sinni eins og venjulegur maöur. Einu sinni var hann sæmilega viöræöugóöur en í síöustu túrum hefur hann veriö alveg óþekkjanlegur. Hann talar ekki viö neinn af fyrra bragöi og viröist standa á sama um allt í kringum sig. Þaö munaði minnstu aö hann festi skipiö í seinasta túr.“ Þögn sló á mannskapinn þegar stýrimaöurinn haföi lokið máli sínu. „Þarna sjáiö þið hvernig ómerkilegur kvenmaður getur eyöilagt góöan dreng," sagöi Grímur æstur. „Hvaö áttu við?" spuröi bátsmaöurinn. „Hvaö á ég við? Auövitað gerpið sem maöurinn er giftur. Hún er svo sem nógu snoppufríö en hégómagirndin er svo mikil aö hún krefst þess aö allir karlmenn veiti sér eftirtekt.“ „Hún er samt helvíti falleg. Kroppurinn maður, mmm," sagöi bátsmaöurinn í sæluvímu. „Þaö er ekki nóg meö þaö. Hvað haldiði aö stelpufíflið hafi gert? Hún byrjaöi aö dingla utan í einhverju mannkerti sem starfar sem klósettvöröur." „Hvaö segiru?" Allt í einu snarþögnuðu allir. Skipstjórinn stóö í dyragættinni og horföi reiöilega yfir mannskapinn. Síðan skipaöi hann mönnum til verks. Fyrirskipanir hans voru stuttara- legar svo engum duldist aö skipstjóranum var heitt í hamsi. Hans Pétur fékk þaö hlutverk aö smúla dekkiö. Hann sprautaði hressilega á björg- unarbátinn sem var stjórnborðsmegin. Þegar hann gerði þaö sama viö bátinn bakborðsmegin, brá honum heldur en ekki í brún. Ámátlegt hljoö sem minnti á org sela í lífshættu barst frá björgunarbátnum. Augun ætluðu útúr höföinu á Hans Pétri er hann sá seglið hreyfast. Hann tók til fótanna og nam ekki staöar fyrr en uppí brú hjá skipstjoranum. „Þaö er ófreskja í björgunarbátnum," sagöi hann óöamála. „Ég held ég veröi aö líta á þaö," sagöi skipstjórinn og sótti hríöskotariffil. Laumufarþeginn svaf vært allt þar til hann fann ískalt vatn renna niöur eftir bakinu á sér. Hann rak upp vein og um leiö rak hann höfuðið harkalega í brúsa sem lá viö hlið hans. Fyrst trúöi hann ekki sínum eigin augum. Þetta hlaut að vera draumur. Svo rifjaöist allt upp fyrir honum. Þegar hann ætlaði aö skríöa útúr bátnum rak hann höfuðið í riffil skipstjórans. „Ekki hleypa af,“ æpti hann hás. „Nú detta mér allar dauðar lýs úr höföi. Hvaö ert þú að þvælast hér mannræfill." Skipstjórinn horfði hörkulega á Skúla. Augnatillit hans var kalt og hatursfullt. Skúli byrjaði að skjálfa. „Lokaði þetta fífl inní Ijónagryfjunni," sagöi skipstjórinn. „Ég þarf aö hugsa minn gang áður en ég ákveö hvað gera skuli viö hann.“ „En þaö er ekki líft þar fyrir ammóníaks- fýlu,“ hálfstamaöi Hans Pétur. „Þaö er bara betra," sagöi skipstjórinn og djöfullegt glott kom á andlit hans. Öldurnar skvettust á Skúla svo hann rennblotnaði er hann fylgdi Hans Pétri fram í stafn skipsins. Þar klifraöi Skúli niður í geymslu sem kölluö var Ijónagryfjan. Hún var óþrifaleg og full af sjóblautum köölum, olíubornum stroffum og verkfærum. „Á ég virkilega aö vera hér? Þaö er ekki líft fyrir ammóníaksfýlu," sagöi Skúli skelk- aöur. „Það er víst," sagöi Hans Pétur og samúðarsvipur kom á andlit hans. „Skip- stjórinn er í eitthvað vondu skapi þessa dagana. Ég verö víst aö loka þig hérna inni þó mér sé þaö þvert um geö." „Ég veit af hverju hann er illur útí mig. Þaö er af því aö ég hélt við konuna hans. Hann komst að því og rak hana á dyr." „Þá líst mér á þaö. Tja.“ sagöi Hans Pétur og ieit kuldalega á Skúla. Næstu klukkustundir voru þær lengstu í lífi Skúla. Hann sat á tómum olíubrúsa og upphugsaöi ráö til aö losna úr þessari prísund. „Best og fljótlegast væri aö hengja sig. Nóg er af köölunum," hugsaði hann örvæntingarfullur. Fyrr en varöi vissu allir skipverjar nokkur deili á laumufarþeganum. Þeir settust á rökstóla í kaffitímanum. „Þetta gæti orðið alvarlegt mál ef skipstjórinn léti reiöi sína bitna á þessum seinheppna strák," sagöi stýrimaöurinn stillilega og sá sjálfan sig í hillingum taka viö starfi skipstjórans. „Ég segi fyrir mína parta. Skipstjórinn má kála þessu manngerpi fyrir mér. Hann á það skiliö," sagöi Grímur og horföi hvasst fram fyrir sig. „Viö sjáum hvað setur," sagði Hans Pétur spekingslega og var ánægöur meö þá athygli sem frásögnin um laumufarþeg- ann haföi hlotið. Spenna ríkti á skipinu þennan dag. Skipstjórinn lét ekkert sjá sig meöal manna sinna fyrr en viö kvöldverðarborðið. Þá settist hann hljóölega eins og vofa og horföi þungbúinn framfyrir sig. Þegar allir höföu borðaö nægju sína rauf skipstjórinn skyndilega hina uggvænlegu þögn sem ríkti viö borðið. „Eins og þið kannski vitið þá hefur einn farþegi slegist í hópinn og hann er geymdur í Ijónagryfjunni. Ég hef ákveðið aö sýna og sanna fyrir umheiminum hversu velkomnir þessir laumufarþegar eru um boröi í flutningaskip. Þess vegna langar mig aö biöja ykkur aö útbúa dálítiö sérstakan mat fyrir manninn. T.d. egg meö tómatsósu og brauð meö sinnepi." Þetta var í fyrsta og síðasta sinn sem kokkurinn fékk aðstoð viö matseld. Athygl- isverðar hugmyndir komu fram um drykkj- arföng en loks varö ofaná aö blanda mjólk og kók saman. Grímur bauöst til að færa laumufarþeg- anum þetta samsull. Á leiöinni pissaöi hann yfir matinn. Þaö hlakkaði í honum og hann sagði viö sjálfan sig: „Þetta er alveg eins og bráöiö smjör." Ekki varö þessi málsverður til aö gleðja Skúla. Hann lá afvelta skammt frá ælunni úr sjálfum sér og engdist sundur og saman. „Ég er aö deyja," stundi hann og leit með bænaraugum á Grím. „Svona boröaöur þetta vinurinn. Þá batnar sjóveikin," sagöi Grímur eins vin- gjarnlega og honum var unnt. Augnaráð hans var illgirnislegt og hann rak upp hrossahlátur er Skúli gerði tilraun til að smakka á matnum. Honum nægöi aö þefa af þessu ókennilega samsulli, þá varð honum aftur flökurt, en magi hans var tómur svo hann gubbaöi eintómu galli. „Gæti ég fengið aö tala viö skipstjórann sjálfan?" „Ég skal athuga þaö fyrir þig óhappa- krákan þín,“ sagöi Grímur ögn hlýrri á manninn og stuttu síðar haföi hann sig á brott. Skúla varö ekki svefnsamt um nóttina fyrir rottugangi og öörum ófögnuöi. Hann heyröi hvernig öldurnar skullu á stafn skipsins og kaldur hrollur fór um hann. Ekki varö þaö heldur til aö bæta hugar- ástand hans þegar skipverjar tóku aö leika drauga fyrir hann. Ööru hvoru heyröi hann einhver eymdarleg hljóö sem minntu á vein fordæmdra í helvíti. Stundum varð líka kolniöamyrkur í klefanum og kaldur sviti spratt fram á enni Skúla. Morguninn eftir var hann dreginn nær dauöa en lífi fyrir skipstjórann. „Jæja svo þú ert mættur til leiks. Ósköp eru aö sjá þig. Ég er hræddur um aö konan mín líti ekki viö þér í þessu ásigkomulagi." Skúli þagöi. „Einu sinni langaði mig aö drepa þig en nú hef ég ekki geö í mér til þess. Eg get ekki skilið hvaö konan mín sá viö þig. Hvað hefurðu framyfir mig?" „Dísu fannst gott aö tala viö mig. Hún sagði aö þú værir alltof upptekinn af sjálfum þér og því sem þú værir að gera." „Jæja sagöi hún þaö. Sumum ferst segi ég bara. Hvaö sagöi hún fleira um mig?" „Aö þú heföir aldrei getað horfst í augu viö þá staöreynd aö þú varst faðir þroskahefts barns. Þiö fjarlægöust jafnvel ennþá meira eftir aö barnið dó.“ Skipstjorinn leit niöur. Hann virtist heyja erfiöa baráttu viö sjálfan sig. „Geturöu svarað mér hreinskilnislega ef ég tala í fullri einlægni," sagöi skipstjórinn lágróma. „Ég skal reyna." „Helduröu aö kellingin komi til mín aftur ef ég biö hana vel.“ „Já, þaö gerir hún ef eitthvaö er að marka það sem hún segir." Þaö slaknaöi á þeirri spennu sem ríkti á milli þeirra. „Heyröu karl. Ég ætla aö leyfa þér aö sleppa í þetta skipti en í næsta skipti sem þú reynir eitthvaö svona, verðurðu kjöl- dreginn." „Hvenær kemst ég í land?" „Heldurðu aö þú getir fyrirgefiö mér þaö sem ég gerði þér." „Já það get ég örugglega en ég á erfiðara meö aö fyrirgefa sjálfum mér. Ég kom full harkalega fram við Dísu. Hún flutti til móöur sinnar. Næst þegar ég kem í land, ætla ég aö ræöa almennilega viö hana. Ég ætia að reyna aö fá hana til að koma til mín aftur." „Þaö gerir hún örugglega," sagöi Skúli og brosti veikt. í augum hans var eftirsjá eftir einhverju sem hann gæti aldrei fengið. Gísli Þór Gunnarsson. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.