Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 10
Stritiö er áberandi í gömlum norðurlanda- myndum af vinnu, enda vélar ekki komnar til sög- unnar. Hér er það grjót- nám eftir Svíann Gustav Croner, f. 1889. Sjómenn og vinnubrögð viö sjávarsíð- una hafa öðru fremur oröið yrkisefni þeím íslenzkum málurum, sem á ann- að borö hafa látið eftir sig myndir af vinnandi fólki. Samt verður þetta sí- fellt sjaldséðara. Hér er ein undan- tekning, sem tekin hefur verið íbók R. Broby-Johansen: Netavinna eftir Eirík Smith, máluð 1971. Stúlkur í saltfiskvinnu. Eftir Gunnlaug Blöndal. til héðan: Menn lyfta böggum á klakk í mynd Ásgríms úr Þjórsárdal og Ás- mundur Sveinsson sýnir hinn vinnandi mann í nokkrum verkum, sem standa á almannafæri í Reykjavík og viö þekkjum vel. Rómantísk og allt aö því þjóösagna- kennd stemmning er yfir sumum vinnu- myndum Schevings; t.d. fjölskyldu- heimsókn í smiöjuna, hvíld viö heyskap og fyrirmálslambi gefiö. Fleiri íslensk dæmi eru tekin: Myndir eftir Barböru Árnason, Mugg, Finn Jónsson, Einar G. Baldvinsson, Hörö Ágústsson, Jóhannes Geir, Svein Þórar- insson og Sigurjón Ólafsson. Vinnustaöurinn hefur greinilega orðið málurum freistandi myndefni; ekki aö- eins maöurinn sjálfur viö vinnu, heldur og allt þaö smálega dót, sem tilheyrir. Hinir þekktu Svíar frá öldinni sem leið, Zorn og Carl Larsson, sýna á frábæran hátt þegar brauö er bakaö til jólanna, stúlkur viö sauma og járniö hamrað á steðja. Viö sjáum skósmiðinn viö vinnu sína og menn aö puöa viö grjótnám og skógarhögg. Færeyskt grindadráp hefur ekki þótt geðslegt, en Mikines tekst aö minnsta kosti að gera það myndrænt. Grænlendingar eiga líka sína menn og aö sjálfsögöu eru veiðar viöfangsefniö þar. Skandinavísku málararnir eru oftar meö myndir frá verksmiöjum og ein- hverskonar iönaöi. En hinir rómantískari í þeirra hópi, leitast viö aö sýna í einni mynd náttúruna og hinn vinnandi mann: Bóndi plægir akur sinn í vorsólinni, eöa stúlkur taka upp rófur og mjólka kýr. Meö því eftirminnilegra eru myndir norska málarans Christian Krogh, sem var fæddur 1879 og liföi fram til 1925. Eftir að hafa tekið lögfræöipróf gegn vilja sínum til aö þóknast fjölskyldunni, sneri hann sér aö málaralist; hitti Georg Brandes úti í Berlín og örlög hans voru ráöin. Hann komst í kynni viö Skagamál- arana dönsku, sem áöur er aö vikið; dvaldi þar um tíma og fór aö mála mynd- ir af sjómönnum og ööru alþýöufólki, sem eru feikilega sterkar í einfaldleika sínum. Gunnlaugur okkar Scheving hef- ur sitthvað af honum lært, t.d. í mynd- byggingu, en þaö var einmitt myndbygg- ing Kroghs, sem þótti svo óeölileg, þeg- ar hann sýndi í Christianiu eins og Osló hét þá. Þetta þóttu mjög grófar og ósmekklegar myndir í höfuöstaö Noregs á þeim tíma. Er vinnan yrkisefni hjá myndlistar- mönnum einmitt nú? Tæplega er hægt aö segja aö svo sé, nema rétt í undan- tekningartilvikum. Sé litiö yfir öxlina á öllum fremstu myndlistarmönnum okkar, þá bregöur þar aöeins örsjaldan nú orö- iö fyrir myndum af vinnandi fólki. Sum- part er þetta háö tízku, en sumpart vegna þess aö vinnuamboöin eru svo óskaplega hörö, vélræn og ómalerísk. Sé litið á íslenzkar aöstæöur, þá er mikill munur á baggahesti eöa traktor, verka- manni, sem bjástrar meö handafli viö höfnina í mynd eftir Snorra Arinbjarnar, eða Þorvald — og þeim verkamanni, sem við sjáum í dag á lyftara. Og á sama hátt er trébátur úr mynd eftir Scheving æöi frábrugðinn nýtízku skuttogara. Þegar til þess er litið að íslendingar eru fiskveiðiþjóð, hafa furðu fáir málarar túlkaö heim íslenzka sjómannsins. Áöur fyrr málaði Finnur Jónsson talsvert oft karla á smábátum aö veiðum. Og fram- lag Gunnlaugs Schevings að þessu leyti er stórfenglegt. í nútímanum eru nýjast- ar af þessu tagi myndir Kjartans Guö- jónssonar af mönnum og vinnubrögöum um borö í togara. Og Hafnfiröingarnir Sveinn Björnsson og Jón Gunnarsson, báöir gamlir togarajaskar, hafa lýst þeirri reynslu sinni í myndum. Jónas Guömundsson stýrimaöur hefur gert þaö einnig, en þetta getur ekki talizt stór hópur. Sem sagt; vinna viröist hafa oröiö myndlistarmönnum miklu meira yrkisefni framan af öldinni — og þá er átt viö ísland. Á sýningum uppá síökastið bregöur aöeins örsjaldan fyrir myndum af vinnandi fólki, þegar undan er skilin sýningin í vetur á Kjarvalsstöðum, sem ég vék aö áöur, og sumum gagnrýnend- um þótti miöur góö. Sú skoöun hefur heyrzt, aö þaö hafi einungis veriö af þjóðfélagslegum ástæöum, aö þeir Þorvaldur, Snorri og Jón Engilberts máluðu myndir af verka- mönnum á fjóröa áratugnum. Kreppuár- 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.