Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 4
Vanþróunar- svipurinn á miðbænum „Vandinn minnkar ekki við að ýta honum á undan sér“ Fúaspýtur eöa byggingarsögu- leg verðmæti? Um það hafa menn ekki verið sammála; þó hefur það orðið ofaná að endurbyggja Bernhöftstorfu- húsin úr timbri og í uppruna- legri mynd. Spurning 10: Formáli: Þegar gengið er um miðbæ Reykjavíkur, fer varla milli mála, að þar ríkir ennþá svipmót kreppunnar. Að vísu hefur risið glæsileg tollstöð við Tryggvagötu, Landsímahús við Austurvöll, verið byggt ofaná Útvegsbankann, eitt sæmilegt hús byggt við Lækjartorg, — og Morgunblaðshúsið við Aðal- stræti. Þetta er nálega allt og sumt, sem gerzt hefur í miðbæ Reykjavíkur síðan á kreppuárunum og bærinn býr enn að stórhug manna fyrir 50 árum, sbr. Hótel Borg og Reykjavíkur Apótek. Þeir bæir eru vandfundnir erlend- is, sem eru á stærð við Reykjavík og jafnvel töluvert minni, að ekki hafi þeir til að bera fallegan og oft ótrú- lega stórborgarlegan miðbæjar- kjarna. Nægir t.d. að benda á Luxem- borg í því sambandi. Miðbær Reykja- víkur sofnaði aftur á móti Þyrnirós- arsvefni í kreppunni og það hefur ekki tekizt að vekja hann. Því er spurt: Hefur þú sem áhrifamaður í þessu efni engar áhyggjur af þessum dapurlega kreppuárablæ miðbæjarins í Reykjavík? — og stendur þér á sama, þótt litlar sem engar breytingar verði hér á, áratug eftir áratug? Spurning 10: Ólafur B. Thors Aöalskipulag þaö, sem samþykkt var i borgarstjórn 1977, var aö mínu áliti góöur grundvöllur til þess að byggja á viðreisn miðbæjarins á þeim stöðum sem til slíkrar viðreisnar voru ætlaðir. Ég tel miklu varða, að í hinum gamla miðbæ Reykjavíkur takist að tengja saman gamalt og nýtt, þannig aö verndun þeirra mannvirkja og þess bæj- arsvips, sem er verndar virði, haldist í hendur viö þá uppbyggingu sem er öllum miöbæjum nauösynleg, ef þeir eiga aö viðhalda hlutverki sínu sem kjarni í bæjar- lífinu. Ég hef vissulega áhyggjur af því sinnuleysi sem mér nú viröist ríkja hjá ráðamönnum í skipulagsmálum og mér finnst iJlt til þess að vita, að hin mikla vinna, sem unnin var á árunum 1973—1977, skuli ekki vera nýtt til þess að tryggja að mið- bær Reykjavíkur geti þróazt og gegnt því hlutverki sem honum ber. i því máli stendur mér hreint ekki á sama. Spurning 10: Egill Skúli Ingibergsson Meö því aö svara stuttlega meö einu neii, sem nánast er beöiö um, viðurkennir maöur án skýringa, aö þaö sé kreppuára- blær á miöbæ Reykjavíkur og að það sé eitthvað mjög slæmt, án þess að skoða það mál nánar. En þetta er flóknara mál en svo, aö hægt sé að afgreiða það þannig. Það verður aö horfa til baka til þeirra forsendna og þeirra ástæöna, sem voru fyrir núverandi mynd miöbæjarins, og svo þess sem gerzt hefur á undanförnum áratugum. Spurningunni hvaö er miöbær verður aö svara fyrst. Mitt svar við þessari spurningu veröur áreiöanlega ekki hávísindalegt og heldur ekki langt. Miöbær í Reykjavík var þjónustumiðstöö íbúanna og atvinnuveganna í þeirri fjar- lægö frá athafnasvæðum, sem þægileg var meö þeirri flutningatækni, sem heyrði til þeim tímum. Það var rými fyrir þessa þjón- ustu og það var rými fyrir fólkið, sem þjón- ustuna þurfti í næsta nágrenni. Það var einkum farið gangandi til og frá vinnu og í þær þjónustumiðstöðvar, sem sækja þurfti til. Þetta ástand hélzt fram yfir lok stríösins — á meðan atvinnuvegir okkar voru tiltölu- lega einfaldir. Þegar atvinnutækjum og tækifærum fjölgar, hefst viss samkeppni um aðstööu og þá veröa þeir undir, sem minnst geta greitt fyrir sína aöstööu, þ.e.a.s. íbúöarhaf- ar. Skrifstofur ýmissa þjónustugreina koma í staðinn, þangaö til rýmið er á þrotum, þá leita fyrirtækin út fyrir gamla miðbæinn til þess að geta mætt vaxtarmöguleikum. Miðbær Reykjavíkur heldur þó áfram aö gegna verulegu þjónustuhlutverki vegna legu sinnar gagnvart umferð frá öllu land- inu. Af framansögðu má ráða, að breytingar eru alltaf að ske, og miðbærinn okkar hef- ur tekið við hluta þeirra. Ákvöröunaratriði stjórnvalda er, hvenær þau telja, aö nú veröi ekki lengur mætt breyttum kröfum — breyttum þörfum á þessum stað, heldur fariö annaö. Það, sem hér ræöur úrslitum, verður það mat, sem til grundvallar verður lagt á því, hvað sé eftirsóknarvert. Er þaö: 1) aö ná sem beztri fjárhagslegri lausn í uppbyggingu þjónustuaöstööunnar í Reykjavík fyrir bæinn og fyrir landiö? 2) aö viðhalda ákveönum einkennum, sem bærinn okkar hefur boriö um langan tíma? 3) aö geta á nýjum staö mætt breytingum, sem fram koma á næstu áratugum, og vitum viö hverjar þær veröa, t.d. orku- notkun, umferð, atvinnuleg sjónarmið o.fl.? 4) er það eitthvað allt annaö, eöa blanda af öllu þessu í einhverjum óþekktum hlutföllum? Svo mikið er víst, aö vandi ráðamanna er mikill, en einnig, aö hann minnkar ekki viö það að ýta honum á undan sér. Spurning 10: Sigurjón Pétursson Þegar ég var ungur drengur, þá bar kreppuna oft á góma í viðræðum fullorðins fólks, sem ég hlustaöi á. Þær lýsingar, sem þar komu fram á fátækt og ömurleika kreppuáranna, eru mér mjög fastar í minni. Miöbær Reykjavíkur meö iðandi mannlífi, líflegri verzlun, bæöi utan dyra og innan, glaöværu, vel klæddu fólki, finnst mér víös fjarri þeim blæ kreppuára, sem mér er greyptur í huga. Hvort mér standi á sama, þótt litlar eða engar breytingar verði á miðbænum, ára- tug eftir áratug, eins og spurt er, er nær ómögulegt aö svara með jái eða neii. Breytingar geta bæöi veriö til góðs og ills, og ég er ekki hlynntur- breytingum aö- eins breytinganna vegna. Ef hins vegar reynt er að gera sér grein fyrir ástæðum þess, að þróun borgarinnar hefur verið með þeim hætti, sem raun ber vitni, þá þarf aö líta til margs og einnig langt til baka. Miöbær er ekki aöeins eitthvert tiltekiö svæöi, heldur er miöbær svæöi, þar sem tiltekin fjölbreytt þjónusta er veitt og þar verður því snertipunktur borgarbúa allra, hvar sem þeir búa. Ef skoöuö er staösetning þeirrar starf- semi í Reykjavík, sem eðlilega mætti kalla miðbæjarstarfsemi, þá fer hún fram á löngu svæöi, sem teygir sig frá kvosinni uþþ Laugaveg og Suðurlandsbraut og allt inn fyrir Grensásveg. Þegar á þetta er litið, þá má vera augljóst, að ráðamenn borgar- innar (löngu áður en ég tók sæti í borgar- stjórn), höfðu enga stefnu í málefnum miöborgar í Reykjavík, heldur virðist tilvilj- unarlögmál einhvers konar hafa ráðiö þróuninni. Það, sem kórónar síðan óvissu kvosar- innar sem miöbæjar, er sú ákvörðun borg- arstjórnar frá árinu 1973 að reisa nýjan miðbæ í Kringlumýri, sem hvorki tengist miöbænum gamla í kvosinni, né hinni sjálfsprottnu miðbæjarlínu, sem ég áðan nefndi. Þrátt fyrir þaö, að ýmsum finnist hægt ganga að endurskipuleggja og endur- byggja gömlu kvosina, þá er þaö þrátt fyrir allt staðreynd, að aldrei síðustu 40—50 ár- hafa verið teknar jafnmargar skipulagsleg- ar ákvarðanir um miðbæinn og síðustu þrjú ár, auk þess sem ýmsar aðrar eru að kom- ast á ákvörðunarstig, eins og ég hef áður rakið. Tæplega veröur nokkur ákvörðun um skipulag miðbæjarins tekin án deilna um ágæti hennar. Það er mín skoðun, að betra sé að vanda ákvarðanatöku vel, jafnvel á kostn- aö tímans, heldur en aö gera stórfelld óaft- urkallanleg mistök í fljótræði. Miðbær Reykjavíkur lifir vonandi okkur öll, sem nú fjöllum um hann. Spurnincj 10: Gestur Olafsson Ekki veit ég, hvort ég hef nokkur áhrif á skipulagsmál, eða hvort nokkur tekur mark á því sem ég hef sagt eða segi um það efni. Þaö skiptir sennilega ekki heldur megin- máli. Samt get ég ekki fengiö mig til aö trúa á kyrrstöðu, þó ég búi í Grjótaþorpinu. Margir þeirra, sem ég tek mark á, eins og t.d. Jónas Hallgrímsson, trúðu ekki heldur á kyrrstöðu og framkvæmdaleysi. Miðað við vandamál margra erlendra borga, eigum viö ekki viö mikil vandamál aö stríöa hér í miöbæ Reykjavíkur. Okkur ætti að veitast auövelt aö lagfæra þaö sem á vantar, en til þess að þaö geti 'orðið, þurfa stjórnmálamenn að gera sér grein fyrir því, aö þessir hlutir gerast ekki af sjálfu sér, og aö allt eru þetta mál sem þeir hafa og geta haft áhrif á. Það eru líka til framkvæmanlegar leiðir til þess að bæta úr flestu því, sem okkur finnst þarna skorta. Miklu skiptir samt líka, að þeir sem gefa sig til aö skipuleggja, nái utan um þessi mál, axli ekki þyngri bagga en þeir valda og bjóði bæði stjórnmálamönnum og almenn- ingi skiljanlega og framkvæmanlega kosti. Spurning 10: Guðrún Jónsdóttir í svari viö spurningu 1 er fjallað um þau atriði, sem koma fram í þessari spurningu, að töluverðu leyti. Þá hefur og verið bent á, hvaða erfiöleikar eru á því að skapa hér „stórborgarlegan miöbæjarkjarna". Ég tel þaö nú út af fyrir sig ekkert keppikefli. Okkur ber að sníöa okkur stakk eftir vexti, og meira ber aö leggja upp úr gæöum þess sem byggt er en magni. Þaö sem mestu máli skiptir er þó þaö, hvernig tekst til um notkun þeirra bygginga, sem í miöbænum eru hverju sinni. Spurning 10: Hilmar Olafsson Jú, ég hef verulegar áhyggjur af þessu. Ég átti þátt í því, sem forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavikurborgar með meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn svo og Framsókn og Alþýöuflokki, aö ganga frá endurskoöun aðalskipulags Reykjavíkur 1975—1995, þar sem m.a. var sérstaklega tekiö á þessu, og settar fram tillögur, sem auövelda áttu alla endurnýjun og uppbyggingu miðborgarinnar. Við sjálfstæöismenn erum nú því miður í minni- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur, en á með- an er tröllriðið tréhestum kommúnista um skipulagsmál borgarínnar, og svo lengi sem það varir, verður kreppuástand í Reykjavíkurborg. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.