Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 11
Smiðurinn hamrar járn í tréskurðamynd frá Víkingaöld. in voru hroðaleg tíð hjá verkamönnum, en einnig hjá flestum öörum. Eru þá kjör verkafólks orðin svona góö, að mynd- listarmenn hafi enga samúö meö því1 lengur og séu þessvegna hættir aö nota þaö sem myndefni? Varla held ég að raunin sé sú. Það er ákaflega mikil ein- földun aö kenna allar hræringar í mynd- list viö þjóöfélagslegt ástand. Listamenn eru ekki einangraðir, jafnvel þótt þeir búi á íslandi. Þeir eru undir sterkum áhrifum af stefnum og tízku, sem koma upp úti í heimi og berast hingaö. Sumir meö- höndla þessi áhrif á persónulegan hátt, — koma þeim heim og saman við ís- lenzkan veruleika, þegar bezt lætur. Ef kenningin um hin feikilegu áhrif þjóðfélagslegra aöstæöna á myndlist héldi vatni, ættu listamenn ekki síður nú en fyrr aö lýsa og útmála ýmislegt úr heimi hins stritandi manns; hins dæmi- geröa íslendings, sem vinnur tvöfaldan vinnutíma og sofnar af þreytu fyrir fram- an sjónvarpiö. En einhverra hluta vegna dvelja myndlistarmenn við annaö. Sumir eru í afstrakt flatarmálverki, aörir í ein- hverskonar hugleiðingum um manninn í umhverfi sínu, sumir mála landslag, sumir mála fólk, en yfirleitt ekki vinnandi fólk og sumir hafa haldiö inná svið fant- asíunnar. Á sýningu grafíkfélagsins, sem var prýöisgóö og stóö í haust í Norræna húsinu, kom fólk víöa fyrir í myndum, — en aðeins Kjartan Guðjónsson sýndi menn viö vinnu. Frá undanförnum árum minnist ég þess aö hafa séð myndir eftir Jóhannes Geir af mönnum að birkja stórgrip. En þaö er langt síðan. Hjá þeim Einari Hákonarsyni, Baltasar, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Gunnari Erni, Braga Ásgeirssyni og Alfreö Flóka kemur fólk mjög oft fyrir, en það er næstum aldrei viö vinnu að því séö verði. Þegar litiö er til þeirra myndhöggvara, sem nú starfa, hefur Ragnar Kjartansson fjallaö um hinn vinnandi mann í einstaka tilvikum, en ég man ekki eftir fleirum úr þeim hópi. Ýmsir málarar og grafíklista- menn hafa aö sjálfsögöu látiö frá sér fara eina og eina mynd af þessu tagi, en þær heyra samt til undantekningum. Hvers vegna hefur þessi breyting orö- iö? Hvers vegna er vinnan ekki myndefni líkt og áður? Þessum spurningum er ekki auðsvaraö, en þetta er samt íhug- unarefni. Vinnan er daglegt hlutskipti allra heilbrigöra manna, — og maðurinn er sjálfur mjög algengt yrkisefni í mynd- verkum eins og eölilegt veröur aö telja. Af bók R. Broby-Johansen má sjá, hversu notadrjúgt yrkisefni vinnan hefur oröiö mörgum ágætum listamönnum á Noröurlöndum; íslandi þar á meðal. En hvers vegna ekki lengur? Gísli Sigurðsson RABB »Nú lýgur Herlegdád ad konungin- um því skattarnir eru ekki adeins sjötíu heldur sjö sinnum sjötíu,« sagdi Árni Oddsson forðum. Hvað segði hann nú? Skattaæði stjórnvalda er með ólíkindum. Sú var tíð að menn greiddu útsvar, tekjuskatt og eignaskatt »eftir efnum og ástæö- um« og þar við sat. Nú yrði þeim heldur betur svimagjarnt sem ætl- aði að telja upp alla skattana. Gömlu skattarnir eru enn í gildi og fara síhækkandi. Hinir nýju eru sjö sinnum sjötíu talsins og tæpast að furða þó hversdagsfólk viti vart deili á þeim öllum. Nýlega var upp- lýst að af bílverði, svo dæmi sé tek- ið, hirti ríkið stífan meirihluta. Sumir telja að venjulegur borgari greiði allt aö áttatíu hundraðshluta tekna sinna í ýmiss konar gjöld til hins opinbera. Dagsdaglega verður hann ekki svo mikið var við skatt- heimtuna. Kerfið hefur lag á að lauma fingrum í vasa hans án þess hann verði þess var. Samneysla? Gott og vel. Hvað fáum við fyrir skattana? Góða vegi? Fyrirmyndar skólakerfi? Öruggt at- hvarf fyrir aldraða? Réttlátt dóms- kerfi? Laun í samræmi við það sem tíðkast í nágrannalöndum? Nei, því miður fáum við ekkert af þessu. Vegirnir eru jafnvel verri en þeir voru fyrir fjörutíu árum og er þá mikið sagt. (Grátbroslegt var aö heyra á síðast liðnu vori greint frá úthlutun fjár til bundins slitlags — í samræmi við kjósendafjölda á hverjum stað — hundrað metra hér, tvö hundruð metra þar.) Eöa skólakerfið? Hver mælir því bót? Rándýrt er það. En gerast skólar nú betri en á tíð þeirra, Sigurðar skólameistara og Pálma rektors? Fróðlegt væri að heyra rök þess sem héldi því fram. Nú er svo kom- ið að drjúgur hluti skólakerfisins gengur eftir eigin óháöri braut eins og halastjörnurnar, sem sagt utan við lög og reglur, þar sem frumvarp til laga um framhaldsskóla hefur legið árum saman fyrir Alþingi og ekki verið samþykkt. Ekki var held- ur að furða þó þingmenn kyngdu munnvatni sínu áður en þeir skræmtu upp úr sér já-yrði við svo furðulegum skaufhalabálki. Um málefni aldraðra þarf naum- ast að ræða, þar stendur allt í stafni. Er það þeim mun athyglis- verðara þar sem vinstri stjórnir hafa nú verið við völd hver á fætur annarri, en slíkar stjórnir telja sig einmitt leggja áherslu á mannlegu þættina á undan hinum efnislegu — og hæla sér af þvíl En skemmst er frá að segja að ástandið í mál- efnum aldraðra er jafnvel lakara en vegakerfið og þarf þá varla að fjöl- yrða meira um það. Dómskerfiö íslenska er svo al- deilis sér á blaði. Ærið kostar það. En hvað fyrir það fæst, það er svo annað mál. Hvernig dómarar verja tímanum, hvort þeir eru að lesa blöðin eða horfa út um gluggana, það skiptir svo sem minnstu máli, en alltént sýnist svo að þeir hafi eitthvað annað fyrir stafni en að kveða upp dóma því slíkt virðist hreint ekki tíðkast lengur í þessu landi (þó svona sé tekið til orða Stóra skrefið í vændum ,að bíða tímunum saman eftir spít- alavist — hvernig má það vera? Og enn þyrstir kerfið í nýja skatta. Má víst segja um áfergju þess eitthvað svipað og Grímur meðhjálpari dylgjaði um magamál Bjarna á Leiti. Alkunna er að hver breyting á skattalögum boðar skattahækkun. Nýjasta dæmið: skrefatalning símans. Varla mun fólki þó lengi blöskra þau skrefin því nú er loks í vændum stóra skrefið: Staðgreiðslukerfi skatta. Eða hver trúir að þá verði tækifærið eiga dómarar þetta ekki einir held- ur réttarfarskerfið allt; sé því ætlað að vernda þegnana er það vita- gagnslaust). Al Capone hefði sálast hér úr leiðindum, ekkert að óttast, engin áhætta, enginn spenningur, ekkert aðhald. En eitthvað hljótum við þá að fá fyrir skattana? Aö vísu. Stórhækk- uð laun þingmanna, svo dæmi sé tekið og fyrirheit um fjölgun þing- sæta. Fyrirheit um stórfjölgun borgarfulltrúa (undirbúið, en ekki endanlega útkljáð þegar þetta er ritað). Einhver í kerfinu játaði að það hefði aukin útgjöld í för meö sér en »það má þá spara á öðrum sviðum«. í stjórnarráðinu fjölgar jafnt og þétt. Og þó er kvartað und- an vinnuálagi. Fyrir allnokkru var t.d. upplýst ad mannfjöldinn í menntamálaráðuneytinu einu nálg- aðist tvö hundruð. Og varla hefur fækkað þar síðan. Hvað er allt þetta fólk að gera þar? í heilbrigðisþjón- ustunni hefur fólksfjöldinn sömu- leiðis margfaldast á fáeinum árum. Samt standa heilar sjúkrahúsálmur löngum auðar og sjúklingar verða ekki heldur betur gripið? »Það mun hafa einhvern kostnaðarauka í för með sér,« sagði embættismaður — aðspurðurl Ætli maður sé ekki far- inn að skilja undirtóninn í þess háttar orðalagi? Staðgreiðsla skatta hefur hvergi gefist vel þvert á móti því sem sumir halda fram. Þó getur hún gengið í iðnaðarlöndum þar sem sami maður situr við sömu vélina ævilangt, og alltaf á sama kaupinu. Hér mun sams konar kerfi hafa í för með sér meira en »ein- hvern kostnaðarauka«. Þaö mun stórauka þá skriffinnsku sem fyrir er. Þá staðhæfa fróðir menn að á því sé þvílíkur galdralás að frá því verði aldrei aftur snúið hversu gall- að sem það reynist. Ég spái — þegar búiö verður aö herða þann hnútinn að hálsi þegn- anna — að þá muni jafnvel verða horft með söknuði til þess kerfis sem við nú búum við. Samþykki skattþegnarnir þetta þegjandi og hljóðalaust mun kerfið og eyðslu- semin hrósa ótvíræðum sigri: lengi lifi stóri samningurinn! Erlendur Jónsson 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.