Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 13
UR MINU HORNI Margt skemmtilegt hefur útvarpiö okkar gamla upp á aö bjóöa, og kannski ekki síöur fróölegt. En því miö- ur stelur sjónvarpsglápiö mörgu frá okkur. Viö skrúfum fyrir útvarpiö rétt fyrir átta á kvöldin til þess aö vera reiöubúin aö setjast inn í skársta her- bergi hússins — ef viö erum svo hepp- in aö hafa vistarverur til skiptanna. — Svo hættir okkur við að gleyma aö opna útvarpið aftur, þegar skjárinn freistar okkur ekki lengur. Sjónvarps- fólkiö mætti minna okkur oftar en þaö gerir á þaö sem útvarpiö hefur upp á aö bjóöa, málalengingalaust. Mikill galli er þaö annars hve lítil samvinna virðist vera á milli vinstri og hægri handa þessarar stofnunar. Eink- um er þetta bagalegt um áttaleytið á kvöldin. Þá er maöur kannski aö hlusta á erindi eöa upplestur í útvarpinu. Ann- aöhvort er aö missa af hluta eöa jafn- vel öllum kvöldfréttum sjónvarpsins, eöa veröa af síðari hluta þess efnis sem veriö er að hlusta á í útvarpinu. Þetta er hin mesta handvömm. Þaö hlýtur aö vera hægt aö bæta úr þessu. En ég ætlaði að nefna þætti Jónasar Jónassonar. Þeir og samskonar dagskrár Guðrúnar Guölaugsdóttur eru meöal þess besta af því tagi sem uppá er boöið. Fyrir flesta aöra fast- ráöna viðtalsmenn skrúfa ég, menn sem alltaf viröast vita betur en viömæl- andinn, hvaö hann ætlar aö segja, kunna hvorki aö velja viömælendur né tala sjálfir í útvarp. Þá má fremur kalla heimilisplágu en velgerðarmenn. Einn þeirra sem Jónas heimsótti í sumar var bóndinn á Brekku í Mjóa- firöi, hinn skemmtilegi, oröhagi og glaöi fyrrverandi menntamálaráöherra, Vilhjálmur Hjálmarsson. Sá Vilhjálmur er einsog kunnugt er núverandi for- maöur útvarpsráös. Mér þótti hann aö þessu sinni óþarflega lukkulegur meö stofnun sína. Hann er greinilega bjart- sýnismaöur og ég trúi honum til alls góös. En hann mætti sýna gömlum og nýjum vinum sínum í pólitíkinni heldur meiri hörku en enn hefur orðið. Hann veit manna best, aö þar dugir engin elsku mamma. Meöal þess sem barst í tal milli þeirra Jónasar og Vilhjálms var sú hlægilega afstaða ríkisstjórnarinnar aö halda ríkisútvarpinu í fjársvelti. Hvers- vegna fær útvarpið ekki aö hækka not- endagjöldin til samræmis viö dýrtíö, spuröi Jónas ósköp varfærnislega. Ætli þaö sé ekki fyrst og fremst vegna þess aö þessi heimilisútgjöld hafa áhrif á vísitöluna, svaraöi fyrrver- andi menntamálaráðherra, ekki alveg eins sakleysislega. Hvernig væri nú að hnippa í annan fyrrverandi ráöherra, enn á þingi og í fullu fjöri. Vildi hann nú ekki gjöra svo vel aö flytja á næsta Alþingi frumvarp um breytingu á fölsun vísitölunnar, svo aö framvegis veröi útvarps- og blaða- kostnaður heimilishalds föst áætlunar- tala sem ekki taki breytingum að eilífu? En gamanlaust: Auövitaö stendur þaö næst sjálfri ríkisstjórninni undir forystu núverandi menntamálaráö- herra aö koma þeim málum í eölilegt horf sem hér um ræöir. Myndaspólu- málin sýna aö fólk horfir ekki í kostnaö, ef þaö á kost á fjölbreytilegu skemmti- og fróðleiksefni, sem þaö getur notið heima hjá sér. En auövitað er þaö hins opinbera aö stjórna þessu og sjá um aö markaöurinn fyllist ekki af klám- myndum og ööru ómenningarefni. Oft ratast kjöftugum satt á munn. Ég hef ekki lagt það í vana minn aö hæla þeim skrifara eöa skriffinnskuhlutafé- lagi sem kallast Svarthöföi dagblaðs- ins Vísis. En sá ritaranna, sem setur þar svip á bæinn, kann vissulega aö oröa hugsun sína, þegar hann vill svo viö hafa. Stundum fá ráðamenn út- varpsins frá honum skeyti. Fyrir Frumvarp til laga um breytingu á fölsun vísitölunnar skömmu sagði hann eitthvaö á þá leið, aö þar heyröist helst í þeim, sem væru nógu frekir og viöbragössnöggir viö aö troöa sér í þau fáu göt og smugur sem heimamenn og vinir þeirra létu standa auö einhverra hluta vegna. Þetta hafa margir hlédrægir rithöfundar mátt þola í áratugi. Sá er þetta ritar hefur fyrir löngu gert sér þaö Ijóst, aö það er mikils umvert fyrir rithöfunda aö eiga nokk- urn aðgang aö útvarpinu. Samstarfi þessara aðila veröur þó aö vera í hóf stillt, þar má hvorki vera of né van. Fyrir rithöfundinn er þetta í senn aug- lýsing og tekjulind. Það heföi því mátt vera eölilegt samningsatriöi á milli út- varpsins og höfundafélagsins, aö rit- höfundum væri tryggöur árlega lág- markstími fyrir upplestra á prentuðu og óbirtu efni. Nú er samiö um gjald- skrá og mestur hluti fer til sömu mann- anna ár eftir ár. Hér er t.d. hlutur Ijóöskálda fyrir borö borinn. Fæst þeirra fá teljandi tekjur frá útvarpinu. Einu sinni geröi ég á því prufu, hve lengi ég þyrfti aö bíöa eftir því aö mér væri boðið aö lesa eftir mig Ijóö í út- varpið. Eftir sjö ár rauf ég þögnina aö eigin frumkvæöi. En ég hef líka reynslu fyrir því, aö ekki dugir aö geta þess einu sinni eöa tvisvar viö dagskrár- menn aö maöur vilji lesa. Þetta er sérstaklega bagalegt vegna þess aö Ijóöskáld eiga mjög undir högg aö sækja meö útgáfu bóka sinna og tímarit sækjast ekki eftir Ijóðum til birt- ingar, eöa ekki hef ég fréttir af því. Auðvitað verður þetta til þess aö skáld eru ekkert aö flýta sér aö ganga frá Ijóöum sínum eöa Ijóöaþýöingum til birtingar. Hvort aö því er vinningur eöa tap fer auövitað eftir atvikum. En ekki er þetta skemmtilegt ástand eöa upp- örvandi. Um 1940 var Ríkisútvarpiö aðeins rúmlega tíu ára gömul stofnun, ef ég man rétt. Þá var enn langt til sjón- varpsaldarinnar. Vissulega var útvarp- iö þá enn vinsælt og voldugt. Síöari heimsstyrjöldin aö hefjast fyrir alvöru. Þá var Siguröur Benediktsson ungur og áberandi blaðamaður. Ég man eftir allhvassri gagnrýnisgrein, sem hann ritaöi í Útvarpstíðindi. Hann talaöi um fastakjafta útvarpsins, sem hann svo kallaöi, mennina, sem hreiöruöu um sig í stofnuninni og kynnu æöi vel við sig í dýrðarsólskini lýðhyllingar. Þaö var náttúrlega gott og blessað. En hvorutveggja væri, sagöi Sigurður, fólkiö vildi meiri fjölbreytni og þaö væru líka margir sem teldu sig af- skipta, vildu gjarna komast aö. Jón úr Vör „Skrímslið góða“ heitir gamalt kvæði eftir Stefán frá Hvítadal. Þar segir hann frá því, þegar hann kom, drengstauli, til kirkju aö Felli og sá uppi á vegg í stofu inni mynd af furðulegri skepnu. Og hann fer til gamallar vinkonu sinnar, sem sat við hlóðasteininn og hafði svo margsinnis sagt hon- um allskyns „undrasagnir og ævintýr“ og spurði „hvort skepna þessi sé skrímslið góöa?“ En vinkonan aldna, sem var „ölvuð af æsku í elli sinni“ var nú „í vond- um vafa að vizku þrotin“. Prestur heyrir pískur pilts og segir honum aö þarna líti hann mynd af landinu sínu. Strákur hélt hann væri aö gabba sig, honum fannst hann „kannast viö kolrass og kviðinn mikla“. Ekki efa ég að fjöldinn allur af íslenskum börnum hafa séð í myndinni af landinu sínu ein- hverja ókennilega skepnu, sem liggur fram á lappir sínar nyrst í Atlantshafinu og horfir yfir til snæviþakins Grænlands og vafa- laust gætu margir tekið undir með Stefáni frá Hvítadal og kallaö þetta fyrirbæri skrímslið góða og jafnvel fengið þessu heiti dýpri merkingu eins og Stefán gerir reyndar í lok kvæðisins. Þegar ég var að byrja að læra landafræði fyrir um 40 árum síö- an, hugðum viö aö Norðurlöndum næst á eftir íslandi. Þá hófust kynni af skepnu, sem tók á sig ákveðnari mynd, sem sé þung- lamalega tígrisdýrinu, Skandinav- íuskaganum sem kemur stökkv- andi í átt frá Norðurpólnum og beinir kjaftinum að Englandi. Ár og dalir í Svíþjóð mynda flestar randir í feldi þess, Götaland og Svealand luralegar framlappirnar, en við þurfum alla leið til Finn- lands til aö finna afturlappirnar. Upp í kverk þessa dýrs teygir sig svo ólögulegt tröllshöfuð, Jót- land, með kartöflunefið, Djursland og sultardropann, Sámsey, sem er í þann veginn að falla ofan á Fjón. Næst lá leiðin niöur landakort- ið, þar sem lönd Mið-Evrópu hjúfr- uðu sig hvert upp að öðru og hafa lítið eftirminnilega lögun uns komið er í suðurhluta álfunnar og þar kannast allir við skrautlega stígvélið, Ítalíu, með háa hælnum og sporanum og tánni, Kalabríu- skaganum, sem teygist í átt að Sikiley eins og hún sé í þann veg- inn að sparka henni með Etnu og öllu saman í sátt aö Sardiníu og Korsíku, hun væri best komin í þeirra hópi. Enn hefur Messína- sundinu tekist aö koma í veg fyrir þetta. Reyndar liggur annað stígvél ekki ósvipað Italíu lengst suöur í höfum. Þetta er Nýja-Sjáland viö Ástralíu, að vísu sundurrifið af Cooks-sundi. Og viö eigum líka stígvél viö ís- land þar sem er Hvammsfjörður- inn. Þetta er þó ekkert skrautstíg- vél eins og Ítalía, heldur hæla- og tábreitt gúmmístígvél, sem hentar okkur betur hér og kúrir þorpið fraega, Búðardalur, undir il þess. Útvörður okkar lengst til vest- urs er snoturt hundstrýni, Látra- bjarg, en Blakkanes myndar lítil uppbrett eyru þessa fríða hunds. Sumir sjá í Langanesinu önd með teygt og vanskapað nef, Fontinn, og eflaust má finna fjöldamargar aðrar myndir af dýr- um, kynjaverum og hlutum á kort- inu af landinu okkar. Að lokum má nefna útvörð Evr- ópu í suðvestri, sem fljótt á litið líkist allra laglegustu stúlku, Portúgal, með gríðarstóran skýlu- klút, Spán, dreginn fram á ennið. En þegar betur er að gáð er þetta hökuhvöss og hrukkótt kerling með höfuöborgina, Lissabon, í annarri nösinni. Þegar þetta er skrifað eru margir ungir nemendur að byrja að læra á landakort. Kannski auð- velda undanfarandi líkingar lær- dóm — eða kannski þær eigi ekki viö í nútíma samfélagsfræðum? Samt eru þeir til, sem eru svo ölvaðir af æsku í elli sinni, að enn hafa þeir gaman af aö leika sér að þessum hugmyndum. Anna María Þórisdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.