Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Blaðsíða 2
Nýtt á hús- gagna- mark- aði Stólar úr beygðum viði Þessir norsku stólar hafa fariö sigurför í 15 ár. Grindin er úr formspenntum, eöa beygöum viöi — hér er þaö rósaviöur — en fleiri tegundir fást. Þessir stólar eru léttir í meðforum og Norömenn hafa flutt þá í stórum stíl til Bandaríkjanna. Viöurinn í baki og setu fjaörar og hér sjást stólarnir yfirdekktir meö leöri. Þeir eru einnig fáanlegir með örmum. Boröið er í sama stíl og með lituðu gleri í plötu. Þetta sett fæst í JL-húsinu og stólarnir kosta með lágu baki 3.800 kr., en 4.500 kr. með háu baki og borðið kostar 1.900 kr. Borðstofuhúsgögn úr furu Boröstofuhúsgögn úr furu eru alltaf frískleg og óhátíöleg og fara vel, þar sem þau eiga viö. Þessi eru sænsk, smíðuð úr Norlands-furu, sem er seinvaxin og því þéttari í sér. Borðið er fáanlegt meö fjórum fótum, eöa eins og hér sést; í fullri stærð er það 90x180 cm. Stólarnir eru sterklegir og gott aö sitja í þeim; þeir eru bæði meö og án bólstraörar setu. Hægt er að fá meö skáp úr furu og gleri, eða hornskáp úr furu. Þetta fæst í Bláskógum í Ármúla 8 og verðið á boröinu er 3.055 kr. Stólarnir eru á 1.060 kr., hornskápur á 6.470 kr. og glerskápur á 10.470 kr. Reir og sandblásið leður Nýstárlega hannað og unnið þýzkt sófasett frá Rattan Möbel í Þýzkalandi í háum gæöaflokki og afar þægilegt. Grindin í þessum húsgögnum er úr beygðum reir, en reir er að því leyti ólíkur bambus, að hann er ekki holur að innan og það brakar ekki í honum. Reirinn er litaður og eru 9 möguleikar á lit. Hægt er aö fá áklæöi, en það sem á myndinni sést er sandblásið leður og líkist það þá rúskinni. I plötunni á borðinu er sandblásin eik. Lampinn er líka úr reir og lampaskermurinn er úr skeljum. Þetta sett fæst hjá HP-hús- gögnum í Ármúla 44 og verðið er alls 50.900 kr. Miðað við leður er stóll af lægri gerð á 7.500 kr., en af hærri gerð á 8.500. Tveggja sæta sófi er á 11.900, fótaskemill á 3.800 kr., sófaborðið á 4.500 kr. og lampinn kostar 2.800 kr. u 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.