Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Blaðsíða 12
Bílahönnuðir, gagnrýnendur og lesendur víölesins tíma- rits spuröir álits um feg- urstu bíla í heimi Fegurðarkóngur meðal bíla: Jaguar E-type, árgerð 1961—’67. 10 FEGURSTU BÍLARNIR FRÁ UPPHAFI Niðurstöður úr banda- rískri skoðanakönnun í öðru sæti: Cord 810, árg. 1935—’37. Bandaríska tímaritið Car and Driver fjallar nýlega um þá erfiðu spurningu, hver sé fegursti bíll í heimi og hverjir 10 þeir fegurstu frá upphafi bílaiðnaðar. Til að fá sem gleggsta mynd af þessu, hefur blaðið snúið sér til fjölda hönnuða, gagnrýnenda sem að staðaldri prófa og skrifa um bíla, svo og lesenda blaðsins. Allt þetta fólk var beðið um að útnefna „tíu á toppnum" og þá í þeirri röð, að sá bezti yrði talinn fyrstur og síðan koll af kolli. Enda þótt sigurvegarinn hafi orðið Evrópubíll, setur það mark sitt á úrslitin, að hér eru það Bandaríkjamenn fyrst og fremst, sem greiða atkvæði. Og þeim þykir sinn fugl þó nokkuð fagur. Eins og vænta má, fá amerískir bílar þó bezta útkomu hjá hinum almenna lesanda, en ekki eins hjá hönnuð- um og gagnrýnendum. I vali hönn- uðanna eru 6 Evrópubílar meðal efstu 10. Af 20 efstu í vali gagn- rýnendanna eru 14 Evrópubílar, en 6 eru amerískir. Japanskir komast ekki á blað. Af þeim 10, sem lesendur völdu, er helmingur- inn Evrópubílar, fjórir eru amer- ískir, og þar kemst einn japanskur á blað: Mazda RX-7. Það skal tekið fram, að at- kvæðagreiðslan snerist einungis um fjöldaframleidda bíla, en ekki þá, sem hafa verið smíðaðir í fá- einum eintökum, né heldur um tilraunabíla. Hönnuðir töldu, að fegursti bíll sögunnar væri Cord 810/812, sem framleiddur var 1935—37 í Banda- ríkjunum. E-týpan af Jagúar varð nr. 2 í vali þeirra og númer 3 varð ítalski sportbíllinn Ferrari 308 GTB. Gera má ráð fyrir að sport- mennirnir í hópi lesenda hafi framar öðrum greitt atkvæði, því hjá þeim var nr. 1 þýzki sportbíll- inn Porsche 911/930. í öðru sæti var þeirra eigin Pontiac Firebird frá 1970—81 og Chevrolet Corvette, 12 I þriðja sæti: Ferrari 308 GTSi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.