Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Blaðsíða 4
Ein af myndum
norska teiknar-
ans Björns
Björneboe í
norsku útgáf-
unni af Geisla:
Krypplingar í
dómkrikjunni.
Síðari
hluti
GE/SL!
Ritgerð Knut Ödegárds
um íslenzkt miðaldakvæði
sem hann hefur þýtt á norsku
Fyrsta norska krossfararskipiö fór á veg-
um „Arnarunganna“. Þeir voru sérkennileg
ætt sem kom mikiö við sögu Noregs á
þessari trúskiptaöld kristni og heiðni í
landinu. Arnarungarnir er ein af ríkustu og
voldugustu ættum sem lifaö hafa í Noregi.
Hún rekur forfeðratal sitt langt aftur í goð-
sögutíð til gullaldarinnar, er guöirnir gengu
um í döggvotu grasinu og höfðu á skjaldar-
merki sínu nafn sitt og örn sem var gunn-
fáni þeirra. Arnarungarnir eru í rauninni
fulltrúar goösögunnar hvað snertir
konungstign í Noregi. í arnarmerkinu er
ættin komin fram áður en goösögn og saga
renna saman, komiö þar fyrir sem ormur-
inn fer á kreik eftir að hafa allt frá forsögu-
legum tímum hringaö sig eins og til varnar
gullfjársjóönum frá döggvotum norrænum
morgni við hafiö. Sem höfðingjar með kon-
ungsnafni æða arnarungarnir út yfir hafið
með orminn — drekann — sem nú hefur
yfirgefið gullaldarfjársjóð sinn. Ættin iítur á
Harald hárfagra sem jafningja. Arnarung-
arnir eru þeir sem Kálfur Árnason er fulltrúi
fyrir þegar Ólafur var ráöinn af dögum, en
það eru líka þeir sem sækja Magnús til
Rússlands. Og fulltrúi þeirra er hæsti
kirkjuhöfðinginn, Eysteinn erkibiskuþ, sem
er foringi ættarinnar í baráttunni við upp-
skafninginn Sverri. Og Arnarungablóöið
svellur í æöum Ólafanna beggja. Þaö er
eins og ættin mæti sjálfri sér á Stiklarstöð-
um þegar Kálfur Árnason heggur Ólaf —
og hans eigiö ættarblóö rennur yfir völlinn.
Það er skýrt í sögunni með því að Finni og
Kálfi Árnasonum — bróður gegn bróöur af
Arnarungablóði — er teflt hvorum gegn
öðrum á Stiklarstöðum: Úr orrustunni, sem
samkvæmt arfsögninni ber blæ guðsdýrk-
unar og fórnargjörðar, ganga bræðurnir
fram sem burðarásar Guðsríkisins.
í gerfi nýja krossriddarans er Arnarung-
inn endurfæddur konungur. Nýtt ríki verður
til og kirkjan skiptir um svip: Þjóðríkið fest-
ist smámsaman í sessi um leið og Evrópa
— Róm, Þýzkaland og Frakkland færist
nær. Það er Karl mikli, Karl sem tók sæti í
þjóðkvæðunum sem hinn hugumdjarfi
Karlamagnús, og verður fyrirmynd hins
nýja kristna konungs eftir að hann árið 800
hafði verið krýndur af Leó páfa þriðja
(„Romanorum gubernans imperium") til
keisara. Með því endurfæddist rómverska
ríkið í hinu heilaga rómverska ríki: ríki
Krists, Guösríkinu.
Þetta var sú Evrópa, sem víkingarnir
þekktu og þessa mynd fluttu víkingarnir,
sem orðiö höfðu fyrir afturhvarfi, Ólafur
fyrsti og annar, með sér. Hún var samofin
konunglegri köllun þeirra: Það var ekki ríki
Haralds eitt sem endurreisa skyldi í kon-
Qrein'"rlk -he,aa- Helgimyndafræðingurinn
yioM.íf hratt einvaldskonung, Karlungann,
sem öðlazt hafði vald sitt frá guðdóminum.
„Frá sólarkonunginum", segir Einar Skúla-
son í „Geisla“, fær Ólafur vald sitt, frá
Guði: Og sólarkonungurinn, — jarðnesk
háborg hans var í Róm, kringum stól
Sankti-Péturs: Smám saman er hugsjónin
um Guðsríki full, samfara því aö Róm verð-
ur andlegur alríkissmiður.
Jórsalaferð Siguröar konungs var farin á
árunum 1108—1111. í henni tóku þátt eitt
þúsund krossfararriddarar á sextíu skiþ-
um. Það segir sína sögu um stærð þessara
leiöangra og hvaða verkanir þeir höfðu og
breytingar í norsku þjóðlífi. Helgir dómar
berast til Noregs. Einar Skúlason segir í
kvæöinu:
hér er heilagt brot af
Herrans píslar-krosstré.
Krossflísin var gjöf frá Baldvin Jórsala-
konungi til Siguröar Jórsalafara. Riddarinn
og farandsöngvarinn spretta fram úr vík-
ingahamnum: Rögnvaldur Orkneyjajarl —
einnig af Arnarungakyni — verður hreinn
evrópskur riddari, krossfari og farand-
söngvari.
Á þessum tímum gerist þaö líka að
norska kirkjan snýr sér til suðurs í fullri
alvöru og sogast inn á rómverska vald-
svæðið: Róm hafði allt frá því á níundu öld,
á dögum Karlamagnúsar og Ansgars, lagt
Norðurlönd undir Hamborg (seinna Ham-
borg-Brima) og heimsborgarlegt umráða-
svið sitt, án þess að sú skipan hefði veru-
legt aö segja þar til nú.
En með því aö Hamborg-Brimar reynd-
ust vera harla ótryggt virki fyrir Róm í þeim
mörgu árekstrum og styrjöldum sem áttu
sér stað milli páfa og keisara og einnig af
því að kirkjuleg þróun á Norðurlöndum gaf
það til kynna, var norrænt erkibiskupssetur
stofnað í Lundi 1104. Það lítur samt sem
áður út fyrir að norsku biskuparnir — þó
svo að þeir væru vígðir af erkibiskupinum
— hafi stýrt biskupsdæmum sínum nokk-
urn veginn aö eigin geöþótta til að byrja
meö, án fastbundins kirkjulegs skipulags í
landinu, og þó var miklu minna um að
ræða veruleg tengsl við alkirkjulegu hreyf-
inguna i Evrópu.
Róm hafði lengi vel engin bein áhrif á
kirkjulega skipan klaustranna — einkum
átti þaö við um sistersíensa-klaustrin — en
hún fer einnig að láta hér til sín taka á 10.
öld, og þar kemur að allir þræöir í þessari
kirkjulegu alheimsklausturhreyfingu ná
saman í Róm: Á árunum áður en Niðarós
var gerður að andlegri miðstöö vest-
norðurumráðasvæðisins, með erkibisk-
upsstólnum 1152, sat aöeins einn sistersí-
ansi á páfastóli — Evgenius III — og reglan
stýrði þá kaþólsku kirkjunni að vissu marki.
þar Ólafur helgi hvílir
hækkar erkistóllinn
segir Einar Skúlason í Kristskirkju í Niðar-
ósi 1153. Með kórkápunni til Jóns Birgis-
sonar og erkjbiskupsstóli í Niðarósi
er verk Rómar fullkomnað í megindráttum
hvaö varöar útvörðinn í norðri í alríkiskirkj-
unni.
Af sýnilegum byggingum ber dómkirkj-
una hæst í vorsólinni, þar sem lífsnærandi
lind Ólafs vellur einnig fram viö rætur
þessa stórfenglega guöshúss, sem nú læt-
ur að stjórn í kirkjulegu allsherjar umhverfi.
En hér eru fleiri fallegar byggingar til þjón-
ustu viö Guö. Gamla Klemenskirkjan,
verndari þeirra sem sigla sjóinn, og reist af
sjálfum konunginum helga. Hún stóð við
gamla konungsgarðinn upþi á Eyrunum.
Við Saurhlið stóð Ólafskirkja, sem Magnús
góði helgaði föður sínum. Þar voru tvö
guöshús, sem Haraldur harðráði hafði
byggt: Gregoríusarkirkja og Maríuklrkja.
Rétt viö nýja konungssetrið hafði Eysteinn
konungur Magnússon reist Nikulásarkirkju.
Og þar var krosskirkja, Jónskirkja, Mar-
grétarkirkja og aðrar minni háttar kirkjur. i
kirkjuhverfinu voru þar að auki tvö klaustur
og dómskóli, eða prestaskóli.
Aðeins einni öld eftir orrustuna á Stikl-
arstöðum er Niöarós stórkostleg sýn mörg-
um pílagrímum sem koma fótgangandi
leiöina löngu að Ólafsbrunni: Frá Fegins-
brekku renndu þeir sjónum yfir landslagið,
sem er laugað sól, unz augun nema staðar
við dómkirkjuna sem geymir helgiskríniö
og hið lífgandi vatn:
greitt má grunnum letta
guös riddari stridum
rauskr þiggr allt sem æskir
Ólafr af gram solar.
En innan gnæfandi bygginga og við aö
því er virðist stórstökk í sögulegum atburö-
um, sprettur upp andlegt líf sem spinnur
þræöi milli Evrópu og Noregs — og Islands
— sem eru traustari og þéttari en sýnilegar
byggingar og kirkjupólitískt skipulag og
samningar gátu komið til leiöar.
Eigi menn að gera sér nokkra grein fyrir
forsendum aö kaþólsku andlegu lífi sem
skömmu eftir fall konungsins helga blómg-
aöist svo ríkulega í vest-norðlægu landi,
verðum við aö hverfa til mikilvægra miö-
stööva f kaþólskri Evrópu þessa tíma, eins
og til dæmis Parísar og Lincoln, þar sem
við allt frá 9. öld rekumst á Norðmenn og
íslendinga sem stúdenta og læröa menn í
hámenningarborgum latneska heimsins: f
miðstöð skólaspekinnar, Sankti Viktors-
klaustrinu í París, þar sem dulfræði tengdi
saman guðfræði, heimspeki og vísindi, rek-
umst við á Sæmund fróða Sigfússon sem
eftir heimkomu til íslands undir lok elleftu
aldar stofnaöi mikiö lærdómssetur á óöali
sínu í Odda, og Snorri Sturluson m.a. ólst
upp. Skömmu seinna rekumst við þar á
Norðmann, sem er kanúki við klaustriö.
Þaö er Eiríkur ívarsson, sonur Niðaróss-
biskups, Ivars skrauthanzka Kálfssonar
ranga. — Eiríkur varð síðar erkibiskup í
Niðarósi. Áhrifin frá París, þar sem svo
margir Norðmenn og Islendingar voru viö
nám fram eftir 11. öld, verða varla ofmetin.
Niðarós gnæfir yfir sem náttúruleg andleg
miðstöð í nýju kirkjunýlendunni: Þar er aö
finna hálæröa andlegrar stéttar menn, sem
hafa öðlazt menntun í helztu lærdómssetr-
um Evrópu. Þar hljómar dýrlegur kirkju-
söngur undir kirkjuhvelfingunni — og ekki
sízt blómgast þar bókmenntalíf þar sem
var um Provincia Nidrosiensis aö ræða
sem þá var nýstofnað. Auk Noregs náði
þaö til fslands, Grænlands, Færeyja,
Orkneyja, Suðureyja og Manar. Hluti þess-
ara bókmennta, t.d. Lux illuxit lætabunda
(Ljósið glaöa geislar inn) sem ort var fyrir
messuna, sýnir sambandið við Sankti Vikt-
orsklaustriö. Meginland Evróþu og róm-
versk-latneskur heimur kristninnar höföu
togað Noreg og vest-norrænu eyjarnar til
sín. En úrslitaáhrifin sem bárust svo
snemma frá írlandi lifa ennþá sem hluti
bænageröarinnar á 11. öld.
„Geisli“, snjallasta helgikvæðið frá þess-
um tímum. Það ber vissulega sterk ein-
kenni andrúmsloftsins í Niöarósi, en höf-
undurinn er líka án efa fslendingur. Nú
gætir töluvert þeirrar venju síðar aö deila
andiegu lífi milli íslendinga og Norðmanna:
Á 11. öld er vart möguleiki fyrir því að setja
glögg mörk milli þessara tveggja bræðra-
þjóöa, þar sem markmiðið var eitt og hið
sama og ættirnar fléttuöust inn í hver aöra.
Þaö var varla litiö á islendinga sem út-
lenda menn í Noregi. Sjá má þaö Ijóslega
af því að skáldið Einar Skúlason var ekki
einungis hirðskáld, en svo síöla sem á
seinna helmingi 12. aldar var hann þar að
auki stallari — fulltrúi — hjá Noregskon-
ungi. Svo var einnig afi Eysteins erki-
biskups, íslendingurinn Úlfur Óspaksson,
sem giftist inn í Arnarungaættina.
Allt liggur Ijóst fyrir hér um „Geisla" í
Niðarós-arfsögninni og eins stendur það
föstum fótum, að Einar Skúlason var ekki
aðeins fæddur á fslandi, heldur bjó þar að
minnsta kosti svo lengi aö nafn hans
stendur í prestatali frá vestanverðu (slandi.
Og á fyrri hluta 12. aldar fslands, sem hann
óx upp á, var að finna ótrúlegan auð þekk-
ingar — ekki sízt hvað bókmenntir snerti.
Einar var af Mýramannakyni, þ.e.a.s. af ætt
Skallagríms (Egill Skallagrimsson var
langa-langa-langafi hans), og um leiö
faeddur svo að segja í miöstöð andlegs lífs
á íslandi. Næstum untantekningarlaust var
þaö kirkjan, prestlærðir menn og munkar,
sem stóðu að baki bókmenntalífinu á ís-
landi.
Áriö 1106 — svo snemma — var stofn-
aö fyrsta klaustriö á fslandi, Þingeyrar-
klaustur. Þaö geröi Jón Ögmundsson
Hólabiskup. Klaustriö veröur brátt miöstöö
skáldskapar og vísinda með Sankti-Viktor
og Lincoln að fyrirmynd. Þar liföl hálæröur
sagnfræöingur, Ásgrímur Vestliöason
ábóti, um miöja 12. öld, og munkarnir
Oddur Snorrason og Gunnlaugur Leifsson
munu hafa skrifað sögurnar af Ólafi
Tryggvasyni eftir honum — á latínu.
Nokkru síöar var Karl Jónsson ábóti Þing-
eyrarklausturs. Hann fór til Noregs þar sem
hann m.a. reit Sverrissögu.
Hvað varðar klausturfrömuðinn sjálfan,
Jón biskup á Hólum, þá gerði hann, fyrir
áhrif frá dvöl sinni í Róm og í Frakklandi,
norölenzka biskupssetriö aö lærdómssetri
fyrir guðfræöi, kirkjutónlist og skáldlist. Viö
skólann kenndu m.a. franski guöfræöing-