Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Blaðsíða 11
Myndir í matsal pÆ MB í matsalnum á Hótel Holti T # eru fögur listaverk hvert I m sem litið er og eiga þau ekki I ■ hvaö sízt þátt í aö skipa staönum í alveg sérstakan klassa. Aö minni hyggju eru þar fjögur, sem bera af. Þegar komiö er innúr dyrum, blasir fyrst við stórt olíumálverk eftir Gunn- laug Scheving. Það hefur veriö þar frá því hótelið tók til starfa og alltaf sett svip sinn á matsalinn meira en nokkuö annaö. Matarhlé heitir þetta verk, 2x2,3 m og mundi sjást á mörg hundruð metra færi, aö þar er Scheving á ferö. Enn er þaö rósemin, sem einkennir myndina meira en nokkuð annaö, en hún er einföld og stór í sniðum. Fólkiö er aö öllum líkindum úti á túni eða á engjum og konan hefur ögn lagt sig til hvíldar — en bóndi líklega að gá til veöurs — eftir aö hafa lokið viö bitann sinn. Fuglinn sem situr hjá fólkinu er eins og einn af fjölskyldunni og færir með sér blæ ævintýrsins inn í myndina. Þor- valdur keypti hana beint af listamann- inum áriö 1962; Scheving bjó þá vest- ur í Kaplaskjóli. WHvítárnes, olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, 160x90 cm í viðhafnarramma, sem skýrir fyrri heimilisfestu myndarinnar. Kristján 10. og Alex- andría drottning komu til íslands 1921. Af því tilefni keyptu íslenzkar konur þessa mynd af Ásgrími og gáfu Alexandríu. Hún varö aö sjálfsögöu aö vera í konunglegum ramma og voru tveir íslendingar í Kaupmannahöfn fengnir til aö kaupa ramma þar; Gunn- ar Björnsson, starfsmaöur í danska utanríkisráðuneytinu, og Jón Jónsson, bróöir Ásgríms. Ramminn er meö „tredobbelt guld“ og kostaöi þá 2000 danskar krónur, en gizkaö hefur veriö á, aö myndin frá hendi Ásgríms hafi kostað 6—700 krónur. Myndin var höfö í sumarhöll í Árós- um, en eftir lát drottningar fór hún á uppboð ásamt fleiri hlutum úr höllinni. Danskur listaverkasali keypti myndina þar, en Gunnar Björnsson keypti myndina af honum. Þorvaldur keypti myndina af Gunnari og hún hefur veriö í matsal Hótel Holts frá upphafi hótels- ins. ^^6518^)0, olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval, 160x90 cm. Hér hefur Kjarval lagt sig fram og ef til vill sett sig í ögn hátíðlegri stellingar en endra- nær, því tilefniö var óvenjulegt: Hann var sérstaklega beðinn aö mála mynd handa íslandsdeildinni á Heimssýn- ingunni í New York 1939—40. Myndin er geysilega mikiö unnin, heil og þétt í lit og meö öllum þeim töfrum, sem Kjarval gat galdraö út úr hrauni og mosa. Trúr sinni venjubundnu aöferö, er himininn aðeins örmjó rönd efst í myndinni. MDyrfjöll,100x100 cm, teikn- ing meösvörtu ofan i litaöan grunn eftir JóhannesKjarval. Þetta er feykilega hrífandi mynd, sem búin er aö setja svip sinn á þennan staö í áratug, en á sínum tíma keypti Thor Jensen myndina af Kjarval. skápum Ágæt kunningjakona mín lagði nýlega til, að ég rabbaði einhvern tíma um skápa. Mér þótt hugmyndin góð. Skápar eru alltént ekki daglegt viðfangsefni í fjölmiðlum, og það er alltaf gaman að slá á þá strengi, sem ekki er stöðugt hamrað á. En það var ekki bara tilhugsunin um að vera öðruvísi, sem olli því, að ég sló til með skápana. Það ber líka annað til. Skápar, innvolsið í þeim og ámóta hversdaglegir hlutir hafa verið hálfgert feimnismál í mínum kunningjahópi í mörg ár. I æsku minni töluðu konur oft um skápa, þvottaefni og lín, og mér er nær að halda, að slík umræðuefni hafi verið þeim hugstæðari en önnur. Þau voru líka stór hluti af daglegum reynslu- heimi þeirra, eins og það heitir á máli kvennaframboðsins. Þannig er það sjálfsagt enn, þótt þessi reynsluheimur hafi stækkað drjúg- um hin síðari ár. Sögur fara af því, að karlar hafi geymt lykla að búrkistum og öðrum hirslum, ef þeim þótti konur þeirra of örlátar og snauðar af búhyggind- um. Eftir að hagur strympu fór að vænkast hafa konur yfirleitt haft slík búsforráð með höndum. Ég sagði henni kunningjakonu minni eina góða skápasögu af hjónum, sem hafa verið gift í 30 ár. Frúin brá sér í húsmæðraorlof, og af því að bónd- inn hafði orðið fyrir áhrifum af öllu jafnréttistalinu í þjóðfélaginu, tók hann sig til og gerði hreint í húsinu. Allt gekk vel, þar til kom að skápun- um. Þá féllust honum hendur. Það sannaðist þar hið gamla máltæki, að margur er ríkari en hann hyggur. í snyrtilegum skápum heimilsins reyndist efniviður fyrir margar fornsölur. Gulnaðir léreftsnáttkjól- ar á börn, gipsstyttur, krínolínur, fjaðrahattar, ónýtir sjálfblekungar, ryðguð skæri og slitin reiðtygi, sem afi hans hafði átt. — Ég hef verið giftur þessari konu í 30 ár, og nú loks hef ég komizt að því, að hún er enn á safnarastiginu, sagði bóndinn bálillur að tiltektinni lokinni. Konan varð ókvæða við og fannst maðurinn hafa ráðist inn í sín ínnstu sálar- fylgsni. Þetta þótt kunningjakonu minni góð saga, og bætti því við, að líklega væri þessi maður með ein- dæmum jafnréttissinnaður, úr því að hann hætti sér inn í þennan sér- stæða reynsluheim konunnar. Svo sagði hún mér sögur af tveim val- inkunnum kvenskörungum, sem aldrei færu út úr eigin lögsagnar umdæmum án þess að gera kyrfilega hreingerningu á skápum sínum áð- ur. Þær vildu nefnilega ekki eiga yf- ir höfði sér áfellisdóm um ómynd- arskap og slóðahátt, ef einhver myndi hnýsast inn í skápana þeirra, á meðan þær væru fjarverandi. Það fyndnasta var, að þær fóru yfirleitt ekki af bæ nema til þess að sitja j afnréttisráðstef nur. Ég minntist á það áðan, að þessi umræðuefni og þvílík hafi að mestu legið í láginni um langa hríð. Frá upphafi nýju kvenfrelsisbaráttunn- ar árið 1970 hafa framsæknar konur varla getað verið þekktar fyrir að sólunda ærlegri hugsun á skápa sína og fleira innanstokks, hvað þá held- ur meira. Þegar við röbbum saman fjöllum við fremur um félagsmál, stjórnmál og verklegar framkvæmd- ir en búsumstangið heima hjá okkur, og eftir að karlmenn fóru að fá áhuga á matargerð, hefur okkur fundizt allt í lagi að eyða einu og einu orði á hana líka. En við höfum þagað þunnu hljóði um verk, sem hafa eingöngu hvílt á okkar herðum, þótt okkur hafi blóðlangað til að fá góða útrás við að tala um þau. Það hefði verið viss viðurkenning á upp- gjöf. En nú hafa kvennaframboðskonur riðið á vaðið og viðurkennt að til sé kvenlegur reynsluheimur, sem karl- ar hafi ekki lyklavöld að. I orðum þeirra er heilmikill sannleikur, og þau hafa losað um tunguhaftið á fjölmörgum konum, sem voru farnar að halda, að einungis þeim sjálfum hefði mistekizt jafnréttisbaráttan heima fyrir. Hitt er svo annað mál, hvort slík viðurkenning staðreynda er nógu góður grunnur fyrir nýtt pólitískt afl. Sjálf efast ég um það. Við kunningjakona mín töluðum mikið um skápa. Hún sagðist alltaf raða öllu hornrétt og kórrétt inn í þá, og einu sinni á ári lyfti hún stöfl- unum upp til að kanna, hvort ryk hefði smogið einhvers staðar á milli. Ég sagðist þurfa að gera allsherjar skápatiltekt a.m.k. tvisvar á ári, því að annars færi allt í bendu og hræri- graut. Við vorum sammála um, að þetta segði eitthvað um persónu- leika okkar sjálfra. Báðar þekktum við konur, sem hefðu flóknari inn- réttingu andlega, sem lýsti sér m.a. í furðulegri umgengni við skápa. Þær hefðu kannski hillupappír fremst, og þar væri allt í röð og reglu. Á bak við væri svo alger óskapnaður. Aðr- ar konur hentu öllu út ur skápnum sínum, um leið og þær hættu að nota það, enn aðrar sönkuðu að sér nýti- legum og ónýtilegum hlutum, en hefðu þó fullkomna reglu á. Á öðr- um bæjum stæði ekki steinn yfir steini í skápunum. Og svona létum við dæluna ganga, en urðum loks sammála um, að svona gætu aðeins konur talað, en þótt reynsluheimur karla væri ekki gersamlega skápa- laus, hefðu þeir varla innsæi til að skynja, hversu margar hliðar má finna á skápum, og hversu margt skáparnir geta sagt um mannfólkið. Guðrún Egilson Frh. á bls. 16. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.