Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 2
Blöö og blaðamenn eftir Pétur Ólafsson, III. hluti „Stolnar“ fréttir fyrir 40 árum — og 100 ára gamalt sendibréf frá séra Matthíasi Jochumssyni — Fréttahraði fyrir liðlega 100 árum: Jón Sigurösson forseti lézt 7. des. 1879, en það var hinsvegar kominn 1. febrúar 1880, þegar fréttin birtist í ísafold. íslenskir blaðalesendur og blaðamenn sitja yfirleitt við sama borð og útlendir blaða- menn og blaðalesendur. Er- lendar fréttir berast þeim svo til á sömu sekúndu, og vilji blöðin senda blaöamenn í eitthvert heimshornið, geta þeir íslensku komist þangað jafnfljótt og allir aðrir. Þetta var öðru vísi fyrir aðeins fjór- um áratugum. Þá urðu blöðin að treysta að mestu leyti á útvarpsfréttir og vikulegan póst með erlend blöð. Sé hinsvegar horft 100 ár aftur í tímann, voru skipaferðir hingað svo strjálar að það tók t.d. næstum tvo mánuði að flytja til Reykjavíkur, frá Kaupmannahöfn, fregnina um andlát Jóns forseta. Jón lést 7. desember 1879, en fregninni var „slegið upp“ í ísafold 1. febrúar 1880, dag- inn eftir að póstskipið kom. Fyrir stríð taldi fréttastofa íslenska útvarpsins sig eiga einkarétt á öllum fréttum, sem lesnar voru í erlent útvarp, hvar sem var í heiminum. Því var það einn fagran morgun haustið 1938 að VSV (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, kunnur blaða- maður á Alþýðublaðinu og höf- undur pistla, sem birtust þar merktir Hannesi á horninu) hringdi og sagði hálfhlæjandi: „Heyrðu, þessu stalstu." Mbl. hafði þá um morguninn sagt frá því að breski forsætisráðherr- ann Chamberlain væri öllum á óvænt floginn á fund Hitlers í Berchtesgaden til að reyna að afstýra stríði. Engin stórtíðindi höfðu gerst meiri á þessu hausti. BBC hafði sagt frá þessu í níu- fréttum sínum kvöldið áður, en þá var illu heilli íslenska út- varpsfréttastofan búin að loka. Því taldist það „þjófnaður“ að hafa hlustað á þessa frétt í breska útvarpinu og birt hana síðan í Mogganum, án milli- göngu fréttastofunnar. Sagan endurtók sig auðvitað oft og mörgum sinnum, og eitt sinn gekk svo langt að sjálfur for- maður útvarpsráðs hringdi að kvöldi dags og spurði hvort rétt væri að Þjóðverjar hefðu þá um daginn ráðist með her sinn inn á Balkanskaga. Við gátum stað- fest þetta, vegna þess að við höfðum „hlustað". Stundum voru „sökudólgar" kallaðir á fund útvarpsstjóra og frétta- stjóra útvarpsins og „teknir á hvalbeinið". En allt fór samt vel og eitt sinn hringdi sjálfur fréttastjórinn, vorið 1939, og spurði hvort við hefðum heyrt að Franco væri búinn að taka Madrid (sem reyndist rétt). Brátt fengu blöðin hér heima sín eigin ritsímatæki og gátu hafið keppni við útvarpið á breyttum grundvelli. Að „finna“ Shirer En áður en blöðin gátu leyft sér þennan lúxus, eigin ritsíma- tæki, var oft leitað óvenjulegra leiða til að afla læsilegra frétta á öldum ljósvakans, með sem minnstum tilkostnaði. Snemma í stríðinu tókst okkur á Moggan- um að „finna“ hvenær William L. Shirer sendi fréttir frá Þýskalandi til NBC-stöðvarinn- ar í Bandaríkjunum. Shirer var hiklaust einn snjallasti blaða- maður síns tíma og skrifaði að stríðinu loknu tvær metsölu- bækur, „Berlin Diary 1934—41“ og „Rise and Fail of the German Reich", 1400 blaðsíðna bók, út- gefin 1961. Á þessum árum naut Mbl. einnig um stund liðsinnis Drew Middletons, sem bjó stutta hríð á Hótél Vík í Vallarstræti. Þar kynnti hann sér m.a. bækur enska hernaðarsérfræðingsins Liddel Harts, sem hann hafði fengið að láni hjá okkur. Middleton varð síðar helsti stríðsfréttaritari „New York Times", og sumir kunna að kannast við hann sem aðalhöf- und sjónvarpsþáttanna um leið- toga tuttugustu aldarinnar, sem sýndir voru hér í fyrra. Þór Whitehead spurðist fyrir um það um daginn, hvort þýski ræðismaðurinn í Reykjavík, dr. Gerlach, hefði ekki verið ágeng- ur við okkur Morgunblaðsmenn fyrir stríð og eftir að stríðið hófst. (Einhverntíma þarf að gera því skil ef hægt er hver maðurinn var, sem sást aðvara dr. Gerlach hernámsnóttina 1940, „maðurinn í svarta regn- frakkanum". Maðurinn, sem undirritaður og fleiri töldu hér hafa verið á ferð, kemur víst ekki til greina, að því er Þór hef- ir fundið út.) Þór fékk það svar, sem ég hygg að sé tæmandi, að dr. Gerlach bað Valtý Stefáns- son að koma á sinn fund í nóv- ember 1939 og mun ræðismaður- inn þá hafa verið æði þungorð- ur. Valtýr kom af þeim fundi með þýska myndabók, „Greuel- taten in Polen" (Hryðjuverk í Póllandi). Sú bók var okkur kunnug sem hreint áróðursrit. Varðandi stríðsfréttir frá Þýskalandi studdumst við helst við þýsku herstjórnartilkynn- inguna, sem almennt þótti áreiðanleg. Hana „hlustuðum“ við í útvarpi frá Þýskalandi, er hún var lesin hægt, einu sinni á dag. Einnig „hlustuðum" við, rifjuðum upp og skrifuðum fréttir úr sænska útvarpinu, en Svíar voru hlutlausir í stríðinu. Fundurí Compiegne-skógi En því minntist ég áðan sér- staklega á William L. Shirer, að hann lagði Morgunblaðinu einu sinni til frétt, sem birt var nær orðrétt, daginn eftir að vopna- hléssamningar Frakka og Þjóð- verja voru gerðar í Compiegne- skógi í júni 1940. Ekkert blað á íslandi hefði haft efni á að s: 2 MORGUNBLAÐIÐ Langrardagur 22. júní Ameriskur blaðamaður segir frá Vopnahljessamningarnir í Compiegné-skóginum r 'S.l' A sama stað og í sama járnbrautar- vagni og 11. nóv. 1918 I GÆR, 21. júní 1940 voru fulltrúum Frakka af- hentir vopnahljesskilmálar Þjóðverja í skógin- um hjá Compiegne á sama stað og í sama járn- brautarvagni og Bandamenn afhentu fulltrúum Þjóð- verja sína vopnahljesskilmála fyrir 21 árl 7 mánuðum og 14 dögum, 7. nóvember árið 1918. „En þótt staðurinn væri sá sami og jámbrautarvagn- inn sá sami“, segir amerískur blaðamaður, sem staddur var á staðnum, „þá var alt annað svo óendanlega ólíkt. Fyrst og fremst það, að nú voru það fulltrúar Frakka, í sínu eigin landi, sem voru að taka við skiimáium frá óvina- Kl. 2 I nóft: standa enn yfir Klukkan tvö í nótt stóðu samningar enn • yf ir milli ;von Keitels, fulltrúa Hitlers og frönsku samningamannanna í Co-mpiegne. Frönsku samninga- mennirnir höfðu þá haft sam- band við frönsku stjómina, sem enn er stödd í Bordeaux, aÖ því er tílkynt hefir verið opinber- lega. 1 Bordeaux var skýrt frá því í nótt að skilmálar Þjóðverja vœru mjög sundurgreindir og að þeim fylgdu viðamikil skjöl, til ekýringar. Plögg bessi byrftu Járiibrautarvagninn í Compiegne- skóginum. Myndin er tekin þegar samningarnir stóðu yfir í nóvember 1918. Flóttamenn frá Frakklandi 5000 kiOna skaða- bætur veona bflslyss híníc Ln-PÍM ntnn«nlc Lnö Frásögn morgunblaðsins 22. júnl, 1940 af fundinum í Compiegne-skógi, þar sem vopnahlé var undirritaó á milli Frakka og Þjóðverja og frá er sagt í greininni. •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.