Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 3
Séra Matthías Jochumsson ásamt heimilisfólki sínu við kirkjuna í Odda á Rangárvöllum. Bréf hans er hrikaleg lýsing á harðindunum vorið 1882. borga jafn langt og ítarlegt skeyti með lýsingu á einstökum atburði, sem þó taldist til stór- tíðinda. En nú fékkst fréttin fyrir lítið, var „hlustuð" og fer hér á eftir: „Klukkan er 3.15. Þarna koma Þjóðverjarnir, Hitler og fylgdarmenn hans til skógar- ins. í fylgd með Hitler eru Gör- ing, yfirmaður flughers, von Brauchitsch, yfirmaður land- hers, og Keitel, yfirmaður her- foringjaráðsins, einnig von Ribbentrop, utanríkisráðherra, allir einkennisklæddir. Hitler gengur i fararbroddi niður skógargötuna framhjá Elsass- Lothringen-minnisvarðanum, sem Frakkar reistu til minn- ingar um endurheimt þessara landsvæða árið 1918. Minnis- varðinn sýnir sverð rekið í gin- ið á erni (þýska erninum) og ber áletrunina „að nú hafi hinn mikli glæpur þýska keisara- veldisins verið afmáður“. í dag er varðinn þakinn þýskum herfánum, sem skyggja á áletr- unina. Hitler staðnæmist andartak við varðann og heldur svo áfram inn í rjóðrið, þar sem gamli járnbrautarvagninn sögulegi stendur, en í honum voru vopnahléssamningarnir 1918 undirritaðir. Rjóðrið er um 200 ferm. Vanginn er á teinum nálægt þeim stað, sem hann stóð 1918. Skammt frá er álctruð granít- hella: Hér var hroki þýska keisaraveidisins brotinn á bak aftur 11. nóvember 1918 af frjálsbornum þjóðum. Hitler les áletrunina, en við hlið steinsins stendur nú herfáni hans sjálfs. Nú er haldið að járnbraut- arvagninum. Fyrir utan stend- ur þýskur herflokkur og heils- ar með byssunum. Við sjáum inn um gluggann á járnbraut- arvagninum, heldur Shirer áfram. Hitler tekur sér sæti fyrir miðju borði á sama stað og Foch marskálkur sat 1918. A aðra hlið hans setjast Gör- ing, von Brauchitsch og Keitel, en á hina von Ribbentrop og Rudolf Hess. Gegnt þeim við borðið eru fjórir stólar — auðir. Klukkan er nú orðin hálf fjögur, en á þeirri stundu áttu samningarnir að hefjast. Þetta stendur heima, þarna koma samningamenn Frakka. Þeir voru í París í nótt og óku það- an í bifreið, 44 mílna (70 km) leiö. Þeir ganga hratt niður skógargötuna, staðnæmast ekki við E-L-minnisvaröann og þýski herflokkurinn við vagn- inn er með byssur í hvíldar- stöðu. Þýskur liðsforingi tekur á móti Fransmönnunum við dyr vagnsins og þeir stíga upp þrepin, Hunzinger, hershöfð- ingi fyrstur. Hann er í hers- höfðingjabúningi landhers, en Bergeret og La Luc í búningum flughers. Eini óeinkennis- klæddi maðurinn, sem í vagn- inn fer, er Leon Noel, sendi- herra Frakka í Póllandi. Hann heldur á skjalamöppu. Hitler stendur upp, þegar þeir ganga inn og með honum fylgdarsveinar hans. Hitler, Hess, Göring og von Ribben- trop heilsa hverjum einstökum með því að rétta fram hægri hönd, hinir heilsa á hermanna- vísu. Þeir eru kynntir hver öðr- um og allir setjast. Hunzinger gagnvart Hitler. Síðan gefur Hitler von Keitel orðið. Von Keitel kvað Þjóðverja hafa lagt niður vopnin 1918 í fullu trausti til 14 punkta Wil- sons Bandaríkjaforseta. Þjóð- verjar voru ekki sigraðir. Svik bandamanna hófust strax vopnahlésdaginn 11. nóvember 1918. Þetta var upphafiö að þjáningum þýsku þjóðarinnar. Rangir eiðar og rofin dreng- skaparheit hefðu mætt Þjóð- verjum, eftir að þeir höfðu bar- ist hraustlega í fjögur ár gegn ofurefli liðs. Þriðja september árið áður (1939) hefðu Bretar og Frakkar sagt Þjóðverjum stríð á hendur, án þess að þeir hefðu neitt til saka unnið, frek- ar en í fyrra skiptið. Nú væri úrskurður vopnanna fallinn. Frakkland er sigrað. Enda þótt þýska stjórnin hefði beðið frönsku samningamennina að koma til Compiegne-skógar, þessa sögufræga staðar, þá væri það ekki gert í hefndar- skyni, hcldur til að leiðrétta ranglæti og má burtu Ijótan blett, sem Frökkum væri ekki til neins sóma, Frakkar væru sigraöir, viðnámsþróttur þeirra þrotinn eftir frækilega baráttu, í mörgum samfelldum og blóð- ugum orustum. En Þjóðverjar ætla ekki að láta svívirðu og smán vera einkenni samninga sinna við jafn hraustan and- stæðing (og síðan rakti von Keitel vopnahlésskilmála Þjóð- verja, sem auðvitað þóttu stór- tíöindi á sínum tíma, þótt Iftið færi fyrir þeim undir lok stríðs- ins). Athöfnin stóð í aðeins 12 mínútur, henni iauk kl. 3.42. Nú stóöu Þjóðverjarnir upp, allir nema Keitel, en hann hélt samningunum áfram. Hitler kvaddi á sama hátt og hann heilsaði. Hið sama gerðu föru- nautar hans. Þegar út var kom- ið lék lúðraflokkur „Deutsch- land uber alles“ og Horst Wessel-sönginn. Skömmu síðar gengu frönsku samningamennirnir út og héldu til tjalds sem reist haföi verið í rjóðrinu. Þar gátu þeir haft símasamband við frönsku stjórnina. Shirer skýrði frá því að Þjóð- verjar hefðu vakið á þessu sér- staka athygli vegna þess að 1918 höfðu þýsku samninga- mennirnir ekkert slíkt athvarf. Eftir að hafa hlýtt á skilmála bandamanna var einn þeirra sendur til aðalstöðva þýsku herstjórnarinnar i Spa, en hinir sváfu í járnbrautarvagni. Svar- ið frá Spa kom aðfaranótt 11. nóvember 1918. „Grilli eigi nema við og við til sólar“ Stíllinn er hægari, frásögnin rólegri, atburðir magnaðri í sendibréfi sr. Matthíasar Joch- umssonar í Odda, þjóðskáldsins hugljúfa, sem birtist í „Isafold“ fyrir réttum 100 árum. Þá var enginn ritsími hér á landi, hvað þá talsími og sendibréfin bárust seint með póstinum, sem fór ríð- andi um sveitirnar. Bréf sr. Matthíasar fer hér á eftir í heild: Odda, 24. maí 1882 Hinn mikli grasbrestur, einkum á harðvellinu hjer eystra, í fyrra sumar, olli því að bændur í hreppum þessum urðu að fella allan fjölda nautpenings, svo og annan pening að líku skapi. Þó verð- ur að játa, þó illt sje, að of margir bændur voru of vana- fastir við útigang sinn á sauðfje og vogunar ásetningu þá, sem hjer eins og víðar á landinu, hefir lengi verið lands og lýða tjón, og fjöldi fjár var í þessum hreppum settur á lítil hey eða engin. Arangurinn var sá, sem nú er framkominn. Enda studdi allt að óförunum; fyrst var jörð öll eins og sviðin eftir grasleysið, en síðan kom einn hinn hrakviðramesti vetur, bæði fyrir hross og sauði. Þó bar lítið á felli nema á ein- stöku bæjum, allt til páska, enda virtist þá batinn kom- inn; var þá flestallur búsmali kominn að nástrám. En ein- mitt er vonir manna voru sem sárastar, kom hið mikla og minnisstæða fellihret og sandstormur; hófst hann hjer 23. apríl og stóð allt til 4. dags maímánaðar, með 6—9 stiga frosti, heiptar stormi og stundum snjóbyl, en með þeim ódæmum af sandroki, að vart sást í viku á milli húsa hjer á RangárvöIIum; og þótt háloptið væri optast nær heiðskírt, grillti eigi nema við og við til sólar; var þó bylur- inn eða sandrokið enn svart- ara, að sögn, á Landinu, og hærra á völlunum í þessari sveit. Allar ár lagði strax undir sterka ísa, öll mannferð hætti, engir sáu aðra menn á meðan þessi undur stóðu, því stormurinn hjelt öllu lifandi innibirgðu, en allt sem úti var og ekki hafði náð húsi, krókn- aði eða rotaðist til bana. Sandfokið sótti og inn í húsin, blandaði allan mat og drykk, ogjafnvel munnvatn manna. Víða gerðist fólk hrætt og örvinglað, enda voru þá flest- ar bjargir bannaðar, þar sumstaðar var engin lífsnær- ing til fyrir fjenað og sum- staðar skorti allt: hey, mat og eldivið; lagðist þá vesalt fólk fyrir, fól sig Guði og Ijet svo fyrir berast, uns kynjum þessum tók heldur að Ijetta 2. og 3. maí. Óhætt má fullyrða, að ofviðri þetta hafi í þessum tveimur hreppum drepið hátt á annað þúsund fjár og að til- tölu eða meira af hrossum, og hefir þó fjöldi fallið síðan. Sumt, eða jafnvel margt, af fje því sem fallið er, eða er að falla, deyr af einhverjum veikindum meðfram; og þar sem sauðburður er byrjaður, deyja almennt lömbin eða fæðast dauð. Hjá einum bónda láu 40 sauðir í hrönn við fjárhús hans, er upp Ijetti og aðgætt var, og á öðru hvoru býli stóðu kýr og annar peningur hungrandi inni. Tóku þá þeir sig til, sem hey áttu eftir, og lánuðu það hverjum sem nauðstaddur var og ekki hafði skorið kýr sínar (sem stöku menn höfðu gert). Má fyrst og fremst nefna, og það með opinberum heiðri hinn gamla heiðurs- mann Filippus Þorsteinsson í Bjólu og syni hans Ámunda og Filippus, og teingdason hans, Jón Eiríksson; til þess- ara manna, einkum þó til hins fyrstnefnda, var dag og nótt sótt hey úr þremur vest- ustu hreppum sýslunnar, fleiri hundruð hestar af grænstör; var þar svo mikil ös sem af lestafólki í kaup- stað; var og gefins matur, borinn fyrir menn, en hey fyrir hross, og er þeirri að- sókn enn eigi Ijett. Annars bjargvættar hjer eystra er skylt að geta, en það er hinn alkunni höfðings- bóndi Sigurður dannebrogs- maður á Skúmstöðum; hefir hann enn sem fyrr orðið fjölda manna að liði, bæði með stórkostlegri hey eða fóðurhjálp og að öðru leyti með ráðum og dáð. En þó hafa allir hjálpað eftir efn- um; en svo mikils hefir við- þurft, að fellirinn á sauðfje og hrossum er samt almenn- ur orðinn og hinn stórfeldasti í manna minnum. Þó taka út yfir sandskemdirnar, og er það ekki að orðlengja, að í ofviðrinu hafa í framan nefndum hreppum aleyðst yf- ir 20 jarðir og býli, en fjöldi annara orðið fyrir stór- skemdum; og sumar beztu jarðir, sem áður voru, t.a.m. Oddi, Stóruvellir, Klofi, Leyrubakki, Reyðarvatn o.fl. Eptir lausri áætlun telst mjer sem fasteigna- og lausafjár- skaða hjer um bil 100 búenda við þetta hrun megi ekki reikna minna en 130.000 kr. virði, eða 1.300 kr. á hvern, og munu það vera drjúgum meiri peningar en þeir áttu skuldlausa undir. — Rýrnun á feiti eða afrennsli þessa fræga Odda prestakalls, er mikil orðin, enda mundi eng- inn Tyrki, auk heldur vort milda alþingi framar ætlast til fengs af því fyrir landsjóð- inn, enda fer hjer jafnmikið fje til kostnaðar staðarábirgð og fyrir gest og gangandi, eins og lagt er á brauðið. Matth. Jochumsson 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.