Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 14
Sigurjón Ari Sigurjónsson FRELSI Skarpleitum augunum skimar um dalinn, skellir frá hófunum bergmála um salinn, ígrundunum dynur frá grannvöxnum fótum, í grjótinu syngur, í urð og í gjótum. Með granirnar þandar, þykkur á makka, þýtur um móann, og árinnar bakka, stendur á hólnum, og horfir til fjalla, og hugurinn leitar, um lautir og hjalla. Hann stansar við Spáná, á grundinni grænu, grösin hann þekkir, þar kjarngóðu, vænu, nýtur þess friðar, við niðandi ána, sem nautnum hans svalar, og uppfyllir þrána. Með flipanum titrandi, bergvatnið teigar, tærar og heilnæmar fjallanna veigar seður sitt sárasta hungur, við bakkann, sendist á stað með hringaðann makkann. Rennur upp Selhóla, reistur og glaður, við réttina verður hans hjartsláttur hraður. Hann lítur um öxl sér og út fyrir salinn, áður en leggur hann áfram inn dalinn. í gilinu svelgurinn svellur á grjóti, hin svartleitu Hrafnabjörg ansa á móti, hann finnur í brjóstinu brennandi funa, og bregður á sprett fram í dalinn Una. Það neistar í urðinni, eldingu hraðar, efst upp á hólunum nemur hann staðar, framundan dalurinn, friður og engi og fjálsræði það sem þráði ’ann svo lengi. Nóttin er liðin, og logar frá degi, leiftra um himinsins ókunnu vegi, og spóinn og lóan þau lofsyngja bæði, lífgjafann eina í hugljúfu kvæði. Nú ríkir glaðværð og gleði hjá hrossum, glataður bróðir er umvafinn kossum, í hópinn í dalnum er nýkominn hestur, hamingjusamur og velkominn gestur. í Unadal efst þar sem áin niðar án efa má leita þess kyrrláta friðar sem sálina þyrstir og þarfnast að njóta í þunga þess heims sem vill mölva og brjóta. SAS í svefnherbergið í l»ESSUM kynningarþætti var hugmyndin aö líta inn í nokkrar hús- gagnaverslanir sem hafa svefnher- bergishúsgögn á boðstólum. Leiðin lá fyrst til Ingvars og Gylfa sf., Grensásvegi 3. Þar sem fyrirtækið hefur stærstu sérverslun landsins með rúm og framleiðslan er auk þess innlend, er varla við því að búast að fleira rúmist á einni blaðsíðu. Starfsemin hófst fyrir 25 árum og var aðaláherslan strax lögð á framleiðslu á rúmum, en síðustu árin hafa þeir sérhæft sig ein- göngu í svefnherbergishúsgögnum með það fyrir augum að geta veitt þar víðtæka þjónustu. Enda er það ekkert smámál að velja sér rúm, að sögn verslunar- stjórans, Einars Á. Kristinssonar. Þetta hefur breyst mjög á sein- ustu árum, segir hann; fólk vandar nú betur val á rúmum og þó eink- um rúmdýnum, en þar getur rétt val haft mikið að segja fyrir dag- Iega vellíðan. Dýnan er í rauninni aðalatriðið. Fólk hefur vissar óskir í huga um sjálft rúmið en það getur tekið langan tíma að finna réttu dýnuna. Um 15 gerðir af dýnum er að velja og fólk hefur 5 daga reynslutíma. Ef dýnan hentar ekki er henni breytt. Það nýjasta er tvöfalt dýnukerfi þ.e. springdýna með undirdýnu. Einn- ig eru til tveggja laga svampdýn- ur, mýkri öðru megin en stífari hinu megin og má snúa þeim við eftir því hvað betur hentar. Þá eru svonefndar Latex-dýnur úr gata- svampi að ofan og veldur það Gott lag á kodda er hægt aö fá meö því aö taka úr venjulegum kodda eins og punktalínan sýnir. Rúmdýnur mega hvorki vera of harðar né linar, held- ur er best fyrir bakiö aö dýnan sjálf sé nokkuö þétt, en gott er aö hafa mjúkt svamplag efst, því þá er hryggurinn í eðlilegri stellingu. n ■ ■ ■ ■ ■ <*£ W W ■ ■ no. túss né so. tússa í íslensku, en b Nokkur aoskotaoro i islensku si,2Þau"aimá"okkaraM,um Sigurður Skúlason magister tók saman TÚLKUR, maöur sem þýöir (tal) af einu tungumáli á annaö (OM). Af stofni orösins túlkur eru til nafnorösmyndirnar: túlkari og túlkun og so. túlka (OM). Allar finnast þær ásamt orðinu túlkur í ísl. fornmáli (Fr.). TÚNDRA, freömýri, mýri með frosti í jöröu áriö um kring (OM). Orðið heitir tunturi á rússnesku, en er ættaö úr finnsku og merkir þar: skóglaust land. Þ. Tundra (=Moos- steppe), d. og e. tundra. TUNFISKUR, ættkvísl makrílaættar; sér- stök tegund, stærsti beinfiskur í sjó (OM). Fyrri hluti orðsins er kominn af thynnos í grísku sem varö thunnus í latínu. Fr. thon, e. tunny, þ. Thunfisch, tí. túnfisk. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1869 (OH). TÚRBAN, uppmjótt höfuöfat, tyrkneskt aö uppruna (OM). Hin tyrkneska mynd orösins er túlbend. Þ. Turban, d. og e. turban. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1779 (OH). TÚRBÍNA, hverfill (OM). Oröiö er komið af no. turbo ef. turbinis í latínu og merkir þar m.a.: snarkringla. Þ. Turbine, d. og e. turbine. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1898 (OH). TÚRISMI, feröamál, feröamannastraumur. Oröiö er komiö af tourisme í frönsku, en þaö er komiö af tour sem merkir: ferö. Þaö varö tourism í ensku og tourisme í dönsku. Þetta orö heyrist hér stundum í talmáli, en ekki er mér kunnugt um aldur þess í íslensku. TÚRISTI, (skemmti)feröamaöur; maöur sem drekkur í túrum (OM). Ég verð aö játa aö túristi i merkingunni drykkjumaöur er mér lítt kunnugt. Hins vegar hef ég vanist því aö sá, sem þannig drekkur, sé nefndur túra- maöur. Þegar ég var barn hevrði ég vissa létta erlenda skótegund kallaöa túrista. Mig minnir aö þetta væri þaö sem kallaðir eru strigaskór í OM. Túristi í merkingunni ferða- maöur heitir touriste á frönsku, e. tourist, d. turist. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1890 (OH). TÚRMALÍN, hörö steintegund, breytileg aö lit, fagurlit afbrigöi notuö sem skraut- steinar (OM). Þetta orö mun vera komið úr ítölsku. Það heitir turmalin á dönsku og merkir þar: rafmagnaöur steinn. I gamalli heimild hef ég lesiö aö sé hann lagöur í heita ösku dragi hann hana aö sér öörum megin, en hrindi henni frá sér hinum megin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1852 (OH). TURNERA, taka þátt í burtreiö (OM). Orö- iö er komið af so. tornare í latínu sem varö tourner í frönsku. E. turn, þ. turnieren, d. turnere. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). TÚSS, teikniblek (OM). Oröið er komiö af touche í frönsku. Þ. Tusche, d. tusch. Af þessum nafnoröum eru mynduö eftirfarandi sagnorð: Fr. toucher, þ. tusdhen, d. tusch- ere, ísl. tússa. Ekki er mér kunnugt um aldur Leiðrétting i greinaflokki Siguröar Skúlasonar, magisters, Nokkur aðskotaorö í íslensku, sem birtist í Lesbókinni 23. þ.m., vitnar Siguröur í undirritaðan varöandi heiti á tekkviöi (Tectona grandis). Mér þykir rétt aö taka þaö fram, aö í þau 32 ár sem ég hefi kennt viöarfræöi viö lönskólann í Reykjavík hef ég aldrei notaö oröiö valeik um tekkviö, enda er oröiö mér lítt kunnugt. Þessi ummæli Sig- urðar hljóta því aö vera byggö á misskiln- ingi. í bók Björns H. Jónssonar „Viöarfræöi" segir hann aö tekk sé stundum kallaö indversk eik. Þaö heiti kannast ég viö úr öörum bókum. Með vinsemd. Haraldur Ágústsson 14-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.