Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 10
Hluti af Olivier-leikhúsinu að innan. Hluti af Lundúnaháskóla, Bloomabury, 1965. Forgöngumenn nútíma arkitektúrs 12 EFTIR HARALD HELGASON ARKITEKT Denys Lesdun og brezka Þjóðleikhúsið Denys Lasdun hefur verið í fremstu röð arkitekta á Bret- landi eftir siðari heimsstyrjöld- ina, en vakti fyrst alþjóðlega at- hygli fyrir teikningar sínar af brezka þjóðleikhúsinu á suður- bakka Thamesár í London. Áður hafði hann teiknað margar mjög athyglisverðar byggingar víða um Kngland, sem eru í sérstak- lega háum gæðaflokki. Sam- merkt með verkum hans er hve vel þau fara í umhverfi sínu, hvort sem um er að ræða í nátt- úrulegu landslagi eða innan um aðrar byggingar. Þá eru bygg- ingar hans yfirleitt úr forsteypt- um einingum, og hafa fáir náð jafnlangt að útfæra verk sín í því efni. Denys Lasdun fæddist í Lond- on haustið 1914. Að mennta- skólanámi loknu innritaðist hann í AA-skólann (Architect- ural Association) og lauk þaðan brottfararprófi að þrem árum liðnum. í skóla hlaut hann sér- staka viðurkenningu fyrir ein- stakt teikniverkefni, og voru því til dæmis gerð skil í tveimur virtum arkitektúrtímaritum. Þá fór Lasdun einnig í kynnisferð til Parísar á námsárunum og kynnti sér þar einkum verk Le Corbusiers. Hann réði sig til starfa hjá arkitektinum Wells Coates (1895-1958) árið 1935, en Coates var éinn frumherja Breta í nútíma arkitektúr. Var Lasdun á stofu Coates í nær þrjú ár, en hafði þá teiknað íbúðarhús, sem hann byggði sér sumarið 1937. Síðan réðst hann til Tecton-arkitektasamsteyp- unnar, en meðal arkitekta þar var þá Berthold Lubetkin (f. 1901), einn merkasti nútíma arkitekt Breta um þær mundir. Lasdun var kvaddur til að gegna herþjónustu þegar í stríðsbyrj- un og var bundinn þar allt fram til ársins 1946. Þá gekk hann aftur í Tecton og var þar full- gildur félagi, þar til félagsskap- urinn var leystur upp í árslok 1948. Lasdun hélt þá áfram samstarfi við einn fyrrum Tecton-félaga sinn, Drake að nafni, um nokkurt skeið. Þeir félagar tóku við rekstri arki- tektastofu þeirra Maxwells Frys (f. 1899) og Jane Drews árið 1952, þegar þau héldu til Chand- igarh á Indlandi til að vinna að teikningum nokkurra bygginga þar eftir skipulagi Le Corbusi- ers. Jafnframt annaðist Lasdun kennslu í AA-arkitektúrskólan- um. Fyrsta markverða byggingin eftir Lasdun Fyrsta markverða bygging þeirra Lasduns og Drakes er frá árinu 1951, og er það bygging Hallfields-barnaskólans í Lond- on. Skólastofum er komið fyrir í þyrpingum, sem mynda óreglu- lega lagaðar álmur, er laga sig vel að halla landsins. Lasdun fór til Bandaríkjanna árið 1954 og kynnti sér þar sérstaklega há- hýsabyggingar, auk verka Frank Lloyd Wrights og Mies van der Rohes. Þá hélt hann einnig nokkra fyrirlestra við ýmsa þekktustu arkitektúrskóla vest- anhafs. Lasdun teiknaði síðan nýstárlegt fjölbýlishús í Bethn- al Green, London, árið eftir. Um er að ræða fjórar fjórtán hæða turnbyggingar, sem tengdar eru við eina kjarnabyggingu, en í henni eru stigi og lyftur. íbúð- irnar eru allar á tveimur hæð- um. Um það bil þremur árum síðar teiknaði Lasdun annað fjölbýlishús, en allt annars eðl- is, í St. James’s Place í London. Það stendur á lóð, þar sem um- hverfis eru aðeins byggingar í endurreisnarstíl, og var verk- efnið því mjög viðkvæmt. Bygg- ing Lasduns er mjög sannfær- andi lausn á því, hvernig setja má nýja byggingu inn í gamalt og virðulegt umhverfi, þannig að ágætur heildarsvipur fáist. Þannig hefur Lasdun tekizt á mjög skemmtilegan hátt að kveða hæð byggingar sinnar niður með því að undirstrika lárétt glugga- og veggjabönd, er tengjast sambærilegum drátt- um í útliti aðlægrar átjándu aldar byggingar. Lasdun stofnaði sjálfstæða arkitektastofu árið 1960 ásamt arkitektunum Alexander Red- house (f. 1920) og Peter Softley (f. 1922), og síðan hafa fleiri gengið í félagsskapinn, sem ber heitið Denys Lasdun og félagar. Eru verk stofnunarinnar yfir- leitt kennd við Denys Lasdun einan, og reyndar hefur hann verið atkvæðamestur í sam- starfinu. Þeir Lasdun teiknuðu þegar árið 1960 byggingu fyrir Konunglega læknaskólann í suðurhorni Regent Park, Lond- on. Eru efri hæðir byggingar- innar klæddar ljóslitu mósaíki í stíl við aðliggjandi raðhús í endurreisnarstíl, en neðri hæð- irnar eru úr dökkbláum múr- 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.