Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 7
meðallagi, að ekki sé frekara orð á því geranda. Þaö er satt, að frásögnin er einföld, en í því getur og legið hin mesta list, enda er hið óbrotna einmitt órækur vottur þess, að höfund- urinn er ekki hálfmenntaður uppskafningur, er geri sér allt far um að þenja sig upp úr ætl- unarverki sínu, svo aö allt standi á einhverjum háprjón- um og nálgist hvergi jöröina. Nei, Sesar hirðir sízt af öllum um að útflúra frásögnina með óþörfu orðskrúði, málalenging- um né hvers konar útúrdúrum; hann gengur að verki sínu eins og hann er fyrir kallaður, og það liggur fyrir; gerir sér í upp- hafi glögga grein fyrir verkefn- inu og skipar því þar næst svo niður, að það verði jafnljóst lesandanum sem honum sjálf- um. Og þegar svo að orðfærinu sjálfu kemur og hinu ytra formi, þá mun hverjum finnast það einmitt eins og það á að vera og verður að vera. Menn sakna þar einskis og fá ekki tíma til að hugsa út í það, hvort nokkurs staöar hefði mátt bet- ur að orði komast, því aö hvarvetna tekur hvert atriði í frásögninni svo við af öðru, að lcsandinn er, áður en hann var- ir, kominn lengra í lestrinum en hann endilega ætlaði sér; lipurö og snilld höfundarins hafa heillaö hann og létt hon- um svo lesturinn, að hann hefir gleymt að nema staðar. Þar er sönnun ágætisins!" (Gallastríð, 48—49.) Og við skulum ljúka þessu spjalli um Cæsar með því að líta yfir smákafla úr Gallastríðun- um, nánar tiltekið 24. kapítula VI. bókar, en þar kemur vel fram sá hæfileiki höfundarins, að segja mikla sögu í stuttu máli. Þýðingin er eftir Pál Sveinsson; „Samanburdur á Göllum og Germönum. Sú var tídin, að Gallar stóðu Germönum framar að hreysti og fóru meira að segja með ófrið á hendur þeim, því að mannfjöldi var mikill hjá þeim sjálfum, en land af skornum skammti, og því námu þeir land aust- an Rínar. Fyrir því var og það að Valir tóku hin frjó- sömustu héruð Germaníu, sem eru í nánd við Her- kynjuskóga, er ég trúi að Erotsþenes og ýmsir aðrir Grikkir þekki að eins að nafninu til og nefni Orkynju. Settust Valirnir þar að og byggja það land enn í dag; hefir sú þjóð mik- ið orð á sér fyrir réttsýni og hermennsku. Nú er það svo, að Germanir lifa enn við hina sömu fátækt og ör- birgð og harðrétti sem áður fyrr, og fæða sig og klæða enn á líkan hátt; en Gallar eru svo nálægir skattlönd- um vorum og hafa kynnzt ýmsu því fyrir utan land- stcinana, er mjög hcfir bætt þeim í búi heima fyrir, enda er nú svo komið, að þeir hafa með tímanum orðið að láta sér lynda að lúta í lægra haldi og fara halloka fyrir Germönum í mörgum bardögum, og standa þeim nú alls ekki á sporði. “ Hversvegna er ekki atvinnuleysi á íslandi? Hvað er það í atvinnu- og efnahagsmálum okkar sem orsakar, að á sama tima og mikið atvinnuleysi hrjáir íbúa annarra Vesturlanda, örlar varla á slíku á íslandi? Von er að spurt sé, því að allir óttast þennan vágest. I framhaldi af þessari spurningu verður mér fyrst fyrir að grennslast eftir hvað sé ólíkt með atvinnu- og efnahagslífi á íslandi, og því sem er á öðrum Vesturlönd- um. Þá detta mér í hug þrjú atriði sem til samans gætu verið höfuðorsök þess sem spurt er um: Eg drap eitt sinn á það í lítilli athugasemd í Morgun- blaðinu, sem raunar liggur í augum uppi, að meðan yfir- vinna væri jafn mikill hluti allrar þeirrar vinnu ílandinu sem hagskýrslur greina frá, væri ekki við því að búast að fram kæmi atvinnuleysi. En um miðjan síðasta áratug var yfirvinna nærri fjórði partur allrar skráðrar vinnu. Ef um þverrandi atvinnu yrði að ræða, hlyti það lengi vel að mestu að koma fram í minnkandi yfirvinnu. Sveifl- urá vinnumarkaðinum hyrfu þannig að langmestu í yfir- vinnunni, án þess að ná til dagvinnunnar, og kæmu því að sjálfsögðu ekki fram sem atvinnuleysi. Með öðrum þjóðum Vest- urlanda þykir yfirvinna nán- ast fjarstæða. Skort á vinnu- afli leystu þessar iðnaðar- þjóðir, meðan allt lék í lyndi, með því að flytja inn verka- fólk frá suðlægari Iöndum. Sveiflur á vinnumarkaðin- um, sem við jöfnuðum með breytilegri yfirvinnu, mættu þessar iðnaðarþjóðir með því að fjölga útlenda verkafólk- inu, eða með því að senda það heim, eftir því sem þörf krafði. í sumum Vesturlönd- um ílentist útlenda verka- fólkið að vísu, og gjalda þær þjóðir þess nú með hvað mestu atvinnuleysi. Undirstöðuatvinnuvegum okkar, fiskveiðum og vinnslu, er að vísu þannig háttað að þar getur nokkur yfirvinna verið óhjákvæmileg, þó að dagvinna sé ekki stöðug, en það breytir væntanlega ekki heildarmyndinni sem hér er leitast við að draga upp, og á að sýna að hið séríslenska fyrirbæri, yfirvinnan, sem nú er smám saman að minnka, á enn mikinn þátt í að ekki hefur komið til telj- andi atvinnuleysis. Þegar reynt er að leysa gátuna um orsakir þess að við höfum svo að segja alveg Sloppið við atvinnuleysi, hlýtur athyglin m.a. að bein- ast að þætti Álversins í at- vinnu- og efnahagsmálum okkar, ekki síst þar sem nokkur álver á Vesturlönd- um eru að hætta rekstri. Árið 1981 nam heildar vöruútflutningur okkar 6.750 milljónum króna, þar af ál kr. 740 milljónir, eða 11% af útflutningnum. Tap Álfé- lagsins þetta sama ár var 208 milljónir króna, sem jafn- gildir því að tapast hafi 280 móti hverjum 1000 krónum sem selt var fyrir, enda hafði álverð lækkað um nærri helming á nokkrum mánuð- um. Af þessum tölum verður séð, að allt kaup allra starfsmanna félagsins þetta ár, en þeir voru 7—800, og gott betur, hafa eigendur Ál- versins orðið að greiða úr eigin vasa. Ef það er rétt, sem ýmsir hafa haldið fram, að sérhver ný framleiðslugrein skapi hér atvinnutækifæri fyrir fjórum sinnum fleira fólk í ýmsum atvinnugreinum, heldur en starfa við sjálfa framleiðslugreinina, þá er hér alls um að ræða hóp sem ásamt skylduliði svarar til allra íbúa Hafnarfjarðar- kaupstaðar. Ahrif rekstrar Álversins í atvinnu- og efnahagslífi okkar er því ekki þannig far- ið að litlu skipti hvorum megin hryggjar það liggur. En orðið hefur vart þeirrar skoðunar hjá ábyrgum aðil- um. Þvert á móti skiptir öllu máli fyrir okkur að stóriðja í landinu sé í höndum aðila sem hafa bæði getu og vilja til að þrjóskast þegar á móti blæs. Eða með skýrari orð- um, að eigendurnir hafi fjár- muni, lánstraust og vilja til að halda uppi þessháttar „at- vinnubótavinnu“ um skeið, sem nú er gert í Straumsvík, og veldur því að atvinnulíf á Islandi er ótruflað af því hvort félagið hagnast eða tapar. Það sem skiptir þó mestu máli um, að okkur hefur tek- ist að komast hjá atvinnu- leysi, er, að sú framleiðslu- greinin sem er fjöregg ís- lendinga, sjávarútvegurinn, hefur fært út ríki sitt með stækkun fiskveiðilögsögunn- ar, ogþar með aukið hlutdeild sína í ófullnægðum markaði. En framboð á fiski hefur dregist saman eins og allir vita, vegna þess að síaukin veiðitækni hefur leitt til þess að takmarka hefur þurft veiði allra helstu nytjafiska í norðurhöfum. Þessi atvinnu- grein, fiskveiðarnar, er þannig háð skilyrðum um framleiðslu, gjörólíkum þeim sem er um aðrar framleiðslu- greinar á Vesturlöndum, og það er einmitt þetta sem ger- ir gæfumuninn. Iðnaður Vesturlanda býr ekki aldeilis við ófullnægðan markað, heldur er þvert á móti svo yfirfljótanlegt af öllum lífsins gæðum, að næg eftirspurn fór fyrir nokkrum árum að láta á sér standa. Fólk kaus heldur að geyma peningana til síðari tíma heldur en að halda áfram að sanka að sér fleiri bílum, rafmagnstækjum og þess- háttar dóti. En þar með var fjandinn laus. Þegar Keynes átti að fara að vinna aftur á bak, fór kerfið í baklás. Framleiðslan dróst saman og atvinnuleysi gekk í garð. Spariféð, aftur á móti, var láríað vanþróuðum þjóðum, va nnærðum austantjalds- þjóðum og óseðjandi Islend- ingum, og hafa þessir þjóð- flokkar þannig orðið sér úti um hengingaról, vegna þess hve ofgnótt þessa sparifjár hefur legið á lausu. Iðnaðarframleiðsla er smá í sniðum á Islandi, nema stóriðjan sem áður var nokk- uð vikið að. Aftur á móti má víst kalla okkur stórveldi í veiðiskap. Eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hafa veiðar okkar verið auknar ár frá ári, um leið og veiðar annarra Vesturlandaþjóða hafa dregist saman, einnig á heimamiðum. Um leið höfum við yfirtekið nokkuð af markaðshlutdeild þeirra. Hér er því í framkvæmd gamla klassíska reglan um framboð og eftirspurn, eins og best verður á kosið fyrir okkur, þar sem við erum í hlutverki hins hamingju- sama seljanda, sem er smám saman að ná undirtökum á markaðinum, vegna tak- markaðs framboðs þar, og góðrar framleiðslu sinnar. En fyrst svona er, kemur þá nokkurt atvinnuleysi á ís- landi? Líklega er eitthvert atvinnuleysi í byggingariðn- aðinum skammt undan, sem þá getur einnig náð til tengdra atvinnugreina, því að það er með ólíkindum að þessi litla þjóð þurfi meira húsnæði í bili, þar sem íbúðafjöldinn nálgast það að aðeins búi þrír menn að með- altali í hverri íbúð. Að öðru leyti eigum við þetta undir okkur sjálfum. Okkur er lífsnauðsyn að skapa okkur sem fyrst þá stöðu, að geta aukið fiskveiðarnar örlítið ár frá ári, samhliða því að við byggjum upp fiskstofnana til að þola þá aukningu. Meðan verið er að koma því í kring, gæti verið óhjákvæmilegt að hægja svolítið á kröfugerð- inni, og gefa eftir heimsmet- ið í verkföllum; ogjafnvel að taka á okkur eitthvert at- vinnuleysi um stundarsakir. Björn Steffensen 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.