Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 8
Bernskudagar við Straumsvíkina Kafli úr nýrri listaverkabók um Eirík Smith sem Aöalsteinn Ingólfsson hefur skráö, en útgefendur eru Listasafn ASÍ og Lögberg, bókaforlag. í bók- inni, sem kemur út næstu daga, eru tugir lit- mynda og svarthvítra mynda afverkum Eiríks og auk þessfjöldi Ijósmynda. SigurAur Jónsson, 1982. Vatnalitir. Andlit á þili. Olíumynd frá 1976. Hvaðan kemur Smith? Þessi „Smith" í nafninu mínu hefur vafist fyrir sumum. Þeir hafa stundum haldið mig eiga ættir að rekja til Vesturheims. Reyndar er þetta skírnarnafn. í þjóðskrá og skattskrá er ép Finnbogason, fæddur árið 1925. Móðir mín, Sigríður Benja- mínsdóttir, átti mig með manni af Vestfjörðum. Þau voru trú- lofuð, en svo slitnaði upp úr því sambandi. Stuttu síðar gekk móðir mín að eiga mann fyrir sunnan, Astvald Þorkelsson að nafni. Þeirra börn urðu sex. Lengi vel spurði ég móður mína ekki um tilkomu þessa skírn- arnafns og er satt að segja bú- inn að gleyma hvort ég fékk nokkurn tíma á því viðhlítandi skýringu. Þó rámar mig í að hún hafi kallað mig þetta í höfuðið á góðum vini, ef tii vill til að ég hefði aðgang að öðru nafni en föður míns sem engin afskipti hafði af mér. í æsku minni man ég ekki til þess að það þætti sérkennilegt að heita Smith, enda moraði þá allt í útlendum eftirnöfnum. Seinna varð þetta ósköp þægilegt listamannsnafn. Föður minn hitti ég ekki fyrr en ég var orðinn fertugur og það bar til með afar sérstökum hætti. Góðvinur minn, Benedikt Gunnarsson listmálari, hafði eitt sinn hitt roskinn mann í Reykjavík sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Eftir- grennslan leiddi í ljós að þar var kominn faðir minn, Finn- bogi Kolbeinsson, sem verið hafði sjómaður um áraraðir. Benedikt var ekkert að tví- nóna við hlutina og stefndi gamla manninum heim til sín, kom svo til mín og sagðist vera búinn að finna föður minn, nú yrði ég að gjöra svo vel að hitta hann. Og það gerði ég. Eins og nærri má geta varð mér undar- lega innanbrjósts við þennan fund og báðir áttum við erfitt um mál. Faðir minn reyndist vera gjörvilegur karl, hafði aldrei eignast fjölskyldu, og hann hafði ánægju af börnum mínum. Við héldum smbandi hvor við annan það ár sem hann_ átti ólifað. En tengsl okkar urðu aldrei djúpstæð eða reglulega innileg, sennilega vegna þess að við áttum ekki skap saman. Hann var aðventisti og hafði stífar skoðanir á trúmálum, en öll þröngsýni á því sviði er mér á móti skapi. Móðir mín ól mig upp að mestu og samband okkar hefur alla tíð verið mjög náið. Allar götur síðan hafa konur reynst mér vel og tel ég mig eiga kven- þjóðinni mikið að þakka. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau móðir mín og stjúpfaðir í Straumi, andspænis þar sem ál- verið stendur nú. í fyrstu voru þau leiguliðar í svonefndri Þýskubúð sem er stutt frá bæn- um að Straumi, síðan tóku þau að sér búið að Straumi þegar Bjarni Bjarnason fluttist að Laugarvatni til að gerast skóla- stjóri þar. Þetta var óttalegt hokur á mælikvarða okkar tíma og sjaldan gerðum við meira en að skrimta. En börn verða senni- lega ekki eins áþreifanlega vör við nauð af þessu tagi, þau geta lifað að hluta í eigin ævintýra- heimi. Við lifðum á nokkrum kindum og kúm sem beitt var á litla bletti og bala kringum hraunstrýturnar. Utræði stund- uðu menn einnig frá hrauna- bæjunum. Ekki batnaði afkoma okkar til muna við að flytjast inn í Hafnarfjörð, enda var fjöl- skyldan sífellt að stækka. Þessi kreppuár hafa sett mark sitt á mig eins og marga Islendinga af minni kynslóð. Eg hamstra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.