Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 9
Japanskt Ijód frá 1948. Tímamótamynd: Síðasta abstraktmyndin, 1967—68. Olíulitir. striga, vatnslitapappír og liti og er yfirleitt ekki í rónni fyrr en ég er búinn að koma mér upp birgðum af þessu öllu, til vonar og vara. Samt man ég ekki betur en ég hafi verið tiltölulega hamingju- samt barn þarna við Straums- víkina. Nokkrir atburðir eru enn ljóslifandi fyrir mér. Jarð- skjálfta man ég svo mikinn að við krakkarnir stóðum ekki á túnskikanum við bæinn. I Straumi varð ég einnig fyrir fyrstu listrænu hugljómun minni. Ég var þá tæplega fimm ára og amma mín var í heim- sókn. Það hafði rignt og þegar upp stytti fórum við amma út að ganga kringum lónin fram und- an bænum hjá okkur. Hið skyndilega skin eftir skúrina lýsti upp lónin og umhverfi þeirra og ég varð gagntekinn af hrifningu sem ég gat engan veg- inn lýst. Eftir mig liggur mál- verk frá Straumi sem tengist þessum viðburði, nú í eigu Hrafns Johnsen. Seinna varð ég fyrir svipaðri reynslu andspæn- is miklum listaverkum og fag- urri tónlist. Skildi ég þá hvað hafði komið fyrir mig. Frá því ég man fyrst eftir sóttist ég eftir pappír og ritblýi til að teikna með. Þessi árátta var látin átölulaus, meira að segja ýtti móðir mín undir hana og örvaði mig. Fékk hún á stundum bágt fyrir hjá öðrum. En uppreisn fékk hún eitt sinn. Þá kom í heimsókn Kristján Arinbjarnar héraðslæknir, bróðir Snorra listmálara. Móðir mín bar sig upp við hann út af þeim kárínum sem hún hafði fengið fyrir að halda hlífiskildi yfir mér. Kristján skoðaði teikn- ingar eftir mig sem héngu uppi við rúmið mitt, sagði svo við móður mína að hún skyldi lofa drengnum að teikna að vild. En pappír var ekki á hverju strái og því elti ég á röndum þá karl- menn sem komu að Straumi eða unnu þar um tíma. Þeir reyktu nefnilega Commander sígarett- ur, hrikalega vondar að því mér er sagt, en í öskjunni utan um þær var dýrindis pappír sem gott var að teikna á. Því var ég fljótur að hirða hverja öskju sem tæmdist. Ekki var ég samt nógu öruggur um sjálfan mig í teikningunni og reyndi að fá menn til að leiðbeina mér. Það tókst misjafnlega vel, en dró þó aldrei úr mér áhugann. Seinna komst ég að því að í móðurætt minni er listræn æð, henni tilheyra t.d. Ásgrímur Jónsson, Einar Jónsson, Nína Tryggvadóttir og Hörður Ágústsson meðal myndlistar- fólks og Gísli Halldórsson meðal leikara. Ég þóttist fá sönnun fyrir þeim venslum er mér varð litið á hendur Nínu í fyrsta sinni, en þær voru alveg eins og hendur ömmu minnar. Þótt við flyttum frá Straumi og inn í hjarta Hafnarfjarðar þegar ég var á sjötta ári er eins og landslagið þar sitji enn í mér. Oftast tek ég hrjóstrugt, eyði- legt landslag og drungalegt veð- ur fram yfir sólskin, gróðursæld og skógi vaxnar lautir. Þeir Ás- grímur og Kjarval hafa hvort sem er gert slíku landslagi góð skil. Einhver þarf að fjalla í málverki um harðneskjulegri svipinn á landinu. Því eldri sem ég verð geri ég mér oftar ferð út í Straum og hraunið í kring til að mála. Annaðhvort er það til að reyna að hafa hendur á æsku minni eða greiðá gamla skuld. Margar myndir frá þessum slóðum voru á sýningu minni að Kjarvals- stöðum 1981 og enn er ég að bagsa þarna í kallfæri við súr- álsturna stóriðjunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.