Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1982, Blaðsíða 11
byggingarnar mjúklega út í landslagiö og tengjast þannig vel hinu náttúruiega umhverfi sínu. Árið 1965 gerðu þeir Lasdun skipulag fyrir Lundúnaháskóla í Bloomsbury og teiknuðu jafn- framt tvær gríðarstórar skóla- byggingar fyrir nokkrar deildir skólans. Eru byggingarnar að mestu leyti úr forsteyptum ein- ingum. Ári síðar teiknuðu þeir stúdentagarð fyrir krists- háskólann í Cambridge, og hef- ur þessi bygging víða vakið mikla athygli. Norðurhlið henn- ar snýr út að umferðargötu, og á jarðhæð hennar eru verzlanir, en bílgeymslur þar fyrir ofan og gluggalausar vistarverur á efstu hæðunum. Suðurhliðin snýr að eidri byggingum skólans, og er hún stölluð. Þarna er öllum herbergjum stúdentanna komið fyrir, og á stærstu stöllunum eru grasflatir. Byggingin er reist úr mjög vönduðum for- steyptum einingum. Hún var þó ekki reist öll í einum áfanga, heldur verður hún lengd síðar. Brezka Þjóðleik- húsið — Verk sem lofar meistarann Denys Lasdun var falið árið 1965 að teikna þjóðleikhús og óperubyggingu við Thamesá, milli County Hall og Hunger- I ford-brúarinnar, og átti hvort tveggja að vera undir sama þaki. Síðar var ákveðið að hverfa frá byggingu óperunnar og beina kröftunum eingöngu að þjóðleikhússbyggingunni. Var henni jafnframt fundinn annar staður við Thamesá, nærri Wat- erloo-brúnni. Bretar áttu ekkert þjóðleikhús fyrir, þrátt fyrir aldalanga frægð í leikhúsmál- um, og fylgdust menn með því af mikilli eftirvæntingu, hvernig til tækist. Teiknivinna hófst ár- ið 1967, og síðla árs 1969 var hafizt handa við framkvæmd- irnar. I byggingunni eru þrír leiksalir, hver ólíkir öðrum. Sá stærsti ber nafn leikarans heimskunna Laurence Oliviers, sem var ötull formaður bygg- ingarnefndar hússins. Tekur Olivier-salurinn um 1.150 manns í sæti, og er þeim komið fyrir umhverfis opið svið, þann- ig að áhorfendur horfa ekki á sviðið aðeins úr einni átt, heldur ná sætin að nokkru leyti um- hverfis leiksviðið. Annar stærsti salurinn. Lyttelton, er skipulagður á hefðbundinn hátt, þar sem áhorfendur snúa allir beint fram að sviðinu. Tekur Lyttelton-salurinn um 900 manns í sæti. Cottesloe-salurinn er langminnstur, og er hann eins konar tilraunasalur með al- veg óbundnu fyrirkomulagi. Hann er aðeins gerður fyrir um 400 áhorfendur, sem koma má fyrir á ýmsan hátt, til dæmis allt umhverfis leikarana, sem þá leika á miðju gólfinu. Fjöldi ým- iss konar salarkynna eru einnig í húsinu. Má þar til dæmis nefna bari og matsölustaði auk æf- ingasala, verkstæða og skrif- stofa. Olivier-salurinn rís hæst allra hluta byggingarinnar, og ber þar hæst leiktjaldaturninn, sem er í beinni línu við aðal- inngang byggingarinnar. Nokkru lægri er leiktjaldaturn Lyttelton-salarins, og myndar hann góða tengingu milli hins turnsins og lægri hluta bygg- ingarinnar. Undir turnunum, sem veita húsforminu lóðrétta áherzlu, eru lárétt svalabönd, og breikkar byggingin er neðar dregur. Hún lækkar í reglu- legum áföngum niður að ánni og tengist umhverfinu á einkar snotran hátt. Svalaböndin ganga einnig inn í forsal leik- hússins, og svalirnar tengjast að Framhald á bls. 16. Brezka Þjóðleikhúsið á bökkum Thamesár, 1967—76. Útlit brezka Þjóöleik- hússins er mjög breyti- legt eftir því hvaðan horft er á þaö. steini, og þar eru meðal annars fyrirlestrasalirnir. Bygging þessi fellur mjög vel að við- kvæmu umhverfinu. Minnir á fylkingu orrustuskipa Eitt meiriháttar verkefni þeirra Lasduns var skipulag og teikning Austur-Anglíu-háskóla við Norwich (1962—68). Skipu- lagið er byggt á þeirri hugmynd að skólahverfi skuli vera sam- þjöppuð og mynda órjúfanlega heild. Lóðin fyrir byggingarnar er á mjög fallegu, opnu land- svæði utan borgarinnar. Skóla- byggingar og stúdentagarðar eru samtengd með göngubrúm, einum átta metrum ofanjarðar, og er þannig skýr aðskilnaður milli gangandi og akandi veg- farendur. Skólabyggingarnar eru reistar úr stórum, for- steyptum einingum, og er til- tölulega auðvelt að koma við breytingum og viðbótum á þeim. Stúdentagarðarnir vekja þó mesta athygli. Þetta eru tíu samtengdar byggingar í tveimur hópum, sem minna óneitanlega á fylkingu orrustuskipa. Hæðir bygginganna eru kröftuglega stallaðar, og myndast þannig svalir framan við hvert stúdentsherbergi. Regnvatnið er látið falla niður af framhorni hverrar hæðar niður á næstu hæð fyrir neðan og loks til jarð- ar. Á bakhlið hverrar byggingar eru ýmis þjónustuherbergi og göngubrýr, sem tengjast gang- stéttakerfi alls svæðisins, en á jarðhæð eru einkum hjóla- og bílgeymslur. Að framan renna Austur-Anglíu hóskólinn í Norwich, 1962—68. , Fjölbýlishús í St. James’s Place í London, 1958.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.