Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1983, Blaðsíða 6
Þórður kakali reið vestur Tumi Sighvatsson yngri var sá eini af bræðrum Þórðar sem hafði komizt lífs af úr Örlygs- staðabardaga. Hann komst und- an á flótta yfir fjall til Eyja- fjarðar. Tumi bjó í Arnarbæli í Flóa og honum voru gerð leyni- leg boð að finna Þórð að Keld- um. Það varð fagnaðarfundur með þeim bræðrum, en ekki reyndust þeir eiga skap saman og ekki var jafnræði með þeim og Tumi reyndist ekki nógur maður til að játa því. Þegar Þórður hafði fullreynt, að ekki var styrks að vænta af Hálfdáni, þá gerði hann ekki Iengri stanz á Keldum, heldur reið af stað vestur og ferðinni heitið vestur í Dali. Þeir riðu tuttugu saman frá Keldum svo einhverju hefur Steinunn fengið ráðið um liðsemdina. I Islend- ingasögu Sturlu eru nafngreind- ir fimm af fylgdarmönnum Þórðar en í Þórðarsögu ekki nema Nikulás Oddsson og Öxna-Börkur. Þarna er ljóst sem oftar að sá sem afritar Þórðarsögu hefur hjá sér íslend- ingasögu og ritar ekki upp það sem þar er nema frásögnin sé önnur í Þórðarsögu. í íslend- ingasögu er það orðað svo, að Nikulás Oddsson hafi komið til fylgdar við Þórð á Keldum, en höfundur Þórðarsögu hefur það þannig, að Steinvör og Hálfdán hafi fengið Nikulás til fylgdar við Þórð. Höfundi Þórðarsögu hefur fundizt það skipta máli, hvernig þessi mikilsháttar mað- ur var kominn til liðs við Þórð. „Nikulás var mikill maður og sterkur og vel viti borinn." Nik- ulás var alla tíð einn traustasti fylgismaður Þórðar kakala. Hann varð síðar hirðmaður Há- konar Noregskonungs og höfð- ingsbóndi í Kalmanstungu. Hjalti, biskupsson kallaður, því hann var sonur Magnúsar biskups Gissurarsonar og þá bræðrungur Gissurar Þor- valdssonar, átti að gæta ríkis Gissurar og sat Hjalti jafnan fjölmennur í Skálholti. Þórður fór með leynd vestur um Suður- land og fékk Hjalti engan pata af ferðum hans. Hjalti hefur lík- lega talið Sturlungahættuna úr sögunni, að minnsta kosti með- an hann vissi ekki annað en Þórður væri í Noregi; flest skip komin út þetta haust. Hann hef- ur því lítinn andvara haft á sér um njósnir, og menn Kolbeins ekki komnir suður að segja hon- um hin válegu tíðindi, þegar Þórður reið fyrir neðan garð í Skálholti. Nú þætti þetta góður æsisögu- kafli í bók eða kvikmynd, þegar Þórður kakali reið fáliðaður á myrku haustkvöldi fyrir neðan garð í Skálholti en Hjalti sat inni í stofu við öl með mönnum sínum og þeir haft sér til gam- ans að enn væri Þórður vesal- ingurinn kyrrsettur í Noregi, ekki kæmi hann út héðan af þetta haustið. En höfundur Þórðarsögu hef- ur ekki skinn til að lengja mál sitt umfram brýna þörf. Hann hefur ekki um þetta spennandi ferðalag Þórðar önnur orð en þessi: „Urðu þeir Þórður og Teitur bræður saman nær tuttugu menn, þá er þeir riðu frá Keld- um. Riðu þeir vestur yfir Þjórsá og fóru svo um héraðið, að Hjalti biskupsson varð ekki var við. Riðu þeir þá vestur til Borgarfjarðar og svo til Dala.“ Frá Dufgussonum Dufgussynir, Svarthöfði, Kægil-Björn, Kolbeinn grön og Björn drumbur koma mikið við Sturlungasöguna, enda Sturl- ungar sjálfir. Þeir voru synir Dufgusar bónda Þorleifssonar en móðir Dufgusar var dóttir Hvamm-Sturlu. Dufgus var öfl- ugur bóndi á fyrri hluta 12tu aldar og bjó víða, því að honum varð ekki friðsamt fremur en mörgum á þessari öld. Hann bjó fyrst á Sauðafelli en síðast í Stafholti. Þá bjó hann einnig í Hjarðarholti og um skeið á Strönd í Selvogi, hrakinn þang- að úr Dölunum, en Gissur Þor- valdsson rændi búið á Strönd og Dufgus var í Dölunum í Þórð- arsögu. Dufgussynir voru mikl- ar kempur til vopna og öllum ódeigari, og voru þeir í orrustu sem sögur fóru af, er þeirra ævinlega að einhverju getið. Svo undarlegt, sem það sýnist um þessa miklu vígamenn og hörðu andstæðinga Kolbeins unga og Gissurar, þá voru þeim gefin grið á Örlygsstöðum og er sagt, að það hafi verið fyrir orð Ólafs Svartssonar. Dufgussonum var orðið illa vært þegar Kolbeinn ungi hafði orðið öll ráð manna, norðan- lands og vestan- í sinni hendi og ætluðu utan þetta haust, sem Þórður kakali kom upp, en orðið afturreka í Hrútafjörð og riðið þá heim í Hjarðarholt. Meðan Dufgussynir voru að heiman, hafði Kolbeinn ungi og hans menn farið um Dali og Vestfirði og tekið eiða af bændum og eng- um manni var sætt í þessum héruðum sem ekki vann Kol- beini eiða og höfðu af honum grið á móti. Þegar Dufgussynir voru orðn- ir innlyksa í landinu, sáu þeir sér ekki annað fært en leita eftir griðum af Kolbeini. Þeir höfðu engin mannaforráð né annan afla en vopn sín til svo stórra hluta sem þeirra að etja kappi við Kolbein unga, allsráðandi sem hann var orðinn nær því í öllu landinu, þótt Hjalti bisk- upsson teldist eiga að ráða fyrir héruðum Gissurar sunnanlands. Björn drumbur hafði þeirra erinda riðið af stað norður í Skagafjörð að friðmælast við Kolbein fyrir sína hönd og bræðra sinna í þann mund, að Þórður kakali kom út að Gásum. Með Birni drumb reið Þorsteinn Hjálmsson, höfðingsbóndi á Breiðabólstað í Vesturhópi, en hann var friðsamur maður og góður meðalgöngu við Kolbein. Þegar þeir félagar Björn drumbur og Þorsteinn komu á hálsinn hjá Svínavatni, reið á móti þeim maður sem Jón hét og var kallaður liðsmaður. Jón liðs- maður sagði þeim félögum skipskomu á Gásum og þar á hefði verið Þórður kakali og sagðist hann sendur af Kolbeini að finna bændur vestra og skipa þeim að taka Þórð höndum og færa sér, ef þeir yrðu hans varir. Jón liðsmaður hélt síðan áfram ferð sinni vestur, en þeir Björn og Þorsteinn riðu áfram norður. Þegar þeir höfðu riðið um stund og Jón liðsmaður var horfinn úr augsýn, mælti Björn drumbur: „Þau tíðindi hef ég frétt, að ég mun aftur hverfa og ríða eigi lengra." Þorsteinn Hjálmsson, sem var gætinn maður, taldi þetta ekki ráðlegt, en Björn sagði það einu gilda, hverju hann héti Kolbeini fyrir hönd bræðra sinna, þeir myndu engin þau heit halda, þegar þeir vissu Þórð kominn til landsins, heldur fara strax á hans fund. Björn kægill og Kolbeinn grön voru heima í Hjarðarholti en Svarthöfði hafði farið vestur á Hrafnseyri en hann var tengda- sonur Steinunnar Hrafnsdóttur Sveinbjarnarsonar. Mikil vin- átta hafði jafnan verið með þeim Eyrarmönnum og Sturl- ungum, Steinunn hafði misst tvo bræður sína í liði Sturlunga á Örlygsstöðum, þá Krák og Sveinbjörn. Þeir þóttu höfð- ingjaefni og voru mönnum harmdauði, og var lítil ást á Kolbeini unga á Hrafnseyri. Björn drumbur reið utan al- faraleiðar til baka í Hjarðarholt og kom þar um nótt. Hann vakti bræður sína að segja þeim tíð- indin. „Þeir urðu glaðir við,“ og hafa eflaust farið að hyggja að vopnum sínum. Þess er ekki get- ið um marga, að þeir yrðu glaðir við, þegar fréttist um útkomu Þórðar kakala. Sagnameistarinn var ekki orðaöur við hermdarverk Þórður reið um Borgarfjörð og skilur Tuma bróður sinn eftir í Hvammi hjá Svertingi Þor- leifssyni en heldur sjálfur áfram vestur í Dali að Staðar- hóli til Sturlu Þórðarsonar frænda síns. Kolbeinn og Gissur höfðu svikið þá Órækju Snorrason og Sturlu í griðum við Hvítárbrú í janúar þetta ár. Órækju var gert að fara utan en Sturlu sleppt með þann eið að ganga aldrei á móti þeim Kolbeini og Gissuri. Sturla Þórðarson var enginn afrekshermaður enda væri þá líklega engin íslendingasagan, en hann var þó í flestum meiri háttar herferðum Sturlungaald- ar og komst oft á vald óvina sinna en jafnan gefin grið eða hann náði sáttum. Þessi mikli sagnameistari hefur verið lag- inn að tala máli sínu og hann er ekki orðaður við nein þau hermdarverk, sem vektu and- stæðingum hans hatur til hans. Þá var hann heldur ekki jafn- frekur til fjárins og Snorri föð- urbróðir hans né jafnfyrirferð- armikill höfðingi og sjúkur til valda og því engin veruleg nauð- syn að drepa hann. Islandi var það mikil ham- ingja að Sturla þvældist lífs úr öllum sínum hrakningum og lifði framá elliár til að skrifa sögu aldar sinnar. Sturla var fjórum árum yngri en Þórður og líkast til hafa kynni þeirra verið lítil áður en Þórður fór utan, eða svo er að sjá af orðum Þórðar, þegar hann leitar liðsinnis frænda síns. Hann segir að sér hafi verið sagt, að „Sturla væri mestur maður og vitrastur í þeim sveit- um af frændum sínum.“ Ekki tók Sturla ýkja karl- mannlega í liðveizluna við Þórð og ér auðfundið að hann hefur hugsað eins og Hálfdán, að það væri ekki á það hættandi að leggja Þórði lið; hann fengi eng- an afla til að vinna sigur á Kol- beini. Sturla bar því við, að sér væri vandi á höndum um lið- veizluna, þar sem hann væri bundinn í eiðum við Kolbein og eru í þeim eiðum bundnir allir beztu bændur í mínum sveitum. Þórður taldi það nauðungar- eiða, sem Sturlu væri ekki skylt að halda, en fékk þó ekki Sturlu til að heita meiru en svo, að Sturla sagðist skyldu búinn til þeirrar liðveizlu við Þórð, sem hann kynni að ráða við sig og veita honum, þegar Þórður kæmi að vestan. Það blés sem sagt ekki byr- lega fyrir Þórði, þegar tveir menn, sem hann hefur talið tryggt að veittu sér, Hálfdán mágur hans og Sturla bræðr- ungur hans, vikust báðir undan fyrr en þeir sæju hvern styrk hann fengi af öðrum mönnum. Þeir Dufgussynir höfðu strax komið til fundar við Þórð, þegar hann kom vestur, einnig söfnuð- ust að nokkrir menn úr liði Órækju. Þegar Þórður taldi sig ekki fá meira að gert í bili í Dölunum, hélt hann vestur yfir Breiða- fjörð að Haga á Barðaströnd. Hann sendi eftir Gísla Markús- syni í Bæ og fleiri bændum, sem honum þótti slægur í til lið- veizlu. Kona Gísla í Bæ var Þórdís, dóttir Vigdísar dóttur Hvamm-Sturlu, ættföður Sturl- unga, og Þórdís og Þórður því systkinabörn. Gísli í Bæ hafði jafnan verið fylgispakur Sturl- 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.