Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Qupperneq 2
Guðrún Ósvífursdóttir er meðal þeirra persóna úr íslendingasögum sem hvað hugstæðastar hafa orðið unnendum sagnanna að fornu og nýju. Fyrsta leikritið sem sýnt var hér á landi eftir konu, var raunar upp úr Laxdælu — og nú rær Þórunn Sigurðardóttir á sömu mið: Guðrún heitir leikrit hennar, sem innan tíðar verður frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Af því tilefni hefur Illugi Jökulsson rætt við Þórunni. GUÐRUN allra kvenna var hún kænst Söguslóðir í Dölum: Höskuldsstaðir í Laxárdal. Þar bjó Höskuldur Dala-Kollsson, faðir Hallgerðar langbrókar og afí þeirra Bolla Þorleikssonar og Kjartans Ólafssonar. Mynd úr íslandsför Collingwoods 1897. „Guðrún hét dóttir þeirra. Hún var kvenna vænst er upp óxu á íslandi, bæði að ásjónu og vitsmunum. Guðrún var kurteis kona, svo að í þann tíma þóttu allt barnavípur, það er aðrar konur höfðu í skarti hjá henni. Allra kvenna var hún kænst og best orði farin. Hún var örlynd kona.“ Þannig segir í 32. kafla Lax- dæla sögu af andlegu og líkam- legu atgervi Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur, sem eflaust er fræg- ust kvenna í íslendingasögun- um, ef þær stöllur Hallgerður Iangbrók og Bergþóra eru frá- taldar. Ekki getur hún kallast gæfumanneskja; átti fjóra eig- inmenn en hélt engum þeirra lengi og af hennar völdum var Kjartan Ólafsson veginn, einn mestur kappi hinna fornu bóka. „Þeim var ég verst er ég unni mest,“ og svo framvegis. Ekki verður æfi þessarar miklu konu rifjuð upp hér, en varla er að efa að mörgum muni þykja forvitni- legt að nú er væntanlegt á fjal- irnar í Iðnó nýtt leikrit um hana, en það hefur Þórunn Sig- urðardóttir skrifað. Þórunn er kunnur leikari og blaðamaður en hefur ekki fengist við leikrit- un áður, nema í samvinnu við aðra. Spjallað var við Þórunni eftir æfingu á leikriti hennar sem heitir einfaldlega „Guð- rún“. Áður en lengra er haldið; leik- arar í komandi sýningu eru níu talsins. Guðrúnu sjálfa leikur Ragnheiður E. Arnardóttir, ung og lítt þekkt leikkona, en með hlutverk Kjartans fer Jóhann Sigurðarson. Bolli er í höndum Haralds G. Haraldssonar. Aðrar persónur eru fjölmargar en þeim hefur verið skipt niður á sex leikara: Soffíu Jakobsdóttur, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Val- gerði Dan, Jón Júlíusson, Jón Hjartarson og Aðalstein Berg- dal. Þórunn Sigurðardóttir leikstýrir sjálf verki sínu en leikmynd og búninga teiknar Messíana Tómasdóttir, David Walters sér um lýsingu en tón- list hefur Jón Ásgeirsson samið. Hefst þá samtalið. Þórunn, hvers vegna varstu að skrifa þetta leikrit? Getur fólk ekki bara lesið Laxdælu ef það hefur áhuga á Guðrúnu Ósvífursdóttur? Jú, ábyggilega. Veistu, ég get eiginlega ekki svarað þessari spurningu svo að vit sé í. En þetta var bara hugmynd sem ég fékk við lestur Laxdælu og allt í einu var ég komin af stað. Þá var ekki svo gott að hætta. Ann- ars er þetta svolítið merkileg spurning. Ég komst nefnilega að því, eftir að ég var farin að vinna að leikritinu mínu, að það er til mýgrútur alls konar leik- verka sem unnin hafa verið upp úr Laxdælu. Ætli þau séu ekki átta og þar eru bæði íslensk og erlend leikrit, sem og kvik- myndahandrit. Flest þeirra eru gömul, frá nítjándu öld og fyrri þluta þeirrar tuttugustu og kunnast er sjálfsagt leikritið hans Öhlenslágers sem hefur verið sýnt einum þrisvar sinnum í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Ég hafði líka gam- an af því að fyrsta leikritið sem sýnt var hér á landi eftir konu var einmitt upp úr Laxdælu; það var „Víg Kjartans Ólafssonar" eftir Júlíönu Jónsdóttur sem var sýnt í Stykkishólmi veturinn 1879—80. Þannig að ég er síður en svo ein á báti að vilja búa til leikrit upp úr þessari sögu. Hvað er það þá í sögunni sem höfðar tii þín, og annarra leikritahöfunda? Það er nú ýmislegt. í fyrsta lagi má nefna að hún er á vissan hátt aðgengilegri en aðrar ís- lendingasögur, tema hennar er þrengra ef svo má segja. Þá á ég við temað um Guðrúnu og fóstbræðurna, þó sagan fjalli auðvitað líka um önnur efni. Svo er hitt, að sagan er að mörgu leyti mjög dramatísk eins og flestar aðrar íslendingasögur; hún minnir á leikrit að formi til. Þetta stafar að öllum líkindum af því að sagan varð til sem munnleg frásögn en ekki skrifuð niður fyrr en síðar. Til að njóta sín sem frásögn varð sagan því að vera mjög hnitmiðuð, og er á þann hátt eins og leikrit þó lítið sé um samtöl. Nú, síðast en ekki síst vil ég svo nefna að sem bókmenntir standa íslendinga- sögurnar flestu framar og því er ekki nema eðlilegt að það sé reynt að færa þær á svið, gera þær lifandi í vitund fólks. Hvernig hefur þú nálgast viðfangsefnið? Ég hef fyrst og fremst séð söguna raunsæjum augum. Enda þótt forspár, galdrar og annað slíkt gegni veigamiklu hlutverki í henni, þá er sálfræði- legt innsæi ríkulegt, og það er það sem mér hefur þótt mest spennandi að glíma við. Frá mínu sjónarmiði séð er þetta fyrst og fremst saga um ástina og allt sem henni fylgir, en einn- ig um metnað, vináttu. Hefurðu fylgt söguþræði Laxdælu mjög nákvæmlega, eða ef til vill breytt mjög ræki- lega út af? Það segir sig sjálft að ég hef orðið að sleppa mjög mörgu. Ég fylgi til dæmis ekki æfi Guðrún- ar allt til loka eins og sagan. Raunar hef ég. eftir því sem á vinnslu leikritsins hefur liðið, reynt að frelsa mig æ meira frá sögunni; ég hef reynt að koma mér niður á þau grundvallar- atriði sem skipta máli og byggja síðan leikritið út frá þeim, en ekki smásmugulegri eftiröpun. Ég fylgi sögunni, elti hana ekki. Hvað með málfar persón- anna? Það hefur væntanlega verið erfltt viðfangs. Já, mjög svo. Ég varð að semja næstum öll samtöl sjálf og sem betur fer gerði ég mér litla grein fyrir því fyrirfram hvað það yrði mikið verk. Þá veit ég ekki hvort ég hefði lagt út í þetta! En eins og allir vita eru samtöl mjög fá í sögunni, og þá yfirleitt mjög skorinorð gullkkorn, og það er enginn hægðarleikur að vefa önnur samtöl kringum þau. Sumir sem hafa fengist við svipuð verkefni hafa valið þá leið að sleppa gamla textanum algerlega en það þótti mér aldrei koma til mála. Stíll sögunnar er mjög leikrænn og spennandi og auk þess er hann óaðskiljanlegur frá þeim tíma sem sagan gerist á. Ég hef umfram allt revnt að vera trú anda sögunnar. Á þess- um tveimur árum sem leikritið hefur verið í smíðum hef ég margskrifað textann, og auk þess fengið ýmsa góða menn til að fara yfir hann með mér. Þetta var feikileg vinna, en mjög nauðsynleg því textihn er mjög mikilvægur í leikriti eins og þessu. Hann er til dæmis miklu mikilvægari en ef ég væri að skrifa kvikmyndahandrit. Á sviðinu stendur allt og fellur með textanum, að minnsta kosti í svona leikriti. En er leikritið þá á nútíma- máli eða fornmáli? Ég hef reynt að fara eins kon- ar milliveg svo það er líklega hvorki á nútímamáli né forn- máli. Það ákvarðast af anda sögunnar fremur en orðfæri hennar og númer eitt hefur ver- ið að reyna að búa til góðan leiktexta, sem heldur þeim eig- inleikum sem eru í sögunni. Þar talar fólk sem er lítið gefið fyrir að útskýra tilfinningar sínar) það framkvæmir í staðinn. Jafn- framt hef ég svo náttúrulega reynt að segja eitthvað frá eigin brjósti um þessar persónur, koma á framfæri mínum hugs- unum um þær; annars væri til lítils að vera að skrifa leikrit. Það hefur ekki verið erfitt, því mér finnst þetta fólk á margan hátt mjög nálægt okkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.