Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Qupperneq 16
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
® C\| W\ Blíik-1 AR Afwká IÍEWA Heita Cuou FTAR
|/lATli> V ~R~ Æ í> A • F A T A M Síöi Æ F
—'• n; £ Ð K Ö K U K e L 1
li-L m<- UK Æ F ktXn- A M A MtHiL A U L A N A; F 'A 1 ■ N T?
i HCLUH ricrvnic. rnc. l s L U Ml B R A Hiv*e>R AR M (*um- S»uf>- A A R
6i to- u (t I K æ T t ~fT TA 3 «ir - ^ FÁ LMÁl R A U F A N A
IA © i Líí> ,K A P Hv/csa F N Æ. S 7-7 íktTi N
0 RR- UVTA 6. u M N u R r««4<i A F r A R T~ (vóis b fc/R
A R 6, óriiöif Pettas R 'o £ T U R 1 F/CÖÁ rnuiu A L A
F B u M Ck A N A HSKAR ÚRAFA A F L A R Fuu U
U R R A MAIM- UR Kv/E*l WAVM 'o £> U R Uruí ‘ivV 1 U L F A f?
Kíu V b ‘Vti í«ÍC<k- 6. £ 1 T FíSi R fiEIDAl 5ÓR Æ £ "t~ A
SÍÍMtT 'é I 6. I M M A £> U R f-ÍÖNCc 7T N A F
e 1 í> A R. Ck 'A L A A ÍUiL U o K 2L t>
s \< A R K A L 1 I l’rt- IMM L "o~ £ T N 3 1
/A/ Cf'1 Ftrmd- INN yitsK- UWWIN LENái- £/M INL 5U- khí-H uÉ' 5ol- Auo p
**
F\tM VHO KBIU.- MANMi- MAP/JÍ
RULI
LÖNDiH / |5íAUB rv'/ - HLJdOl HÁTruH
Felluí Fofc- Flo - AKJN
Æ TT- CxÖF- ulur T/M fl- 6 I L S fCITÚK
5TÓR zrneM
H'qR eiHNKAf> n i
L ITLA f^ALTÍí) VJÉ ITA n&.N
5lCTt- UMA 5IVADPA 'DTTI
ynRUfi f/AU£>AK X
Ihermir |£FTIR CLfRT- /\£>l ÍKflUT- ÍTARF m* aj> 1 M
SNe«T- l nC. MD0.LA Fríl
Idrhk- 1 vcru- |mó’whuw MftLM- UR Kíápt- Mft áufi VÆtli réNM
/K.ST. fífl
H£VÁ AFREKS- V£KK r/M oi /VÁLAe Hl/fiAK- HALDIO KtAUF' 5K£L- /N
rAcca- }reiu>> FUC.L
ffSKUR 5POR
m im- UR iL/r- KILI $ «M- HCJ. (x^ R"o Tó'mM
FoR. - ÍIHAUT ÓAMÖ,- A.R ■
tÆPuR U'l KAMS Huita*. 4ríimiil
Petra
Kelly
kennt, nefnilega að hið lang-
samlega þýðingarmesta atriði í
lífi hverrar konu, eins og raunar
í lífi allra manna yfirleitt, væri
sjálf vinnan. Það væri ekki að-
eins, að vinnan hefði þýðingu
fyrir þjóðfélagið, heldur hefði
hún gildi út af fyrir sig fyrir
tilurð manns sjálfs — fyrir
sköpun persónuleikans. Og ef
konan finnur á sínu verksviði
menn, sem hafa kynferðislegt
aðdráttarafl á hana, þá á hún
líka að njóta þeirra. En hún á
ekki að gefa vinnu sína upp á
bátinn þess vegna.
Blm.: Er það ekki fremur þvert
á móti í okkar þjóðfélagi: Konur
sjá tilgang og markmið lífs síns í
ástinni, en allt annað er svo auka-
atriði?
Petra Kelly: Hvað mig snertir
gengur vinnan á undan öllu öð-
ru, þar á eftir koma svo ástar-
samböndin, sem spretta af þess-
ari vinnu. Þau eru afar sjald-
gæf, en þegar þau myndast, eru
þau mjög þýðingarmikil. Það er
af því að þau eru ekki laus við
markmið. Allt á sínar rætur í
hreyfingunni; hið pölitíska verð-
ur að einkalífi, einkalífið verður
pólitískt. Þegar fólk fer að lifa
saman í — ja, ég veit eiginlega
ekki út af hverju — einni flug-
ferð til Mallorca eða út af nýjum
bíl, það er auðvitað ekkert
markmiö í mínum augum.
Ég þarf á því að halda, að um
andlegan skyldleika sé að ræða
við þann, sem ég elska; kynferð-
isleg og andans tengsl. Með öðr-
um orðum er vinur mér mun
þýðingarmeiri en elskhugi. Og
þeir eru fáir karlmennirnir, sem
geta verið hvort tveggja í senn.
Eiginlega ættu allar manneskj-
ur fyrst að verða vinir, áður en
farið er að tala um að lifa sam-
an, það væri miklu betra.
Blm.: Hve stór er vinahópur
þinn? Telur hann líka konur?
Petra Kelly: Það er fljótsagt,
að ég er ekki lesbísk á neinn
hátt. En tengsl mín við eina, við
tvær konur, eru mjög náin og
byggjast á samstöðu og systur-
legum kærleika. Og svo eru það
tveir, þrír karlmenn, sem hafa
haft djúp áhrif á mig. Það eru
alltaf mjög pólitískt sinnaðir
karlmenn.
Blm.: Tekur þú þér ekki stund-
um frí, þótt í mörgu sé aö snúast?
Petra Kelly: Ég fer í frí til þess
helst að afla mér frekari upplýs-
inga um menn og málefni. Þegar
mér berst til eyrna, að það séu
viss vandkvæði samfara úran-
vinnslunni í Ástralíu, verð ég
líka að kynna mér það á staðn-
um. Eða Hiroshima. Það var það
langerfiðasta, sem ég hef lent í;
að ganga alein inn í sjúkrahús
þar í borginni, þar sem allt að
þrettán manns liggja saman á
stofu og sjá svo þarmana úr
þessu fólki, alsetta krabbameini,
hrúgast upp í plastfötur við
hliðina á því. Og þetta er að ger-
ast heilum 30 árum síðar — slík
eru áhrif þessarar litlu
sprengju, sem kastað var þá.
Hver og einn einasti stjórn-
málamaður verður að sjá þetta
með eigin augum til þess að vita,
hvað kjarnorkustríð eiginlege
er.
Blm.: Allt þetta ieggur þú á þig
til þess aö vera tekin pólitískt trú-
anleg?
Petra Kelly: Af því að ég get
ekki krafist þess af öðrum, sem
ég er ekki tilbúin að gera sjálf.
Blm.: Feröu svona nákvæmlega
í saumana á öllum málum, af því
aö þér finnist þú hafa alveg sér-
staka köllun í þágu almennings-
heilla?
Petra Kelly: Onei. Mér finnst
bara, að hver og einn ætti að
vera eins virkur og hann frekast
getur, því þá myndi þjóðfélagið
fljótt fá annað yfirbragð.
Blm.: Þú berst gegn allri rán-
yrkju á náttúrunni, en ferð um leið
afar illa með eigin heilsu og hlífir
þér hvergi.
Petra Kelly: Já, það veit ég
ósköp vel, og mér þykir það mið-
ur. Én ég verð nú einu sinni að
stunda stjórnmál jafnframt
starfi mínu. Og ég ætla að halda
út hjá Efnahagsbandalaginu í
tíu ár alls — það vantar bara
hálft ár í það. Þá vildi ég komast
inn á fylkisþingið hérna í Bæj-
aralandi og síðan verða þing-
maður í Bundestag í Bonn.
Blm.: Margir líta á þig sem eins
konar Florence Nightingale eða
Jeanne d’Arc. Hvaða augum lítur
þú á sjálfa þig?
Petra Kelly: Ekki beinlínis
sem þjónandi anda. Ég væri öllu
heldur reiðubúin að fara í fang-
elsi fyrir viss málefni, án þess
að gangast inn á nokkra mála-
miðlun.
Blm.: Hvers vegna og á hvaða
hátt fórstu aö hafa afskipti af
stjórnmálum?
Petra Kelly: Það var eiginlega
hún amma, sem vakti áhuga
minn á stjórnmálum. Þegar ég
var að koma heim um helgar úr
heimavistarskólanum, fór hún
alltaf gegnum dagblöðin með
mér. I mínum augum var það
orðin alveg föst siðvenja, sem ég
hlakkaði alltaf til, þegar ég kom
heim. Svo dvaldi ég í níu ár í
Bandaríkjunum, fylgdist þar
með hreyfingu Martin Luther
Kings. Sá líka mótmæla-
göngurnar, serri farnar voru eft-
ir dauða hans. Það var þá sem
ég gerði mér ljóst, að stjórn-
málabarátta án ofbeldis var
rétta leiðin. Sú aðferð er göfug,
af því að hún knýr andstæðing-
inn til þess að verða aftur
mannlegur — en ekki óvinur.
Og svo var það, að systir mín
veiktist af þessu krabbameini. í
fjögur ár heimsótti ég hana um
jól og páska á sjúkrahúsið í
Heidelberg. Ég fékk þá reynslu
af því, hvernig menn eru reyrðir
niður í tæki og þeir geislaðir —
án nokkurrar vonar, af því að
þeir finna ekki fyrir neinum
kærleika lengur í þessu tæki.
Systir mín vissi, hve veik hún
var og hún var svo mikil hetja í
sínum þjáningum, við hin urð-
um svo lítil í samanburði við
hana. Hún dó árið 1970 og var
þá tíu ára gömul. Allt mitt starf
snýst eiginlega um það, að alls
ekki megi beita nokkurn mann
geislun — hvorki í læknismeð-
ferð, í hernaði né á nokkurn
annan hátt.
Blm.: Ef þú kæmist aö raun um
þaö núna, að þú værir meö
krabbamein, myndirðu þá neita aö
fara í geislunarmeðferð?
Petra Kelly: Ég myndi aldrei
nokkurn tíma láta beita mig
geislun. Árið 1978 var fram-
kvæmd fóstureyðing á mér, af
því að læknarnir sögðu mér, að
það væri engin trygging fyrir
því, að barnið myndi fæðast
heilbrigt og vel skapað. Af því
að ég var með ónýtt nýra, hef ég
verið röntgenmynduð í bak og
fyrir, bæði hátt og lágt, allt frá
því ég var átta ára gömul; það
voru þetta 30—40 röntgen-
myndatökur á hverju ári. Það
kom líka í ljós, að fóstrið var
mikið vanskapað. Hvort allar
röntgenmyndatökurnar áttu sök
á því, get ég ekki sannað. Lækn-
arnir segja, að legið sé alveg ör-
uggt. Það er líka sagt að kjarn-
orkuknúin raforkuver séu alveg
örugg, og kjarnorkuvopn eru
sögð örugg — það hljómar eins
og hreinasta óeðli að ljúga svona
að fólki. Enginn læknir getur
veitt mér fulla vissu í mínu til-
viki. Áhættan er of mikil. En ég
viidi þó gjarnan eiga mitt eigið
barn.
Blm.: Af hverju ættleiðir þú
ekki barn?
Petra Kelly: Ég hef átt fóst-
urbarn í Tíbet í tólf ár. Fræði-
lega séð, það er að segja póli-
tískt, hef ég líka trú á ættleið-
ingu. En samt er hið innra með
mér sterk þrá eftir þeirri
sjálfsfyllingu sem barnið veitir,
ósk eftir eigin barni; — ég get
ekki skýrt það á rökrænan hátt.
Ef til vill er ástæðan sú, að ég
hef sjálf aldrei átt eigin fjöl-
skyldu. Faðir minn yfirgaf
okkur svo snemma, ég var þá
fjögurra ára.
Blm.: Hvaö varð svo um hann?
Petra Kelly: Ég veit það ekki.
Það er dálítið sorglegt fyrir mig
að verða að játa það. Hann var
listrænn í sér, gáfaður maður,
mjög virkur í stjórnmálum, en
hann var ekki við eina fjölina
felldur. Ég held, að ég hafi erft
mjög margt frá honum. Fyrir
nokkrum árum fann ég aftur,
það sem hann hafði skrifað eitt
sinn í ljóðahefti, sem ég átti sem
barn; það var bara alveg eins og
í einhverju drama: „Gerðu
ávallt eins og hjartað býður
þér.“ Einhvern veginn hef ég lif-
að samkvæmt þessum einkunn-
arorðum, án þess að gera mér
grein fyrir því.
Útgerandi: U.f. Árvakur, Reykjavík
Framkvjrtj.: Haraldur Sveinsson
Ritstjórar: Matthías Johannessen
Styrmir Gunnarsson
RiUrtj.fltr.: Gísli Sigurdsson
Augiýsingar: Baldvin Jónsson
Ritstjórn: Adalatræti 6. Sími 10100
16