Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Side 3
Á hvern hátt helst?
Ja, það er nú það. Sjáðu til,
þessi saga veitir okkur auðvitað
innsýn í annan tíma, og það er
náttúrulega mikilsvert, en ég
hef fyrst og síðast reynt að
byggja upp eigið andrúmsloft
leikritsins. Síðastliðið sumar
fórum við Messíana Tómasdótt-
ir á ýmsar víkingasýningar í út-
löndum, einmitt til þess að geta
gert okkur grein fyrir því hvað
við vildum hafa með úr þessari
gömlu menningu, og hverju við
vildum sleppa. Þetta á ekki að
vera þjóðháttalýsing, heldur
vona ég að áhorfendur geti sjálf-
ir skynjað hvað er líkt með
okkur og þessu fólki, og hvað er
á hinn bóginn ólíkt. í sögunni er
teflt saman miklum andstæðum;
það er nú einmitt það sem glíma
mannlífsins hefur alltaf snúist
um, svo ég held að þessi saga
geti sagt okkur eitthvað.
Þá til dæmis um stöðu kon-
unnar? Það umræðuefni hefur
verið í sviðsljósinu og þú hefur
látið til þín heyra.
Já, ég neita því ekki að það
sem meðal annars heillaði mig
við þessa sögu var sá möguleiki
að þar gætu konur komið fram
sem sjálfstæðar verur; andstæð-
ur karla en ekki einungis við-
hengi þeirra. Slíkt er ekki bein-
línis algengt í bókmenntunum
eins og allir vita. í Laxdælu eru
mjög sterkar konur og sömuleið-
is mjög sterkir karla, og þetta
fólk er mjög öruggt í sínum
kynhlutverkum. Þarna er ekki
spurt hvort konur hafi sál; þær
eru til staðar, sterkar og oft
mjög valdamiklar en ekki þrúg-
aðar af. þeim eiginleikum sem
síðar voru heimfærðar upp á
þær. í íslendingasögunum eru
fórnfýsi, auðmýkt og þess hátt-
ar einkenni þræla! Það er líka
athyglisvert að karlmennirnir í
sögunni hræðast ekkert þessar
konur. Þær ógna þeim ekki, eins
og sterkar konur gerðu löngum
síðar. Sterkum konum er ekki
endilega lýst sem einhverjum
frenjum sem allir karlar hljóta
að óttast. Konur á þessum tíma
voru vitanlega ekki jafningjar
karla að öllu leyti, þær voru
gefnar mönnum gegn vilja sín-
um og svo framvegis. Margar
sögurnar snúast einmitt um til
hvaða ráða konur grípa ef þær
eru beittar valdi. Karlar eru
samt ekki sýndir sem ill öfl;
þetta er einungis sterkt fólk sem
tekst á — tilfinningafólk sem þó
leynir oftast raunverulegum til-
finningum sínum. Mitt hlutverk
í leikritinu um Guðrúnu var
m.a. að sýna þær tilfinngar,
bakhliðar persónanna.
Var eitthvað við þessar per-
sónur sem kom þér á óvart
þegar þú fórst að lesa söguna
nákvæmlega með tilliti til leik-
ritsins? Nú eru menn vanir því
að líta á Kjartan sem hctju,
Bolla sem svikara og þar fram
eftir götunum. Komstu að raun
um eitthvað annað?
Já, það er öruggt að ýmislegt
kom mér á óvart. Eg vil nú helst
ekki fjölyrða um niðurstöður
mínar áður en leikritið er frum-
sýnt, en jú — persónurnar vönd-
ust mjög misvel. Þær breyttust
sumar hverjar mjög í mínum
huga. Þó ég hefði lesið söguna
vandlega áður hafði ég í raun-
Þórunn Sigurðardóttir, höfundur leikritsins um Guðrúnu Ósvífursdóttur,
leikstýrir einnig.
Þórunn: „Ég hef
fyrst og fremst
séð söguna raunsœj-
um augum. Enda þótt
forspár, galdrar og
annað slíkt gegni
veigamiklu hlut-
verki í henni, þá
er sálfræðilegt innsæi
ríkulegt, og það er
það sem mér hefur
þótt mest spennandi
að glíma við. “
Samlestur í Iðnó á Guðrúnu: Þórunn Sigurðardóttir næst á mvndinni og talið frá vinstri: Jóhann Sigurðsson, sem
leikur Kjartan, Ragnheiður Arnardóttir, sem leikur Guðrúnu Ósvífursdóttur, og Harald G. Haraldsson, sem leikur
Bolla.
inni aldrei skyggnst mjög djúpt
bak við hetjumyndirnar. Það er
oft talað um að Laxdæla sé mjög
rómantísk saga, en ég komst að
því að hún er í rauninni ótrúlega
raunsæ. Ástin er vissulega
fyrirferðarmikil en það er ekki
litið á hana sem eitthvað sem
kemur af himnum ofan og verð-
ur svo að eilífu þar sem það
lendir.
Nú hafa sumir giskað á að
Laxdæla væri skrifuð af
kvenmanni. Hefur þú velt því
fyrir þér?
Já, ég hef svo sem pælt í því
en lít ekki svo á að það sé neitt
höfuðatriði af hvoru kyninu höf-
undurinn hefur verið. Við meg-
um heldur ekki gleyma því að þó
sagan sé í eðli sínu skáldsaga, þá
byggir hún á einhvers konar
raunveruleika — hún er ekki
einskær tilbúningur annað
hvort karls eða konu. Þessar
vangaveltur um að hún sé skrif-
uð af konu eru komnar til af því
að það er mjög sterk kvenvitund
í sögunni; þar er sagt frá konum
sem eru í eins konar kynjabar-
áttu, þó það sé langt frá því að
sagan sé neins konar debatt um
stöðu konunnar. Ég held að sag-
an gæti að minnsta kosti vel
verið skrifuð af konu, en ég er
enginn færðimaður og hætti
mér ekki langt út á þessar
brautir.
Hefur verið gaman að vinna
að þessu leikriti?
Mjög gaman. Svakalega gam-
an; Þetta hefur verið mikil upp-
lifun fyrir mig, það hefur opnast
alveg nýr heimur fyrir mér.
Hvernig hefurðu unnið? Nú
er alkunna að sum leikskáld
vinna verk sín að fullu og öllu
heima í stofu, en önnur treysta
á vínnuna í sjálfu leikhúsinu.
Já, ég hef næstum algerlega
unnið þetta heima. Þetta leikrit
er þess eðlis að það er eiginlega
ekki hægt annað. Það þarf að
leysa í eitt skipti fyrir öll mörg
erfið vandamál, bæði í sam-
bandi við textann og atburða-
rásina, og þetta þarf að leysa
áður en komið er upp á svið. Ég
hef auðvitað alltaf hugsað um
sýninguna um leið og ég skrifa,
og farið eftir því hvort atriði
myndu gera sig á sviði eða ekki,
en þegar niðurstaða er komin er
ekki mikið frjálsræði til að
breyta út af.
Heldurðu að þú munir halda
áfram að skrifa leikrit?
Tja, þessu á ég svo erfitt með
að svara. Mig hafði oft langað til
að skrifa og hef svo sem tekið
þátt í hópvinnu um leikrit áður,
en mér hefur aldrei fundist ég
hafa nógu gott efni í höndunum.
Ég vil nefnilega hafa eitthvað að
segja! Svo datt þetta efni niður í
kollinn á mér og ég fór af stað,
og hafði satt að segja engar
ambisjónir um að halda siðan
áfram á þessari braut. En lík-
lega hefur þessi vinna haft mjög
inspírerandi áhrif; að minnsta
kosti geng ég nú með nokkrar
hugmyndir sem mér þætti gam-
an að gera eitthvað úr. Hvort af
því verður kemur bara í ljós. Ef
ég þarf að skrifa, þá skrifa ég —
hvernig svo sem þetta leikrit
endar.
Ein spurning í lokin. Er það
ekki ægileg ábyrgð sem þú
leggur á herðar einnar leik-
konu; að þurfa að segja þessi
frægu orð: „Þeim var ég verst
er ég unni mest“?
Nei, alls ekki! Ég held að það
væri voðalega gaman að fá að
segja þetta! En þetta er auðvitað
spurning um hvernig maður
nálgast svona gullkorn; hvort
maður gengur að þeim með
glýju í augum, eða hvort maður
reynir að hugsa málið frá upp-
hafi.
Þannig að þessi setning
verði eðileg niðurstaða þess
sem á undan er gengið, en ekki
meitluð speki sem aílir hafa
heyrt áöur?
Einmitt. þetta er auðvitað
eins konar lykilsetning verksins
og það verður ekki undan henni
komist. En ég er ekkert hrædd
við svona gullkorn, hef bara
hugsað um þau sem hverjar aðr-
ar setningar í verkinu.
Og hvað átti Guðrún ósvíf-
ursdóttir við?
Ég hef mínar eigin hugmynd-
ir um það!
3