Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Qupperneq 4
Sýning á Kjarvalsstööum:
Ljósmyndarinn
EMILE ZOLA
Ljósmyndasafnið hf. og Menningardeild franska sendiráðsins standa
saman að sýningu á Ijósmyndum rithöfundarins Emile Zola, sem bregða
Ijósi á líf rithöfundarins og mannlíf í París fyrir aldamót, þegar glæsileikinn
sat í fyrirrúmi og menn fóru um götur á hestvögnum. Sýningin stendur á
Kjarvalsstööum frá 26. febrúar—8. marz og verða þar sýndar 140 myndir
af þeim 7000 Ijósmyndum, sem Zola tók á síöustu árum ævi sinnar.
Sýningin hefur gengiö á milli borga í Frakklandi, en þetta er í fyrsta sinn
sem hún er sett upp utan Frakklands. Á sama tíma og sýningin stendur,
verður kvikmyndahátíð í Regnboganum um helgar, þar sem sýndar veröa
kvikmyndir, gerðar eftir bókum Emile Zola.
Jean Dieuzaide:
Þriöja
auga
Emile
Zola
Borgin Chateau d’Eau á því láni að
fagna að mega halda fyrstu sýningu á
myndum rithöfundarins Emile Zola í
Frakklandi. Ef til vill mun ég ennþá
særa einhverjar íhaldssamar sálir þeg-
ar ég lýsi yfir, án þess að hafa á tilfinn-
ingunni að ég sé að ýkja, að við séum
himinlifandi yfir að fá að bæta nafni
hans á lista þeirra frægu ljósmyndara
sem hafa heiðrað sýningarsal okkar síð-
astliðin átta ár. En Zola verðskuldar
sannarlega þennan heiður.
„Heimildaljósmyndin er bókmennta-
leg án þess að vita af því,“ skrifar
Pierre MacOrlan. Á móti er hægt að
setja fram þá hugmynd að flestir rit-
höfundar séu ljósmyndarar án þess að
vita af því. Besta dæmi um slíkt er
skáldsagnahöfundurinn Emile Zola,
sem hefur verið kallaður „ljósmyndari
þjóðfélagsins á tímum síðara keisara-
dæmisins", en nákvæmni lýsinga hans
er slík, að hún nálgast tærð og næmi
ljósopsins. Engum datt í hug að hægt
væri að taka þessa fullyrðingu í bók-
staflegri merkingu.
Reyndar höfðu margir frægir rithöf-
undar og listamenn í lok nítjándu aldar
mikinn áhuga á „þessari nýju list“; sem
dæmi má nefna Flaubert, Victor Hugo,
Guy de Maupassant, Jules Verne, Deg-
as, Ingres, Manet, Monet og Delacroix
og fleiri sem ég man ekki í svipinn ...
Paul Valéry kveður fast að orði er hann
skrifar hjá sér: „Ljósmyndagerðin er
Hjákonan Jeanne. Um myndina skrifaöi Zola svohljóð-
andi: „Hárið var kraftaverki líkast, ótrúlegt lokkaflóð
fullt af djúpum liðum, hlýr og lifandi kjóll, ilmandi af
hreinu, nöktu holdi“. (Emile Zola, „Le reve“ (Draumur-
inn), 1888).
Emile Zola og Alexandrine kona hans. Það
er dálítið fyndið, að þegar Zola reynir að
vera í hlutverki hins ærukæra eiginmanns
á mynd, er því líkast sem steinmyndin að
baki hrópi á hann, yfír sig hneyksluð.
hvati til að hætta að vilja lýsa því sem
getur lýst sér sjálft.“ Þessi tilfinning er
ríkjandi hjá Zola á síðustu æviárum
hans.
Fundum Zola og ljósmyndarinnar
hlaut að bera saman. Því veldur með-
fædd athyglisgáfa, og tilraunir hans til
að greina í venjuleika hversdagsins
hluti sem járngreipar vanans meina
okkur að sjá. Zola reynir að finna feg-
urð og skáldskap í hverfulustu augna-
blikum tilverunnar. Loks er einfaldlega
mikilvægt að vera talsmaður „natúral-
isma“ í bókmenntum. Zola finnst natúr-
alisminn líka vera til í ljósmyndagerð:
„Hann er sú athygli sem veitt er þýð-
ingarmiklum hreyfingum og skilningur
á mikilvægi augnabliksins."
Rithöfundurinn Emile Zola getur því
ekki litið á ljósmyndagerð eingöngu sem
þægilega aðferð til að drepa tímann.
Þvert á móti skilur hann fljótt raun-
verulegt og vísindalegt sjálfstæði þessa
tjáningarmiðils: „Ég álít,“ skrifar hann,
„að ekki sé hægt að segjast hafa séð
eitthvað nema að hafa tekið mynd af
því. Á henni koma í ljós mörg smáat-
riði, sem ekki væri annars hægt að
greina í sundur."
Þrátt fyrir það hefur Emile Zola ekki
leitað til ljósmyndarinnar í þeim til-
gangi að fá fram hárnákvæmni þá sem
Gustave Flaubert notaði í lýsingum á
landslagi Norður-Afríku þar sem saga
hans Salammbo gerist. „Þegar ég tala
um hluti sem ég hef séð, sé ég þá eins og
þeir eru í raun og veru, útlínur þeirra,
lögun, liti, lykt þeirra og hljóð. Þetta er
að gera hlutina alltof efnislega," segir
Zola,„ sólin sem skín á þá gerir mig
næstum blindan."
Emile Zola er uppi um aldamótin
1900. Það tímabil er mikilvægt augna-
blik fyrir þróun ljósmyndarinnar. Hún
breytist úr myndum áhugamanna,
„minningum frá heiminum", í myndir
4