Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Síða 12
Karlssonur vinnur konungsríki — Seinni hluti
„Skapaöur meö
undarlegri þrá
eftir víösýni"
Siguröur Sigurmundsson í Hvítárholti
skrifar um Jón Trausta
Guðmundur Magnússon — Jón Trausti.
Hver þekkir allar
þœr sorgir?
Líti menn yfir þessi heiðalönd
á sumrin, ber fyrir augu þeirra
ljósgula bletti til og frá, sem
stinga í stúf við holtin og mó-
ana, víðirunnana og birkibrekk-
urnar. — Það eru gömul tún. —
Þar liggja heiðabýlin — í eyði!
Það er eins og sorglegar sögur
séu grafnar í grassvörðinn við
fætur manna. Hver lína, sem
svip ber af mannaverkum, er
dráttur í rammbundinni rún,
flókinni og dularfullri. Þessi
vallgrónu veggjabrot gætu haft
frá mörgu að segja. Minningar
eru á sveimi umhverfis, en það
er eins og hugurinn geti ekki
náð þeim. Engin tök eru á því,
að vita neitt. Menn grunar því
fleira. Hver þekkir sælu þá og
unað, sem ef til vill hefur búið í
þessum kofum, þegar ungir elsk-
endur settust þar að? Hver
þekkir ást þá, von og þrá, sem
lyft hefir brjóstum þeirra og
gert þeim kotin konungshöllum
bjartari? Og hver þekkir öll
vonbrigðin? Hver þekkir allt
það böl, allar þær sorgir, sem
þessar föllnu þekjur hafa skýlt?
Hver þekkir allar þær ástríður,
sem þar hafa hamast í sálum
mannanna? Beisk tár hafa fallið
þar til jarðar. Brennandi bæn-
arandvörp hafa stigið þaðan upp
í ískaldan geiminn. Nístandi ör-
væntingarraddir hafa hrópað
þaðan til mannanna, til guðs og
enga áheyrn fengið. Loks hefir
orðið þar steinhljótt. — Ekkert
eftir nema tóftirnar.
Á þessa ljósgulu heiðabletti er
skráður einn þáttur íslendinga-
sögu. Einhver verndandi völd
halda við lit þeirra. Langar leið-
ir frá vekja þeir eftirtekt
manna, eins og þeir hvísli að
þeim: Komið og sjáið. Hér hafa
menn komið ... En þið hafið
gleymt nöfnum þeirra: — Land-
nám þeirra er komið í eyði.“
Eitt hið allra snilldarlegasta í
þessari miklu sögu er ferðalag
Höllu og flutningur úr byggð-
inni upp í heiðabýlið og koman
þangað. Ljósið í heiðarbýlunum
hefur í raun líka oft orðið leið-
arljós mörgum villtum vegfar-
anda og þar með bjargað ótöld-
um mannslífum.
12
Baráttusaga og
iilfaþytur
Svo stórvirkur var Jón
Trausti, að jafnhliða Heiðarbýl-
issögunum reit hann tvær viða-
miklar skáldsögur, „Leysingu",
sem út kom 1907, og Borgir,
1908. Um „Leysingu hefur verið
skrifað: „Um söguna voru skri-
faðir margir ritdómar, var hún
dæmd fremur hart og um hana
ríkti hinn mesti úlfaþytur gagn-
rýni og gremju. Á ytra borði er
þar lýst baráttu gamalla og
nýrra verslunarhátta þar sem
aðalpersónan, Þorgeir verslun-
arstjóri, heyr lífsbaráttu sína.
Sagan er í raun persónusaga, en
þó jafnframt saga stórfelldra
þjóðfélagslegra átaka, en
brennipunktur hennar er dulinn
glæpur, þar sem Þorgeir versl-
unarstjóri fékk með sefjunarv-
aldi lítilsigldan fátækling, Einar
í Bælinu, til þess að kveikja í
vöruhúsi kaupfélagsins og
hnekkja þar með valdi þess.
Sagan Borgir var skrifuð
haustið 1907. Sama haustið
skrifaði höf. fyrsta þátt Heiða-
býlisins og hafði hann lokið báð-
um bókunum fyrir jól. Borgir
eru sérlega vel uppbyggð og
samin saga. Aðalfyrirmyndin að
sögunni er rakin til dvalar Guð-
mundar á Seyðisfirði, umhverfi,
persónur og atburðir þaðan að
mestu tekið. Hún er skrifuð í
gamansamari tón en yfirleitt
aðrar sögur Jóns Trausta. Um-
gjörð sögunnar eru deilur um
fríkirkjuhreyfingu sem hátt bar
á þessum árum. Fulltrúi gamla
tímans, Torfi prestur, stendur
sem klettur gegn hinum nýja
sið, tengdasonur hans og aðstoð-
arprestur, síra Gísli, er þar á
öndverðum meiði.
Smásögur Jóns Trausta eru
margar mjög góðar og þær
bestu viðurkennd snilldarverk.
Mætti þar nefna Sýnir Odds
biskups, Á fjörunni og Þegar ég
var á freigátunni. En þar er lýst
öldnum sægarpi, sem lífið hafði
rist rúnum sínum, með klofið
sálarlíf og lifði í tveimur heim-
um.
Eftir 1911 snýr skáldið við
blaðinu og tekur að fást við önn-
ur viðfangsefni og sækir nú yrk-
isefni sín aftur til liðinna alda.
Um það farast höf. sjálfum svo
orð í grein um Vilhelm Tell og
land hans: „Það er ekkert
áhlaupaverk að semja söguleg
skáldverk, syngja líf og anda í
löngu liðnar aldir og töfra fram
gleymda og hálfgleymda atburði
úr gröfum sínum með því lista
afli, að allir lifandi menn taki
innilegan þátt í sorg þeirra og
gleði, er í þeim felst. Það er ekki
nema einu sinni á ævi heimsins,
sem ákveðnir snillingar vekjast
upp til að gera slíkt. Enginn hef-
ur ennþá orðið til þess að gera
það fyrir Islendinga. — En það
verður unnið fyrr eða síðar. —
Rómantíkin er í útlegð nú sem
stendur í heimi listarinnar en
hún verður aftur kölluð til valda
áður en langt um líður, í ein-
hverri mynd, því heimurinn get-
ur ekki án hennar verið. Og þá
leggur ísland til efnið í ný
skáldleg stórvirki."
Fyrsta hinna sögulegu skáld-
sagna skal hér nefna sagnasafn-
ið „Góða stofna“. Um þetta nýja
viðfangsefni segir höf. í for-
mála: „í jarðvegi íslenskra
fræða, þar sem liðnar aldir hafa
lagt lag á lag ofan, finnast
margir góðir stofnar, fágætir
stofnar, sem ekki eru feygðir að
fullu. Fáa eina af þeim tek ég
upp, reisi þá fyrir framan mig
og reyni að ímynda mér þá eins
og þeir voru á meðan þeir stóðu
allaufgaðir og gáfu landinu lit
og ilm. En þeir, sem vilja sjá þá
með mér, mega ekki gleyma því,
að þeir eru einungis eins og ég
hugsa mér þá, ekki eins og þeir
voru í raun og veru. Þó er því
betur, sem myndin kemst sann-
leikanum nær. En vænst þætti
mér þó um það, ef þessar mynd-
ir gætu glætt áhuga á sögunni,
sem þær eru úr, og ást til lands-
ins, sem hefur borið hana.“
Fyrsta sagan í safninu, „Anna
frá Stóruborg", hefur við sann-
sögulega atburði að styðjast,
þar sem hin stórættaða kona,
Anna á Stóruborg, tók saman
við smalapilt sinn í óleyfi bróð-
ur síns, Páls lögmanns Vigfús-
sonar.
Stuðst við œvisögu
eldklerksins
Sögur frá Skaftáreldi fjalla
um mestu jarðelda sem brunnið
hafa á byggðu bóli á jörðinni,
svo sögur fari af. Þær eru að
meginhluta sannsögulegar og er
í lýsingum stuðst við ævisögu
eldklerksins, síra Jóns Stein-
grímssonar. Þar er lýst þeim
geigvænlegu hamförum og
hörmungum, sem þá yfir gengu
ásamt harmsögulegri ástarsögu,
sem ofin er þar inn í. Einn kapí-
tuli sögunnar heitir „Kveðju-
sending til Skaftfellinga" og
hefst svo: „Skaftfellingar! Öðr-
um fremur sendi ég ykkur kveð-
ju mína með þessari bók. Síðan
ég sá hérað ykkar, hefir hugur-
inn oft hvarflað þangað. Ekkert
hérað hefir tekið mig slíkum
tökum. Innikreppt milli tveggja
höfuðjökla liggur sýslan, hafna-
laus, vegalaus, margskift af
sandauðnum og illfærum jök-
ulvötnum. í norðri liggja fjöll
þau, sem fætt hafa af sér ein af
mestu eldgosum heimsins, sem
sögur fari af — og það tvívegis,
að minnsta kosti. Fjöll, sem rist
eru jafn ógurlegum feiknstöfum
jarðeldasögunnar sem Eldgjá og
Úlfarsdalsgígum. — í suðri eru
sandarnir með sjó fram. —
Meiri strönd feigðar og voða er
hvergi til í Norðurálfu.
Flatir og viðsjálir skaga þeir út
í sjálft hafið og vaxa með ári
hverju. Árlega og oft á ári verða
þeir að grandi. Um þá alla er
stráð skipsflökum og rekaldi.
Langt frá sjó blása upp úr sönd-
unum gamlar, hvítar beina-
grindur úr fornum sægömmum,
sem klufu djarflega öldurnar á
sínum tíma, en lögðust þar til
hvíldar. Þá var fjöruborðið þar.
Nú standa á fjöruborðinu strá-
heil gufuskip úr járni, og síga í
sandinn. Árlega bætist við þau.
— Þjóðbrautin um Sahara er
mörkuð hvítum beinum úlfalda,
sem dáið hafa úr þorsta. —
Fjöruborð hverrar aldar á Suð-
urlandssöndunum er markað
flökum skipa, sem villst hafa
inn á þessi sandhöf. — Hver
kann allar þær sögur. — Yfir
öllu þessu gnæfir mesta jökul-
breiða Norðurálfunnar, heilt
konungsríki að víðáttu. — Þann-
ig er héraðið, svipmikið og eyði-
legt, en þó stórfagurt og ein-
kennilegt. Allt, sem prýðir ís-
land og níðir, er þar stórfelld-
ara, skýrara og skarpara en
annars staðar, Skaftafellssýsla
er íslenskust af öllu, sem ís-
lenskt er, kjarni íslenskrar
auðnar, kóróna íslenskrar feg-
urðar.“
Eins og áður getur birtist dul-
arnafnið Jón Trausti er höfund-
ur hóf að rita skáldsögur. En
undir kvæði sín setti hann ávallt
sitt rétta nafn eða stafina G.M.
Ungur fór hann að yrkja ljóð og
leita þar anda sínum útrásar, en
fékk mótbyr og ómilda dóma.
En baráttuþrek hans og trúin á
innri mátt, varð til þess að hann
brotnaði ekki, en andstreymið
beindi hug hans inn á önnur svið
skáldskapar og varð honum þar
með hjálp í leit að sjálfum sér.
Eftir hann liggur margt ljóða,
svo telja mætti verulegt þótt
engu öðru væri til að dreifa. Þau
eru auðvitað misjöfn að gæðum
en auðsætt er, að skáldskapar-
gildi þeirra vex og dýpkar með
aldri og þroska.
Spœnska veikin
heggur á þráðinn
Árið 1918 markar tímamót í
íslenskri þjóðarsögu. Er þar
fyrst að minnast að þá varð ís-
land að lokum sjálfstætt ríki.
Eins var það ár harðinda, hafíss
og eldgoss, eins og lengi mun
vitnað til. Þá lauk líka fyrri
heimsstyrjöldinni um haustið.
En minnisstæðast verður það þó
að líkindum fyrir drepsótt þá
hina miklu, sem þá barst til
landsins og nefnd var spænska
veikin. Plágan sú markaði í raun
blóðspor í sögu þjóðarinnar. í
Reykjavík einni dó fólkið hundr-
uðum saman. Og þar var ekki
farið í neitt manngreinaálit,
fólk féll í valinn margt í blóma
lífs hlaðið lífsþrá og starfslöng-
un. Sigð dauðans lagði jafnt að
velli hið græna tré sem önnur.