Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Side 9
Seifur sitt óvænna og lét Prómeþeif lausan; en hann skýrði frá spádómnum, sem var á þá leið, að sjávardísin Þetis myndi fæða son, sem yrði ofjarl föður síns. Ekki mátti tæpara standa, því Seifur hafði þegar lagt hug á Þetisi. Brá hann nú við skjótt kom henni í tygi við ungan mennskan mann, Peleif að nafni. Var þeim haldið dýrlegt brúðkaup og þangað boðið öll- um Ólimpsgoðum nema Erisi þrætugyðju. í hefndarskyni varpaði Eris inn til gestanna gullepli, sem á var letrað: Handa hinni fegurstu. Þrjár gyðjur kröfðust þegar eplis- ins, Hera, eiginkona Seifs, Pallas Aþena, gyðja vizku og hreysti, og ástargyðjan Affród- íta. Eftir harðar deilur afréð Seifur að kveðja til dómara SJÁ NÆSTU SÍÐU Umsátrinu um Trjójuborg er lokið, þegar leikur Æskílosar hefst, en sú fræga Trójuborgar-herfór hófst út af því sem mvndin sýnir: Paris frá Tróju heillaðist svo af Helenu hinni fögru, konu Menelásar konungs í Spörtu, að hann nam hana á brott og tók hana heim með sér. Sveinn Einarsson ORESTEIA — EFNI ÞRÍLEIKSINS Efnið í harmleikina var gjarna sótt í goðsögur eða ætt- arsögur líkt og íslendingasögur og þarna voru langir sagnabálk- ar. Skáldin tóku þá til þess ráðs að semja fleiri en eitt leikrit af sama sagnabálki, gjarna þrjú og þá nefnd þrfleikir, sem voru leiknir hver á eftir öðrum, en fjórleikir ef stutt gamanleikrit fylgdi, sem oftlega var, og þá ætlast til að það vekti hlátur, sem áður hafði vakið grát. Þessi leikrit voru flutt á Dýonýsosar- hátíðum, sem voru helstu menn- ingarviðburðir Aþeninga og leik- ið til verðlauna. Oresteia hefur nokkra sér- stöðu meðal þeirra leikja, sem varðveist hafa, hún er eini þrí- leikurinn, sem við eigum í heild. Leikirnir bera heitin Agamemn- on, Sáttarfórn og Hollvættir, en samheitið Oresteia er dregið af nafni einnar aðalpersónunnar, Orestesi, líkt og Njála er dregin af Njáli og Egla af Agli. Frægt er upphafsatriði fyrsta leiksins, Agamemnons. Varðmaður húkir uppi á hallarþaki í Argos-borg og skimar eftir Ijósi. Hann held- ur vörð um það, hverjar spurnir komi frá Trjóuborg, en til Tróju hélt konungurinn í Argos, Aga- memnon, og var foringi fyrir þúsund skipa flota Grikkja og ýmsum öðrum köppum, Menelási bróður sínum, AkkiIIesi, Ajöxun- um báðum og ódysseifi, en flest þetta fólk þekkjum við líka úr Ilíonskviðu (Ilíon er annað nafn á Tróju) og ódysseifskviðu. Varðmaðurinn er satt að segja orðinn nokkuð langþreyttur á starfa sínum, því að Trójustríðið hefur staðið í tíu ár, og honum er ætlað að fylgjast með því báli, sem tendra skal á öllum fjalla- tindum, þannig að fregnin berist sem örskot, ef umsátri lýkur eða borgin fellur. Og mikið rétt, loksins sér hann bjarma og skundar á fund drottningar Aga- memnons, Klítemnestru, sem stýrt hefur borgríkinu í fjarveru bónda síns. Við kynnumst nú kórnum, sem jafnan fer með aðalhlutverkið í grískum leikjum og tekur stund- um þátt í framvindu leiksins og hefur áhrif þar á, en kemur þar stundum hvergi nærri en dregur sínar ályktanir af því sem fram fer, fulltrúar hins almenna gríska borgara þá og kannski hins almenna íslenska áhorf- anda nú. Kórinn sér, að Klítemn- estra er að flytja þakkarfórn, gengur á hana og spyr hvað sé á seyði, en hún staðfestir í frægri lýsingu, hvers megi vænta: Her- inn á heimleið og sigruð Trója. Ekki er þó drottning í sigurvímu eingöngu og segir á stríði tvær hliðar, en það sé von sín, að sig- urvegararnir hafi kunnað sér hóf gegn þeim sigruðu, svo að ekki veki reiði guðanna. Litlu síðar ber að sendiboða, sem lýsir reyndar skýrum orðum, að Grikkir hafi enga miskunn sýnt og engu eirt: I Tróju stendur ekki steinn yfir steini. Kórinn hefur áður rakið forsögu þessa máls: Hvernig til Trójustríðs var stofnað vegna þess að Helena fagra, kona Menelásar, lætur flekast af París konungssyni úr Tróju, og þetta er móðgun við heilög hjúskaparlög, þannig að Seifur hvetur Agamemnon og aðra Grikki til hefnda. Reyndar er nú sagan vart öll þar með sögð, því að Trója stóð við Sæ- viðarsund eða Bosporus og var mikilvæg fyrir samgöngur og viðskipti, rík og máttug borg. Þegar flotinn ætlaði að leggja úr höfn, gaf ekki byr og spámaður- inn Kalkas fenginn til að leysa úr þeim vanda, hvað valdi, en hann kveður gyðjuna Artemis, dóttur Seifs og systur Appollons og Pallasar Aþenu, vera þar að verki. Krafa hennar er sú, að foringi hersins fórni sinni eigin dóttur, Ifígeníu, og þá muni blása í seglin. Æskýlosarskýr- endur hafa túlkað sem svo, að sá, sem leiði her í stríð fyrir eigin frægð, leiði persónulega ógæfu yfir svo marga fjölskylduna, hvort sem er úr hópi sigurvegara eða hinna sigruðu, að réttmætt sé að hann kynnist því einnig af eigin raun, og Artemis hafi vilj- að vita hversu mikið Agamemn- on hafi verið í mun að öðlast sig- urfrægð. Kapparnir híma og loks stenst Agamemnon ekki mátið, stúlkan er leidd á blót- stall og flotinn leggur úr höfn. Kórinn lætur þess getið oftar en ekki, að honum þyki þetta mis- viturt athæfi, og eitthvað hefur Klítemnestra hugsað um dótt- urmorðið. Þegar Agamemnon kemur heim með herfang sitt sigurkrýndur, tekur hún honum að vísu í fyrstu með þeirri kurt- eisi að ekki veki grun, en vart hefur hún boðið bónda sínum til hallar fyrr en hún drepur hann og frillu sem hann hefur haft með sér úr Tróju, völvuna Kass- öndru. Hún lýsir vígi á hendur sér iðrunarlaus, hún er refsinorn í þjónustu réttvísinnar. Ægistos friðill hennar hælist og af vígun- um, enda á hann einnig harma að gjalda: Þíestes, faðir hans, var bróðir Atreifs föður Aga- memnons sem flæmdi bróður sinn frá arfi og völdum og gerði það ekki endasleppt: Efndi meira að segja til veislu, og bauð Þíest- esi að borða barnakjöt — af sín- um eigin sonum. Síðan hvílir bölbæn á húsi Atreifssona. Kórnum ofbjóða þó aðfarirnar svo að við uppreisn liggur sem Ægistos og Klítemnestra kveða niður með hervaldi. Kórinn seg- ir, að eina vonin sé, að Orestes, sonur þeirra Klítemnestru og Agamemnons, sem fóstraður er ytra, komi heim og krefji til ríkis. í leikritinu Sáttarfórn kemur Orestes heim með vini sínum Píladesi. Við gröf Agamemnons hittir hann systur sína Elektru og fyrir eggjun kórs ambátta, sem Klítemnestra hefur sent að gröfinni til að flytja dreypifórn í friðþægingarskyni — hana er farið að dreyma illa — fyrir eggjun þessara ambátta rís þeim hugur og Orestes ákveður að láta til skarar skríða. Reyndar hafði Appollon birst honum og krafist föðurhefnda, og verði Orestes ekki við þeirri bæn bíður hans útskúfun. Hann vegur móður sína og friðil hennar. en er vart búinn að drýgja þá dáð, fyrr en refsinornir birtast honum og krefjast hefnda fyrir hinn versta glæp: móðurvíg. Þær elta hann og hann leitar athvarfs í hofi Appollons, sem sendir hann á náðir systur sinnar Aþenu, sem er réttlætisgyðja. Þar upphefst merkjlegt réttarhald, þar sem Orestes leitar sýknudóms. Máls- aðilar eru þó fyrst og fremst refsinornirnar, sem verða full- trúar fyrri trúarbragða og fornrar samfélagsskipunar og Appollon, spáguðinn, sem er fulltrúi hinna nýju guða, sem hafa þrengt sér inn og tekið ból- festu á Olympstindi: AppoIIon flytur málstað hinnar nýju þjóðfélagsskipunar, þar sem borgríkið er samfélagseiningin og völdin ganga að erfðum í karllegg. Kannski má líta svo á, að þarna takist á kvennaveldi og karlaveldi, eihs og þau birtast í fornri þjóðfélagsskipun. En það vakir ekki fyrir Æskýlosi að kveða upp neinn Salómonsdóm í því, sem nú á tímum er kallað barátta kynjanna. Hjaðninga- vígum með blóðhefndum ætta og einstaklinga eða flokka verður að linna, ef siðmenning á að festa rætur og réttarfarsvitund að þróast. Þó að rök Pallasar Aþenu ídómsniðurstöðum kunni að koma nútímamönnum eitt- hvað spánskt fyrir sjónir — en sjálf er hún a f engri konu fædd og stökk alsköpuð út úr höfði föður síns, Seifs, en þá sýnir hún klókindi: Mál Orestesar er ágætt prófmál, þar sem hann sóttist ekki eftir hefndinni af eigin hvötum, heldur guða skylduboði, ólíkt því, sem var um hin fyrri morð. Þarna er því sáttavon. En Aþena gengur lengra og í ber- högg við hina guðina; hún skipar kviðdóm og tekur þar sjálf sæti með einu atkvæði til jafns við mennska menn. Við skulum ekki gleyma því að vagga lýðræðisins á jörðinni stóð á Grikklandi á fimmtu öld fyrir Krist. Orestes er sýknaður á jöfnum atkvæð- um, en Aþenu veitist erfitt að sefa hinar reiðu refsinornir, sem þykir sér háðung ger að fá ekki að fylgja sinni gömlu réttlæt- iskröfu. En Aþena býður þeim nýtt hlutverk: í stað þess að sinna hefndarþorsta úr myrkum djúpum, skulu þær á ný dýrkað- ar sem jákvæð öfl alls þess sem lífsanda dregur. Nornirnar breytast í hollvætti og þannig lýkur síðasta leiknum í þríleikn- um Oresteiu. Leifar af hofinu í Delfi, þar sem véfréttin fræga var. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.