Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Side 7
losa mig við þetta?
Að drekka úr þessum grunnu
skálum sprengir brjóstólina!
Þetta heitir að veiða pyttlu!
Hvaða munur er á flösku og
pyttlu?
Mikill. Því flösku er lokað með
tappa en pyttlu með tippi.
Elegant!
Feður okkar supu stíft og
tæmdu pottana.
Þetta er drullu smellið. Skál!
Delinn vill skola vömbina. Skal
ekkert geymt handa ánni?
Ég drekk ekki meira en svamp-
ur.
Ég drekk eins og templar.
Og ég tamquam sponsus, eins og
brúðgumi.
Og ég sicut terra sine aqua, eins
og skrælþurr jörð.
Skilgreindu skinku!
Hún rekur mann til drykkju;
hún er trissa. Með trissu er vínið
halað niðrí kjallara; með skinku
niðrí maga.
Jæja þá, drykk, meiri drykk! Við
erum ekki kviðfullir.
Respice personam^pone pro duos;
bus non est in usu.
Ef ég stigi upp jafn hratt og ég
renni niður þá væri ég löngu kom-
inn í háaloft. 4)
Þannig varð Jakob Negg ríkur.
Þannig sprettur runni við síki.
Þannig vann Bakkus Indíalönd.
Þarjijiig fengu þeir Melindu
hönd.
Regnúði stillir stólpavind. Stór-
ir teygar þrumu ryfta!
Ef tilli minn migi svona hlandi,
myndirðu þá totta hann?
Ég get haldið því niðri.
Þjónsstauli, skenktu; ég krefst
þess að skrá mig næstan á listann.
Húrraðu því niður, Villi! Það er
annar pottur klár.
Ég kem fram sem ákærandi
þorstans; þetta eru réttarafglöp.
Þjónsstauli, skráðu kæru mina
eftir settum reglum.
Er eftir lögg í glasinu?
Áður drakk ég allt upp; núna
læt ég ekkert eftir.
Ekki neinn asa; við skulum
þurrka það upp!
Hér eru forláta vambir, óborg-
anlegar godebillio úr þessu móleita
nauti með svörtu röndinni. Kom-
um okkur í mjúkinn hjá þeim, í
drottins nafni, til að þóknast hús-
bændunum!
Drekkið, eða ég skal ...
Nei, nei!
Spörvar éta ekki nema fá klapp
á stélið; ég drekk ekki nema ég fái
skjall.
Lagona ederata!)Það er ekki til
sú hola á öllum mínum skrokki að
þó öllu fremur „hættuleg“ en
„ósiðleg“. Þó Rabelais hafi
áður gefið út nokkur fræði-
rit, mikilsháttar, hófst með
þessari bók frægðarferill
hans sem rithöfundar. Á 16.
öld komu út af henni níutíu
og átta útgáfur; um sextíu á
þeirri nítjándu.
í Pantagrúl kemur fyrir
lítið viðlag sem hljóðar svo:
Faulte d’argent, c’est douleur
non pareille. Peningaleysi,
það er armæða engu lík.
Rabelais hafði þá tekist að
bægja þeirri armæðu frá
sér... um stundarsakir.
Tveim árum síðar kom út
sagan um Gargantúa, föður
Pantagrúls.
vínið svæli ekki þorsta minn þar
út!
Þessi skvetta pískar hann vel!
Þessi skvetta rekur hann út,
með öllu!
Við skulum útbásúna við pyttlu-
og flöskuglym að hafi einhver
glatað þorstanum þá sé hans ekki
hér að leita: langvarandi úthreins-
anir drykkjunnar hafa rekið hann
á dyr!
Góður guð skóp pláneturnar, við
sköpum hreina diska.
Orð guðspjallsins leikur á tungu
mér: Sitio, mig þyrstir. 7)
Steinninn sem kallast abestos .
er ekki óslökkvanlegri en hávirðu-
legur þorsti minn.
Lystin kemur með átinu, sagði
Hangest frá Le Mans, og þorstinn
víkur við drykkjuna.
Ráð við þorsta?
Það er öfugt við ráð við hunds-
biti. Hlauptu ávallt á eftir hundin-
um og hann bítur þig ekki;
drekktu ávallt á undan þorsta og
hann kemur aldrei.
Þú varst farinn að dotta, og nú
vek ég þig. Eilífðarinnar þjónn,
vernda oss frá svefni. Argus hafði
hundrað augu til að sjá með; þjón-
ar þurfa hundrað hen^yr, jafn
margar og Briareus, til að
skenkja vínið óaflátanlega.
Vætum kverkarnar, piltar, það
er fínt að þyrsta!
Hvítvín! Helltu öllu, helltu í
djangans nafni!
Fylltu það, upp á barma: tunga
mín er að skorpna!
Landsmann trinke.,
Þína skál, kumpani! Heill þér!
Heill þér!
Jæja, sjáum til. Vel rann það
niður. 10)
O lachryma Christi!
Þetta er fr^t)La Deviniere, úr
pineau þrúgum.
Ó, þetta góða hvítvín!
Viö allt sem heilagt er, það er
mjúkt sem silki.
Ha, ha, fínt taffeta efni, vel ofið,
úr góðum þræði.
Misstu ekki kjarkinn, vinur minn!
Við verðum ekki sigraðir í þessum
leik, því ég luma á bragði!
Ex hoc in hoc; úr glasinu upp í
munninn. Þetta er engin sjón-
hverfing. Það sáu það allir. Ég er
meistari Passi.
Humm, humm! ég er prestur
Massi.
Ó þið drykkjumenn! Þið hinir
þorstlátu!
Skutulsveinn, góði drengur,
fylltu það svo út úr flói, gerðu svo
vel.
Vínið rautt sem kardinála-
hattur!
. 12>
Natura abhorret vacuum.
Svelgdu það eins og bretóni!
I gúlsopa! Þetta er metall!
Gleyptu það. Þetta er grasalyf!
1.) Úr lögfræði: Skortur gerir ráð fyrir eign.
Eða: Þorstinn býður drykkjunni heim.
2) Hóras: Hverja hefur fleytifull skál ekki
gert mælska?
3) Gáðu að hver persónan er; heiltu fyrir
tvo; bus er liðin tíð. Orðaleikur: bus er þátíð af
boire; eins hefði átt að segja pro duo-bus, en
ekki pro duos. Að hafa drukkið er liðin tíð. Við
drekkum núna.
4) Jacques Cæur, fjárhagsstjóri Karls VII
(1395-1456).
5) Fyrsti viðkomustaður Vasco da Gama eft-
ir Góðrarvonarhöfða. Konungsríkið Melinda
var tákn um ævintýralega auðlegð Austur-
landa.
6) Skál, félagi! (baskneska).
7) Óeyðanlegur (gríska).
8) Briareus, sonur himins og jarðar, hafði
fimmtlu höfuð og hundrað handleggi.
9) Drekktu, landi (þýska).
10) Tár Krists: ítalskt vín.
11) La Deviniere: bóndabær þar sem Rabelais
fæddist; enn er húsið uppistandandi.
12) Náttúran spymir gegn tómi.
Játningar
völvu
Tove Ditlevsen segir frá
Helgi J. Halldórsson þýddi
Frelsa
oss frá
gleði-
ræningjum
Þegar skattprósenta mín loks-
ins lækkaði svo mikið að hún
varð mér viðráðanleg, varð ég
svo glöð að ég fór að sagði það
öllum. Þeir horfðu ólundarlega á
mig og trúðu mér fyrir því að
þeir hefðu fengið viðlíka vitrun
en alls ekki orðið eins og hálfvit-
ar af hamingju. Við mundum
áreiðanlega fá að fínna fyrir því
á annan hátt, sögðu þeir þungir á
brún, og auk þess hefði ríkið alls
ekki ráð á slíku örlæti. Þeir
sögðu ekki að ég væri auðtrúa
aulabárður en það mátti lesa það
úr vantrúar fýlusvip þeirra.
Það getur vel verið að þeir
hafí haft rétt fyrir sér, en hvaða
gleði er varanleg? Maður verður
að njóta hennar meðan hún er
fyrir hendi en ekki taka út for-
skot á áhyggjurnar. Það er líka
eins og ill örlög eigi það til að
dynja yfír þá sem búa sig undir
að standa þau af sér. Það er
næstum eins víst og að vatn og
tré draga að sér eldingu. Ef mað-
ur óttast eitthvað er nokkurn
veginn víst að þetta „eitthvað"
hendir. Það er víst sú eina teg-
und hjátrúar sem ég er haldin.
Rithöfundur, sem nú er látinn,
þjáðist af stöðugum ótta við
eldsvoða sem gæti eyðilagt hans
ódauðlegu handrit. Þess vegna
kom hann afriti af þeim í hús
vinar síns. Það var gott því að
hús hans brann reyndar nótt
eina þegar enginn var heima.
Sjaldan er ein báran stök, segir
þar, og það fær það fólk svo
sannarlega að reyna sem trúir
statt og stöðugt á sannlciksgildi
þess bitra málsháttar.
Hvað gleðiræningjunum við-
víkur þá virðist mér sem þeim
fjölgi stöðugt. Satt er þaö, að
ekki er bjart yfir heimsástand-
inu en það verður ekki betra við
það að við eigrum um og eyði-
leggjum smávegis ánægjustundir
hvert fyrir öðru. I æsku var ég
einu sinni ákaflega ástfangin og
slíkt er ómögulegt að dylja fyrir
neinum, enda hefur maður enga
löngun til þess. Öfundsjúk vin-
kona mín gaut auga á þennan
gæfunaut minn og sagði: „Með
þessum manni er ekki gott að
eldast.“ Reyndar leit eiginmað-
ur hennar út fyrir að vera valinn
eingöngur eftir þessu einkenni.
En athugasemdin læddi inn í
þetta sælulíf óttanum við aö
missa. Og svo missti ég hann
auðvitað, tveim mannsöldrum
áður en hægt var að komast að
raun um hvernig væri að eldast
með honum!
Það er merkilegt að mann-
eskjur skuli ekki óttast hver~
aðra meira en raun er á. Mér
virðist að þær hafi ástæðu til
þess, þegar maður hugleiðir
hvað orð og hreimur geta gert
mikinn miska einkum meðal
nákominna. Gleðiránsmæður
eru vanar að segja við glöð börn
sín, að sá sem hlær á morgnana
muni gráta áður en kvöld er
komið. Slík börn venjast alla
ævina á að byrgja gleðina hið
innra með sér og koma sér upp
hæfílegum hryggðarsvip svo að
enginn finnur hjá sér þörf til að
slá á léttari strengi við þau.
Verri eru þó þeir sem setja
sannleikann ofar öllu, þeir sem
telja að óþægilegan sannleika
verði að láta uppi og fáist ekki
aðrir til þess taka þeir það að
sér. Þeir nálgast ógurlega ein-
lægir á svip og byrja alltaf á orð-
unum: „Það er ekki af því að
mér komi það við, en... “ Hér
ber manni í skyndi að troða
tusku upp í þá, því að maður er
best settur með að heyra ekki
niðurlag setningarinnar. Hún er
nefnilega í rauninni um það sem
engum kemur við.
Gleðiránstilburðir geta líka
dulist bak við uppgerðar með-
aumkun og áhyggjur. Á góðri
stund mætir maöur ágætum vini
sem hrópar upp yfir sig: „Ósköp
ertu þreytulegur! Ertu viss um
að þú sért alveg frískur?"
Þetta hefur í hvert skipti
meiri áhrif en til var ætlast.
Manni finnst maður ekki eiga
langt eftir og dragnast áfram
eins og níræður öldungur. Yfir-
ieitt er farið að líta á bjartsýni
og gleöi sem eitthvað ósiðlegt og
andfélagslegt. Spurningunni:
hvernig gengur? þykir orðið vel
við eiga að svara: Helvítlega!
Nú er ég hætt að viðra gleöi
mína yfir skattalækkun fyrir
hverjum sem er. En sjálf ætla ég
að halda áfram að gleðjast henn-
ar vegna. Annars fer fyrir mér
eins og manninum sem sagt var
við: „Osköp ertu beygður. Hvað
hefur komiö fyrir?“ Hann svar-
aði: „Heldurðu að það sé gaman
að burðast með múrsteina upp á
sjöttu hæð átta stundir á dag?“
„Nei, það hlýtur að vera
skelfílegt. Hve lengi ertu búinn
að gera það?“
Svar: „Ég byrja á morgun."
7