Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Page 6
7. hluti Ásgeir Jakobsson tók saman Stjarna Þóróar var í austri Sem áöur er sagt, þóttust allir vita, þegar Þórður kom heill til Helgafells hafandi bjargast furðulega, riðið um 200 km á 30 tímum í ófærð og það bar uppá í sama mund og hann kom, að stjarna var í austri á iostunótt, að Þórður myndi ætlað að vinna stór- virki. Var nú vegur Þórðar með alþýðu manna allur meiri en áður. Þá hefur það og aukið veg Þórðar, að honum tókst liðfáum að fá bændur á Suður- landi til að gjalda sér nokkurn skatt. Barátta hans sýndist ekki eins vonlaus og í fyrstu. Engan styrk hafði samt Þórð- ur til að sækja Kolbein heim og gekk nú í þófí fyrir þeim í hálft annað ár. Þeir drápu menn hvor fyrir öðrum, en Kolbeinn fékk ekki fang á Þórði og olli mestu um, að Þórður átti styrk sinn á Vestfjörðum þar sem skipið var aðalsamgöngutækið en fátt um hesta og land ógreið- fært til að fara þar með her manns á hestum. Kolbeinn fór heldur aldrei með her manns á hestum um Vestfirði. Grimmd Kolbeins og hans manna á þessu tímabili, 1243—44, er sú mesta sem gerðist á Sturlungaöld. Þórðar hlutur er í því efni miklu skárri svo og manna hans, ef undan er skilinn skúrkurinn Ásbjörn Guðmundarson. Nú verður rakin hér eftir sögunni viðureign Kolbeins og Þórðar veturinn 1243 og framá 1244, nema sleppt ýmsum út- úrdúrum, sem ekki hafa beina þýðingu fyrir söguþráðinn frá okkar sjónarmiði nú, þótt söguritaranum hafí sýnzt ann- að á sínum tíma. Orðalagi sögunnar er alls staðar fylgt, nema skotið sé inn hugleiðingum og á stöku stað eru gæsalappir, þar sem nauðsynlegt er, að það fari ekki milii mála að tilvitnunin er tekin orðrétt. Þórður kannar fylgi sitt Þórður Sighvatsson var í Fag- urey nær til jóla fram. Úr Fag- urey fór hann inn til Ballarár, en þar bjó Bárður Þorkelsson (alnafni Bárðar á Söndum). Bárður þessi var kvæntur Val- gerði Sighvatsdóttur, systur Þórðar. Þau hjón báðu Þórð að sjá fyrir öllu á Ballará, sem hann ætti þar allt sjálfur. Á Ballará skildi Þórður eftir suma menn sína en fór sjálfur til Búð- ardals og sat um jólin hjá Þor- birni Ingimundarsyni og þangað kom til hans á ofanverðum jól- um frændi hans, Sturla Þórð- arson. Þeir frændur riðu út í Dögurðarnes og þar kom til móts við þá Böðvar Þórðarson á Stað, bróðir Sturlu. Þórður leit- aði eftir liðveizlu Böðvars, en hann sagði sér vanda á höndum um hana, þar sem hann ætti fyrir konu, Sigríði Arnórsdótt- ur, systur Kolbeins. Böðvar sagðist að minnsta kosti fyrst vilja leita um sættir með Þórði og Kolbeini og varð það að ráði, að Böðvar færi á fund Kolbeins með þau sáttaboð, sem Þórður taldi sig geta sætt sig við. Þórður fór nú vestur yfir Breiðafjörð og til Barðastrandar og var enn ekki margt með hon- um og Gísla gamla í Bæ og hélt Þórður áfram vestur til Selár- dals. Þar bjó góður maður og göfugur, Tómas prestur Þor- valdsson, en hann átti Höllu, dóttur Þórðar Sturlusonar, og Halla því bræðrunga Þórðar kakaía og systir Sturlu og Böðv- ars á Stað. Ur Selárdal fór Þórð- ur vestur á Sanda í Dýrafirði og var þar um veturinn og var þá allt tíðindalaust um hríð. Það er ljóst, að Þórður hefur verið að kanna fylgi sitt og virð- ist nú sem hann hafi náð góðri fótfestu í Dölum og Vestfjörð- um, þar sem mestu munaði um Hrafn Oddsson og hans Arnfirð- inga, og ísfirðingar, Önfirðingar og Dýrfirðingar reyndust Þórði betur en á horfðist í fyrstu. Á öndverðri langaföstu kom sú orðsending Böðvars Þórðar- sonar til hans að Þórður skyldi koma til móts við Böðvar að Helgafelli. „Brást þá Þórður skjótt við og fór norður til ísa- fjarðar," segir í sögunni og er það nú ekki í leiðinni til Helga- fells, en svo virðist sem Þórður hafi vijað hitta þar bændur að máli áður en hann færi suður og vita hvern styrk hann ætti við ísafjarðardjúp. Hann sendi Ásbjörn, foringja gestasveitar- innar, norður í Grunnavik að hitta þar Atla bónda Hjálm- arsson, ensþeir Hjálmarssynir voru öflugir í Jökulfjörðunum. Atli kvaðst vilja sitja kyrr hjá málum þeirra Kolbeins, kvaðst eiga Kolbeini gott að launa. Ásbjörn kvað honum það ekki tjóa, að vilja ekki fylgja Þórði en vera vinur Kolbeins, en ekki fékk Ásbjörn af Atla. Fannst það á Þórði, er þeir Ásbjörn fundust, að honum þótti lítið er- indi Ásbjarnar orðið hafa, en það varð meira síðar. Ekki er getið neins annars um erind- rekstur Þórðar í ísafirði. Þórður hélt nú suður til Helgafells og var þá Böðvar þar kominn. Vildi Þórður nú engar sættir Ekki líkaði Þórði erindrekstur Böðvars og fannst hann hafa brugðizt sér og vildi engar þær sættir sem Kolbeinn bauð. Sagði Þórður, að það myndi upp koma um hans mál sem auðið yrði, en aldrei skyldi hann ganga að þeim sáttum, sem dugandi mönnum þætti honum eigi sæmd í að taka eftir frændur sína. Fór Þórður við svo búið aftur vestur á fjörðu og heim á Sanda. Á gagndögum (gagndagar = uppstigningardagur og næstu Márta Tikkanen Djúpt ristir gleðin brot — Kristín Bjarnadóttir þýddi allir ruglaðir hræddir óttaslegnir reiðir æpandi allir inniluktir í sjálfum sér engjast í tómleika steinrunnir hundeltir óheppilegir er afneitað neita allir sem berja höfðinu við veggi úr steinum vilja drepa og eyðileggja vilja deyja allir sem gráta í nóttinni hafa átt eiga móður næfurþunn er himnan sem aðskilur veruleika minn og þann sem nú er þinn náið fylgi ég þér afar náið aldrei hefur neinn staðið nær mér en þú einmitt nú það er bara að sprengja himnuna þá er ég hjá þér það er bara að þú ert að fjarlægjast þú ert að vaxa aldrei hefurðu verið svo knarreistur hreykinn tígulegur óháður tímanum sem nú þegar enni þitt leiftrar fæturnir snerta ekki jörðina orðin eru torskilin óhrekjanleg þú sérð gegnum steypta múra og okkur lögmál sem engum er ætlað að skilja aðeins lúta stjórna nú lífi þínu þú í miðdepli heimsins átt enga samleið með verunni í náttfötunum sem burðast með nafn þitt og sem ætlaður staður milli ljósblárra laka og í hug okkar „Djúpt ristir gleðin“ (Mörkret som ger gladjen djup) er sú ljóðsaga sem fínnska skáldkonan Márta Tikkanen skrifaöi næst á eftir „Ástarsögu aldarinnar“. Hér ér fjallað um mörkin milli hins sjúka og hins heilbrigða, um samband móður og sonar og sambandsleysi, þar sem sonurinn liggur á geðdeild og þar sem orð missa stöðugt marks, þráðurinn slitinn, engin samtöi möguleg, því orðin hafa glatað fyrri merkingu þeirra á milli. Hér kemur einnig fram barátta móðurinnar við að halda fast við raunveruleikann, blákalda tilveruna, þann heim sem hún er knúin til að kalla son sinn aftur til. Og um það hve langt hún getur leyft sér að fylgja hinum sjúka. Á landamærun- um gerist Ijóðsagan. Márta tileinkar bókina Sofiu Ulriku Wecksell (1811—1879), konu hattagerðarmanns og móður ellefu barna. Fleiri en eitt þeirra bama mun, hafa átt við alvarlega sálræna sjúkdóma að stríða og Sofía Ulrika sögð dul og þunglynd. I Ijóðsögu sinni leitast Márta við að gefa minningu hennar nýjan blæ og byggja brú milli hennar tíma og okkar tíma; tíma læknavísinda og tneðhöndlunar. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.