Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 7
Ásbjörn foringi gestasvcitar Þórðar kakala fór nm VestfirAi og raendi hverri fleytu nm brókleg var, en brændur gerðu hvaö þeir gátu og reyndu aö varna Ásbirni lendingar meö grjótkasti og spjótkasti. Yfírgangsmenn Þórðar kakala höföu oftast sitt fram og náðu að lokum saman 33 skipum. þrír dagar á eftir) fór Þórður suður í Dali og ætlaði að fara að Þórarni galta og drepa, en Þórði hafði verið sagt mikið af yfir- gangi Þórarins. Þórður komst ekki lengra en á Dönustaði, því að hann fékk ekki nóga hesta undir menn sína og hvarf hann aftur vestur við svo búið. Það er ekki frá því sagt, hver orsökin fyrir hestleysinu hefur verið, því að ekki ætlaði Þórður með her manns að Þórarni, en líklega hefur Þórður verið of snemma á ferð og hestar illa framgengnir undan vetrinum. Hann setti þarna eftir í dölunum Kægil- Björn og Þorgeir stafsenda, Há- kon Bótólfsson, norrænan mann og fyrrum kertissvein Skúla hertoga, en nú heimamann Þórðar, og þá var Almar Þor- kelsson, heimamaður Þórðar. Og enn setti hann þar fjóra menn aðra. Þessir áttu að ríða að Þór- arni, bíða þess að hann dreifði setunni, og drepa hann. Ástæðan til þess, að Þórður sjálfur heldur strax aftur vest- ur, var sú, að hann hafði fengið pata af því, að Kolbeinn ætlaði að fara með skipaliði vestur og eyða Vestfjörðu. Þórður sendi Ásbjörn Guð-; mundarson og gestasveitina, tuttugu menn, með honum á Strandir og áttu þeir að taka öll hin stærri skip í Steingrímsfirði og á Ströndum og flytja vestur í Dýrafjörð. Strandamenn voru ekki hallir undir Þórð. Til þess áttu þeir of mikið undir Kolbeini, skammt undan. gaf vini sínum, Sanda-Bárði, nú Svefneyjar, en þær lögðu sig á hálfan fimmta tug hundraða, eða eins og þrjár meðalbújarðir. Um fardaga fór Þórður á Mýrar í Dýrafirði. Þar bjó Bjarni Brandsson og vildi Þórður taka við búi af Bjarna og lét Bjarni það eftir. Settist Þórður í bú hans, en Bjarni og allt hans lið var áfram með Þórði. Þórarinn balti veg- inn eftir hraust- lega vörn „Millum þings og fardaga" brugðu þeir Kægil-Björn sér til Miðfjarðar að drepa Þórarin balta. Hér mætti ætla að orð- anna röðun (þing á undan far- dögum) að um vorþing væri að ræða, enda væri þá tímasetning- in nokkuð nákvæm, þeir hefðu verið á ferð í endaðan maí, en það sést af atburðum, að átt er við Alþingi og leikur þá tíma- setningin á svo sem þremur vik- um. Alþingi hófst 10 vikur af sumri. Orðið „millum" gaéti þó merkt „miðja vega“ og væri þá ferð þeirra félaga farin um það bil 10. júní. Kægil-Björn og félagar hans komu árdegis á Bretalæk, en þar bjó þá Þórarinn. Menn voru ekki uppstaðnir og gengu þeir Kæg- il-Björn inn með brugðnum sverðum og drápu Þórarin eftir að hann hafði varizt lengi og hraustlega. Þeir rændu því sem lauslegt var. í þessum Miðfjarðarleiðangri fengu þeir Björn vitneskju um, að Kolbeinn léti draga saman fjölmenni slíkt er hann fékk og einnig stór skip. Kolbeinn setti Brodda mág sinn höfðingja yfir skipaliðinu, en sjálfur ætlaði hann landveg vestur. Var það nú á orði með þeim Kolbeini og hans mönnum að eyða Vest- fjörðu svo, að Þórður ætti þar ekki lengur griðland né annars staðar á íslandi. Þeir Kægil-Björn hröðuðu ferð sinni til baka úr Miðfirði, þegar þeir höfðu haft sannar fregnir af viðbúnaði Kolbeins, og fóru þeir Björn allir í Tjalda- nes í Saurbæ og hafa ætlað þar að bíða hverra ráða Þórður leit- aði, en sendu Þorgeir stafsenda vestur að segja Þórði það sem títt var um ferðir Kolbeins og fyrirætlan. Þórður reið heiman það sama kvöld og Stafsendi kom með fréttirnar og ætlaði Þórður til ísafjarðar að draga saman menn og skip. Reyndu bændur að verja skip sín Ásbjörn Guðmundarson átti ekki vinum að fagna á Strönd- um, þegar hann kom nú í annað sinn. Áður til að taka menn þar nauðuga og nú til að taka skipin af Strandamönnum. Ásbjörn tók fyrst ferju á Hey- dalsá og er ekki þess getið, að hann fengi annað skipa í Stein- grímsfirði og segir næst af hon- um í Trékyllisvík en þaðan var fyrrum mikil sjósókn. Bændur söfnuðust saman og vildu verja skip sín og önnur föng. Létu þeir þá Ásbjörn eigi ná að ganga á land og var þá grjótflug og skot- ið spjótum og því öllu er laust var. En er þeir höfðu barizt skamma hríð fengu Stranda- menn af verra og gáfust upp. Þarna kemur það aftur fram, sem Þórður hafði treyst á í Skálholti og fyrr er frá sagt, að þegar bændur voru foringja- lausir entust þeir ekki lengi í bardögum. Þeir Ásbjörn voru ekki nema tuttugu saman og liðsmunur því efalaust mikill, auk þess sem bændur höfðu betri vígstöðu. Þarna tók Ásbjörn ferjuna Trékyllinn, sem hefur haldizt sem skipsnafn frá því Austmenn smíðuðu skip með þessu nafni á tiundu öld og sagt þeir hafi smíðað það úr hrænum (það er úr brotunum af hinu skipinu). Þeir höfðu nægan rekavið á Ströndunum til að smíða sér góðar fleytur. Þá tók Ásbjörn annað skip gott í Trékyllisvík og hét það Hringaskúta. Allt það tóku þeir Ásbjörn, sem þeir þóttust þurfa. Ekki kvaddi Ásbjörn Stranda- menn í Trékyllisvík heldur fór hann næst á Dranga, en þar bjó Gunnlaugur smiður Þorvalds- son. Hann átti tvo roskna sonu og voru þeir vasklegir menn og þjóðhagir. Ásbirni þótti þeir hafa verið í „óþykkju við sig" en vini Kolbeins. Lét hann taka þá bræður báða og handhöggva hvorntveggja, og kvað þá nú skyldu með engar njósnir hlaupa á fund Kolbeins. Þá hafði Ásbjörn næst viðkomu á Horni og þar lét hann særa til ólífis einhleyping þann er Þór- oddur hét og var kallaður kuggi. Þóroddur hafði það til saka unn- ið, að hann vildi ekki afhenda Ásbirni vopn sín. Tók nú Ás- björn öll skip er nokkur vöxtur var að. Fór hann síðan vestur til ísafjarðar. Þar þóttist hann eiga erindi nokkur líka. Hann kom í Æðey, en þar bjó þá Þór- dís Snorradóttir Sturlusonar en hún var ekkja Þorvaldar Vatnsfirðings. Þar komu saman 33 skip Atli Hjálmarsson, sem fyrr kemur við sögu, og Ásbjörn höfðu áður farið erindisleysu norður á Strandir að sækja hval, sem Þórdís átti þar. Atli var nokkru fyrr á ferð á Ströndum en Ásbjörn en þó vissi Ásbjörn um ferðir Atla. Atli fór heim í Æðey með hvalfarminn en nokkru síðar kom þar Ásbjörn og kvaddi nú Atla til ferðar með sér. Atli sagðist vilja fara heim til Grunnavíkur eftir vopnum sínum og klæðum. Ásbjörn sagði, að hann myndi ætla sér að fara til liðs við Kolbein og vera í móti Þórði. „Skaltu nú eigi svo lausum hala um veif- ast,“ sagði Ásbjörn og bað menn sína taka Atla. Þórdís húsfreyja og Bárður Hjörleifsson, og er hans fyrr getið til sögunnar, vildu veita Atla. Bárður var kappi mikill og einn af foringjum Þórðar og því ekki getað beitt sér, og varð Atla ekki björg að liðveizlu Þórdísar og Bárðar né heldur þótt hann byði slíkt er hann mátti án van- sæmdar til lífs sér og var hann drepinn. Þá næst hélt Ásbjörn til Þernuvíkur, en þar bjó Þor- móður, bróðir Atla. Þormóður var ekki heima á bæ sínum, þeg- ar þeir Ásbjörn komu, og sögðu heimamenn að hann væri að seli, því að þeir vissu ekki til, að Ásbjörn ætti neitt sökótt við Þormóð og vörðust því ekki að segja til hans. Ásbjörn fór til selsins og drap Þormóð. Eftir víg Þormóðs fóru þeir Ásbjörn til skipa sinna og sigldu út eftir ísafirði. Þetta sama kvöld og Ásbjörn sigldi út ísafjörð hafði Þórður kakali komið í Arnardal í Skut- ulsfirði „og komu þar til hans Sigmundur Gunnarsson og nokkrir þverfjarðarmenn," en það má kalla svo firðina, sem liggja þvert á ísafjarðardjúp, það er ganga vestur úr Djúpinu eða ísafirði, eins og Djúpið var kallað til forna eftir innsta og lengsta firðinum, út að Stiga að vestan en Rit að austan. Utar er talað um ísafjarðardjúp í forn- um heimildum. Kvíamið Þuríðar voru t.d. á ísafjarðardjúpi. Um kvöldið sendi Þórður menn á hestvörð fram á Arn- arnes, og er þeir höfðu þar skamma hríð verið á verðinum sáu j)eir sjö skip sigla að innan úr Isafirði. Riðu þeir þá heim sem skjótast. Spruttu menn í klæði sín og gengu ofan til sjáv- ar og héldu að þar sigldu menn Kolbeins. Bað Þórður menn að hlaupa ofaná skerin og verja þeim land- göngu. Er skipin komu að landi kenndust menn og gekk Ásbjörn á land með sína sveit og sagði hvað gerzt hefði í ferð hans. Þóttust þá allir finna að Þórði líkaði þessi verk lítt, tók og al- þýða illa á. Litlu^íðar eða um morguninn kom Eyjólfur Eyjólfsson og sagðist hafa orðið var við skip þeirra Kolbeins á Hornströnd- um. Þórður gerði þá menn sína á alla vegu frá sér til liðssafnaðar, • en setti njósn fyrir þá Kol- beinsmenn, að hann yrði var ferða þeirra í tíma. Stefndi Þórður öllum mönnum og skip- um saman 1 Selvogum (nú Svalvogar) á Sléttanesi. „Kómu þar sama þrír tigir skipa og þrjú alskipuð mönnum", eða með ein- faldara orðalagi: 33 skip. Mann- fjöldinn hefur verið á fjórða hundrað manna. Skipakostur Vestfirðinga Skipakostur þessi hefur orðið mönnum umhugsunarefni. Líkt og grænlenzki flotinn árið 986 er gleggsta og haldbezta heimildin um flota stórra fiskibáta og flutningaskipa við Breiðafjörð- inn á tíundu öld, er Þórðar saga kakala bezta heimildin um stór- Frh. á bls. 14. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.