Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Blaðsíða 10
Alhliöa tónlistarhús með breytilegum hljómburði
Salurinn í Colorado Springs er skeifulaga og svalir umhverfis. f loftinu sjást blakkir og skermar, sem breytt er
eftir því hverskonar tónlistarflutningur fer fram. Á myndinni að neðan sést útlit hússins.
PIKES PEAK CENTER
í Colorado Springs
Tveimur árum eftir að
„The Centre in the Square"
í Kitchener í Kanada hóf
starfsemi sína, var mikið
um að vera í Colorado
Springs í Colorado-fylki í
Bandaríkjunum, borg með
um 100 þús. íbúa. Þar var
verið að opna „The Pikes
Peak Center", sem er ekki
aðeins hliðstæða við
tónlistarhöllina í Kitchen-
er, heldur spegilmynd
hennar, og húsameistar-
arnir hinir sömu með Russ-
ell Johnson í broddi fylk-
ingar. Heimild okkar varð-
andi þessa höll og undir-
búninginn að henni er
dagblaðið „Colorado
Springs Sun“ frá október
1982.
Fyrst er ef til vill rétt að lejta
skýringa á nafninu, sem mun
hljóma einkennilega í eyrum
margra lesenda. Pike’s Peak,
sem þýða mætti sem Spjótstind,
er fjallstindur í Rocky Moun-
tains í Colorado, um 4.300 m
hár, og er í um 20 km fjarlægð
frá Colorado Springs.
Það kemur fram í blaðinu, að
miklar deilur hafi orðið í borg-
inni um byggingu þessarar al-
hliða tónlistarhallar. Þar segir:
„Það var ekki aðeins andstaða
gegn þessari byggingaráætlun,
heldur svo veruleg andstaða, að
það lá við oftar en einu sinni, að
henni yrði hafnað við atkvæða-
greiðslu." En fylgjendur hennar
töldu tíma til þess kominn að
lyfta menningarlífi borgarinnar
á æðra svið og skírskotuðu til
hugsjóna stofnanda borgarinn-
ar, William Jackson Palmers
hershöfðingja. (En af alfræði-
bókum að dæma verður ekki
annað séð, en að Colorado
Springs sé og hafi verið hinn
mesti menningarbær í mörgu
tilliti, og loftið ætti að vera heil-
næmt 1800 metrum yfir sjávar-
máli.)
Blaðið spyr, hvort höllin muni
reynast nógu góð til að þagga
niður í gagnrýnendunum. Nógu
góð til að lifa af illyrði andstæð-
inganna og lofsöng stuðnings-
mannanna og byggja síðan til-
veru sína á eigin verðleikum?
Muni ef til vill vera þannig um
höllina talað eftir tvö ár?
„Ég veit ekki, hvort hægt er
að finna neinn í borginni, sem
líkar ekki höllin, — sem finnst
hún ekki gegna hlutverki sínu.
Flestir þeirra, sem voru á móti
henni, skiptu skyndilega um
skoðun.“
En síðan segir blaðið, að þetta
Nýja höllin í Nottingham
TónlistarhöIJin í Nottingham tekur 2500 manns í sæti, þegar „allt er á útopnu“. Húsiö er teiknað í anda
Post-modernismans, sem sést af því að klassísk óperuforhlið með súlum og bogum er við innganginn, neðst á
myndinni.
í Nottingham í Mið-Englandi
státa þeir af nýjustu tónleika- og
sýningarhöll í Evrópu, þar sem
aðstæður séu til að flytja hið fjöl-
breytilegasta efni, hvort sem í
hlut á einn maöur, hljómsveitir
eða kórar.
Þær upplýsingar, sem hér er
stuðzt við, eru teknar úr auglýs-
inga- og kynningarbæklingi frá
„Royal Centre“ í Nottingham.
Þar segir fyrst, að í þúsund ár
hafi brezkir þjóðhöföingjar kom-
ið við sögu Nottingham. En nú
hafi verið skapaður vettvangur
nýrra sigurvinninga — fyrir kon-
unga og drottningar í hinum al-
þjóðiega heimi lista og skemmt-
ana.
íbúar Nottingham eru að vísu
ekki nema rúm 300 þúsund, en í
bæklingnum er bent á, að um
ellefu milljónir manna búi í inn-
an við 100 kflómetra fjarlægð
frá borginni og samgöngur séu
greiðar.
Lokið var við hina konung-
legu listamiðstöð „Royal
Centre“ í árslok 1982, og hafði
hún þá kostað 17 milljónir
punda. í Konunglega konsert-
salnum, „Royal Concert Hall“,
verður völ á öllu frá frægum
éperum til hávaðarokks, frá
listdansi til jass, frá einleik til
flutnings kór- og hljómsveitar-
verka.
I RoyaJ Concert Hall eru
2.500 sæti á þremur hæðum eða
gólfum — 854 niðri, 636 á neðri
svölum og 812 á efri svölum.
Þeim 189, sem eftir eru, er kom-
ið fyrir í fjórum röðum fyrir aft-
an sviðið, og þau er fljótlegt að
fjarlægja.
Salurinn er byggður á grund-
velli háþróaðs kerfis breytilegs
hljómburðar, og í því er fólginn
stór hljóöhiminn, ef svo má
kalla, sem hækka má og lækka,
eftir því sem bezt hentar hverju
sinni. Hæð þessa himins eða
lofts yfir sviðinu getur verið
milli 4,1 og 11,1 metrar.
Þetta kerfi hefur verið reynt
með góðum árangri í nýjum
áheyrendasölum í Bandaríkjun-
um og Þýzkalandi og allt til Nýja
Sjálands, segir í bæklingnum.
Sviðið er 19,1 metri að breidd
fremst, en 14,3 m aftast, 10,8 m
að lengd og alis 206 fermetrar,
ef sætaraðirnar baksviðs eru
fjarlægðar. En með þeim er
Iengdin 8,8 m og flatarmálið 137
m2.
Gólfflötur hljómsveitargryfj-
unnar getur mestur orðið 92 m2.
Hægt er að flytja þungan og
fyrirferðarmikinn búnað inn í
gryfjuna á bflum.
Hátalarakerfi, hljómburðar-,
Ijósa- og sýningarkerfum er
bæði hægt að stjórna víð hlið
sviðsins eða úr herbergi með
glervegg fyrir aftan áhorfenda-
bekki niðri í sal.
Sýningarherbergið getur rúm-
að allan þann útbúnað, sem þarf
til að sýna hvaða tegund mynda
sem er. Kvikmyndatjaldið, sem
hægt er aö koma fyrir á sviðinu,
er hið stærsta í Nottingham, seg-
ir ennfremur í bæklingnum, en
allt hljómar vel, sem í honum
stendur. Er mönnum loks ráð-
iagt að endurskoða ferðaáætlan-
ir sínar.
10