Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Síða 12
Rabelais Hin stór-hrikalega ævisaga Gargantúa hins mikla föður Pantagrúls forðum samin af meistara Alkófrýbasi Þriðji hluti Þýðandi: Erlingur E. Halldórsson Sjötti kapítuli Hvernig Gargantúi fæddist með kynlegu móti Á meðan þau voru að grínast svona um drykkjuskap fór Gargamela að fá óþægindi í kviðarholið, og þá stóð Grand- gussi upp af grasinu og hug- hreysti hana blíðum orðum því hann hélt að þetta væri fæð- ingarhríðirnar, og hann sagði henni að þar sem hún hefði hvílt undir pílviðnum þá mundi hún fljótt verða heil heilsu. Hún skyldi sækja í sig veðrið, vegna komu barnsins inn í heiminn. Því enda þótt verkirnir kynnu að verða harðir þá myndu þeir engu að síður líða fljótt hjá, og gleðin sem fylgdi á eftir myndi útrýma öllum sársauka svo ekk- ert stæði eftir nema minningin. Vertu hugrökk sem kind, sagði hann. Komdu drengnum inn í heiminn, og við skulum búa til annan í snatri. Æ! sagði hún. Þið getið trútt um talað, karlmennirnir! Jæja, fyrst þú biður mig skal ég remb- ast eins og ég get, í guðs nafni og fjörutíu. En himnafaðirinn gefi að þú hefðir skorið hann af þér! Hvern? spurði Grandgussi. Ha! sagði hún. Ertu þessi ein- feldningur? Þú veist full vel hvern ég meina. Lim minn? spurði hann. Við allra geitna blóð, sendu eftir hnífi fyrst þú æskir þess. Ænei, sagði hún. Guð forði því! Guð fyrirgefi mér, ég meinti það ekki í alvöru. Gerðu honum engan miska hvað svo sem ég sagði. En nú má ég aldeilis standa í ströngu, nema guð veiti mér hjálp, og limur þinn er sökudólgurinn, einmitt vegna þess að ég vildi vera þér eftirlát. Hugrekki, hugrekki, hvað hann. Burt með allar áhyggjur og láttu fjóra fremstu uxana um stritið. Ég ætla að skreppa frá og má mér dramm. Ef þú færð verki á meðan verð ég ekki langt í burtu. Myndaðu lúður með lóf- anum og kallaðu, og ég kem eins og skot. Eftir litla stund fór hún að emja og kveina og hrópa. Þá kom skyndilega sægur af ljós- mæðrum úr öllum áttum, og þær þreifuðu undir hana og fundu eitthvert þykkildi, fremur illþefjandi, sem þær héldu að væri barnið, en það voru þá iður hennar sem voru að renna út vegna þess að þarmar hennar hægra megin — þeir sem þið kallið skeifugörn — höfðu linast upp af öllu þessu vambaáti, svo sem lýst var að ofan. Á þessum punkti gaf subbuleg kerlingarskrukka, sem hafði orð fyrir að vera góð grasakona, og komið hafði frá Brizepaille, stutt frá Saint Genou, sextíu ár- um fyrr, henni svo kröftugt seyði að allir hringvöðvarnir tepptust og herptust svo fast saman að ykkur hefði verið ómögulegt að teygja úr þeim með tönnunum — sem er hræði- legt að hugsa sér — jafnvel þó þið hefðuð notað aðferð djöfuls- ins á heilagri Marteinsmessu, þá er hann skrifaði undir spjall tveggja staðarkvenna og teygði úr bókfellinu með tönnunum. Við þetta misfelli losnaði kak- an frá leginu og drengurinn stökk þar út og inn í stóruslag- æð. Þar næst reif hann sig upp í gegnum þindina og kom að þeim stað í öxlinni þar sem æðin greinist í tvær kvíslir. Hann fór vinstri kvíslina og kom út við vinstra eyrað. í því bili er hann fæddist hrópaði hann upp — ekki: Mies! Mies! eins og önnur börn — heldur: Drykk! Drykk! Drykk! eins og hann vildi bjóða öllum til drykkju, svo hátt að það heyrðist út um allar sveitir Beusse og Bibarais. Ég efast um þið leggið trúnað á þessa kynlegu fæðingu. En ég kæri mig kollóttan. Því að vand- aður maður, maður vel vitibor- inn, trúir alltaf því sem honum er sagt og því sem skrifað stend- ur. Er þetta á móti lögum okkar eða trú okkar? Er þetta á móti skynseminni, á móti heilagri ritningu? Fyrir mitt leyti finn ég ekki neitt skrifað í heilagri ritningu sem mælir gegn því. En ef þetta hefði verið vilji Guðs, munduð þið þá segja að honum hefði verið það ómáttugt? Ef það hefði verið Hans vilji þá hefðu konur alið börn sín á þennan hátt, út um eyrað, allar götur síðan. Var ekki Bakkus kveiktur af læri Júpiters? Fæddist ekki Roquetaille út um móður sinnar hæl? Crocquemouche upp um hús- skó fóstru sinnar? Var ekki Minerva alin af heila Júpiters út um eyra hans? Adonis sprottinn af berki myrrutrés? Frh. á bls. 16. 12 Rabelais (1494—1553) Hin hreina mjólk vís- indanna í byrjun 16. aldar voru minnst níu af hverjum tíu frökkum ólæsir. Þeir sem nutu skólafræðslu lærðu stærðfræði, ræðumennsku, rökfræði og stjörnufræði. Bókmenntanám var ekki tal- ið til menntunar. Bókmennt- ir voru því aðeins góðar að þær geymdu eitthvað til stuðnings kristnum dómi. Þannig var til dæmis Virgill talinn ágætur vegna þess að hann hafði boðað komu Messíasar (alþjóðlegt minni!). Orðabækur voru ekki til í landinu, og örfáir menn og dreifðir kunnu grísku. Skilningur húmanista á menntun var annars eðlis en tíðkast nú á dögum. Þeir stunduðu vísindi vegna þeirra sjálfra; þekkingarleit- in var takmark í sjálfu sér. Þeir lásu hina fornu texta með nýju móti. Þeir vildu skilja þá eins og þeir voru, án fyrirframhugmynda, skýra þá og þýða upp á nýtt. Þeir beittu sem sagt gagnrýni. En án endursköpunar er gagn- rýni nafnið tómt. Krafan um endurreisn bókmenntanna var því eðlileg. Þegar Frans 1. stofnsetti „College de France“ árið 1530, þar sem átti að kenna latínu, grísku og hebresku, óháð guðfræðingunum í Sorbonne (skólaspekingun- um), fór fagnaðaralda um hina dreifðu húmanista. Rabelais varð fyrstur manna til að fagna, í frægum kafla í sögunni um Pantagrúl, bréfi sem Gargantúi ritar syni sínum er stundar nám í París. Nú hafa allar greinar vísindanna verið endurreistar og tungu- málin verið endurlífg- uð: gríska, en án henn- ar er smán að kalla sig lærðan; hebreska, kaldeíska, latína. Prentlistin, glæsileg og nákvæm, sem nú er notuð, var uppgötvuð fyrir guðlegan inn- blástur á mínum tíma; eins og fallbyssuliðið, gagnstætt því, var runnið frá djöflinum. Heimurinn er fullur af lærðum mönnum, vel menntuðum kennur- um, og mjög yfir- gripsmiklum bókasöfn- um, og það er skoðun mín að hvorki á tímum Plató, Cicero né Pap- inians hafi lærdóms- iðkanir verð jafn auð- veldar og nú á dögum. Enginn mun í framtíð- inni áræða að koma fram án þess að hafa hlotið fágun í verk- stæði Minervu. Mér þykja ræningjar, böðl- ar, sjóræningjar og hestastrákar betur menntir núna en dokt- orar og predikarar voru í mínu ungdæmi. Þetta gæti vel kallast trú- arjátning húmanista, en ef til vill lýsir fátt „tíðarandan- um“ betur en lífið bréf sem Rabelais skrifaði Erasmusi, hinum ótrauða og mikilláta forgöngumanni húmanista í Frakklandi. Það var ritað 1532: Ég hef kallað þig föður minn; en ég ætti að segja móðir mín, ef velþóknun þín leyfir; því það sem konurgera á degi hverjum, sem ala ávöxt kviðar síns án þess nokkurn tíma að líta hann augum, og verja fyrir skaðsemi loftsins, það hefur þú afrekað á mér: án þess að hafa séð mig, án þess að þekkja nafn mitt, hefur þú fóstrað mig, alið á hreinni mjólk þinna guðlegu vísinda, svo vel að færði ég þér einum ekki þakkir fyrir það sem ég er og það sem ég vil, þá væri ég van- þakklátastur manna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.