Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 2
í baráttu hins vestræna manns við tímahrakið, er ef til vill reynt að gera margt í senn; við eigum allt til alls, en höfum ekki tíma. í stærstum hluta heimsins vantar allt til alls — en þar hefur fólk nógan tíma Byggt á grein í Siiddeutschen Zeitung eftir Christian Schútze Viö íslendingar erum flestir hverjir hættir aö verja tímanum, viö eyðum honum einungis. Þaö er reyndar álitamál, hvort þaö er á nokkurs manns færi aö „eyða“ tímanum, sem, ef út í þaö er farið, er einn í þeirri aösööu aö geta eytt sjálfum sér og endurnýjast á hverju augnabliki. En þessi ríkjandi málvenja okkar, „aö eyða tímanum“, bendir til þess, aö þá sjaldan sem viö höfum tíma til einhvers, þá er hann okkur svo dýrmætur; okkur svo mikil eftirsjá aö honum, aö viö getum ekki notfært okkur hann — hvaö þá notið hans — nema meö þeirri tilfinningu aö nú séum viö aö eyða einhverju. í fljótu bragöi mætti ætla aö þessi grein, sem upphaflega birtist í þýsku blaöi, taki á sérþýsku vandamáli og eigi því lítiö erindi til íslendinga. Þýöandi er annarrar skoöunar. Sóknarkraftur íslendinga í lífsgæöakapp- hlaupinu, sem oft á tíðum er bein afleiðing þessarar einkennilega ríku þarfar til nágrannasamanburðar hér á landi, á sér vart hliöstæðu annars staðar. Þýöing þessarar greinar er því ekkert annaö en örlítil tilraun til aö vekja íslendinga til umhugsunar um þaö, hvaö sé raunverulegt gildi okkar land- læga vinnustreðs, sem nauösynlegt er flestum þeim sem vilja geta talist liötækir þátttakendur í lífsgæöakapphlaupinu. — Örlítil tilraun einnig til þess aö sporna viö því aö örlög sagnarinnar „aö verja“ veröi hin sömu og geirfuglsins. Þýð. Tíminn líður — tíminn bíð- ur. Tíminn þýtur áfram. Sum- ir eltast við tímann, aðrir vita ekkert hvað þeir eiga við hann að gera. Einn drepur tímann, frá öðrum flýgur hann. Tíminn hefur orðið mörgum tilefni til heilabrota. Einna kunnast í því sam- bandi er ráðaleysi heilags Ágústínusar keisara: „Hvað er tími? Þegar ég er ekki spurður að því, þá veit ég það. En þegar ég er spurður að því, þá veit ég það ekki.“ Heimspeki og hagfræði Almennt hugsar fólk ekki mikið um tímann. Til þess hefur það alltof lítinn tíma. Samt sem áður grunar okkur að tíminn sé hráefni lífsins. Hráefni, sem eykst að Verðgildi eftir því sem við eldumst, á meðan börn bíða hins végar óþreyjufull eftir því að næsti afmælisdagur renni upp. Svona er nú tilfinningin fyrir tímanum einstaklingsbundin. Hver og einn skynjar hann á sinn hátt; einum finnst hann hafa of mikinn tíma, öðrum finnst hann hafa of lítinn. En getur verið að um einhverja sameiginlega afstöðu til tímans sé einnig að ræða; sameiginlega upplifun á þessu hráefni eða sameiginlega tilfinningu fyrir því? Jú, nokkuð oft heyrum við sagt: „Ég hef engan tima.“ Tímaskorturinn er nefnilega tákn okkar tíma. Og á orðum sem þessum byrjar oft samtal sem lítils er af að vænta: „Ég ætla ekki að fara fram á að þú eyðir þínum dýrmæta tíma í mig.“ „Fyrir þig hef ég alltaf tíma,“ segir sá kurteisi. Hann skynjar að tími hans; tími sérhvers manns tilheyrir ekki aðeins honum einum, því lífið, örlögin, Guð, hafa orðið honum úti um þennan tíma. En með sjálfum sér hugsar hann ef til vill sem svo: „Vertu snöggur, vinur. Ég hef ekki rænt tíman- um mínum, heldur skrapað hann saman úr yfirfullu við- skiptaalmanakinu mínu. Tíminn er peningar." Allir þekkja þessa jöfnu. Með tímanum er hægt að þéna pen- inga. Með peningunum má kaupa hluti. En þegar hér er komið sögu hagfræðinnar hvað tíma og peninga varðar, er ekki mikið meira á henni að græða. Hagfræðingarnir hugsa um framleiðslu, dreifingu eða neyslu (einfaldar: verslun) — allt eru þetta atriði sem þarfn- ast tíma, en koma fyrst og fremst peningum á hreyfingu. Peningar eru reyndar eldsneytið fyrir rekstur þjóðarbúsins. En hvað gerist þegar búið er að kaupa hlutina? Þeir eru ekki margir hagfræðingarnir sem hafa kannað þá hlið sem snýr að þýðingu tímans fyrir notin af keyptum varningi. Fyrir þá flesta er þetta einfaldlega „frí- tími“, og frítíminn þarf ekki neinnar sérstakrar útttektar með. Eins og nafnið bendir líka til, er hér um frían, frjálsan tíma að ræða. Bandaríski hag- kerfiskönnuðurinn, Staffan B. Linder er þó annarrar skoðunar. Árið 1970 skrifaði hann bókina um hina streitubundnu lífs- gæðastétt, sem birtist í þýskri þýðingu undir nafninu „Linder- lögmálið, eða af hverju við höf- um engan tíma lengur." Lífsgæði geta aldrei verið alger í bók sinni kemst Linder að þeirri niðurstöðu, að lífsgæðin geti aldrei verið alger. Annað hvort er samfélag auðugt að efnislegum gæðum, eða auðugt að tíma. Því ekki aðeins fram- leiðslan, heldur einnig neysla hlutanna verður að fara fram innan ákveðins tíma. Þar sem mikið er til af hlutum keppast þeir innbyrðis um hinn tak- markaða neyslutíma. Enginn getur samtímis leikið tennis, slegið grasið í garðinum, stund- að siglingar og grillað. Þarna standa til dæmis þrír fjórðu- hlutar útbúnaðarins, sem til þessara hluta er ætlaður, ónot- aður á þremur fjórðuhlutum þess notkunar- eða frítíma sem til boða stendur. Það eru nátt- úrulega engin ný sannindi sem eru fólgin í þessum orðum, en hver hefur eiginlega velt þessari hlið málsins fyrir sér? Við sem lifum í hinum vest- ræna heimi höfum náð því takmarki, að losa okkur mikið til undan hinu hefðbundna ástandi vöruskorts. í ótaldar kynslóðir höfum við staðið í því að vinna bug á efnislegri eymd og vesæld. Slíku þrúgandi ástandi kúgunar, með takmörk- uðum afrakstri og óréttlátri skiptingu hans, lýsti Karl Marx sem „Ríki nauðarinnar". Hann vonaði að með tækniframförum og færslu framleiðslunnar yfir á sameignarform, myndi „Ríki frelsisins" komast á. Nú er þó orðið ljóst, að við höfum um- breytt þessum sviðum alvarlegs skorts á nauðsynjum yfir í offramboð. Því eru þeir margir sem ekki fá notið þessara gæða, — af því að tímann til þess skort- ir. Nytsemi ákveðins hlutar verður þá fyrst ljós, þegar búið er að margfalda hann með þætti tímans. Ef sá þáttur er núll, verður nytsemin einnig núll. Þetta eru reyndar heldur engin ný eða beinlínis byltingarkennd sannindi, en gætu þó orðið til þess að einhverjir sjái ýmsa hluti í nýju ljósi. Fyrir marga hefur tímaskort urinn á þennan hátt tekið við af vöruskortinum í „ríki frelsis- ins“. Mönnum er það bara ekki orðið fyllilega ljóst ennþá. Margur heldur sig ríkan, því hann ímyndar sér að hann geti nýtt sér allt það sem hann hef- ur. En svo einfalt er það ekki. Tíminn er fullt eins mikils virði og peningar. Ómeðvitað lítum við því löngunaraugum til þeirra tíma-allsnægta sem eru fyrir hendi í fátækum löndum. Þar situr fólkið skrafandi eða mókir í sólinni, að því er virðist „dolce far niente", — hinu Ijúfa iðjuleysi fyllilega ofurseld. Það, sem þessi ofgnótt tíma er komin til af illri nauðsyn en ekki þörf; að þetta fólk lifir oft við líkam- lega og andlega örbirgð yfirsést okkur auðveldlega, því fólkið 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.