Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 12
Svaðastaðastofninn og Hörður frá Kolkuósi Kærði sig lítið um mannagælur, var alvörumikill skörungur 1. hluti. Eftir Anders Hansen Einn helsti ættfaðir Svaðastaðahrossanna: Hörður 112 frá Kolkuósi. Teikn- ingin er gerð eftir Ijósmynd frá 1944. Hörður 112 var undan Sörla 71 frá Svaðastöðum, scm er ættfaðir Svaðastaðastofnsins, og gæðingamóðurinni Nönnu frá Efra-Ási. íslenski hesturinn skipar mjög sérstakan sess í sögu þjóð- arinnar, sess sem engu öðru húsdýri okkar íslendinga hefur hlotnast. í ellefu aldir hefur hesturinn verið förunautur þjóðarinnar, fararskjóti um fjallvegi á hörðum vetrarnótt- um, sem ferðafélagi í skemmti- ferðum um vorbjartar nætur. Allt frá landnámsöld hefur hesturinn verið snar þáttur í lífi þjóðarinnar, lengst af sem ómissandi þjónn í brauðstriti fátækrar þjóðar í harðbýlu landi, en hin síðari ár sem félagi í sífellt fleiri tómstundum fólks í vestrænu velmegunarþjóðfé- lagi. Hestar hafa vakið aðdáun þjóðarinnar, um þá hafa bestu skáld íslendinga ort kvæði og jafnvel heilar drápur, og um hesta hafa menn rifist, deilt og jafnvel barist. íslendingasögur og þjóðsögur geyma frásagnir af því er menn létu hendur og vopn skipta er hestar voru annars vegar, og í samtímanum eru mörg dæmi þess að hatrammar deilur spinnist á opinberum vettvangi um ágæti einstakra hesta, og enn fleiri eru þær deil- ur sem lægra hafa farið, í tveggja manna tali eða innan hesthússveggja. Pyrir nokkrum misserum var felldur norður í Skagafirði stóð- hesturinn Hörður 591 frá Kolkuósi, sá hestur í samtíman- um sem mestar deilur hafa orðið um hér á landi. Hesturinn var af flestum talinn óumdeildur gæð- ingur og afburða kynbótahross, en þó átti það fyrir honum að liggja að verða miðdepill hat- rammra deilna, þar sem blandað var saman ágæti hans sjálfs, eigendum hans og þeim stofni er hann tilheyrði, Svaðastaða- stofninum, sem talinn er annar tveggja merkustu hrossastofna á Islandi. Forvitnilegt er að Herði gengnum að rifja upp sögu hans og þeirra deilna sem Sigurmon Hartmannsson í Kolkuósi. Hjá honum hafa fæðst og alist upp fleiri gæðingshross en hjá flestum öðrum stóðbændum á íslandi, hjá Sigurmoni hefur keppni haldist í hendur við óvenjulegt innsæi. Myndina tók Matthías Gestsson. um hann stóðu, þess hests sem einna frægastur hefur orðið á íslandi frá upphafi. Vornótt við ósa Kolku áriö 1957 Hörður fæddist um vorbjarta nótt 1957 norður í Skagafirði, á bænum Kolkuósi, sem eins og nafnið bendir til stendur við ósa árinnar Kolku. Eigandi hestsins var bóndinn á Kolkuósi, Sigur- mon Hartmannsson, kunnur hestamaður og hrossaræktar- frömuður. Hörður var kominn af kunnum kynbótahrossum í Skagafirði, hreinræktaður Svaðastaðahestur, nánast með blátt blóð í æðum telja þeir, sem teljast í hópi aðdáenda hans. Faðir Harðar var Brúnn frá Syðri-Brekkum, óættbókarfærð- Hörður 591 sýndur á landsmótinu fræga á Hólum í Hjaltadal 1966. Það er Sigurbjörg Jóhannesdóttir frá Merkigili, sem sýnir hestinn, en hún og maður hennar, Páll Sigurðsson á Kröggólfsstöðum áttu Hörð lengi í félagi við Jón Pálsson dýralækni á SelfossL Ljósm.: Matthías Gestsson. # Höfuðsvipur Harðar 591 frá Kolkuósi. Höfuðsvipur Harðar er dæmigerður fyrir hrossin í Kolkuósi, og hundruð afkvæma Haröar um allt land bera sterkt svipmót af föðurnum. Hörður var skapmikill viljahestur, og einbeitnin í svipnum leynir sér ekki. ur hestur undan Brún frá Axl- arhaga. Móðir Harðar var á hinn bóginn hryssan Una frá Kolkuósi, sem ættir átti að rekja til Hólmjárns-Brúns frá Hofs- stöðum og Harðar 112 frá Kolkuósi. Sigurmon á Kolkuósi hefur vafalítið þegar séð að í hinum nýfædda fola fór gæðingsefni, enda er hann kunnur fyrir að sjá út hvað býr í ungum og óreyndum hrossum. Og fleiri töldu sig sjá að í folanum byggi mikil framtíð, svo sem þeir Gunnar Bjarnason og Páll Sig- urðsson, sem þá gegndu störfum skólastjóra og bústjóra við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Það er komið fram á haust 1961, og Gunnar segir svo í II bindi Ættbókar og sögu ís- lenska hestsins: „Páll Sigurðsson í Varmahlíð hafði ráðist til mín að Hólum og hafði hann um veturinn upp- götvað fagurlega skapaðan ungfola hjá Sigurmoni á Kolku- ósi. Við höfðum ákveðið að kaupa hestinn til Hólabúsins sem framtíðar kynbótahest, en þar sem við nú vissum ekki, hvað framundan yrði, létum við kaupin ganga til baka, en Hörð- ur nr. 591 var í tamningu hjá Páli um veturinn heima á Hól- um. Svo var Hörður sýndur um sumarið á Þingvöllum, þá fimm vetra gamall, vilja- og skapmik- ill og olli strax deilum í dóm- nefnd. Hörður var ekki skapillur hestur, en hann kærði sig lítið um mannagælur, var alvöru- mikill skörungur. Ganglag hans var þannig, að hann bar vel framfætur, tölti hreint, en vant- aði sveiflu í bakið, því það var heldur stirt. Þetta fundu menn að honum með réttu, en ásökun um skapvonsku var ranglát. Svo keyptu þeir Páll Sigurðs- son og Jón Pálsson á Selfossi Hörð, og var hann lengst af notaður til undaneldis á Suður-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.