Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 10
alls ekki sætt mig við háskóla- pólitíkina. Svona rex og pex og makk á alls ekki við mig, svo ég fékk mér vinnu við að hanna brýr, vegi og vatnstanka. Ég sameinaði þá síðastnefndu — lét setja vatnstankana undir veg og fékkst þannig undirstaða undir hann, en um leið hélst vatnið kalt og ekki veitir af í eyðimörk- inni. Síðastliðin 17 ár hef ég svo verið yfirarkitekt flughersins hér í Tucson. Við sjáum um hönnun og viðhald bygginga, en þetta er 1.500—1.800 manna byggð, einn af stærri herflug- völlum Bandaríkjanna." Atvinnurekstur og tómstundaiðja Starfsferill þinn er ævintýri líkastur. Þú vannst þrjú ár fyrir einn virtasta arkitekt þinnar samtíðar, þú hannaðir heilt fbúðarhverfi, verslunar- miðstöð, skóla vegi og brýr. En hefur þig aldrei langað til að setja á stofn eigin stofu með þessa margvíslegu reynslu að baki? „Nei, ég óttast fátt meira en að vera svo bundinn yfir eigin fyrirtæki, að ég geti ekki um frjálst höfuð strokið. Ég fékk nefnilega nasasjón af fyrir- tækjarekstri alveg óvart gegn- um tómstundaiðju mína. Ég er haldinn þeirri íslensku áráttu að geta aldrei setið að- gerðarlaus. Vinna frá 9—5 hæf- ir mér engan veginn. Til að forða mér frá leiðindum setti ég upp litla prentsmiðju í bakgarð- inum hjá okkur. Ég hef mikla trú á bókum. í þeim má finna lykil að öllu ef vel er leitað. Af bókum einum lærði ég prentiðn, sem venjulega krefst margra ára skólanáms. Ég notaði síðan þessa þekkingu mína til að prenta það sem kallað er „title- block" á ensku (ramma utan um teikningar arkitekta) á vax- pappír sem þeir gátu síðan nuddað á pappírinn. Fram að því þurfti að teikna hvern ramma fyrir sig, sem oft gat verið heils dags verk. Fyrr en varði fóru pantanir að streyma inn hvaðanæva að og ég sá að ég yrði að velja milli prentiðnaðar og arkitektúrs, valdi það síðarnefnda og seldi smiðjuna. Síðan hefur þessi hugmynd min verið þróuð og nú eru um 20 fyrirtæki í Bandaríkj- unum sem byggja afkomu sína á hugmynd minni. Æ, ég gerði mér ekki grein fyrir hversu góð hún var og fékk mér þar af leið- andi ekki einkarétt á henni. En svona fór nú það,“ og Guðmund- ur dæsir. í matargerð skiptir hljómurinn mestu máli „Ekki gat ég setið aðgerðar- laus með öllu eftir klukkan 5, svo ég fór að dunda við að búa til veggplatta með „roadrunner" (fugl með langt, mjótt, upp- sperrt stél og kamb, og sést iðu- lega hlaupa meðfram vegum hér) en hann er tákn Arizona- ríkis. Ég seldi nokkra í minja- 10 gripaverslanir og var þetta prýðis-hobbý og búsílag, þar til mér barst pöntun upp á 20.000 stykki frá verslunarkeðju í norðaustrinu. Þá lagði ég þessa iðju á hilluna." Og nú er matargerð aðal-tóm- stundaiðja Guðmundar. „Ég á orðið um 500 mat- reiðslubækur, það er fátt skemmtilegra en að sofna út frá þeim á kvöldin. Þegar ég rekst á óvenjulegar uppskriftir, reyni ég þær, en reynslan hefur kennt mér að réttir bragðast ekki allt- af jafn vel og þeir hljóma. En í matargerð er það einmitt hljóm- urinn, sem skiptir mestu máli. Góður réttur á að hafa sömu áhrif á bragðlaukana og góð tónlist hefur á eyrað. Ef hann fær ekki sálina til að syngja, þá er eitthvað bogið við hann. Til að ná fram rétta tóninum þróa ég mínar eigin uppskriftir upp úr kjörnum matreiðslubóka. Um þessar mundir elda ég mikið kínverskan mat, hann er bæði léttur og hollur. „Og ekki veitir af,“ skýtur María kona Guðmundar inn í — um leið og þau hjónin sýna okkur eldhúsið, sem er jafn vel búið tækjum og búsáhöldum og eldhús fínustu matsöluhúsa. „Það er eini ókost- urinn við að vera giftur lista- kokki að maður er alltaf nokkr- um kílóum þyngri en maður ætti að vera.“ Guðmundur fussar við þess konar athugasemdum. Þótt Guðmundur sé alltaf tilbúinn að reyna nýjar uppskriftir, þá hefur hann alla tíð haldið mikla tryggð við íslenska mat- argerð. Rannsóknir mannfræð- inga hafa leitt í Ijós að eitt það síðasta sem innflytjendur glata eftir komu sína til Bandaríkj- anna er matargerð heimalands- ins. Samtímis því að þeir leggja metnað sinn í að aðlagast bandarísku þjóðfélagi læra tungu þess og siði, þá ríghalda þeir í matargerð formæðra sinna. Guðmundur er hér engin undantekning. Hann stundar íslenska matargerð af mikilli alúð hér úti í eyðimörkinni. Eins og áður sagði fréttum við fyrst af Guðmundi þar sem hann var að kenna Tucs- on-búum að framreiða lamba- læri og brúna kartöflur á ís- lenska vísu. „Ég bý líka til skyr og ábrysti, lundabagga og rúllupylsu, sem ég reyki sjálfur, salta lambakjöt — nýsjálenskt, því ekki fæst ís- lenskt — niður í tunnur. Svo steiki ég oft kleinur og baka alls konar íslenskar tertur, og síðast en ekki síst pönnukökur," sem Guðmundur trakteraði okkur á með öllu tilheyrandi, rjóma og sultutaui, þvílíkt lostæti, þær bráðnuðu á tungunni eins og obláta. Það var komið fram á kvöld þegar við kvöddum þau hjónin, Maríu, sem aldrei lét sér detta í hug að hún ætti eftir að eyða ævinni með íslenskum ævintýr- amanni og arkitekt, og Guð- mund Marteinsson. Þegar við ókum úr hlaði södd og sæl, var bfllinn hlaðinn appelsínum, mandarínum og öðrum ónafn- greindum ávöxtum, sem Guð- mundur ræktar í garðinum hjá sér. Frakkland er á dagskrá þessa stundina vegna heimsóknar for- seta okkar þangað. Nú miða ég við þann tíma sem ég er að efna til þessa stutta pistils, tæpri viku fyrir kosningar, svo að ég nefni líka aðra og kannski enn þýðingarmeiri atburði. Maður spyr sjálfan sig: Hvað veistu um þetta land, frönsku þjóðina, menningarlegt og atvinnulegt samband þjóða okkar? Maður rifjar upp nokkur nöfn, sem fyrir koma í sóju okkar og bókmenntum. Eg hef tvisvar sinnum gist þetta fagra land, verið þar samtals líklega fjórar til fimm vikur. 1 fyrra skiptið ungur námsmaður, löngu seinna roskinn heimilisfaðir ásamt fjöl- skyldu minni. Ég kann varla orð í frönsku. En fyrstu kynni mín af Frökk- um voru einmitt skonnortur á höfninni heima á Patreksfirði, þegar ég var barn, og flokkar heldur tötralegra sjómanna með fatapokana sína á bakinu. Þeir komu til þess að þvo klæði sín og og sængurföt í hreinu og ósöltu vatni og gerðu sér einhvers kon- ar dagamun í góðu sumarveðri. Kannski var aðalerindið að vita hvort ræðismaðurinn þeirra lumaði á bréfum eða bögglum frá heimalandi þeirra. En nú vildi svo til, að undir- ritaður var einmitt rauðhærður drengstauli og hef ég eflaust snemma fengið að heyra sögu um þá sérstöku hættu, sem slík- um piltum var einmitt búin af völdum þessara framandlegu manna. Ég er þó raunar ekki viss um það, meira bar á forvitni en ótta í viðskiptum viö þessa gesti. Ég fylgdist vel með atferli þeirra í nokkrum fjarska. Þeir gáfu sig oft á tal við fullorðna og börn. Sumir áttu við þá kaup á brauði og víni. Þeir sóttust meir eftir prjónlesi en peningum, einkum þótti þeim gott að fá vettlinga. Nú, og svo þáðu þeir kaffisopa og gáfu börnum sitt ágæta harða brauð. Ótrúlega margir heimamanna kunnu und- arlegar setningaþulur, sem urðu uppsprettur hlátra og gerðu að öðru leyti sitt gagn í viðskipta- lífinu. En nú ætla ég að segja dálitla sögu, sem hefur þá kosti að vera örugglega sönn og er nokkuð óvenjuleg. Móðir mín og systir hennar fæddust á Patreksfirði á síðustu áratugum nítjándu aldar og voru því ungar stúlkur rétt um alda- mótin. Þórdís móðursystir mín var nokkru yngri en mamma. Ég kynntist henni ekki að ráði fyrr en hún var orðin gömul kona. Hún hafði farið ung að heiman og meira að segja alla leið til Noregs. Þar hlaut hún nokkra menntun á vegum hjálpræðis- hersins og var gerð að foringja í þeirri hreyfingu. Hún settist svo að á Akureyri, eignaðist þar mann og tvo syni, söng, spilaði og predikaði hjálpræðið á torgi ÚR MÍNU MORNl höfuðborgar norðurlands og raunar víðar. Vönduð, greind og skemmtileg kona. Dísu frænku þótti alltaf gaman að rifja upp atvik frá æskudögum sínum fyrir vestan. Þá bar viðskiptin við hina frönsku gesti oft á góma. Hún bar þeim vel söguna. „En einu sinni hræddu þeir mig meir en nokkrir aðrir hafa gert. Því gleymi ég aldrei á meðan ég lifi,“ sagði hún. Og svo rak hún upp einn af sínum frægu óborg- anlegu hlátrum. „Þeir sóttu svo í árnar með þvottinn sinn, og til að fá ferskt vatn, komu í land á litlum kubbslegum svartmáluðum skektum, sem var brýnt upp í fjöruna. Svo breiddu þeir dótið sitt á steina eða hvað sem fyrir var, drukku vínið sitt og borðúðu með sitt harða brauð. Ég var komin nokkiið yfir fermingu, svona glaðleg stelpuhnyðra. Ég man ekki hvers vegna ég var að flækjast þarna, kannski verið að koma frá vinnu og með mér var drengur, sem kona átti, sem vann hjá foreldrum mínum. Hann hefur líklega verið átta eða níu ára, freknóttur og með blóðrautt hár. Þeir frönsku gáfu sig strax á tal við okkur, og þá fyrst og fremst mig. Sumt af þessum mönnum voru ungir pilt- ar. Þeir buðu okkur vín og brauð. Ég þáði ekkert, en strákurinn tók við köku, eins og krakka var vandi. En þeir fundu upp á ýmsu til þess að fá okkur til við sig og til að glettast við okkur. Allt í einu gripu þeir í strákinn og komu svo með ýmislegt dót, meðal annars hnífa og silki- klúta, og þóttust nú vilja kaupa af mér piltinn. Þá fór okkur nú ekki að standa á sama. Loks fór drengurinn að gráta. Ég flýtti mér auðvitað að koma honum til hjálpar. En við það urðu þeir frönsku bara áfjáðari. Og nú voru þetta orðnar alvarlegar stimpingar. Nokkrir þeirra hlupu til bátsins og leikurinn barst niður í fjöruna. Ég hef kannski ekki hugsað mikið á meðan þetta var að gerast. En þetta var orðin barátta upp á líf og dauða. En allt í einu mun eldri mönnum við ána hafa þótt þetta vera orðinn nokkuð grár leikur. Þeir hrópuðu eitthvað og strákarnir slepptu á okkur tök- unum. Þeir kútveltust um af hlátri. Líklega hafa þeir ekki gert sér grein fyrir því hvílík al- vara hér var á ferðum fyrir okkur. Þegar við vorum úr allri hættu vorum við lömuð af ótta." Sagan var ekki lengri. Dísa frænka nefndi mér nafn drengs- ins. Hann var þá enn á lífi, ný- lega hættur að vera kaupfélags- stjóri Rauðsendinga og fluttur hingað suður, aldraður maður. Þau höfðu aldrei sést síðan hún fór að heiman. Hann hét Sigur- björn. Nú eru þau bæði horfin af sviði fyrir áratugum. Á mínum æskuárum fyrir vestan voru til óljós slitur úr hrakninga- og jafnvel ástarsög- um, þar sem franskir sjómenn voru tilnefndir. í einu kvæða minna tala ég um bein erlendra sjómanna. Það er ekki út í hött. Sumar grafirnar voru áreiðan- lega franskar. f æviminningum sínum segir Guðmundur G. Hagalín frá frjálslyndi Arnfirð- inga á gömlum dögum í viðskipt- um við fransmenn. Það var fleira en prjónles haft sem kaup- eyrir, þykist hann hafa frétt. Sumir menn úr þeim byggöum þóttu all fransmannlegir að yf- irbragði og jafnvel skaplyndi. Oft mun það og hafa komið fyrir að veikir sjómenn voru lagðir upp sem kallað var á annesjabæi og í fiskiþorp ef þeir urðu veikir og síðan sóttir aftur, því með erlendum skipstjórum og ís- lenskum útgerðarbændum var oft góður kunningsskapur. í sambandi við slíkt og skips- strönd hafa myndast ýmsar ást- arsögur, sem eru kannski að mestu tilbúningur, minni á frá- sagnir Ara Arnalds. Nú vill svo til að undirritaður getur einmitt rekið föðurætt sína til Arnarfjarðar til fólks er þótti vera með framandi augu og dökkan háralit, jafnvel nokkuð örlyndi. Faðir minn var eins og faðir hans, svartur á hár og skegg. Móðir hans hafði aftur sitt blóð og litaraft úr Breiða- fjarðareyjum og þangað mun ég sækja drjúgt að útliti og skapi, þó fljótráður og ógætinn í orði og dómum þyki ég stundum. Fyrir um það bil áratug var ég á ferð i Frakklandi ásamt fjöl- skyldu minni. Við vorum í einka- bíl og staðnæmdumst eitt sinn hjá miklu vöruhúsi í hafnar- borg. Við fórum þar inn til að versla. Allt í einu stóð ég augliti til auglitis við mann sem var svo nauðalíkur einum bræðra minna að engu var líkara en að hann væri þarna lifandi kominn. Hár hans var hrafnsvart, andlitsfall, holdafar og þó einkum augun var svo líkt að örðugt hefði verið að þekkja þessa tvo menn í sund- ur. Ég kallaði til fleiri af mínu fólki og við vorum öll jafn undr- andi. Nú hef ég engar sögur um það heyrt að ástæða sé til að ætt- færa mig og mitt fólk til Frakk- lands. Ég nefni þetta bara að gamni. Öll ættfræði er hæpin og hér ekkert við að styðjast. Jón úr Vör. Fransarasögur aö vestan T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.