Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 9
kunnáttu þóttu hæfileikar :yniþjónustunni og í Kóreu- hann krappan: „Starf mitt á í vopn óvinanna og greina ) því, fannst þetta vera gt uppátæki, en nú eru taðir í 90% bygginga hér. íotaði fyrstur manna tvö- sr og það var einnig hans nd að skyggja gler til að úr hita sólarinnar. Hann yrstur allra hurðarhúna rir beint á gler og svona lengi telja. stærsta og frægasta lið, sem ég vann að hjá Lloyd Wright var Gugg- i-listasafnið í New York. Leyniþjónustumaðurinn Guðmundur Marteinsson athugar myndir af stríðstólum óvinarins. Hann hafði fjöldann allan af mönnum í vinnu og allir lögðu sitt af mörkum. Hann sat ekki í hásæti og skipaði mönnum fyrir verkum, heldur voru allar hugmyndir ræddar og reyndar, en hann ákvað endanlega hverj- ar yrðu nýttar og hverjar ekki. Verkin voru í hans nafni, það var hann sem hlaut heiðurinn eða skömmina að lokum. Það voru kynni mín af Frank Lloyd Wright sem réðu úrslitum um að ég ílentist hér vestra. Ég var eins og sennilega flestir ís- lendingar, sem halda út til náms, staðráðinn að halda heim að námi loknu. En Frank freist- aði mín. Hann bauðst til að út- vega mér full dvalar- og at- vinnuréttindi. Það tekur venju- lega langan tíma og mikla fyrir- höfn að fá slík réttindi, en Frank hafði svo góð sambönd að ég fékk þau um leið. Einkabílstjóri hans ók með mig niður til Nogales, sem er á landamærum Arizona og Mexí- kó. Ég gekk síðan yfir landa- mærin að bandaríska konsúlat- inu en þar biðu pappírarnir til- búnir eftir mér. Konsúllinn bauð mér í hádegisverð og síðan var mér ekið aftur til Phoenix. Þetta var sannkölluð skemmti- ferð. í leyniþjón- ustunni í Kóreu Eftir þrjú ár hjá Frank Lloyd Wright var mér orðið órótt, mig langaði að reyna eitthvað nýtt og fékk mér vinnu hjá öðrum arkitekt í Phoenix. Þetta var um það leyti sem Kóreustríðið var að hefjast og fyrir algjöra til- viljun frétti ég að það ætti að fara að kalla mig í herinn, en öllum sem höfðu atvinnuleyfi í Bandaríkjunum var gert að gegna herskyldu, ef á þyrfti að halda. Ég vissi að ef ég yrði kall- aður í herinn yrði ekkert tillit tekið til menntunar minnar, ég gæti átt það á hættu að verða sendur í fremstu víglínu. Svo ég sá það ráð vænst að ganga sjálf- viljugur í herinn og hafa þannig kost á að ráða meiru um hvar ég lenti. Nú, mig langaði að ganga í verkfræðideild hersins og nota tækifærið til að læra það sem að gagni mætti koma í starfi mínu sem arkitekt. En þegar þeir sáu að ég skildi norsku, dönsku og sænsku, auk þýsku og frönsku, fannst þeim af og frá að ég gengi í verkfræðideildina, þang- að kæmist hver meðal-skussi. Málamaður eins og ég ætti hvergi heima nema í leyniþjón- ustunni, sögðu þeir og sendu mig til Kóreu, en eins og allir vita, tala menn þar aðallega dönsku og norsku.“ Guðmundur hlær. „Starf mitt þar fólst aðallega í því að ná í vopn óvinanna og greina gerð þeirra og uppruna. Við komumst oft í hann krapp- an. Einna verst var það þegar við vorum sendir út til að ná í vopn sem óvinirnir áttu að hafa skilið eftir á tilteknum stað. Við fengum rangar upplýsingar um staðsetningu þeirra og áður en við vissum af vorum við komnir inn á óvinasvæði, heyrðum dönsku allt í kring um okkur,“ — Guðmundur kímir — „þetta var um kvöld, sem betur fer og við drápum undir eins á jeppan- um og huldum hann greinum. Við biðum átekta og um leið og birta tók, lögðum við af stað og skiptumst á að ganga fyrir bíln- um til að finna örugga leið. Við komumst heim heilir á húfi við mikinn fögnuð." Fjölbreyttur ferill „Ég var í Nýju Mexíkó þegar ég gekk úr hernum og með námsstyrk upp á vasann hugði ég á frekara nám í arkitektúr við háskóla í Phoenix. Ég tók lest frá Nýju Mexíkó til Phoen- ix, en hún stoppaði hér í Tucson. Ég fór út úr lesinni til að teygja úr mér og fá mér kaffi og leist svo ljómandi vel á mig. Fjöllin í Tucson minntu mig á fjöllin heima í Stykkishólmi. Ég tók fólk tali og sagði það mér að það væri ágætis deild í arkitektúr við Arizona-háskólann hér í Tucson. Svo 1 stað þess að halda áfram með lestinni fór ég þang- að og var mér samstundis veitt- ur aðgangur og hér kynntumst við María, giftum okkur og átt- um fjögur börn á rúmum fimm árum.“ Síðan Guðmundur lauk námi hefur hann fengist við flestar greinar arkitektúrs. „Fyrst var ég ráðinn af ítölsk- um verktaka og milljóna- mæringi til að hanna heilt hverfi, „The Indian Ridge“, í austurhluta Tucson. Við teikn- uðum ein 2.800 hús á einu bretti. Þar sem þetta voru hús af dýr- ari gerðinni máttu engin tvö hús vera nákvæmlega eins, svo við urðum að hafa okkur alla við. Það er satt að segja skrítin til- finning að fara í gegnum þetta hverfi í dag og vita af öllum þessum fjölda fólks í húsum sem urðu til á borðinu hjá mér. Það hefur líka verið merkileg reynsla að fylgjast með vexti Tucson-borgar. Þegar ég kom hingað voru íbúarnir um 60 þús- und og „The Indian Ridge“- hverfið var drjúgan spöl fyrir utan bæ. En nú er það í honum miðjum, svo að segja og íbúar Tucson orðnir um 450 þúsund. Næsta verkefni mitt var að hanna verslunarmiðstöð fyrir hverfið. ítalinn var með annan fótinn á Ítalíu og keypti þar styttur á uppboðum, ljón og gyðjur, sem hann sagði vera mestu gersemar. Ég var nú ekki alveg jafn trúaður á gildi þeirra, en hann vildi endilega að þeim yrði komið fyrir í verslunarmið- stöðinni. Það var ekki annað fyrir mig að gera en að verða við ósk hans og leysti ég þetta með því að hafa húsin í mexíkönsk- um stíl og koma styttunum fyrir í niðurgröfnum garði (sunken garden) í samstæðunni miðri. Ekki get ég sagt neitt um gildi þessa arkitektúrs en hann náði tilætluðum árangri. Dró að sér fínar verslanir og ríka „kúnna". Þegar hér var komið var ég búinn að fá nóg af ítalanum og uppátækjum hans og réðst á stofu þar sem verið var að hanna einn stærsta gagnfræða- skóla, Palo Verde, hér í Tucson. Það var skemmtilegt verkefni en erfitt og þegar því lauk, settist ég sjálfur í kennarastól og kenndi arkitektúr við Arizona- háskóla. Mér fannst sjálf kennslan skemmtileg en ég gat Palo Alto gagnfræðaskólinn sem Guftmundur teiknaði og er einn af stærstu skólum í Tucson. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.