Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 15
V Hann sendi hinum innilokaða her þau boð, að „við munum gera allt til að koma ykkur til hjálpar". Paulus svaraði: „Hef gefið skipun um það að nýju, að núverandi víglínu verði að halda." Örlög 6. hersins voru ráðin. Hefði Paulus, sem ekki trúði um of á Hitler, átt að brjótast út úr herkvínni eða hefði hann get- að það upp á eigin spýtur? Það er ekki hægt að ætlast til þess miðað við afstöðu Mansteins og yfirmanns herforingjaráðs hans eigin hers. Þeir trúðu báðir enn á „heillastjörnu Hitlers". Hætta var á öngþveiti í herstjórninni, ef Paulus hefði gripið til sinna ráða. 23. nóvember var tekin ákvörð- un um loftbrú eftir ráðstefnu foringja úr flughernum undir forsæti Görings, ríkismar- skálks. Hann krafðist þess, að tryggt yrði, að 500 tonn væru flutt á dag, menn hans töldu 350 hugsanleg, en reyndin varð önn- ur, og þessi afköst hefðu aldrei nægt heldur. 25. nóvember deildi Göring við yfirmann þyzka herráðsins, Zeitzler, í viðurvist Hitlers. Þá kvaðst Göring „ábyrgjast" birgðaflutningana til 6. hersins. Alltaf samur við sig, sagði Hitl- er síðar. Uppgjöf Paulusar — Hitler sleppir sér Þjóðverjar börðust af svo mikilli hörku í Stalíngrad, af því að þeir vonuðust alltaf eftir lið- veizlu og af því að þeir vildu ekki verða fangar Rússa. Enn um miðjan janúar skriðu þýzkir hermenn með benzínflöskur að rússneskum skriðdrekum, því að herstjórnin hafði lofað hverjum og einum flugfari burt tafar- laust, sem gæti einsamall grandað rússneskum skrið- dreka. Hitler sleppti sér, þegar hann frétti af uppgjöf Paulusar 31. janúar. Hann hafði vænzt þess af honum, sem hann var sjálfur reiðubúinn til, það er, að skjóta sig með síðustu kúlunni. Hitler sagði oft frá „stoltri, fallegri konu“, sem hefði gengið út, lok- að sig inni og skotið sig, aðeins af því að móðgandi orðum hafði verið beint til hennar. Þessi kona á að hafa verið einn af riturum Görings, sem hafi mælt þessi ósanngjörnu orð. Ætla mætti, að Hitler hafi með sögu þessari verið að vega að Hermanni Göring, marskálki, sem „ábyrgðist" birgðaflutning- ana til Stalíngrad. Paulus kom ekki fram í Moskvu-útvarpinu tveimur dög- um síðar, eins og Hitler óttaðist, heldur einu og hálfu ári síðar, eftir að Hitler hafði verið sýnt banatilræði 20. júlí 1944. Hann hvatti þá landa sína til andstöðu við Hitler og talaði á vegum „þjóðfrelsisnefndar Þýzka- lands", sem svo hét í Moskvu. Paulus dó í Austur-Þýskalandi 1957 á sóttarsæng. Af um 91.000 þýzkum stríðs- föngum frá Stalíngrad áttu um 6.000 afturkvæmt heim til sín. Af 22 háttsettum foringjum 6. hersins, að Paulusi marskálki meðtöldum, sneru 18 aftur. — Sv.Asg. tók saman — Betra umhverfi — hversvegna ekki? í miðbæ Hafnarfjaröar. Mvndin er tekin i gatnamótum Strandgötu og Reykjavíkurvegar. Við Strandgötu standa enn nokkrar byggingar af gömlu kynslóðinni sem gera götumyndina öllu fjölbreyttari og athyglisverðari i að líta. Samt sem iður getur umhverfi götunnar ekki talist aðlaðandi. Bfllinn er þar alls ráðandi ásamt malbiki og steinsteypu sem fyrr. Gera má Strandgötuna í Hafnarflrði meira aölaðandi en hún er f dag. Myndin sýnir hvernig koma má fyrir trjám og runnum í þar til gerðum kössum eða kerjum. Sum þeirra gætu hugsanlega verið þannig útbúin að þau mætti færa, taka upp og setja í skjól, eða jafnvel í gróðurhús yfir vetrarmánuöina. Lítill l útimarkaður myndi sóma sér vel við Strandgötu, t.d. á bflastæðinu milli gömlu húsanna. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.