Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 11
Ingólfur Sveinsson Júlí-raud sól Brýtur á útskerjum, svalt er hafkulið eftir heitan dag ígrænt fjarðarlognið falla náttskúrir utar hnígur júlí-rauð sól í bláar unnir. Vögguljód Sumarskógurinn sefur en langt út íkyrrðinni á spegilfleti vatnsins vælir lómurinn ... Sofðu mín Ijúfa sofðu þar til fuglarnir fara að syngja og sólin þurrkar morgundöggina af trjánum. Ad vetur nóttum Oxford Street Aðeins þögn — allt er horfið... Hvað batt þínar minningar þínar ljúfustu stundir — kannske kveldblámi fjallsins hlý golan í ilmbjörkum morgunsins ástin í kvaki lóunnar hvít birta jökulsins niður fljótsins á myrkri nótt ? — Hvað batt þig? í æðandi mannhafinu renna þjóðirnar saman, augað nemur — eyrað blekkir hve ólíkt — hve fjarlægt... Eru örlög þín ráðin svarti guli hvíti maður? Oxford Street þú ert smámynd, heimur götunnar, stórmynd í örlögum mannkyns. (London 1982) Elín Gunnlaugsdóttir JjjÓð Við bergðum vínið J sætleik hamingjunnar Seinna, þegar vínið var aðeins minning fundum við beiskjuna. Um höfunda: Ingólfur Sveinsson er Reykvíkingur og hefur starfaö í lögreglunni um all langt skeið. Hann hcfur samið lög og ort Ijóð í langan tíma og í Lesbók hafa oft birzt eftir hann ljóð. Elín Gunnlaugsdóttir er ung stúlka frá Laugarási í Biskupstungum og hefur ekki birzt Ijóð eftir hana fyrr. Aðför að ís- lenskri menningu Fjöldi myndbandaleiga auglýsir daglega í smáauglýsingadálki síðdegisblaðsins DV Myndbandaleigurnar hafa erlendar kvik- myndir sem margar eru með íslenskum texta og eru frá Warner Bros, Universal, Paramounth og öðrum stórfyrirtækjum á sviði kvikmyndalistarinnar sem hafa aðset- ur í HoIIywood þar sem gleðin er í gangi frá morgni til kvölds ef gleði skyldi kalla. Inn- an um efni sem telst vera afþreyingarefni og ekki beinlínis skaðlegt er svo annað efni sem ekki er auglýst opinberlega enda hulið leynd og þarf jafnvel að kunna sérstakt látbragð og sérstakt mál til að nálgast dýrðina. Hér er átt við hinar svokölluðu „bláu myndir“, grófar kynlífsmyndir sem nær allar eru mjög svipaðar og byrja flest- ar þannig að ungur piltur hringir dyra- bjöllu, ung kona kemur á náttslopp til dyra og skömmu síðar þegar pilturinn er kominn inn í svefnherbergi ásamt ungu konunni er hoppað uppírúm og leikendur fara auðvitað á kostum og kvikmyndatökumenn, fram- leiðendur borga undantekningarlaust vel enda gróðinn mikill af slíkri framleiðslu. Margar myndbandaleigur en ekki allar eru með hryllingsmyndir á boðstólum sem kvikmyndahúsin hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hafa ekki séð ástæðu til að hafa á sýningarskrá eins og fram kom í fréttum fjölmiðla á liðnum vetri. í „Kastljósi“ í sjónvarpinu var starfsemi myndbandaleig- anna tekin fyrir skömmu eftir síðustu ára- mót. Umsjónarmaður þáttarins komst yfir sýnishorn af einni hryllingsmyndinni og ég man að ég horfði á ósköpin og myndbútur- inn virkaði þannig á mig að ég kúgaðist og minnstu munaði að ég kastaði upp er ég leit viðbjóðinn. í þessari hryllingsmynd, sem ég man ekki lengur hvað heitir, voru líffæri skorin úr fólki og kastað framan í kvik- myndatökuvélina og myndin endaði þannig að konum var nauðgað á hinn hryllilegasta hátt. Mér skilst að kynlífsmyndir og hryll- ingsmyndir séu hafðar á bak við hjá mynd- bandaleigum, í skúffum þar sem bókhaldið er geymt. I þéttbýli á fslandi geysar um þetta leyti myndbandafaraldur. Kaplakerfi eru lögð í fjölbýlishús og íhúðareigendur sameinast um kaup á myndböndum frá myndbanda- leigum sem margar hafa miður gott efni á boðstólum handa viðskiptavinum þó þar sé vitanlega innan um mjög gott efni. Fólk þyrstir í afþreyingarefni og Ijótleikinn vill því miður verða með þegar keypt eru eða fengin að láni myndbönd og ekki þykir mér ólíklegt að klámið sé ofarlega á vinsælda- listanum á tímum sem einkennast af rót- leysi og upplausn á svo mörgum sviðum mannlífsins. Alvarlegast er það að börn og unglingar eru oft áhorfendur að slíku efni sem jafnvel fullorðið fólk hefur ekki gott af að horfa á og getur verið skaðlegt andlegri heilsu. Löggjafinn verður hér að grípa inní og stöðva innflutning á hryllingsmyndum oggrófum klámmyndum áður en komið er í óefni. Myndbandafaraldurinn er bráðsmitandi eins og best sést á því að hann hefur stung- ið sér niður í kauptúnum og sýslum lands- ins og smitað út frá sér. Frístundir notar fólk til að horfa á myndbönd frá mynd- bandaleigum. Heima í stofu kemur á skerminn án mikillar fyrirhafnar allt milli himins og jarðar, íþróttakappleikir, stríðs- myndir, hryllingsmyndir, klámmyndir, hugljúfar söngvamyndir og teiknimynda- fígúrur bregða á leik og þannig mætti lengi telja. Þegar myndbönd eru orðin álíka útbreidd og sjónvarpið er nú, þá mega t.d. leikhúsin hafa virkilega góðar sýningar til að vera samkeppnishæf við hið nýja undratæki, myndbandið. Hætt er við að bókaútgáfa muni eiga erfitt uppdráttar hér á landi ef myndböndin verða almenningseign eins og margt bendir til að verða muni innan fárra ára. Myndbandaleigur fara svona hvað úr hverju að starfa á landinu öllu ogfrá ystu nesjum inní innstu dali heyrast inní stofum kvalaópin og frygðarstunurnar. Ekki þó eingöngu sem betur fer því eins og ég tók fram hér fyrr í þessari grein, er innan um ósómann ágætt og uppbyggjandi efni, fræðsluefni sem skemmtiefni. Mestu skiptir að eitthvert eftirlit sé af hálfu hins opin- bera með því efni sem selt er á myndbönd- um hér á landi. Rætur íslenskrar menningar eru djúpt í moldu og verða ekki slitnar upp þrátt fyrir aðför myndbandafaraldursins og þeirrar ómenningar sem þar er á ferðinni. Ólafur Ormsson Leiðrétting í rabbgrein Björns Steffensen 30. apríl sl. kom fyrir meinleg villa, sem gerði setninguna marklausa. Rétt er hún þannig: Þarna réði ferðinni hin fjölmenna sveit kommúnista innan Fram- sóknarflokksins, auk sjálfs Kommúnistaflokksins, sem stóð að stjórninni. Leiðréttist þetta hér með og eru lesendur og höf- undur beðnir velvirðingar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.