Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 6
Þórði heitin liðsemd og boðnar sættir 9. hluti Ásgeir Jakobsson tók saman Þar lauk frásögninni síðast, að Þórður er kominn heim á Mýrar úr Vatnsdalsför ... Eyjólfur Þorsteinsson reið á Flugumýri að segja Kolbeini tíð- indin. Kolbeinn stefndi þegar saman mönnum og efldi setur. Þótti honum þá skjótar til eftir- reiðar, ef nokkur illvirki væri ger í héruðum hans. Þórður var litla hríð heima áður en hann sendi menn alla vega frá sér til mannakvaða, og var sú mannkvöð svo frek, að hver vígur maður skyldi fara. Stóð þá Sturla Þórðarson upp hið fyrsta sinn með frænda sín- um. Þarna er sem sagt ekki tal- ið, að Sturla hafi „staðið upp“ .. - - ~ .i»- - með Þórði, þegar Sturla flýði undan Kolbeini í lið Þórðar, enda varð Þórði ekki að honum lið þá, sem áður segir. Þórður kvaddi menn upp allt um Dali fyrir vestan Bröttu- brekku. Það urpu menn á að lið Þórðar myndi vera á áttunda hundrað. Hann sendi menn norður um heiðar að hleypa upp setum norðanmanna á Miðfjarðarhálsi en sjálfur var hann þá með flokkinn í Borgarfirði, fyrst í Stafholti en síðan á Ferjubakka. Þangað komu til hans Böðvar á Stað og Þorleifur í Görðum og hafði hvor tveggja mikinn flokk, en ekki vildu þeir ríða norður með Þórði né heldur suður með lið sitt, en Þórður vildi annað hvort gera, því að syðra sat nú Hjalti biskupsson, sem Þórður átti margt sökótt við. Boð um þingstyrk Þorleifur í Görðum var að öðrum og þriðja við þá Böðvar og Þórð, Guðný, amma Þórðar og Böðvars, og Þórður, faðir Þorleifs, voru systkin, og þeir hjálpuðust nú að frændurnir að drepa niður þá ætlan Þórðar að ríða norður, sem hann hafði nægan liðsafla til. Þegar þeir frændur hans voru komnir í flokk með honum taldi lið hans tólf hundruð manns og Kolbeinn ungi hafði engan viðbúnað til að mæta því liði, ef Þórður hefði riðið norður snarlega. En frændur hans slógu vopnin úr höndum hans. Eftir að þeir höfðu boðið honum, þessir öfl- ugu höfðingjar, að veita honum styrk á þingi til að koma fram sínum málum, hefði Þórður ekki fengið alþýðu manna til að fara norður í land að heyja þar stór- orustu. Þórður átti alltaf undir högg að sækja um liðsafla til stórræða. Allri alþýðu hefur sýnzt að þetta .væri svo gott boð að ekki kæmi. til mála annað en leysa málið á Alþingi fremur en í Ingimar Erlendur Sigurðsson A HVITASUNNU Endurfæðing Ég leit ekki neinn sem lífsstríðið vann, hvort löng eða skömm var ævi. Hver vitund sem ekki vonaði á hann, svo virtist að dauða svæfi. Einn deyjandi mann sem drottin guð fann, af dásvefni sá ég rísa. Á sigraða mannssál sigurhrós rann, ég sá það úr augum lýsa. í undrinu mikla andi hans brann, og upprisukross hann risti. Hið guðlega undur geislaði mann og gaf honum líf í Kristi. Frá kommúnisma til kristindóms Með lífið í lúkunum ég lagði af stað. Á hugsjónar hnjúkunum mér hjálpræðis bað. Mörg kalsár á kjúkunum mig kostaði það. Á stokkfreðnum stúfunum ég stefnulaus skreið. Með helmark á hnúfunum ég helvíti leið. Hjá þjóðkirkju þúfunum mín þrautalausn beið. Helgun Yfir vatnið sólskin svífur, syndugt ofanborðið rýfur; eins og bjartur, beittur hnífur brjóstið einnig sundur klýfur helgur tekur himinn dýfur. Vonarsól Sólin til viðar hné, settist á krossins tré; dýrlegur aftur rís dagurinn utan skýs. Krossfesting Sá ég oft með sanni sál á krossinn ganga. Merkið þó á manni miklu oftar hanga. Með honum Með drottni himnesk dýrð aðjörðu hneig, með drottni jarðnesk þrá til himins steig með honum verða hjörtu jarðar fleyg. blóðugum bardaga. Þórði hefur auðvitað sýnzt það líka, að æski- legasta lausnin væri að ná fram málum sínum á Alþingi og hann hefur áreiðanlega treyst því að frændur hans héldu loforð sitt og það ætti að tryggja, að Þórð- ur næði saman til þingreiðar álíka fjölmenni og hann nú hafði safnað að sér. Slíkur her á þingi og með atfylgi Böðvars og Þorleifs hlaut hann að rétta sinn hlut að lögum. Þórður þakkaði frændum sín- um boðið og þáði það, enda ekki um annað að ræða, en sagði þó, að þessi kostur yrði „sér starfa- rneiri". Norðurreiðin hefði vitaskuld skorið fyrr úr um viðskipti þeirra Kolbeins en málavafstrið á þingi árið eftir. Kolbeinn sjálfur í njósnaferð Þórður lét allan sinn flokk sofa undir Þjóðólfsholti um nóttina. Um morguninn kom Hákon galinn ofan af heiðum, en þar hafði hann verið á njósn, og hafði þær fréttir að færa, að Kolbeinn ungi hefði verið með þrjátíu menn í Flatartungu um nóttina. Þórður bað að haldið væri saman flokkunum en sjálfur reið hann á njósn uppá hérað. Hann kom á Gilsbakka og frétti þar að Kolbeinn væri riðinn norður. Þórður sendi nú frá sér njósnamenn uppá Tvídægru, ef þeir kynnu að verða einhvers vísari um viðbúnað Kolbeins nyrðra. Þeir komu aftur og sögðu allt kyrrt en setur þrenn- ar í Skagafirði. Þá höfðu þeir og þá sögu að segja, að enginn hefði treyst sér að ríða suður í Borg- arfjörð á njósn, annar en Kol- beinn sjálfur og þótti mönnum mikið um hvatleik Kolbeins og áræði, að hann skyldi ríða í hér- að þar sem fjölmennur óvina- hópur var fyrir. Þegar Þórður vissi, að allt var kyrrt um Kolbein, þá leysti hann upp her sinn og sneri aftur vestur í fjörðu og var nú Sturla með honum. Þótt Þórður kæmi ekki því fram, sem hann ætlaði með liðssafnaði sínum, þá hefur hann verið léttur í skapi, þegar hann sneri vestur aftur. Nú horfði allt vænlegar fyrir hon- um. Höfðingjar höfðu heitið að fylgja honum að málum og hann gat kvatt upp her manns. Svo segir í sögu Þórðar: „Þóttust þá allir skilja, þeir er í þessari ferð höfðu verið með Þórði, að hann myndi verða hinn mesti höfðingi, ef hann héldi sér heilum. Þótti og mönnum mikils um vert, er hann hafði slíkum stórflokkum saman komið í svo fátæk- um sveitum. Þórður fór heim á mýrar og sat þar fram um jól. Hann hafði jólaboð mikið og bauð öllum hinum beztu mönnum á Vestfjörðum. Strengdi Þórður þá heit og allir hans menn. Það heit, sem Þórður sjálfur strengdi var að láta aldrei taka mann úr kirkju, hverjar sakir sem sá hefði til við hann, og það efndi hann. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.