Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 2
Rue du Faubourg Saint-Honoré * * „Voruð þið í búðarrápi á Champs-Elysées? En fyrirgefið, hvenær voruð þið eiginlega í París ,síðast?“ spurðu vinir okkar með greinilegri skelfingu. Maður lætur nú ekki lengur sjá sig á þessari forðum glæstu breiðgötu Parísar, nema ef vera skyidi að maður skryppi í bíó. Annars er sú glæsigata orðin vettvangur grunlauss fólks utan af landi og alls konar hrappa og smáþjófa, sem eru að skyggnast þar um eftir auðveldum fórnar- lömbum. París er búin að eftir- láta rokkungdómi og vafasöm- um piltum á öllum aldri, sem elta erlenda kvenferðalanga með ósiðsamlegu látbragði, „götuna sína“. Um þetta vorum við uppfrædd. Okkur fannst þetta nú allt saman dálítið orðum aukið — þar til konan mín varð fyrir því um hábjartan sunnudagseftir- miðdag, að einhverjir gleiðgosar tóku að sýna henni ruddalega ágengni, og það gerðist þrisvar sinnum á skömmum tíma, svo að hún varð að lokum að forða sér burt af Champs-Elysées með 2 því að hlaupa sem fætur toguðu inn í gistihús þar rétt hjá. Það er að færast hálfgerður hallærissvipur yrir Champs- Elysées, þótt maður taki kannski ekki almennilega eftir því, fyrr en komið er að pylsu- vögnunum og pommes frites- sjoppunum, sem virðast orðið gefa tóninn um „savoir vivre“ á þessum slóðum. Svo virðist sem lögreglan láti sig þetta vaxandi hallærisástand á Champs- Elysées ósköp litlu skipta. Parísarlögreglan einbeitir sér frekar að því að elta uppi og sekta það ógæfufólk, sem lagt hefur bílunum sínum ranglega, og sést lögreglan líka þramma liðsterk og vígaleg fyrir framan sýningargluggana hjá Aeroflot. Hinir frönsku vinir okkar höfðu á réttu að standa, og við slógum striki yfir hina dýrlegu himn- esku velli sem verzlunargötu. „Það er svolítið annað mál með Saint-Honoré, þar er gam- an að kíkja í búðarglugga og gera innkaup," höfðu vinir okkar sagt, og þetta fengum við fljótlega að sannreyna. Það er Parísarkonur hafa löngum skartað barðastórum höttum og Cassandre International við Saint-Honoré 50 gerir einmitt ráð fyrir því. Á teikn- ingum tízkuhúsanna eru glæsikon- urnar ekki endilega í þeim stelling- um, sem hefðu þótt kvenlegar áður fyrr. ekki hinn allra minnsti vandi að eyða heilum degi í „lúxusbúðar- ráp“ í þessari götu þar sem tout Paris kaupir sér fatnað, ac- cessoires og dýrustu skartgripi. Dagsferð um ríki hinna ríku er alveg sérlega ódýr skemmtun, ef maður heldur sig við það eitt að skoða í búðargluggana. En það skal játað, að það er oft anzi erfitt að stunda slíkt meinlæti þarna mitt í öllum freistingun- um. Stræti hinna stóru nafna Búðarrápið hófst einmitt á þeim stað, þar sem svo margt og margvíslegt hefur átt upptök sín í franska lýðveldinu — við El- ysée-höllina. Rue du Faubourg Saint-Honoré, sem raunar byrj- ar við Place des Ternes, hefur þegar við Elysée-höllina nokkur hundruð sögufrægra metra að baki. Þar ofar stendur húsið, þar sem Lafayett hershöfðingi gekk á sínum tíma að eiga fimmtán ára aðalsmey; þarna er líka hús hins ógnþrungna Robespierres og eitt af allra fínustu gistihús- um Parísarborgar, Hotel Brist- ol. En gatan nær sér eiginlega fyrst verulega á strik við aðset- ur Frakklandsforseta, sem um- kringt er varðliðum; höllin var byggð árið 1718, og þar bjuggu meðal annarra Madame Pompa- dour, Lúðvík XVI og Napoleon- arnir. Við bæjardyr þessarar valdamiðstöðvar hinnar Grande Nation standa svo húsakynni glæstustu tízkufrömuðanna í París. Beggja vegna götunnar raða þeir sér upp eins og perlur á bandi: Cloé, Rosetti, Cardin, Saint Laurent, Cucci, Aujard, Ungaro, Hermés, Lapidus, La- vin, Hechter, Jourdan, Aigner og Jaeger — nokkur nöfn sem hljóma ekki beinlínis ókunnug- lega í eyrum þeirra kvenna — og reyndar karla líka — um heim allan, sem fúslega vilja leggja mjög mikið af mörkum í bein- hörðum peningum til þess að vera framúrskarandi glæsilega til fara. Það mun víst aldrei verða hægt að fá úr því skorið, hvoru megin við þessa fremur þröngu götu standi veldi hinna „betri" tízkufrömuða; deilurnar um þetta atriði virðast ætla að vara til eilífðar. Flestir þeirra, sem þarna eru á reiki, virðast vera á stöðugum þönum milli gangstéttanna og yfirleitt á æðisgengnum flótta undan bíla- flotanum, sem geysist eftir göt- unni, án sýnilegrar tillitssemi eða minnstu miskunnsemi við hina fótgangandi. Það er því naumast hægt að tala um búð- arráp í rólegheitum þarna, held-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.