Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1983, Blaðsíða 7
Sex er orðið að einhverju sem talið er þurfa — partur af neyslunni í neysluþjóðfélaginu. Þú þarft að hafa bíl, þú þarft að fá gott að borða, þú þarft að þjálfa þig — og þú þarft sex. Ástin er aftur á móti sérstök og óskilgreinanleg, eins fjölbreytileg og samböndin eru mörg. Hugleiðing um tvo áratugi kynferðislegrar frjálshyggju. Eftir George Leonard. Mynd úr nýrri grafíkmöppu eftir Braga Ásgeirsson. af fólki, er að glata aðdráttar- afli sínu í hugum manna. Ég held að flestir vonist nú eftir mannlegra og persónulegra við- horfi á öllum sviðum og sér í lagi í erótískri ást. Okkur er loksins að verða ljóst, að kynferðislegt frjáls- ræði, sem ekki gerir kröfu til ástar og skapandi viðhorfs, er ekki í dýpra eðli sínu bylting, heldur andsvar við aldalangri kúgun, sem veldur því að það, sem áður var haldið niðri, flæðir yfir án þess að falla í æskilega farvegi. Sexdýrkunin er óper- sónuleg, niðurlægjandi óvirðing þess kraftar sem á sér æðra markmið í lífinu öllu. Viljandi saman í erótísku samfélagi Ástin er aldrei hættulaus. Hún felur í sér möguleika á sársauka, útskúfun og mannleg- um mistökum. En á því byggist einmitt hið gagntakandi um- breytingarafl ástarinnar. Dýpsta verðmæti erótiskrar ást- ar kemur ekki fram því að hlaupa úr rúmi í rúm, heldur í hinu eiginlega sálufélagi, lang- tímasambandi, þar sem báðir aðilar halda viljandi saman í erótísku samfélagi, ekki vegna siðferðislegra fordóma, af kjarkleysi eða óhæfni til virkra athafna, heldur af innri hvötum og það vegna þess að leitað er lífs og vaxtar í sálufélagi við aðra lifandi mannveru með þessum hætti. Eiginlegt sálufélag krefst skýrrar vitundar um eigið gildi. Sálfræðingurinn Nathan Brand- en segir: „Það er orðin algeng athugasemd að benda á það, að okkur geti ekki þótt vænt um aðra, ef okkur þykir ekki fyrst vænt um okkur sjálf. Þetta er þó aðeins helmingurinn af mynd- inni, því að þannig er því einnig varið, að okkur tekst ekki að trúa því, að öðrum geti þótt verulega vænt um okkur, nema okkur þykir vænt um okkur sjálf. Þannig getur hæfileikinn til að þiggja ást orðið óvirkur." Báðir aðilar verða að eiga sameiginleg áhugamál og sjá hinn sama tilgang í lífinu. Og annar aðilinn á að njóta og styðja hinn ekki aðeins þegar á bjátar, heldur ekki síður á gleði- stundum. Branden segir líka: „Þú skalt ekki stofna til hjóna- bands með þeim, sem ekki getur . samglaðst þér á hrifningar- stundum." Sumar dyggðirnar, sem eru undirstaða eiginlegs sálufélags, svo sem bjartsýni, trygglyndi, kurteisi og þolin- mæði, eru taldar svo sjálfsagð- ar, að oft er ekki eftir þeim tekið í háreysti nútímans. Samt er til- vera þeirra eða tilveruleysi það sem oft skiptir sköpum í sam- skiptum manna. f bók sem fjallar um hjóna- bandið eftir sálfræðinginn Carl Rogers kemur það fram, að þeg- ar hann varð fertugur, datt kyngeta hans niður án þess að nokkur ástæða fyndist. Ástand þetta hélst í rúmt ár, og allan þennan reynslutíma sýndi kona hans honum ástúð og skilning. Eftir þennan reynslutíma kom- ust kenndir hans aftur í samt lag og sagan endurtók sig ekki. Þolinmæði eiginkonunnar snart Rogers svo djúp, að hann var þess fullviss upp frá því, að ást hans til hennar ætti eftir að endast svo lengi sem hún lifði. Samloka eöa veisla Formælendur þess að fólk eigi sér marga rekkjunauta segja: „Hvers vegna skyldi ég láta mér nægja samloku af brauði, ef mér stæði til boða að komast í veislu?“ Þannig spyrja þeir að- eins af því að þeir hafa enga reynslu af því, hvað eiginlegt sálufélag er. Þeir sem reynsíu hafa af hvoru tveggja líta öðrum augum á málin. Tilviljunar- kennt kynlíf getur tæplega flokkast undir að vera nein veisla. — Miklu fremur mætti líkja því við fángelsiskost, sem borinn er fram í plastílátum. Lífsins sanna veisla býðst að- eins þeim, sem hafa vilja og getu til að fórna öllu án endurkröfu. Það ævintýrasinnaða fólk, sem • hefur til þess kjark að steypa sér út í það, sem felst í algerri einlægni, hlýtur sigurlaunin: blíðufulla nærgætni, undrunar- gleði, erótíska persónutöfra, andlega umbreytingu. Misskiljið mig ekki: Ég vil halda því eftir, sem kynbylting- in færði okkur og jákvætt hefur reynst. F^relsið til opinnar um- ræðu um erótísk málefni er gott og blessað. Fáein orð í tíma töl- uð geta þar oft dreift misskiln- ingi, sem ella hefði valdið ævi- langri óþarfri sektarbyrði eins og algengt var á liðnum tíma. Og svo að síðustu þetta: Allar þessar bækur og allar þessar kvikmyndir kringum sex breyt- ast í föla skugga í samanburði við ljómann af sannri, hispurs- lausri, einlægri og óskertri ást. Því að ástin er mannleg birting hinnar skapandi orku, sem gæð- ir mennina lífi, tengir þá saman 1 fjölskyldur, félagshópa og þjóðir. Hún er aflið sem að lok- um mun sameina veröldina alla. Við höfum lent á villugötum, en við erum aftur að komast á veg- inn. Við sjáum nú að við getum haldið ávinningnum af þeirri þróun sem var að nokkru leyti öfugþróun, án þess að glata með því ástinni, hispursleysinu, ein- lægninni eða frelsinu. Að hafa samfarir á að vera lofgerð til lífsins. Erótísk ást er helgandi afl í hættulegum heimi. Hún gerir eiturlyfja- neyslu óþarfa, og það verður líka óþarfi að fremja ofbeldi eða fara í stríð til þess að hafa á tilfinningunni að maður lifi sönnu og þróttmiklu lífi. Hún tengir okkur öðru fólki og öllu sem á jörðinni er, ef til vill stjörnunum líka. Vera má að orðið „sex“ hafi einhvern tíma þjónað tilgangi með því að afmarka ákveðið rannsóknasvið og beina athygli að ákveðnum vanda nútímalífs. En nytsemi þess orðs fer þverr- andi, ef það er ekki þegar orðið gagnslaust. Það er ekki annað en nafnið á einu einkenni hinnar ópersónulegu firringar, þessum skorti á sannri lífsvitund, sem ógnar mannlegri tilveru á okkar hnetti. í stuttu máli: Sex er orðið úrelt hugtak. Hér með er öllum sönnum elskendum boðið til þátttöku í erfidrykkjunni eftir „sexið"!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.